Tíminn - 27.05.1987, Side 7

Tíminn - 27.05.1987, Side 7
Miðvikudagur 27. maí 1987 Tíminn 7 Karl Hjartarson t.v. og Einar Bjarnason sigta. Einar „slefaði“ í úrslit eins og Hjörtur Elíasson orðaði það. Einar hlaut 87 stig. Karl vantaði rétt herslu muninn. Páll Eiríksson aðstoðaryfirlögregluþjónn fær óskipta athygli þegar hann fer yfir skífuna. Fyrir ofan hann stendur Hjörtur Elíasson „staðarráðsmaður“. Magnús Þórisson, Stefán Líndal, Erlendur Blandon, Vignir Sveinsson og Sigurbjörn Ásgeirsson varðstjóri fylgjast með. Tímamynd Pjeiur Mikill metnaður Mikill metnaður er ríkjandi milli vakta. Eins og einn orðaði það. „Metnaðurinn er nauðsyn- legur. Án hans væri þetta ekki keppni." Mjög góður andi ríkti þegar keppnin fór fram. Engar fagnaðarrokur heyrðust, í hæsta- lagi að menn tækjust í hendur ef vel gekk. Næstu daga verður keppninni fram haldið og mun Tíminn greina frá úrslitum hennar. - ES Lögreglan í Reykjavík heldur þessa dagana árlega skotkeppni sína. Keppnin er tvískipt. í fyrsta lagi keppa vaktirnar innbyrðis um hæsta stigafjölda samanlagð- an og í öðru lagi vinna menn sér rétt til þátttöku í einstakling- skeppni nái þeirtilsettu lágmarki. Þegar Tímann bar að garði í æfingasal lögreglunnar á Seltjarn- arnesi í gærmorgun.var A-vakt að skjóta. Fjórir lögregluþjónar stóðu öxl við öxl og munduðu 22 kalibera Smith and Wesson skammbyssur. Allir voru með eyrnahlífar. Skotmarkið varskot- skífa í um það bil 15 metra fjarlægð frá skotmönnunum. Hver þátttakandi skaut fimm skotum og hámarks stigafjöldi er fimmtíu stig, úr þeim fimm skotum. Eftir að lögregluþjón- arnir höfðu tæmt byssurnar kom til kasta Páls Eiríkssonar aðstoð- aryfirlögregluþjóns. Hann taldi saman stigin með Hirti Elíassyni „staðarráðsmanni" í æfingasaln- um á Seltjarnarnesi. Allt var fært í glósubók Páls, reglum samkvæmt. Þátttakendur skutu alls tíu skotum og samalagður árangur hvers keppanda var því næst reiknaður. Fjórir í úrslit Fjórir menn af A-vakt náðu tilsettu lágmarki til þess að keppa í einstaklingskeppninni á föstu- dag. Lágmarkið er 87 stig úr tíu skotum. Jón Steingrímsson og Einar Bjarnason (formaður Landssambands lögregluþjóna) fengu 87 stig. Guðmundur Hall- grímsson krækti sér í 89 stig en sigurvegarinn á A-vakt er Vignir Sveinsson sem margir þekkja úr útvarpinu. Vignir fékk 90 stig, sem telst mjög góður árangur. Meðaltalshittni vaktarinnar var góð, eða 83 stig. Alls skaut vaktin 1245 stig. Óskar Óla „top gun“ Óskar Ólafsson, sem lét af störfum sem yfirlögregluþjónn um síðustu áramót kvaddi starfið m.a. með frábærum árangri í skotkeppninni í fyrra, náði 94 stigum af hundrað mögulegum. Þeir félagar á A-vakt töluðu um hann sem „top gun“. Páll yfir- dómari sagði þegar A-vakt hafði lokið sér af að slík tala hefði ekki sést síðan. En betur hafa menn skotið og hafa sést tölur í gegnum árin, eins og 96. En fjórar vaktir eiga eftir að spreyta sig, B-vakt í dag, C og D-vakt og umferðar- deildin. Engar æfingar Aðstaða er ágæt fyrir skot- keppnina en hinsvegar hafa æfing- ar ekki verið margar og töldu menn sig hafa skotið hámark hundrað skotum fyrir sjálfa keppnina sem er alltof lítið. Var ekki laust við óánægjukurr meðal manna vegna æfingaleysis. Lög- regluskólinn er í húsnæðinu og hann gengur fyrir. Fullkominn skotsalur er í lögreglustöðinni en hann er nú notaður sem geymsla undir rykfallna pappíra, og ekki fyrirsjáanlegt að hann verði tek- inn í gagnið á næstunni. Auk þess að vera geymsla á eftir að setja upp loftræstingu í salnum. Ein- kunnin sem lögreglumennirnir gáfu þessu ástandi var: Óviðun- andi. Fjórir lögregluþjónar af A-vakt munda Smith and Wesson bys- surnar. Frá vinstri: Eiríkur Pét- ursson, Erlendur Blandon, Vign- ir Sveinsson (sigurvegari) og Magnús Þórisson. Skotskífa Vignis, frá því í seinni umferð, sem færði honum efsta sætið. Tvö skot í tíu, tvö í níu og eitt í átta. Árleg skotkeppni lögregluþjóna: Skyttur lögreglunnar keppa í skamm byssufimi

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.