Tíminn - 30.06.1987, Blaðsíða 12

Tíminn - 30.06.1987, Blaðsíða 12
.12 Tíminn Þriðjudagur 30. júní 1987. ÍÞRÓTTIR Evrópubikarkeppnin í frjálsum íþróttum - C-riðill: Helga setti tvö Íslandsmet - Þórdís alveg við íslandsmetið í hástökki og Einar sigraði í spjótkasti. Árangur liðsins í heild nokkuð slakari en vonir stóðu til íslenska landsliðið í frjálsum íþróttum varð í neðsta sæti í karla- og kvennaflokki í C-riðli Evrópubik- arkeppninnar í frjálsum íþróttum sem fram fór í Portúgal um helgina. Árangur íslenska Iiðsins er nokkuð slakari en vonir stóðu til en kven- fólkið var þó ekki langt frá fjórða sætinu, jafnvel því þriðja með smá heppni. Ragnheiður Ólafsdóttir átti við veikindi að stríða og varð 5. í 3000 m hlaupinu á tíma sem er hálfri mínútu frá hennar besta. Hún hljóp ekki 1500 m seinni daginn af sömu sökum og töpuöust þarna mikilvæg stig en auðvitað er ekkert við því að gera. Þá hætti Steinunn Jónsdóttir keppni í 10.000 m hlaupi, hitinn gerði henni erfitt fyrir. Helga Halldórsdóttir setti íslands- met í báðum grindahlaupunum á mótinu, hljóp 100 m á 13,79 sek.og 400 m á 57,58 sek. Hún varð aðeins 1/100 sek. frá sigri í 400 m grinda- hlaupinu og í 100 m grindahlaupinu virtist hún ætla að sigra en rak sig í næst síðustu grindina o£ varð að sætta sig við 3. sætið. Arangurinn eigi að síður mjög góður. Þórdís Gísladóttir varð eini ís- lenski gullverðlaunahafinn í kvenna- flokki. Hún var alveg við íslands- metið í hástökki, stökk 1,86 m sem j er hennar besti árangur á þessu ári. i íslandsmetið er 1,87 m. Þá varð íris | Grönfeldt í 2. sæti í spjótkastinu með 52,70 m sem er nokkuð frá hennar besta árangri. Guðrún Arn- ardóttir náði sínum besta tíma í 100 m hlaupi en meðvindur varof mikill. Einar Vilhjálmsson sigraði í spjótkasti karla með 78 metra slétta. Næstur varð Norðmaðurinn Rcidar Lorentsen með rúma 73 m. Eggert Bogason tók sæti Vésteins Haf- steinssonar í kringlukastinu en Vésteinn á við smávægileg meiðsl í læri að stríða. Eggert náði öðru sæti á eftir Norðmanninum góðkunna Knut Hjeltnes sem kastaði 62,28 m. Pétur Guðmundsson varð í 2. sæti í kúluvarpi og Guðmundur Karlsson í því þriðja í sleggjukasti svo kastar- arnir komast vel frá keppninni. Sig- urður T. Sigurðsson hafnaði í 3. sæti í stangarstökki með 5,05 m, sömu hæð og sigurvegarinn og Oddur Sigurðsson varð þriðji í 400 m á sínum besta tíma í ár, 47,50 sek. Oddur fann fyrir meiðslum eftir 400 m hlaupið svo Egitl Eiðsson hljóp 200 m. Egill varð fjórði í 400 m grindahlaupi en aðrir hlauparar höfnuðu í neðsta sæti. Árangur íslensku kcppendanna: Konur: 100 m hlaup:sæti sek. Guðrún Arnardóttir ......... 5. 11,92 min. 2:10,76 0:00,00 5. 9:25,43 hætti sek.' 200 m hlaup: Oddný Árnadóttir................ 5. 25,67 400 m hlaup: Helga Halldórsdóttir............ 4. 54,44 800 m hlaup:............. Oddný Árnadóttir......... 500 m hlaup: Enginn keppandi ......... 3000 m hlaup: Ragnheiður Ólafsdóttir . . . 10.000 m hlaup: Steinunn Jónsdóttir ..... 100 m grindahlaup: Helga Halldórsdóttir............ 3. 13,79 íslandsmet 400 m grindahlaup: Helga Halldórsdóttir............ 2. 57,58 Islandsmet 4x100 m boðhlaup: Landssveit...................... 5. 47,98 4x400 mboðhlaup: mín. Landssveit.................... 5. 3:44,95 Langstökk: ..................... m Bryndís Hólm ................... 3. 5,78 Hástökk: Þórdís Gísladóttir.............. 1. 1,86 Kúluvarp: Guðbjörg Gylfadóttir ........... 3. 14,44 Kringlukast: Soffía Gestsdóttir ............. 5. 36.98 sek. 11,05 3. 47,50 mín. 1:58,73 4:13,00 Spjótkast: íris Grönfeldt............... 2. 52,70 Karlar: 100 mhlaup: Jóhann Jóhannsson............ 5 200 m hlaup: Egill Eiðsson.................. 5. 22,31 400 m hlaup: Oddur Sigurðsson............. 800mhlaup: Steinn Jóhannsson........... 5 1500 m hlaup: Hannes Hrafnkelsson......... 5 5000 m hlaup: Már Hermannsson ........... 5. 15:46,74 10.000 m hlaup: Jóhann Ingibergsson ....... 5. 34:35,00 3000 m hindrunarhlaup: Daniel Guðmundsson......... 5. 9:39,07 llOmgrindahlaup: sæti sek. Hjörtur Gíslason............... 5. 14,78 400 m grindahlaup: Egill Eiðsson.................. 4. 52,89 4x100 m boðhlaup: Landssveit..................... 5. 42,00 4x400 mboðhlaup: sætimín. Landssveit................. 5. 3:14,78 angstökk: m Olafur Guðmundsson............. 5. Hástökk: Unnar Vilhjálmsson ............ 4. Þrístökk: Ólafur Þ. Þórarinsson.......... 5. Stangarstökk: Sigurður T. Sigurðsson......... 3. Kúluvarp: Pétur Guðmundsson.............. 2. 17,08 Kringlukast: Eggert Bogason ................ 2. 55,26 Spjótkast: Einar Vilhjálmsson............. 1. 78,00 Sleggjukast: Guðmundur Karlsson............. 3. 56,84 Lokastig: Konur 6,82 2,00 14,47 5,05 Karlar Belgía . Portúgal írland . Noregur tsland . 72 66 62 60 39 Spánn . Belgía . Portúgal írland . . ísland . . 70 59 '41 35 32 Þórdís Gísladóttir sigraði í hástökk- inu og var rétt við íslandsmetið. Helga Halldórsdóttir setti íslands- met í báðum grindahlaupunum og var nálægt sigri. Belgar og Spánverjar færast upp í B-riðiI en í stað þeirra koma Hol- lendingar í kvennaflokki og Júgó- slavar í karlaflokki. - HÁ Evrópubikarkeppnin í frjálsum íþróttum — A-riðill: Sovétmenn sigruðu naumlega - A-þýsku stúlkurnar geröu út um kvennakeppnina á fyrra degi Reuter Sovétmenn náðu að sigra í efsta riðli Evrópubikarkeppninnar í frjálsum íþróttum þó naumt væri. Þegar tvær greinar voru eftir höfðu A- Þjóðverjar hálfs stigs forskot en Dirk Gamlin náði aðeins sjöunda sæti í þrístökkinu á móti fyrsta sæti hjá Oleg Prozenko frá Sovétrfkjun- um. Sovétmönnum dugði fjórða sæt- ið í síðustu grein, 4x400m boðhlaup- inu, þrátt fyrir að A-Þjóðverjar kæmu þar fyrstir í mark. A-þýsku stúlkurnar gerðu út um keppnina á fyrra deginum. Þær unnu sjö af átta greinum fyrra daginn og höfðu 22 stiga forskot. Seinni daginn bættu þær við fimm stigum og end- uðu með 27 stiga forskot yfir Sovét- mönnum sem urðtl í 2. sæti. Francesco Panetta frá Ítalíu náði besta heimstíma ársins í 3000 m hindrunarhlaupi, eina afrekinu af því tagi á mótinu. Panetta hljóp einn langleiðina og var sjö sekúndum á undan næsta hlaupara í mark. Hann hljóp á 813,56 mín. Af öðrum mark- verðum afrekum mótsins má nefna að Marilies Göhr frá A-Þýskalandi vann sinn sjötta Evrópubikarsigur þegar hún kom fyrst í mark í 100 m hlaupinu á 10,95 sek. og Harald Schmid frá V-Þýskalandi vann sinn fimmta sigur í karlaflokki þegar hann kom langfyrstur í mark í 400 m grindahlaupinu á 48,67 sek. Engum íþróttamönnum hefur tekist að sigra oftar í Evrópubikarkeppni en Schmid og Göhr. Linford Christie frá Bretlandi vann tvöfalt á sprettinum, hljóp 100 m á 10,23 sek. í mótvindi og 200 m á 20,63 sek. Jarmila Kratochvilova frá Tékk- óslóvakíu hljóp að nýju eftir árs hlé vegna meiðsla. Hún var hársbreidd frá sigri í 800 m, var fyrst þar til Tatyana Samolenko frá Sovétríkjun- um skaut bringunni framfyrir og sigraði en tfminn hjá báðum var sá sami. Steve Cram frá Bretlandi tap- aði óvænt fyrir Spánverjanum Jose Luis Gonzales í 1500 m og annar breskur Evrópumeistari, Roger Black, varð að sætta sig við annað sætið í 400 m. Thomas Schönlebe frá A-Þýskalandi sigraði þar með 3/100 sek. mun. Þá tapaði heimsmethafinn í 100 m grindahlaupi kvenna, Yor- danka Donkova frá Búlgaríu, óvænt fyrir Corneliu Oschenat frá A- Þýskalandi með 6/100 sek. mun. Keppni í hlaupagreinum var í heildina mjög spennandi þó tímarnir hafi ekki verið þeir bestu í heiminum í ár nema í einni grein. Var mál manna að spennan hafi meira en bætt árangurinn upp. Sigurvegarar í einstökum greinum urðu: Konur: 100 m hlaup: Marilies Göhr A-Þýskalandi.......10,95 200 m hlaup: Silke Gladisch A-Þýskalandi .....21,99 400 m hlaup: Petra Muller A-Þýskalandi........49,91 800 m hlaup: 1. Tatyana Samolenko Sovót.....1:59,26 2. Jarmila Kratochvilova T.....1:59,26 1500 m hlaup: Kirsty Wade Bretlandi .........4:09,03 3000 m hlaup: Ulrike Bruns A-Þýskalandi......8:44,48 10.000 m hlaup: Kathrin Ulrich A-Þýskalandi 100 m grindahlaup: 1. Cornelia Oschkenat A-Þ . . 2. Yordanka Donkova Búlg. . 400 m grindahlaup: Sabine Busch A-Þýskalandi . 4x100 m boðhlaup: A-Þýskaland .............. 4x400 m boðhlaup: Langstökk: Heike Drechsler A-Þýskalandi . Hástökk: Stefka Kostadinova Biílgaríu . . Kúluvarp: Natalia Lisovskaya Sovét.... Kringlukast: Diana Gansky A-Þýskalandi . . Spjótkast: Petra Felke A-Þýskalandi.... Karlar: 100 m hlaup: Linford Christi 200 m hlaup: Linford Christi 400 m hlaup: UMSJÓN 32:32,05 800 m hlaup: Tom McKean Bretlandi . . 1:45,96 . . . 12,47 1500 m hlaup: 1. Jose Luis Gonzales Spáni . . . . . . 3:45,49 . . . 12,53 2. Steve Cram Bretlandi . . 3:45,54 . . . 54,23 3000 m hindrunarhlaup: Francesco Panetta ítaliu . . 8:20,68 . . . 41,94 5000 m hlaup: Jose Manuel Abascal Spáni . 13:23,87 . 3:20,41 10.000 m hlaup: 1. Abel Anton Spáni . 28:46,65 2. Salvatore Antibo Ítalíu . 28:46,69 . . . . 7,26 110 m grindahlaup: Igor Kasanov Sovétríkjunum .... . . . . 13,48 . . . . 2,00 400 m grindahlaup: Harald Schmid V-Þýskalandi .... . . . . 48,67 . . . 21,56 4x100 m boðhlaup: Sovótríkin . . . . 38,42 . . . 73,90 4x400 m boðhlaup: A-Þýskaland . . . 71,26 Langstökk: Robert Emmiyan Sovótríkjunum . 8,38 Hástökk: Igor Paklin Sovótríkjunum 2,32 . . . 10,23 Þrístökk: Oleg Prozenko Sovétríkjunum . .. . . . . 17,61 Stangarstökk: . . . 20,63 Grigori Yegorov Sovótríkjunum . . 5,70 Kúluvarp: . . . 44,96 . . . 44,99 Ulf Timmermann A-Þýskalandi . . . . . . 22,01 Kringlukast: Vaclovas Kidikas Sovótríkjunum . . . . . 66,80 Spjótkast: 1. Viktor Yevsyukov Sovót . . . . 84,86 2. Klaus Tafelmeier V-Þýskal. . . . . . . . 83,30 Sleggjukast: . . . . 82,28 Lokastig: Karlar Sovétríkin 117 A-Þýskaland 114,5 Bretland99 V-Þýskaland 88 Ítalía 87 Tókkósl. 73 Spánn 72 Pólland 58,5 Konur A-Þýskaland 119 Sovótrikin 92 Búlgaria 86 V-Þýskaland 77 Bretland 59,5 Tékkósl. 51,5 Pólland45 Frakkland 45 BLAÐAMAÐUR Karlalið Pólverja og kvennalið Frakka færast niður í B-riðil. í stað þeirra koma karlalið Frakka og kvennalið Rúmena. -HA Evrópubikarkeppnin, C-riðill: Sjöberg með besta árangurinn Reuler Patrik Sjöberg frá Svíþjóð náði besta afreki í heiminum í hástökki er hann fór yfir 2,39 m í B-riðli Evrópubikarkeppninnar í frjáls- um íþróttum í Gautaborg um helgina. Sjöberg reyndi við nýtt heimsmet en tókst ekki að bæta það. Árangur hans var aðalvið- burðurinn í keppninni í B-riðlin. um. Frakkar fóru upp i A-riðil í karlaflokki en Júgóslavar niður í C. í kvennaflokki fóru Rúmenar upp cn Hollendingar niður. Lokastaðan varð þessi, karlar: Frakkland 119, Búlgaría 100, Svíþjóð 97, Ungverjaland 86, Austurríki 83, Sviss 82, Finnland 77,5 Júgóslavía 82,5. Konur: Rúmenía 106, Ungverjalánd 83, Ítalía 80.5,Sviss 69,5, Finnland 62,5, Svíþjóð 62,5, Noregur 56, Holland 50. -HÁ Patrik Sjöberg Bandaríska meistaramótið: Lewis tapaði ílOOm Reutcr Carl Lewis tókst ekki það ætl- unarverk sitt að sigra í þremur greinum á bandaríska meistara- mótinu í frjálsum íþróttum um helgina. Lewis sigraði í lang- stökki með 8,65 m og 200 m með 20,12 sek. en varð að sætta sig við annað sætið í 100 m hlaupinu 10,05 sek., 1/100 sek á eftir Mark Witherspoon. Langstökkskcppnin var sú besta sem um getur og stukku þrír fyrstu menn allir yfir 8,55 m. Lewis stökk 8,45 m í fyrsta stökki og hugðist láta það duga en mátti reima á sig skóna að nýju þegar Larry Myricks fór 8,51 m í fjórðu umferð. Lewis stökk þá 8,65 m, Myricks bætti sig i 8,63 og varð annar og Mike Conley fór 8,55 m en meðvindur var aðeins of mikili í því stökki. -HÁ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.