Tíminn - 27.05.1987, Blaðsíða 14

Tíminn - 27.05.1987, Blaðsíða 14
14 Tíminn Miðvikudagur 27. maí 1987 Frá Menntaskólanum við Hamrahlíð Innritað verður í öldungadeild skólans þriðjudag- inn 26. og miðvikudaginn 27. maí kl. 16-19. Kennt er til stúdentsprófs á málabraut, félags- fræðabraut, náttúrufræðabraut, eðlisfræðibraut og tónlistarbraut (í samvinnu við tónlistarskóla). Vakin er athygli á að hægt er að stunda nám í einstökum greinum án þess að stefna að lokaprófi. Eins er algengt að stúdentar bæti við sig einstökum námsáföngum. Kennd eru m.a. mörg erlend tungumál: danska, enska, þýska, franska, spænska, ítalska og rússneska. Einnig eru í boði áfangar í íslensku, stærðfræði, raungreinum og félagsfræðigreinum og námskeið fyrir byrjendur og lengra komna í notkun á BBC- og PC-tölvum. Brýnt er að allir sem hyggjast stunda nám á haustönn 1987 innritist á þessum tíma gegn greiðslu 1000 kr. staðfestingargjalds. Kennslu- gjald fyrir haustönn verður um 4000 kr. Rektor Grasfræ — Grasfræ Höfum til afgreiðslu strax: ADDA-vallarfoxgras í 50 kg sk., kr. 83.- pr. kg LEIK-túnvingull í 25 kg sk., kr. 130.- pr. kg PIMO-vallarsveifgras í 50 kg. sk., kr. 288.- pr. kg Gerið verðsamanburð. Hafið samband við sölumenn til að tryggja tímanlega afgreiðslu. LÁGMÚLA 5 - PÓSTHÓLF 8160 128 REYKJAVÍK - ® 91 -681555 Sveit Mann vantartil starfa nú þegar. Upplýsingar í síma 93-5388, á kvöldin. + Sonur og tengdadóttir boöa ti! jarðarfarar Þórðar Sturlaugssonar fyrrverandi stórkaupmanns föstudaginn 29. maí n.k. frá Dómkirkjunni kl. 13.30. Ólafur Sturla Margrét Gísladóttir og börn + Faðir okkar tengdafaðir og afi Hólmgrímur Sigurösson Ystu-Vík verður jarðsunginn frá Svalbarðskirkju laugardaginn 30. maí kl. 14.00. Fyrir okkar hönd og annarra vandamanna. Sigurður Hólmgrímsson Guðrún Eiríksdóttir Kristfn Hólmgrímsdóttir Magnús Vilhjálmsson Bjarni Hólmgrímsson Sigríður Guðmundsdóttir Bergljót Hólmgrimsdóttir Einar Sigfússon barnabörn og barnabarnabörn MINNING Zophonías Zophoníasson bifreiðastjóri, Blönduósi Fæddur 6. júlí 1906 Dáinn 10. maí 1987 Allt fram streymir. Lífið er á stöðugri hreyfingu, eins og áin, sem liðast í gegnum byggðina út í ómæl- ishafið og sameinast þar upphafi sínu. Við menn stöndum á árbakka elfunnar og getum engu um það ráðið, hvert okkar endanlega lífs- hlaup verður, fremur en sandkornin mörgu sem áin safnaði saman við ósinn í fyrra, en eru nú allt í einu horfin út á hafið djúpa. Þannig er lífið á stöðugri ferð, jafnt mannlífið - þar sem kynslóðirnar koma og fara, einstaklingar fæðast, þroskast og lifa lífinu mislengi og hverfa svo á brautu - og svo hin árvissa hringrás náttúrunnar frá vori til sumars, sumri til hausts, vetri til vors. Og nú á þessu vori, nánar tiltekið 13. apríl sl. voru liðin sextíu ár frá því að ungur maður var á ferð frá Bjarnastöðum í Vatnsdal út á Blönduós við Húnafjörð. Það var vor í lofti þennan dag. Þessi ungi maður fór hratt yfir og hljóp við fót. Hann hugðist fara ferð fyrir mann, sem kennt hafði honum á bifreið. Þessi ungi maður, sem hér var á ferð var Zophonías Zophoníasson frá Bjarnastöðum. Hann hafði fengið orðsendingu frá ökukennara sínum, Páli Bjarnasyni á Blönduósi, sem fyrstur eignaðist bifreið í Austur- Húnavatnssýslu. Páll hafði lofað að flytja fólk frá Blönduósi fram að Sveinsstöðum í Húnaþingi, þar sem bílvegur endaði til suðurs. En þenn- an umrædda dag varð Páll skyndi- lega upptekinn við að annast um konu sína, sent tók léttasótt og eignaðist dreng. Þess vegna hafði hinn ungi maður, Zophonías Zop- honíasson brugðið hart við, er hann fékk orðsendinguna frá Páli og vildi mál hans leysa. Leiðin sem Zophon- ías þurfti að fara er yfir 20 km. Þegar út á Blönduós kom lagði Zophonías strax af stað með fólkið í bifreið Páls og ók því fram að Sveinsstöðum, síðan skilaði hann bifreiðinni til baka út á Blönduós og gekk svo heim um nóttina. Þar með hafði Zophonías farið sína fyrst ferð í bifreið á eigin ábyrgð og leysti um leið vanda kennara síns. Á þennan hátt hóf Zophonías starf sitt sem varði nær sextíu ár. Því var þessi ferð hans upphafið af giftusamlegu starfi sem Zophonías lagði fram á lífsleiðinni til að ryðja brautina til hagsbóta fyrir Blönduós og nágrannabyggðir. Þar áttu vissu- lega fleiri hlut að máli, en Zophonías var þessi einstaki maður, greiðvik- inn, hjálpsamur, og úthaldsgóður. Zophonías Zophoníasson var fæddur 6. júlí 1906 að Æsustöðum í Langadal. Foreldrar hans voru hjón- in Zophonías Einarsson Andrésson- ar frá Bólu og Guðrún Pálmadóttir Sigurðssonar, frá Æsustöðum. Faðir hans féll frá áður en hann fæddist og var hann skírður eftir honum. Bróðir Zophoníasar hét Pálmi og var eldri en hann. Hér stóð því ekkjan ein með tvo syni sína kornunga, en Guðrúnu Pálmadóttur var ekki fisj- að saman. Hún hélt áfram búi á Æsustöðum, þar til Zophonías var kominn nær fermingu, en þá bauðst henni jörðin Bjarnastaðir í Vatnsdal. Flutti hún því þangað ásamt sonum sínum. Fljótlega tók hún í fóstur sex mánaða svein, Þorbjörn Ólafsson, sem nú býr í Reykjavík. Hann varð þannig upp- eldisbróðir Zophoníasar. Bjarnastaðir eru lítil jörð yst í Vatnsdal, austan við einkar vinalegt stöðuvatn, sem Flóðið nefnist. f þessu fallega og víðfeðma umhverfi átti Zophonías heima næstu árin og vann við hin gömlu hefðbundnu störf íslensks sveitabúskapar eins og þau höfðu gengið til öld eftiröld. En einmitt á þessum árum var nýtt vor í lofti yfir íslandi. Ný tækni og ný hugsun var að ryðja sér braut. Hið gamla fsland, sem átti sér í ýmsu tilliti merka sögu, var slegið sprota nýjunga, sem áttu eftir að gerbylta gamla lífsstílnum. Ein þessara nýj- unga var bifreiðin, sem fyrst kom til landsins á fyrsta áratug þessarar aldar og átti erfitt uppdráttar til að byrja með. En ungir menn eins og Zophonías skildu að hér var eitthvað á ferðinni, sem bar framtíðina í skauti sér. Eins og áður er getið hafði verið rudd braut frá Blönduósi að Sveins- stöðum skammt frá Bjarnastöðum. Eftir að Zophonías sá fyrsta bílinn fara þessa braut ákvað hann að fá bílstjórann, Pál Bjarnason til að kenna sér á bifreið. En til Reykja- víkur varð Zophonías að fara til að taka ökupróf. Hann lagði af stað með Goðafossi, nýlegu skipi Eim- skipafélags fslands í ársbyrjun 1927. Skipið hreppti vonskuveður og var veðurteppt á Húnaflóahöfnum í viku, svo að ferðin til Reykjavíkur tók hálfan mánuð. Þar tók Zophon- ías svo ökuprófið. Prófdómari var Egill Vilhjálmsson. Zophonías hlaut ökuskirteini númer eitt, gefið út af embætti sýslumannsins í Austur- Húnavatnssýslu. Heim hélt Zophon- ías svo um Borgarnes, Borgarfjörð og Holtavörðuheiði og gekk mest af leiðinni og var rétt mátulega kominn heim til þess að fara áðurnefnda ferð 13.’ apríl 1927. Næsta ár 1928 keypti Zophonías sína fyrstu bifreið og varð bifreiða- akstur lifibrauð hans upp frá því. Þetta sama ár, þann 23. desember gekk Zophonías að eiga Guðrúnu Einarsdóttur frá Blöndubakka. Þau stofnuðu heimili, þar sem nú er Aðalgata 3 á Blönduósi og bjuggu þar í nær 60 ár. Börn þeirra á lífi eru: Zophonías, búsettur á Blönduósi, kvæntur Grétu Arelíusdóttur, Guð- rún Sigríður, búsett á Eiðurn, gift undirrituðum, Kolbrún, búsett á Blönduósi, gift Guðjóni Ragnars- syni. Auk þess ólst upp hjá þeim um árabil Sigurlaug Ásgrímsdóttir frá Ásbrekku í Vatnsdal. Zophonías og Guðrún byrjuðu búskap af litlum efnum, en með bjartsýni til hins nýja íslands, sem gaf fyrirheit um betri tíma. En samt var erfitt að stofna til heimilis og hefja bílarekstur um 1930. Um allar aldir hafði „þarfasti þjónninn" haldið uppi samgöngum á íslandi yfir veg- leysur og óbrúaðar ár. Vegir fyrir bíla þekktust því vart úti á lands- byggðinni og þjónusta var þá lítil. Zophonías varð því að gera meira en að aka bílum sínum, hann varð sjálfur að gera við, ef eitthvað bilaði og stundum að búa til varahluti með góðra manna aðstoð. Síðan skall kreppan á. Peningar hurfu þá úr daglegum viðskiptum. Þegar þá var komið sögu, hafði Zophonías tekið að sér áætlunar- ferðir inn í Vatnsdal, en vegur hafði verið ruddur inn í dalinn vestanverð- an. Bændur höfðu ekki beinharða peninga í kreppunni og gátu frekar borgað með afurðum. Svo að Zop- honías og Guðrún tóku það til bragðs að koma sér upp dálitlu kúabúi. Jafnhliða tóku þau að sér afgreiðslu fyrir Olíuverslun íslands, sem þau önnuðust í 35 ár, frá 1929-1964. Þá sáu þau í árabil um þjónustu fyrir Bifreiðastöð Akureyr- ar en það fyrirtæki hélt uppi áætlun- arferðum milli Akureyrar og Reykjavíkur. Einnig ráku þau lengi litla verslun á bakka árinnar Blöndu í sambandi við bensínafgreiðsluna. Þessi umsvif jukust svo til muna eftir að ísland var hernumið í heimsstyrj- öldinni síðari og íslendingar urðu fyrir áhrifum frá þeim darraðar- dansi. Það var því löngum á þessum árum í mörg horn að líta á heimili þeirra hjóna og urðu þau og börn þeirra er þau ólust upp, að veita gestum og gangandi ýmiskonar þjón- ustu. Þá var aldrei spurt um hver tími sólarhringsins var. Sem dæmi má nefna, að ósjaldan kom fyrir, þegar fjölskyldan var sest öll við matborðið og ætlaði að taka sér hlé frá erli dagsins, að allir höfðu orðið að standa upp frá borðinu áður en máltíð lauk, nema gamla konan Guðrún, móðir húsbóndans. Þess skal og getið að Zophonías hafði umboð um árabil fyrir Almennar Tryggingar. Ef frístund gafst frá öllu þessu kenndi Zophonías á bifreið. Zophonías var virkur í bifreiðafélag- inu Neista á Blönduósi og heiðurs- félagi síðustu árin. Zophonías var farsæll bifreiðar- stjóri. Hann kunni þá list að aka jafnan heilum vagni í hlað. Með lagni og þrautseigju komst hann leiðar sinnar jefnvel þegar sundin virtust lokuð. Þeim eiginleika hans og hug þeirra sem hann ók fyrir er vel lýst af Ólafi Sigfússyni frá For- sæludal í eftirfarandi ljóði: Til Zophoníasar Vatnsdælingabfl- stjóra. Þig hefur alltaf audnan stutt ökukempan slynga. Þú hefur margan farminn flutt fyrir Vatnsdælinga. Þó að fannir féllu á grund í ferðum vetrar ströngum fannstu einhvern opin sund - utan vegar iöngum. Þökk og heiður, þeim sem ber því frá okkar kynning hvarfiar hljótt um huga mér hlý og litrík minning. Þannig var Zophonías, traustur maður, rólegur og æðrulaus og hirðusamur um sitt starf, barngóður og vinahlýr. En nú skiljast leiðirnar, því að krossgötur skerast og allt fram streymir, en stefnumarkið er þó eitt. Allt okkar ráð frá lífi til lífs er í hendi hans, sem var í upphafi er og verða mun - Drottinssjálfs. í saman- burði við hans almættisdýrð erum við menn eins og lítil sandkorn á bakka hinnar miklu elfar, sem stöð- ugt streymir fram og leitar síns upphafs, eins og áin hér hjá gamla heimilinu hans Zophoníasar. Og nú sit ég hér í stofunni hans og horfi út um gluggann, yfir ána slétta og lygna, út yfir Húnaflóann til Strandafjallanna í norðvestri, sem gnæfa yfir eins og útverðir hins gamla og nýja íslands. Þess nýja Islands, sem ýmsir brautryðjendur hefa lagt stein í götuna og varðað veginn, svo að við getum ekið í vagninum okkar áfram á vit framtíð- ar. Á þessari stundu við krossgöturn- ar eru mér því efstar í huga þakkir til míns kæra tengdaföður, þakkir fyrir hans starf, þakkir fyrir hvað hann var okkur fjölskyldunni á Eið- um, í sambandi við heimsóknir aust- ur og móttökur hér. Megi Drottinn, sem öllu stýrir, tryggja lífsvagninum hans á nýrri akstursleið, valfarnað um alla eilífð. í þá miklu för lagði Zophonías Zophoníasson bifreiðastjóri 10. þ.m. og var burtkvaddur 16. þ.m. að vistöddu margmenni. Það var hug- næm stund, hjálpaði þar til ljúfur söngur kirkjukórs Blönduósskirkju undir stjórn Jóns Tryggvasonar Ár- túnum, góð ræða sóknarprestsins sr.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.