Tíminn - 27.05.1987, Blaðsíða 12

Tíminn - 27.05.1987, Blaðsíða 12
12 Tíminn Miðvikudagur 27. maí 1987 FRÉTTAYFIRLIT ÚTLÖND BUKAREST — Mikhail Gorbatsjov Sovétleiötogi ræddi um afvopnunarmál og önnur alþjóðamál viö Nicolae Ceausescu forseta Rúmeníu. I gær birtust hins vegar fréttir í sovéskum fjölmiölum sem gáfu til kynna óánægju Sovétstjórn- arinnar með efnahagslíf Rúm- ena. BRUSSEL — Varnarmála- ráöherrar NATO ríkjanna voru sammála um aö bæta hefö- bundinn vopnabúnaö þar sem líklegt væri aö minna yrði treyst á kjarnorkuvopnavarnir í fram- tíöinni. SEOUL — Chun Doo Hwan forseti Suöur-Kóreu lét forsæt- isráðherra landsins og þrjá háttsetta ráöherra víkja úr stöðum sínum og skipaði aöra í staðinn. Þessar breytingar þóttu styrkja Roh Tae-Woo enn frekar í sessi en talið er aö Chun ætli aö gera hann að eftirmanni sínum. JAKARTA — Subroto námu- og orkumálaráðherra Indónesíu sagöi olíuverö muni hækka hægt og sígandi og veröa komið upp í allt aö 24 dollara áriö 1990. VESTUR - BERLIN - Elísabet Bretadrottning kom til* Vestur-Berlínar þarsem haldið er upp á 750 ára afmæli borg- arinnar. SUVA — Stuðningsmenn Timoci Bavadra fyrrum for- sætisráöherra Fijieyja, sem steypt var af stóli í byltingu fyrr í þessum mánuöi, efndu til mótmælaverkfalls þar sem mörgum búðum og skólum var lokaö. Tilkynnt var um mat- vælaskort víðs vegar á suöur- eyjum Fijieyja. JERÚSALEM — Sérstök rannsóknarnefnd í israel gagnrýndi leiðtoga landsins harðlega vegna njósnara- hneykslisins í Bandaríkjunum er tengdist Jónatani Pollard. KARIÓ — Tveir óþekktir byssumenn særöu öryggisfull- trúa bandaríska sendiráosins í Kairóborg og annan banda- rískan stjórnarerindreka þegar þeir voru á leið til vinnu í gærmorgun. BAGHDAD - Rannsóknar- nefnd frá bandaríska hernum, sem kanna á tildrög árásarinn- ar á bandarísku freigátuna USS Stark, átti viöræöur viö háttsetta embættismenn í utanríkisráðuneyti íraks. COLOMBO - Stjórnarher- inn á Sri Lanka hóf stórsókn á Jaffnaskaganum í því skyni aö ná þar yfirráðum á sem skemmstum tíma. Almennum borgurum var ráölagt aö leita skjóls í átián búöum sem settar rio i Peningamarkaöir: Dollarauppsveifla Lundúnir - Reuter Bandaríkjadalur hækkaði í verði á gjaldeyrismörkuðum í gær og var seldur á meira en 1,80 þýsk mörk í fyrsta skipti í mánaðartíma. Ástæð- an fyrir hækkun dollarans var fyrst og fremst sú að fjárfestendur trúðu að vextir væru á uppleið í Bandaríkj- unum. Gullverð fór hinsvegar lækkandi og var hver únsa seld á 449 dollara í Lundúnum síðdegis í gær og hafði verðið ekki verið lægra síðan 29. apríl. Fjárfestendur telja að Seðlabanki þeirra Bandaríkjamanna muni hækka vexti í landinu upp yfir þau 5,5% sem nú eru í gildi. Þeir trúa ennfremur að þetta verði gert fyrir fund helstu iðnaðarríkja kapítalíska heimsins, sjö þjóða hópsins svokall- aða, í Feneyjum sem hefst þann 8. júní. Dollarinn hefur verið að lækka verulega í verði undanfarna mánuði og hefur mikill viðskiptahalii við útlönd og halli á ríkisbúskapnum vestan hafs ekki gert hann álitlegan í augum fjárfestenda. Verði vextir hins vegar hækkaðir sýnir það vilja Bandaríkjastjórnar að verja dollar- ann gegn frekari lækkun og á það veðjuðu fjárfestendur í gær. Mílanóborg á Ítalíu: Áróðursherferð fyrir hjólreiðum var misskilin - höföu dreift 500 gulmáluöum hjólum Milanó - Reuter Borgaryfirvöld í ftölsku borginni Mílanó þóttust heldur en ekki góð er hafin var áróðursherferð fyrir að bæjarbúar notuðust meira við reið- hjól en blikkskrjóða sfna. Herferðin hófst á sunnudag með því að 500 gulmáluðum hjólum var dreift um miðborgina og var hug- myndin sú að íbúarnir gætu notað þau að vild. En í gærmorgun höfðu mcira en helmingur hjólanna horfið gjörs- amlega úr miðborginni og fimmtíu önnur fundust eyðilögð eða með sprungin dekk. „Ég myndi nú ekki segja að fólkið hafi stolið hjóíunum heldur notað þau of mikið,“ sagði yfir- maður umferðarmála í borginni í gær og neitaði að láta svartsýnina ná tökum á sér. Frakkland: BARBIE BIRTIST AFTUR Lyon - Reutcr Klaus Barbie fyrrum Gestapófor- ingi var í gær færður fyrir rétt gegn vilja sínum. Barbie var fluttur í dómssalinn í Lyonborg í Frakklandi af lögreglu en hann hefur undanfarn- ar tvær vikur neitað að mæta við vitnaleiðslur í málinu gegn honum og setið sem fastast í klefa sínum í fangelsi heilags Jósefs. Hinn 73 ára gamli Barbie, sem sakaður er um glæpi gagnvart mannkyninu, virtist þreyttur þegar hann birtist í réttarsalnum en brosti þó. Hann var leiddur inn án hand- járna en í fylgd lögregluforingja. Barbie neitaði að svara spurning- um dómarans, las aðeins upp yfirlýs- ingu þar sem hann sagðist hafa verið fluttur ólöglega frá Bólivíu til Frakk- lands á sínum tíma og væri auk þess í réttarsalnum gegn vilja sínum. „Samkvæmt lögum er ég fjarver- andi og mun ekki svara," sagði Barbie. Skosk þjóðernishyggja beinist gegn Thatcher hafa verió upp. Rcuter - Andstaða gegn íhaldsflokknum í Skotlandi, og raunar andstaða við stjórnun frá Lundúnum, er eitt helsta vandamálið sem Margrét Thatcher forsætisráðherra og flokk- ur hennar þurfa að kljást við fyrir þingkosningarnar þann 11. júní þar sem Thatcher leitar eftir að verða kosin forsætisráðherra þriðja kjör- tímabilið í röð. Skoðanakannanir í Bretlandi sýna að Thatchcr og flokkur hennar hafa töluverða forystu í atkvæðamagni. Þetta á þó ekki við ef Skotland er tekið eitt sér, þar á íhaldsflokkurinn á hættu að missa rúmlega þriðjung þingmanna sinna ef mark má taka á könnunum sem gerðar hafa verið að undanförnu. Það hjálpar heldur ekki til að íhaldsflokkurinn er einn stóru flokk- anna sem er á móti því að gefa Skotum takmarkaða sjálfsstjórn og þing sem aðsetur hefði í Edinborg. Malcolm Rifkind, sá ráðherra Thatcherstjórnarinnar sem hefur með málefni Skotlands að gera, sagði á flokksráðstefnu í Perth í þessum mánuði að flestir Skotar myndu ekki styðja sjálfstætt þing- hald þegar þeir kæmust að því að það þýddi aukna skatta og væri „ávísun á öngþveiti". Dapurt efnahagsástand í Skot- landi, sem hefur vcrsnað eftir að verð á Norðursjávarolíu tók að lækka árið 1985, hefurengu að síður aukið á þjóðarstolt Skota og sjálf- Já, það eru kosningar í nánd í Bretlandi og almenningur fer ekki varhluta af því eins og sést á þessari skopmynd. stæðishug þeirra. Árið 1979 var síðast gerð tilraun til að koma á stofn þingi með takmörkuð völd í landinu en sú tillaga stjórnar Verka- mannaflokksins var felld í þjöðarat- kvæðagreiðslu. Skoðanakannanir nú sýna að 70% skoskra kjósenda aðhyllast slíkt þing. Um það bil þriðjungur af öllum störfum í iðnaði þeirra Skota hefur verið lagður niður síðan Thatcher varð forsætisráðherra árið 1979 og atvinnuleysi norðan landamæranna er um 14% á meðan landsmeðaltal er 10,9% og fer lækkandi. Atvinnuleysi er ekki eina málið sem mörgum Skotanum hefur mis- líkað. Breytingar á skattakerfinu, sem íhaldsstjórnin lét samþykkja á þingi og prófaði fyrst í Skotlandi, hefur einnig valdið gremju og finnst mörgum að Skotland sé notað sem tilraunasvæði þar sem Thatcher hafi í raun ekki miklu að tapa vegna þess hve fylgi hennar er lítið þar. íhaldsflokkurinn ræður aðeins yfir 21 af þeim 72 þingsætum sem full- trúar Skota sitja í á þingi í Westmin- ster. Samkvæmt könnunum gæti flokkurinn auðveldlega tapað að minnsta kosti sjö þessara sæta til annaðhvort Verkamannaflokksins eða Bandalags frjálslyndra og jafn- aðarmanna, eða jafnvel til Skoska þjóðernisflokksins. Hinn sterki persónuleiki Thatc- hers gæti síðan átt eftir að hafa neikvæð áhrif á þjóðernissinnaða Skota í kosningabaráttunni. „Það er til skosk þjóðernishyggja sem frú Thatcher getur að sjálfsögðu ekki haft,“ sagði einn af helstu talsmönn- um Skota, Gavin Strang sem er meðlimur Verkamannaflokksins, á þingi nýlega. Pravda Prövdu Moskva - Rcutcr Bandarískur ferðamaður, 69 ára að aldri, leit inn á ritstjórn Prövdu, dagblaðs sovéska kommúnistaflokksins, nú í vik- unni og kynnti sig sem herra Pravda. Frá þessu var sagt í frétt í blaðinu í gær. „Ég ætla að vera hrcinskilinn, það er ekki auðvelt að lifa í Bandaríkjunum berandi slíkt nafn“, hafði blaðið eftir Baron Pravda frá Miami. Herra Pravda, sem fæddur er í Bandaríkjunum, sagðist lengi hafa viljað heimsækja höfuð- stöðvar blaðsins og loks látið verða af því. Pravda sagðist hafa komið til Savétríkjanna þrisvar sinnum sem ferðantaður og þær skoðanir sem hann hefði myndað sér á landi og þjóð hefðu breyst rnikið: „Þið eruð ekki svo hræðilegir", sagði hann í samtali við Prövdu, sem þýðir „sannleikur" á rúss- nesku. And tfae caznfaí^D. do«n& Start t»Ut«mornow l

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.