Tíminn - 30.06.1987, Blaðsíða 1

Tíminn - 30.06.1987, Blaðsíða 1
ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚNÍ 1987-138. TBL. 71. ÁRG. i i s mmi • mm - Jón Baldvin Hannibalsson kemur af fundi Vigdísar Finnbogadóttur eftir aö hafa skilað henni stjórnarmyndunarumboðinu. Tfmamynd: Brein Jón Baldvin skilar umboöi til stjórnarmyndunar: Valdahlutföll innan nýrrar ríkisstjórnar hindra samkomulag Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðuflokks skilaði í gær til forseta umboði sínu til myndunar ríkisstjórnar. Sagði hann að viðræður við Sjálfstæðis- flokk og Framsóknarflokk hefðu stöðvast vegna tilkomu „stóls í vanskilum" á elleftu stundu. Gaf formaðurinn í skyn að hér væri á ferðinni krafa framsóknarmanna um jafn marga ráðherra og Sjálfstæðisflokkur ef Þorsteinn Pálsson yrði í forsæti ríkisstjórnar. Það vekur undrun að verkstjóri stjórnarmyndunarviðræðnanna hafi ekki vitað um þessa kröfu framsóknarmanna fyrr en í lokin, en hún hefur verið til staðar frá upphafi. Það kemur raunar í Ijós að það samkomulag sem Jón Baldvin taldi í augsýn á grundvelli þessara valdahlutfalla reyndist tálsýn ein. Steingrímur Hermannsson upplýsir í Tímanum í dag að það sé einfaldlega rangt að framsóknarmenn hafi í þingflokki sínum eða annars staðar gengið að því að valdahlutföll innan ríkisstjórnar yrðu með þeim hætti sem Jón segir samkomulag hafa verið um. Sjá bls. 2, 3, og baksíðu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.