Tíminn - 30.12.1987, Blaðsíða 4

Tíminn - 30.12.1987, Blaðsíða 4
4 Tíminn INNLENDUR ANNÁLL Útvegsbanki íslands hf. var stofnað- ur úr rústum Útgvegsbankans 7. apríl. Leifsstöð opnuð Flugstöð Leifs Eiríkssonar var opnuð 14. apríl með stórkostlegri boðsveislu sem um 3000 gestir sóttu. 15. apríl var stöðin tekin í notkun þótt mikið hafi vantað á að hún væri fullbúin. Kosta fermingar 400 milljónir? í frétt Tímans 15. apríl kemur í Ijós að heildarkostnaður vegna ferm- inga árið 1987 muni verða tæpar 400 milljónir króna. Alþingiskosningar Kosningar lil Alþingis fórú fram 25. apríl. Kjörsókn var um 90%. Úrslit kosninganna voru á þann veg að Sjálfstæðisflokkur fékk 27,2% atkvæði og 18 menn kjörna, Fram- sóknarflokkurinn fékk 18,9% og 13 menn kjörna, Alþýðuflokkur fékk 15,2% og 10 menn kjörna, Alþýðu- bandalag fékk 13,3% og 8 menn kjörna, Borgaraflokkur fékk 10,9% og 7 menn kjörna, Kvennalisti fékk 10,1% og 6 menn kjörna. Samtök um jafnrétti og félagshyggju fékk 12,1% fylgi í Norðurlandi eystra þar sem samtökin buðu fram og fcngu mann kjörinn. Aðrir listar fengu ekki mann kjörinn á þing. Jón Baldvin æfir menúett Jón Baldvin Hannibalsson for- maður Alþýðuflokksins tók forskot. á sæluna og hóf stjórnarmyndunar- viðræður stax þegar kosningaúrslit lágu fyrir. Jón Baldvin tjáði Tíman- um að með þessu vildi hann sýria að hægt væri að mynda stjórn og vinna það verk fljótt. Jón trúði Tímanum einnig fyrir því að með þessu væri hann að koma í veg fyrir stjórnar- myndunarhringekjudúett sem þjóð- in hefur orðið vitni að. Jón valdi Kvcnnalista og Sjálf- stæðisflokk í menúettæfingar sínar. Forseti íslands hafði liins vegar ákveðið að bíða nokkra daga með að veita umboð til stjórnarmyndun- ar. Dularfullt atkvæðahvarf Dularfullt atkvæðahvarf komst upp á Vesturlandi þegar kom í Ijós að atkvæði talin upp úr kjörkössum pössuðu ekki við merkingar í kjör- deildum. Atkvæðin 47 að tölu fund- ust síðan 29. apríl. Það var mikil spenna þegar þau voru talin þar sem möguleiki var á að þau breyttu úrslitum. Svo varð þó ekki. Gullsmíðaverslun fínkembd Aðfaranótt 30. apríl var brotist inn í gullsmíðaverslun Þorgríms Jónssonar gullsmiðs á Laugavegi 20b og var öllu verðmætu stolið. Talið var að verðmæti þýfisins næmi hundruðum þúsunda króna. Maí Stjórnarmyndunar- viðræður Forseti tslands tók sér góðan tíma áður en hún úthlutaði Steingrími Hermannssyni umboði til stjórnar- myndunar 10. maí. 13. maí skilaði Vigdís Finnbogadóttir forseti afhjúpar styttu af Leifi heppna við vígslu nýju flugstöðvarinnar á KeflaVÍkUrflugVelli. (Tímamynd Pclur) Lystadún brann til grunna í miklum eldsvoða. (Tímamynd BREIN) Frá fyrsta uppboði Fiskmarkaðsins hf. í Hafnarfirði. (Tímamynd Pcmr) Steingrímur umboði sínu eftir að Ijóst var að hvorki Alþýðuflokkkur né Sjálfstæðisflokkur vildu í stjórn með Framsóknarflokki og Alþýðu- bandalagið hélt að sér höndum í fyrstu umferð. Þorsteinn Pálsson fékk umboðið daginn eftir og hélt því í sextán daga. Ræddi hann aðallega við Al- þýðuflokk og Kvennalista og á tíma- bili virtist ný stjórn vera í augsýn. Svo fór ekki og skilaði Þorsteinn umboði sínu síðasta dag mánaðar- ins. Tíð umferðarslys Umferðin ógnar lífi og limum landsmanna. Fyrstu 3 mánuði ársins slösuðust helmingi fleiri í umferðinni en árið áður. Þetta mátti lesa í Tímanum 5. maí. Smyglaður hundur reyndist rotta f Tímanum 7. maí var greint frá undarlegri sögu sem var á sveimi þá dagana. Sagan var á þá leið að íslensk hjón sem dvalið höfðu á Spáni tóku kjölturakka sem hændist að þeim með sér til íslands. Eftir að hundurinn hafði ráðist á heimilis- köttinn og étið hann ákváðu hjónin að láta dýralækni svæfa hundinn. Dýralæknirinn sá þá strax að hér var ekki á ferðinni hundur heldur ill- ræmd spönsk fjallarotta. Andköf í Leifsstöð Tíminn skýrði frá því 8. maí að ekki væri allt með felldu í hinni nýju flugstöð á Keflavíkurflugvelli sem lá svo mikið á að taka í gagnið fyrir kosningar. Aðstaða starfsfólks var fyrir neðan allar hellur. Sem dæmi hafði ekki verið gengið frá loftræsti- kerfi svo starfsfólk Leifsstöðvar var því fegnast að komast út undir bert loft eftir loftleysið. Toghelgi við Eyjar Tíminn skýrði frá áfanga í sjálf- stæðisbaráttu Vestmannaeyinga þann 14. maí. Þá hafði sjávarútvegs- ráðuneytið sett reglugerð sem gerir ráð fyrir þriggja mílna landhelgi Heimaeyjar. Innan landhelginnar verða allar togveiðar bannaðar. Saursýklar fluttir út til Noregs Hrein tilviljun olli því að fjölda Norðmanna var forðað frá Salmon- ella-sýkingu úr íslenskum kjúkling- um. Úm þetta mátti lesa í Tímanum 15. maí. Sending sem ísfugl sendi út til Noregs í byrjun aprílmánaðar reyndist menguð af Salmonellusýkl- um. Norðmenn dóu hins vegar ekki ráðalausir heldur suðu sýklana úr kjúklingunum með sérstakri hita- meðhöndlun. Gróf misnotkun á Scháfer-hundum Tíminn kom upp um grófa mis- notkun á tíkum af Scháferkyni sem viðgengist hefur hér á landi í ábata- skyni. Píndu eigendurnir tíkurnar með því að láta þær verða hvolpa- fullar í hvert skipti sem þær lóðuðu. Dregið var fram dæmi þar sem tík hafði verið látin ganga undir keisara- skurð í þrígang á tveimur árum. Hvalkjöt til og frá Islandi Tveir gámar af hvalkjöti frá ís- landi voru gerðir upptækir í fríhöfn- inni í Hamborg af þýskum yfirvöld- um þann 20. maí. Brutu þýsk yfir- völd með því fríhelgi fríhafnarinnar og setti með því hvalkjöt í sama flokk og heróín. í heila viku stóð í stappi um kjötið og leystist málið ekki fyrr en utanríkisráðuneytið með atbeina sendiráðsins í Bonn fékk þýska utanríkisráðuneytið til að ganga í málið. Var kjötið þá flutt aftur til íslands. Stórbruni í Lystadún Stórbruni varð í Lystadún 12. maí og átti starfsfólk fótum sínum fjör að launa þegar eldurinn gaus upp. Tjónið skipti tugum milljóna króna. Þá brann húsið Sæból á Skaga- strönd 27. maí. Ungur maður sem

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.