Tíminn - 11.04.1987, Blaðsíða 20
tmsœmmœ
ENDURSKOÐUN RIKISREKSTRARINS
Aukum sjálfstæði og
ábyrgð ríkisstofnana
Kjósum Guðmund G. Þórarinsson á þing
1917 /\J 1987
Á D A
I / . IVl/AINO
Tíminn
Einstaklingar eiga um 2/3 allra innistæðna í bönkum og sparisjóðum:
Um 11.000 milljónir I
eigu ellilífeyris|>ega
Um tveir þriðju hlutar allra inni
stæðna í bönkum og sparisjóðum í
landinu eru í eigu einstaklinga, eða
nær 34 milljörðum króna (sem svarar
t.d. um 80% af fjárlögunum í árj.Þar
af er um helmingurinn í eigu fólks 60
ára og eldra, sem þýðir að um 34
þús. Islendingar eiga um þriðjung
allra bankainnistæðna í landinu. Sá
helmingur þeirra sem náð hefur 70
ára aldri á þó drjúgan meirihluta
þess, eða tæplega 10 milljarða króna
miðað við innlán banka og spari-
sjóða nú í endaðan janúar. Meðal-
inneign íslendinga á þessum aldri
var þá tæplega 580 þús. kr. á mann
og hafði vaxið úr um 440 þús. kr. frá
árslokum 1985.
Leyndardómurinn, hver á alla
peningana í bönkunum (og tapar því
eða græðir á lágum eða háum
vöxtum) hefur nú verið afhjúpaður,
að því er fram kemur í grein Yngva
Arnar Kristinssonar í nýjum Fjár-
málatíðindum Seðlabankans. Innlán
banka og sparisjóða frá 1982 hafa
verið flokkuð niður í eigendahópa
og inneignir einstaklinga sömuleiðis
niður á ákveðna aldurshópa. í árslok
1986 reyndust einstaklingar eiga
55,5% allra innlána, fyrirtæki tæp-
lega 22%, peningastofnanir 8,5% og
ríki og bæjarfélög aðeins 3,6%. Þau
10,5% sem á vantar eru á gömlum
ónafnskráðum sparisjóðsbókum,
sem líkur (og skyndikannanir) hafa
þótt benda til að væru að stærstum
hluta í eigu einstaklinga og við það
er miðað í framangreindum tölum.
Innistæður á þessum ómerktu bók-
um hafa minnkað úr um 30% heild-
arlána niður í rúm 10% á árunum
1982-86, enda vextir á þeim oftast
verið neikvæðir.
Heildarinnlán banka og spari-|
sjóða voru 51.273 millj. króna í lok ^
janúar s.l., samkvæmt skýrslum
Seðlabankans. Sem fyrr segir eru(
það rosknir og aldraðir landsmenn1
(um 14% þjóðarinnar yfir 60 ára)1
sem eiga um þriðjung þessa sjóðs.
Þeir sem yngri eru eiga svo annan
þriðjung. Meðaleign á mann lækkar
í beinu hlutfalli við lægri aldur.
Miðað við nýjustu mannfjölda-
spár, um hlutfallslega mikla fjölgun
aldraðra, áætlar Yngvi Örn að sparn-
aður einstaklinga gæti aukist um
rösk 30% til ársins 2010 að öðru
óbreyttu. Spurningin er hins vegar
hvort sú kynslóð sem nú er ung og á
besta aldri verður eins sparsöm og
nægjusöm á efri árum og þeir sem
fæddust í upphafi þessarar aldar
virðast nú vera.
Athyglisvert er hve landsmenn
geyma enn mikið af sparifé sínu á
reikningum með neikvæðum
vöxtum. Þannig voru í janúar s.l.
nær fjórðungur allra innlána á al-
mennum sparisjóðsbókum með í
kringum 10% vöxtum og um 7.
hlutinn á hlaupareikningum með
rúmlega 5% vöxtum.
f 20% verðbólgu, eins og verið
hefur nú frá áramótum t.d. rýrnar
580 þúsi kr. meðalinneign ellilífeyr-
isþega í kringum 4.600 kr. á mánuði
sé hún geymd á almennri sparisjóðs-
bók, eða t.d. sem næst 2/3 af mánað-
arlegum ellilaunum frá Trygginga-
- álíka upphæö og innistæöur allra fyrirtækja
stofnun. Þær 5.380 milljónir sem
geymdar eru á hinum ómerktu
gömlu sparisjóðsbókum rýrna því í
kringum 40 millj. króna á mánuði
hverjum sem verðbólgan er í kring-
um 20% en vextirnir um 10% - sem
virðist auka líkurnar á því að þessar
innistæður séu fremur í eigu ein-
stallinga en fyrirtækja og bísniss-
manna. En 40 millj. kr. ert.d. á hinn
bóginn upphæð sem samsvarar mán- ,
aðarlegum ellilaunum til 5.700 elli-
lífeyrisþega. -HEI
Inneignir einstaklinga í bönkum og sparisjóðum
Aldurshópar Heildareign Meðalt.ámann:
70 ára og eldri 9.814 millj. 578 þús.
60-69 ára 7.005 millj. 408 þús.
50-59 ára 5.787 millj. 269 þús.
40-49 ára 4.095 millj. 170 þús.
30-39 ára 3.587 millj. 100 þús.
20-29 ára 2.335 millj. 66 þús.
0-19ára 1.218 millj. 15þús.
Allir: 33.840 millj. 139 þús.
Sumarið
komið
Mjög gott veður var í gær víða
um land. Einstaka sólaraðdáendur
ruku upp til handa og fóta og létu
geislana ekki fara til spillis með
innisetum. Við getum því birt
fyrstu „sumarmynd" ársins og er
hún tekin í Laugardalslaug þar sem
fjöldi fólks sólaði sig í gær.
Tímamynd Pjeíur
Björn Jónasson
bæjarfulltrúi
Sjálfstæðisflokks á
Siglufirði:
„Vorum
að f ram-
fylgja
kosninga>
máli“
, „Við vorumaðframfylgjaokk-
ar kosningamáli vegna þess að
þetta er sá kostur sem við teljum
bestan fyrir bæjarfélagið. Með
þessu móti fáum við alla peninga
Íánaða til langs tíma en ef við
byggðum nýtt þyrftum við að
leggja fram 15% fjármagnsins.
Þessar 8 íbúðir uppfylla allar
ströngustu kröfur sem Bygginga-
sjóður Verkamanna gerir til þess
að lána peninga í.
Það sárvantar hér leiguíbúðir
og framkvæmdastjóri stærsta
fyrirtækis bæjarins nýbúinn að
lýsa því yfir að það vanti um 30
til 40 fjölskyldur í bæinn en það
eru engar íbúðir til fyrir þetta
fólk.
Björn sagðist ekki vita hvenær
farið yrði að ræða um myndun
nýs meirihluta í bæjarstjórn. „En
það er ljóst að þessum bæ verður
ekki stjórnað án þess að við
höfum forystuna. Það sama skeði
á síðasta kjörtímabili og gerist
nú“, sagði Björn. ABS
Fundur ASÍ, VSÍ og VMS í gær:
Samanburður við
nýgerða samninga
Ríkissaksóknari:
Ákærir vegna
nær-árekstra
Ríkissaksóknari hefur ákært þrjá
flugumferðarstjóra og einn flug-
stjóra hjá Flugleiðum, vegna tveggja
flugumferðaratvika, þar sem nærri
lá við árekstri í lofti. Eru þeir
ákærðir fyrir að hafa með vanrækslu
stefnt lífi mörg hundruð manna í
voða.
Um er að ræða tvö aðskild mál.
Flugumferðarstjóri á Keflavíkur-
flugvelli og flugstjóri hjá Flugleiðum
eru ákærðir fyrir atvik sem varð í
september 1984 þegar tvær Flug-
leiðaþotur rákust nærri saman.
Tveir flugumferðarstjórar á
Reykjavíkurflugvelli hafa síðan ver-
ið ákærðir fyrir atvikið þegar tvær
farþegaflugvélar höfðu rétt sloppið
frá árekstri yfir Austfjörðum síðast-
liðið sumar. Ákærurnar voru birtar
í fyrradag. Ármann Kristinsson
dómari mun dæma í málinu.
Fulltrúar atvinnurekenda töldu sig
ekki geta fallist á að tilefni væri til
endurskoðunar kjarasamninga á
þeim fundi sem forseti ASÍ, átti með
þeim í gær. Þeir féllust hins vegar á
að sérfræðingum ASÍ, VSÍ og VMS
væri falið að meta þær breytingar á
kjarasamningum sem orðið hafa að
undanförnu.
Ásmundur Stefánsson sagði eftir
fundinn að það hefði kannski ekki
komið sér á óvart þó atvinnurekend-
ur væru ekki fyrirfram tilbúnir til
þess að gefa yfirlýsingu um endur-
skoðun samninganna. „En málið
verður nú skoðað og ég tel miklu
skipta að þeirri vinnu verði flýtt."
Ásmundur sagðist telja mjög
brýnt að fljótlega verði gerður samn-
ingur, því ella muni kauphækkanirn-
ar verða með launaskriði. Þau tvö
meginmarkmið hafi verið með des-
embersamningunum í fyrra að
hækka lægstu launin og að færa
taxtana að greiddu kaupi. Hvoru-
tveggja þessi markmið muni fara
forgörðum verði málið leyst með
launaskriði en ekki samningum.
„Þess vegna skiptir það máli og er á
ábyrgð beggja samningsaðila, að
tryggja að meginmarkmiðin
standist," sagði Ásmundur.
-HEI
Skagafjörður:
Metár í
giftingum
Rómantíkin svífur yfir vötnum
í Skagafirði og kannski ekki laust
við að margrómuð náttúrufeg-
urðin á þessum slóðum kyndi
undir ástarfunann í ungu fólki.
Síðasta ár var metár í giftingum í
firðinum. Sr. Hjálmar Jónsson
gaf saman rúmlega 20 hjón í sínu
2600 manna prestakalli á Sauðár-
króki. Þessum ungu hjónum til-
einkar hann textann í Lífsdansin-
um, sem var í fjórða sæti í
söngvakeppni sjónvarpsstöðva,
skv. kirkjunnar fréttablaði, Víð-
förla. Textinn byggir lauslega á
ljóði Páls postula um kærleikann,
segir ennfremur í blaðinu. „Það
fjallað um tilhugalífið,
er
hinn vaxandi og dýpkandi kær-
leika sem þróast í ást, vináttu og
tryggð - kærleika sem fellur ald-
rei úr gildi.“ þj
'v
■
i ,