Tíminn - 11.04.1987, Page 19

Tíminn - 11.04.1987, Page 19
Laugardagur 11. apríl 1987 ÚTVARP/SJÓNVARP JESÚS FRÁ NASARET - endursýning Kl. 16.25 á morgun, pálmasunnudag hefst i Sjónvarpi endursýning á bresk-ítölsku sjónvarpsmyndinni Jesús frá Nasaret í leikstjórn Francos Zeffirelli, sem sýnd var um páskaleytið í fyrra. Myndin er í fjórum hlutum og verða hinir hlutarnir þrír sýndir síðdegis á föstudaginn langa, laugardag og páskadag. Robert Powell fer með hlutverk Jesú, en auk þess er mikið stjörnuval í þessari sjónvarpsmynd. GESTIR OG GANGANDI . Kl. 11.00 á ■3|H’ sunnudögum á Rás 2 ■■Bi w tekur Ragnheiður Davíðsdóttir enn á móti gestum og gangandi en þættir hennar, Gestagangur, sem lengi voru á fimmtudagskvöldum á Rás 2 nutu mikilla vinsælda. Gestir og gangandi nefnist þessi nýi þáttur og eins og nafnið bendir til tekur Ragnheiður enn á móti gestum. Sumir koma beint til hennar í hljóðstofu, en hún slær hka á þráðinn út á land og skreppur í bæinn með segulband og tekur vegfarendur tali. Það er spjallað um heima og geima í þáttunum, og tónlistin er að mestu íslensk, einkum frá fyrri Renata Scotto í Sviðsljósi KL 20.30 annað kvöld verðuv á Stöð 2 hin heimsfræga sópransöngkona Renata Scotto í Sviðsljósinu, en hún er stödd hér á landi þessa dagana og heldur tónleika. Jón Óttar Ragnarsson talar við söngkonuna um viðburðaríkt líf hennar og list. 1 Safnahúsinu á Húsavík er margt merkra muna Safnahúsið á Húsavík og leikgagnrýni meðal efnis í Sinnu Kl. 14.00 ídageráRás 1 þátturinn Sinna í umsjá Þorgeirs Ólafssonar að venju og er þar víða komið við. M.a. verður rætt við Finn Kristjánsson forstöðumann Safnahússins á Húsavík um tilurð og starfsemi safnsins. Fjallað verður um þrjár leiksýningar, Ofurefli, sem Leikfélag Húsavíkur frumsýndi sl. laugardag, Þú og ég... sem Hugleikur í Reykjavík frumsýndi sama dag og Óánægjukórinn, sem Leikfélag Reykjavíkur frumsýndi sl. þriðjudag. Þorgeir Ólafssonfjallar um fyrstnefndu sýninguna en Hlín Agnarsdóttir um hinar. Þá ræðir Arthur Björgvin Bollason við Einar Guðmundsson skáld um lífið og listina. Viðtalið var tekið upp á bjórstofu í Munchen. Tíminn 19 Hin góðkunna útvarpskona Ragnheiður Davíðsdóttir hefur nú tekið sér bólfestu á dagskrá Rásar 2 á sunnudagsmorgnum kl. 11 og tekur þar sem fyrr á móti gestum. - Fær almenningur aldrei framar að sjá Sólblóm Van Goghs? - ekki fæst uppgefið hver kaupandinn er né hvar hann er Geysilega athygli vakti fyrir skemmstu þegar hæsta verð nokkru sinni var greitt fyrir listaverk. Það var ein sólblómamynda Van Goghs sem óþekktur aðili var reiðubúinn að borga fyrir 24,75 milljónir sterl- ingspunda á uppboði hjá Christie's í London. Það vekur ekki síður at- hygli að það er á vitorði fárra hver kaupandinn er og nú eru margir uggandi um að aldrei framar fái almenningur að líta þetta fræga listaverk augum, það verði hengt upp á leynilegan einkavegg ríkis- bubba og aðeins augnayndi fjöl- skyldu hans og náinna vina. Bretar hafa misst enn einn fjársjóð í hendur fjársterks aðila í öðru landi. Síðla kvölds tveim dögum eftir uppboðið var þetta dýrasta listaverk sögunnar borið út úr skrifstofum uppboðsstofu Christie's í London án þess að mikið bæri á. Það hafði verið vafið inn í öryggisábreiðu áður en búið var um það í sérsmíðuðunt viðarkassa. Ekkert var látið uppi um ákvörðunarstað en orðrómur, talinn áreiðanlegur, var á kreiki um að kaupandinn væri Bandaríkjamaður. Forsvarsmenn Christie's, sein bundnir eru þagnarskyldu, hétu kaupandanum því að enginn skyldi nokkru sinni fá vitneskju um hver hann væri. Og fyrirtækið fékk dálag- lega summu fyrir þjónustu sína, 2,25 milljónir sterlingspunda komu í þess hlut af söluverðinu. Listsagnfræðingar eru ekki á einu máli um ágæti þessa metverðs. Einn þeirra, vestur-þýski listsagnfræð- ingurinn dr. Roland Dorn, sem nýt- ur alþjóðlegrar virðingar á sínu sviði og var Christie's til ráðuneytis í sambandi við myndina, heldur því fram að kaupandinn hafi goldið of mikið fyrir myndina, verðið sé af- brigðilega hátt og slík saga eigi ekki eftir að endurtaka sig á næstu árum. Dr. Dorn hefur áhyggjur af því að þetta háa verð eigi eftir að hækka tryggingaiðgjöld af frægum lista- verkum sem geri söfnunr erfiðara fyrir að fá þau til láns á sýningar. Hann heldur því fram að „aðeins" 10 milljónir punda fyrir verkið hefði verið nær lagi og bendir á að þessi sólblómamynd sé alls ekki sú besta af þeim sem Vinccnt Van Gogh málaði. Dr. Dorn ætlar sjálfur að halda uppi fyrirspurnum í listaheim- inum um livar ntyndin eigi nú santa- stað, þar sem það sé mikilvægt fyrir listfræðinga að fylgjast með hvar frægustu sígildu listaverkin séu niðurkomin. Sólblómamyndin margumtalaða er ein úr röð sólblómamynda sem málarinn Vincent Van Gogh málaði í vinnustofu sinni í Arles, Provence 1889, rétt fyrir dauða sinn. Ein þeirra eyðilagðist í eldi í safni í Yokohama fyrir heimsstyrjöldina síðari, fjórar eru í söfnum hingað og þangað, þ.á m. ein í National Gall- ery í London. Þeir sem kunnugir eru í listaheimi Lundúnaborgar eru sannfærðir um að kaupandinn sé Bandaríkjamað- ur. Breska viðskiptaráðuneyrið hef- ur fengið umsókn um útflutnings- leyfi fyrir myndina og engar líkur eru taldar á að hægt sé að hafna því þar sem enginn kaupandi fyrirfinnist í Bretlandi sem geti reitt fram tilsvar- andi upphæð innan tilskilins tíma, sex mánaða. Laugardagur 11. apríl 6.45 Veðuríregnir. Bæn. 7.00 Fréttir. 7.03 „Góðan dag, góðir hlustendur“ Pétur Pét- ursson sér um þáttinn. Fréttir eru sagðar kl. 8.00, þá lesin dagskrá og veðurfregnir sagðar kl. 8.15. Að þeim loknum erlesiðúrforustugrein- um dagblaöanna en síðan heldur Pétur áfram að kynna morgunlögin. 9.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 9.30 í morgunmund. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. 10.25 Óskalög sjúklinga. Helga P. Stephensen kynnir. Tilkynningar 11.00 Vísindaþátturinn Umsjón: Stefán Jökuls- son. 11.40 Næst á dagskrá 12.00 Hér og nú. Fréttir og fréttaþáttur i vikulokin í umsjá fréttamanna útvarps. 12.45 Veðurfregnir. 12.48 Hér og nú, framhald. 13.00 Tilkynningar. Dagskrá. Tónleikar. 14.00 Sinna. Þáttur um listir og menningarmál. Umsjón: Þorgeir Ólafsson 15.00 Tónspegill. 16.00 Fróttir. Tilkynningar. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Barnaútvarpið. 17.00 Að hlusta á tónlist. 27. þáttur: Hvað er konsert? Umsjón: Atli Heimir Sveinsson. 18.00 íslenskt mál Guðrún Kvaran flytur þáttinn. 18.15 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Tilkynningar. 19.35 Bein lína til stjórnmalaflokkanna. Sjöundi þáttur: Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins svara spurningum hlustenda. 20.15 Harmoníkuþáttur. Umsjón: Sigurður Al- fonsson. 20.40 Framboðskynning stjórnmálaflokkanna Sjöundi þáttur: Borgaraflokkurinn kynnir stefnu sína. 21.05 íslensk einsöngslög. 21.20 Á réttri hillu. Umsjón: Örn Ingi. (Frá Akur- eyri). 22.00 Fréttir. Dagskrá morgundagsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.20 Lestur Passiusálma. Andrés Björnsson les 46. sálm. 22.30 Tónmál. Heinrich Neuhaus. Listin að leika á píanó. Soffía Guðmundsdóttir flytur annan þátt sinn. 23.10 Danslög 24.00 Fréttir. 00.05 Miðnæturtónleikar Umsjón: Jón Örn Mar- inósson. 01.00 Dagskrárlok. Næturútvarp á Rás 2 til morguns. Laugardagur 11. apríl 1.00 Næturútvarp Georg Magnússon stendur vaktina. 6.00 í bítið - Rósa Guöný Þórsdóttir kynnir notalega tónlist í morgunsárið. 9.03 Tíu dropar. Helgi Már Barðason kynnir Ijúfa tónlist og upp úr kl. 10.00 drekka gestir hans morgunkaffið hlustendum til samlætis. 11.00 Lukkupotturinn Bjarni Dagur Jónsson sér um þáttinn. 12.45 Listapopp í umsjá Gunnars Salvarssonar. 14.00 Poppgátan Gunnlaugur Ingvi Sigfússon og Jónatan Garðarsson stýra spurningaþætti um dægurtónlist. (Þátturinn verður endurtekinn n.k. þriðjudagskvöld kl. 21.00). 15.00 Við rásmarkið. Þáttur um tónlist, íþróttir og sitthvað fleira í umsjá Sigurðar Sverrissonar og íþróttafréttamannanna Ingólfs Hannessonar og Samúels Arnar Erlingssonar. 17.00 Savanna, Ríó og hin tríóin. Svavar Gests rekur sögu íslenskra söngflokka í tali og tónum. 18.00 Fréttir á ensku. 18.10 Tilbrigði. Þáttur í umsjá Hönnu G. Sigurðar- dóttur. (Þátturinn verður endurtekinn aðfaranótt miðvikudags kl. 02.00). 19.00 Kvöldfréttir 19.30 Með sínu lagi: Umsjón: Guðrún Gunnars- dóttir. 20.00 Rokkbomsan - Þorsteinn G. Gunnarsson. 21.00 Á mörkunum - Sverrir Páll Erlendsson. (Frá Akureyri). 22.05 Snúningur Vignir Sveinsson kynnir gömul og ný danslög. 00.05 Næturútvarp Fréttir sagðar kl. 7.00, 8.00, 9.00, 10.00, 12.00, 16.00,19.00, 22.00 og 24.00. 18.00 Spænskukennsla: Hablamos Espanol. Tólfti þáttur. Spænskunámskeið í þrettán þátt- um ætlað byrjendum. íslenskar skýringar: Guð- rún Halla Tuliníus. 18.25 Litli græni karlinn. (9) Sögumaður Tinna Gunnlaugsdóttir. 18.35 Þytur í laufi. Tíundi þáttur í breskum brúðu- myndaflokki. Þýðandi Jóhanna Þráinsdóttir. 18.55 Háskaslóðir (Danger Bay) - 9. Kata og hvalurinn. Kanadískur myndaflokkur fyrir börn og unglinga um ævintýri við verndun dýra í sjó og á landi. Þýðandi Jóhanna Jóhannsdóttir. 19.25 Fréttaágrip á táknmáli. 19.30 Smellir. 20.00 Fréttir og veður. 20.35 Lottó. 20.40 Fyrirmyndarfaðir. (The Cosby Show). -13. þáttur. Bandarískur gamanmyndaflokkur með Bill Cosby í titilhlutverki. Þýðandi Guðni Kol- beinsson. 21.10 Kvöldstund með Pétri Gunnarssyni - Hvernig verður rithöfundur til? 22.00 Húsið á hæðinni eða Hring eftir hring - fyrri hluti Herranótt Menntaskólans í Reykja- vík 1986. Höfundur Sigurður Pálsson. Leikstjóri Þórhildur Þorleifsdóttir. Leikendur: Nemendur Menntaskólans í Reykjavík. Tónlist: Jóhann G. Jóhannsson. Sviðsmynd: Guðrún Sigríður Har- aldsdóttir. Búningar: Sigrún Guðmundsdóttir og nemendur í MR. Aðalpersóna leiksins er í rauninni hið 140 ára gamla hús MR en það birtist í líki húsanda sem hafa öðlast ólíka eiginleika í tímanna rás. Þessir svipir leiða fram nokkra kafla úr sögu skólans sem jafnframt er saga lands og þjóðar. I fyrri hluta kynnumst við 19. öldinni kringum pereatið 1850 og tímabilinu 1870-80. Þekktir menn koma við sögu, svo sem Sveinbjörn Egilsson rektor, Hannes Hafstein og Kristján Fjallaskáld þó atburðir séu að öðru leyti skáldskapur. Stjórn upptöku: Gunnlaugur Jón- asson. Síðari hluti verður sýndur mánudags- kvöldið 13. apríl. 22.50 í blíðu og stríðu ((Pete n Tillie) Bandarísk bíómynd í léttum dúr gerð árið 1972 eftir sögu Peters de Vries. Leikstjóri Martin Ritt. Aðalhlut- verk: Walter Matthau, Carol Burnett og Ger- aldine Page. - Pete er piparsveinn og mesti galgopi. Þau Tillie kynnast í boði og rugla saman reytunum þótt þau séu um margt ólík. Þau eignast son og Pete fær stöðuhækkun og stillist nokkuð. Það stendur þó ekki lengi auk þess sem þau hjónin verða fyrir óvæntu áfalli sem hefur áhrif á sambúðina. Þýðandi Dóra Hafsteinsdóttir. 00.35 Dagskrárlok. Laugardagur 11. apríl 8.00-12.00 Valdís Gunnarsdóttir. Valdís leikur tónlist úr ýmsum áttum, lítur á það sem framundan er hér og þar um helgina og tekur á móti gestum. Fréttir kl. 8.00 og 10.00. 12.00-15.00 Ásgeir Tómasson á léttum laugar- degi. öll gömlu uppáhaldslögin á sínum stað. Fréttir kl. 12.00 og 14.00. 15.00-17.00 Vinsældalisti Bylgjunnar. Heigi Rúnar Óskarsson leikur 40 vinsælustu lög vikunnar. Fréttir kl. 16.00. 17.00-19.00 Laugardagspopp á Bylgjunni með Þorsteini Ásgeirssyni. Fréttir kl. 18.00. 19.00-21.00 Rósa Guðbjartsdóttir lítur yfir atburði síðustu daga leikur tónlist og spjallar við gesti. Fréttir kl. 19.00. 21.00-23.00 Anna Þorláksdóttir í laugardags- skapi. Anna trekkir upp fyrir kvöldið með tónlist sem engan ætti að svíkja. 23.00-04.00 Jón Gústafsson, nátthrafn Bylgjunn- ar heldur uppi stanslausu fjöri. 4.00- 8.00 Næturdagskrá Bylgjunnar. Harald- ur Gíslason leikur tónlist fyrir þá sem fara seint í háttinn og hina sem fara snemma á fætur. Laugardagur 11. apríl 9.00 Lukkukrúttin Teiknimynd. 9.20 Högni hrekkvísi. Teiknimynd 9.40 Penelópa puntudrós. Teiknimynd 10.05 Herra T. Teiknimynd 10.30 Garparnir. Teiknimynd. 11.00 Fréttahornið. Fréttatími barna og unglinga. Umsjónarmaður er Sverrir Guðjónsson. 11.10 Fálkaeyjan (Falcon Island). Ævintýramynd fyrir börn og unglinga. 11.30 Fimmtán ára. Nýr myndeflokkur í 13 þáttum fyrir börn og unglmga. Þaö eru unglingar sem fara með öll hlutverkin og semja þau sjálf textann jafnóðum. Annar þáttur. 12.00 Hlé_____________________________________ 12.30 Flokkakynning Kynning á öllum stjómmála- flokkum í beinni útsendingu úr sjónvarpssal. Einn af helstu talsmönnum hvers flokks flytur 5-7 mín. framsögu og situr síðan fyrir svörum hjá fulltrúum hinna flokkanna. Hver flokkur tilnefnir einn mann til framsögu og svara, og annan til að spyrja talsmenn hinna flokkanna. • 16.00 Ættarveldið (Dynasty). Blake Carrington og Steven sonur hans reyna að ná sáttum. 16.50 Chernobyl Slysið í kjamorkuverinu í Chern- obyl séð frá sjónarhóli Sovétmanna. 18.05 Tíska Umsjónarmaður er Helga Benedikts- dóttir. 18.30 Bíladella. (Automania) Ný bresk þáttaröð í léttum dúr sem qreinir frá söqu bílsins oq þeim áhrifum sem tilkoma hans hefur haft á líf manna. I þessum fyrsta þætti er kastljósum beint að þeim sem safna gömlum bílum, ýmist sem stöðutáknum, leikföngum eða fjárfestingum. 18.55 Myndrokk________________________________ 19.05 Ferðir Gúllivers. Teiknimynd. 19.30 Fréttir 20.00 Meistari Nýr þátturbyggðurá „Mastermind", hinum virtu og vinsælu þáttum Magnúsar Magn- ússonar. Stjórnandi er Helgi Pétursson. 20.30 Undirheimar Miami (Miami Vice) Tubbs og Crocett eru komnir fast á hæla manns, sem hefur gerst sekur um eiturlyfjasmygl og sifja- spell._________________0*__________________ 21.15 Benny Hill Breskur gamanþáttur. 21.45 Kir Royal Slúðurdálkahöfundurinn Baby' Schimmerlos og Ijósmyndari hans, svífast einskis til að verða sér úti um góða frétt. 22.45 Einn á móti öllum (Against All Odds). Bandarísk kvikmynd frá árinu 1984. Með aðal- hlutverk fara Rachel Ward, Jeff Bridges og James Woods. Spennandi ástarsaga sem byggð er á frægri sögu eftir Daniel Mainwaring og er sögusvið myndarinnar að stórum hluta Mexico. Tónlistin í myndinni er samin og flutt af Phil Collins og leikstjóri er Taylor Hackford. 00.55 Opnustúlkan (Policewoman Centerfold). Bandarísk sjónvarpsmynd byggð á sannsögu- legum atburðum með Melody Anderson og Ed Marinaro í aðalhlutverkum. Það fellur ekki í góðan jarðveg hjá yfirmönnum lögreglunnar þegar nektarmynd af ungri lögreglukonu birtist í opnu blaðs. 02.25 Myndrokk. 03.00 Dagskrárlok

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.