Tíminn - 27.05.1987, Qupperneq 19

Tíminn - 27.05.1987, Qupperneq 19
Tíminn 19 Miövikudagur 27. maí 1987 SPEGILL Brennt barn forð- ast eldinn — Tina Turner vill ekki giftast á ný! Tina Turner er alltaf síung, orðin 47 ára og alltaf á fleygiferð í poppheiminum. En þó að hún sé ungleg er ekki þar með sagt að hún hafi ekkert lært af lífinu, enda hefur hún keypt lífsreynsluna dýru verði. Nú er Tina búin að vera góð vinkona þýska plötuframleiðand- ans Erwins Bach í heilt ár og eitthvað er farið að tala um brúð- kaup. En Tina segir að í þetta skipti liggi sér ekkert á, hún hafi verið gift Ike í 16 ár og það hafi gengið mikið á þann tíma. Nú vill hún vera viss um að hún sé að gera rétt og þessvegna hefur það orðið ofan á að þau Erwin ætla að búa saman til að byrja með og gá hvernig það gengur, áður en alvar- leg ákvörðun um framhaldið er tekin. Eins og áður segir eru þau Tina og Erwin búin að þekkjast vel í eitt ár og hafa yfirleitt hist í Vestur- Þýskalandi, á heimaslóðum hins þrítuga Erwins. Almanakið og önnur stefnumót ráða mestu um hvenær þau geta hist og það hefur reynst þeim prýðilega. Sem stendur er Tina Turner á tónleikaferðalagi í Þýskalandi, en þeirri ferð lýkur í Kaupmannahöfn 7. júlí. Ava Gardner var draumaímynd karla og kvenna fyrr á árum og stundum nefnd Venus frá Hollywood. Ava Gardner er orðin 90 kíló - og hefur aldrei verið ánægðari! Ava Gardner var ein af helstu gyðjum kvikmyndanna fyrir svo sem 30 árum. Hún var fegurðarfyr- irmynd annarra kvenna og karl- mennirnir lágu fyrir henni eins og flugur. Töfrar hennar voru óút- skýranlegir en engum leyndist að líkamsvöxturinn uppfyllti ýtrustu fegurðarskilyrði enda var hún stundum nefnd „Venus frá Holly- wood“. En þrátt fyrir alla fegurðina og tilbeiðsluna var langt frá því að Ava Gardner fyndi hamingjuna á Hollywoodárunum. Hún Lucy litla Johnson frá Norður-Karólínu galt dýru verði stjörnufrægðina. Stöðugur megrunarkúr og mataraf- neitun leiddi til þess að hún var eitt taugabúnt og gat ekki eignast börn, sem var þó ofarlega á óskalistanum hjá henni. Hungurtilfinninguna kæfði hún með keðjureykingum og í fyrra var hún orðin fárveik af lungnasjúkdómi. „f>á var mót- stöðuaflið hjá mér búið að vera og hjartað ætlaði líka að gefast upp,“ segir Ava. Til að hressa sig aðeins upp lét Ava nú eftir sér að borða vel og mikið, og reyndar allt sem hana hafði alltaf langað í en var forboðið samkvæmt megrunarkúrunum. Nú er hún orðin 90 kíló, neitar sér aldrei um góðan mat og segir að sér líði yndislega vel! Auðvitað er Ava ekki búin að ná heilsu á ný, en hún segist aldrei hafa verið eins ánægð með lífið og tilveruna og nú. Og hlátur hennar ber því vitni, enginn man eftir að hafa heyrt hana hlæja eins hjartan- lega og hún gerir þessa dagana. „Ég verð 65 ára í desember. Af hverju ætti ég að halda áfram að pína mig í megrunarkúrum þegar ég er komin á þennan aldur, það er nóg komið af þeim,“ segir Ava Gardner,sællegogskellihlæjandi. Tina Turner ætlar ekki að brenna sig í annað sinn. Þýski plötufram- ; leiðandinn Erwin Bach hefur verið , tryggur samferðamaður hennar í eitt ár en Tina ætlar að hugsa sig vel um áður en lengra er haldið. Miðvikudagur 27. maí 6.45 Veðurfregnir. Bæn. 7.00 Fréttir. 7.03 Morgunvaktin - Jón Baldvin Halldórsson og Jón Guðni Kristjánsson. Fréttir eru sagðar kl. 7.30 og 8.00 og veðurfregnir kl. 8.15. Tilkynning- ar eru lesnar kl. 7.25, 7.55 og 8.25. Fréttir á ensku kl.8.30. 9.00 Fréttir. Tilkynningar. 9.05 Morgunstund barnanna: „Sögur af Munda“ eftir Bryndisi Víglundsdóttur Höf- undur byrjar lesturinn (Áður útvarpað 1974). 9.20 Morguntrimm. Lesið úr forustugreinum dag- blaðanna. Tónleikar. 10.00 Fréttir. Tilkynningar. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 Úr fórum fyrri tíðar Umsjón: Ragnheiður Viggósdóttir. 11.00 Fréttir. Tilkynningar. 11.05 Samhljómur Umsjón: Edward J. Frederiksen. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.30 í dagsins önn - Börn og skóli. Umsjón: Sverrir Guðjónsson. 14.00 Miðdegissagan: „Fallandi gengi“ eftir Er- ich Maria Remarque Andrés Kristjánsson þýddi. Hjörtur Pálsson les (25). 14.30 Norðurlandanótur. 15.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 15.20 Landpósturinn. Frá Vestfjörðum. Umsjón: Finnbogi Hermannsson. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. 16.05 Dagbókin. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Barnaútvarpið. 17.00 Fréttir. Tilkynningar. 17.05 Síðdegistónleikar. Sinfónía nr. 5 í c-moll op. 67 eftir Ludwig van Beethoven. Columbia- sinfón í uhljómsveitin leikur; Bruno Walter stjórnar. 17.40 Torgið Umsjón: Steinunn Helga Lárusdóttir. 18.00 Fréttir. Tilkynningar. 18.05 Torgið, framhald í garðinum með Hafsteini Hafliðasyni. (Þáttur- inn verður endurtekinn nk. laugardag kl. 9.15). Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Tilkynningar. Fjölmiðlarabb Bragi Guðmundsson flytur. (Frá Akureyri) 19.45 Hándel-hátíðin í Halle 1985 Einsöngvarar, kórar og hljómsveitir í Austur-Þýskalandi flytja. Stjórnendur: Helmut Koch, Horst Neumann og Gerhard Bosse. a. Fúga í h-moll. b. Lokakór úr „Friðaróðnum“. c. Orgelkonsert nr. 8 í A-dúr op. 7 nr. 2. d. Concerto grosso í D-dúr op. 3 nr. 6. e. Aríur úr óratoríunum „Belsazzar, „Samson“ og þýska útvarpinu). „Jephta“. f. Kórþættirúróratoríunni „Messías“. (Hljóðritun frá Austur-þýska útvarpinu). 20.40 Að tafli Umsjón: Jón Þ. Þór. 21.00 Létt tóniist. 21.20 Á fjölunum Þáttur um starf áhugaleikfélaga. Umsjón: Finnbogi Hermannsson.. 22.00 Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.20 Frá útlöndum Þáttur um erlend málefni í umsjá Bjarna Sigtryggssonar. 23.10 Djassþáttur - Jón Múli Árnason. . 24.00 Fréttir. Dagskrárlok. Næturútvarp á samtengdum rásum til morguns. *a* Miðvikudagur 27. maí 00.10 Næturútvarp Ólafur Már Björnsson stendur vaktina. 6.00 í bítið. Erla B. Skúladóttir léttir mönnum morgunverkin, segir m.a. frá veðri, færð og samgöngum og kynnir notalega tónlist í morg- unsárið. 9.05 Morgunþáttur í umsjá Kristjáns Sigurjóns- sonar og Kollbrúnar Halldórsdóttur. Meðal efnis: Plötupotturinn, gestaplötusnúður og miðviku- dagsgetraun. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Á milli mála. Leifur Hauksson kynnir létt lög við vinnuna og spjallar við hlustendur. 16.05 Hringiðan. Umsjón: Broddi Broddason og Margrét Blöndal. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 íþróttarásin. IngólfurHannessonogSamúel Örn Erlingsson íþróttafréttamenn taka á rás. 22.05 Perlur Jónatan Garðarsson kynnir sígilda dægurtónlist. (Þátturinn verður endurtekinn n.k. sunnudagsmorgun kl. 9.03.) 23.00 Við rúmstokkinn. Guðrún Gunnarsdóttir býr fólk undir svefninn með tali og tónum. 00.10 Næturútvarp. Þorsteinn G. Gunnarsson stendur vaktina til morguns. 2.00 Nú er lag Gunnar Salvarsson kynnir gömul og ný úrvalslög. (Endurtekinn þáttur frá gær- degi). Fréttir eru sagðar kl. 7.00, 8.00, 9.00, 10.00, 11.00, 12.20 15.00, 16.00, 17.00, 18.00, 19.00 22.00 og 24.00. Svæðisútvarp virka daga vikunnar 18.03-19.00 Svæðisútvarp fyrir Akureyri og nágrenni - FM 96,5. Fjallað um sveitarstjórn- armál og önnur stjórnmál. Umsjón: Erna Indr- iðadóttir. Miðvikudagur 27. maí 17.15 Úr myndabókinni - Endursýndur þáttur frá 24. maí. Umsjón: Agnes Johansen. 18.10 Evrópukeppnl meistaraliða. Bayern Munc- hen-Porto. Bein útsending frá Vínarborg. (Evró- visjón-Austurríska sjónvarpið). 20.10 Fréttir og veður. 20.40 Auglýsingar og dagskrá. 20.50 Spurt úr spjörunum - Sextándi þáttur Spyríar: Ómar Ragnarsson Kjartan Bjarg- mundsson. Dómari: Baldur Hermannsson. Stjóm upptöku: Ásthildur Kjartansdóttir. 21.15 Vorkvöld í Reykjavík. Skemmtiþáttur í umsjón Ragnars Bjamasonar með Bessa Bjamasyni, Gretti Bjömssyni, Magnúsi Ólafs- syni, Ómari Ragnarssyni, Sif Ragnhildardóttur og hljómsveit. Stjórn upptöku: Sigurður Snæ- berg Jónsson. 22.00 Kane og Abel. Sjötti þáttur. Bandarískur framhaldsmyndaflokkur i sjö þáttum gerður eftir skáldsögu Jeffrey Archers. Aðalhlutverk: Peter Strauss og Sam Neill. Þýðandi Jón O. Edwald. 22.50 Joseph Heller. Heimildamynd um banda- ríska rithöfundinn, sem varð frægur af stríðs- sögunni Grein 22 (Catch 22), og fjórðu bók hans „God Knows'* sem er um Davíð, konung ísraelsmanna. Bíómyndin Grein 22 verðursýnd í Sjónvarpinu laugardaginn 30. maí. Þýðandi Jóhanna Þráinsdóttir. 23.45 Fréttir í dagskrárlok. ft 4 STÖÐ2 Miðvikudagur 27. maí 17.00 Náttfari (Midnight Man). Bandarísk bíómynd frá árinu 1974 með Burt Lancaster í aðalhlut- verki. Leikstjóri er Roland Kibee. Öryggisvörður við háskóla nokkurn fer að grennslast fyrir um dauða eins nemandans. 18.55 Myndrokk. 19.05 Spæjarinn. Teiknimynd. 19.30 Fréttir. 20.00 Viðskipti. í þessum viðskipta- og efnahags- þætti er víða komið við í athafnalífi landsmanna. Stjórnandi er Sighvatur Blöndahl. 20.15 Happ í hendi. Hinn vinsæli orðaleikur í umsjón Bryndísar Schram. 20.55 Matreiðslumeistarinn. Meistarakokkurinn Ari Garðar Georgssonar lumar á nokkrum gómsætum uppskriftum. 21.20 Listræningjarnir (Treasure Hunt). Italskur spennumyndaflokkur í 6 þáttum. 5. þáttur. Misheppnaður listamaður skýtur að málverki eftir Raphael í listasafni í Florens. 22.20 Lúxuslíf (Lifestyles Of The Rich And Fam- ous). Bandarísk sjónvarpsþáttaröð um ríkt og frægt fólk. í þáttunum er að finna viðtöl og frásagnir af því fólki sem oft má lesa um á síðum slúðurdálkanna. I þessum þætti er m.a. litið inn til Neil Sedaka, Helen Guríey Brown og Don , Adams. « 23.10 Psycho II. Áríð 1960 hraaddi Alfred Hitc- hcock áhorfendur upp úr skónum með meistara- stykkinu Psycho. 22 árum seinna endurtók leikstjórinn Richard Franklin leikinn með mynd- inni Psycho II enda er hann dyggur lærisveinn hrollvekjumeistarans. - Norman Bates (Perkins) útskrifast af geðsjúkrahúsi, talinn hafa náð bata. Drungalegt hús móður hans stendur autt og hann sest þar að. - Anthony Perkins, Vera Miles, Meg Tilly og Robert Loggia fara meða aðalhlutverk. Myndin er bönnuð börnum. 00.55 Dauskrárlok. Miðvikudagur 27. maí 7.00- 9.00 Á fætur meö Sigurði G. Tómassyni. Létt tónlist með morgunkaffinu. Sigurður lítur yfir blöðin, og spjallar við hlustendur og gesti. Fréttir kl. 7.00, 8.00 og 9.00. 9.00-12.00 Páll Þorsteinsson á léttum nótum. Palli leikur öll uppáhaldslögin ykkar, gömul og ný. Opin lina til hlustenda, mataruppskrift og sitthvað fleira. Fréttir kl. 10.00,11.00. 12.00-12.10 Fréttir. 12.10-14.00 Þorsteinn J. Vilhjálmsson á hádegi, Fréttapakkinn, Þorsteinn og fréttamenn Bylgj- unnar fylgjast með því sem helst er í fréttum, segja frá og spjalla við fólk í bland við létta tónlist. Fréttir kl. 13.00 og 14.00. 14.00-17.00 Pétur Steinn á réttri bylgjulengd. Pétur spilar síðdegispoppið og spjallar við hlustendur og tónlistarmenn. Fréttir kl. 15.00,16.00 og 17.00. 17.00-19.00 Ásta R. Jóhannesdóttir í Reykjavík síðdegis. Ásta leikur tónlist, lítur yfir fréttimar og spjallaLVið fólkið sem kemur við sögu. Fréttir kl. 18.00. 19.00-21.00 Anna Björk Birgisdóttir á Flóamark- aði Bylgjunnar. Flóamarkaður og tónlist. Fréttir kl. 19.00. 21.00-23.00 Ásgeir Tómasson á miðvikudags- kvöldi. Ásgeir leikur rokktónlist úr ýmsum áttum. 23.00-24.00 Vökulok. Ljúf tónlist og fréttatengt efni. Dagskrá i umsjá fréttamanna Bylgjunnar. 24.00-07.00 Næturdagskrá Bylgjunnar. Þor- steinn Ásgeirsson Tónlist og upplýsingar um veður og flugsamgöngur. Fréttir kl. 03.00.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.