Tíminn - 24.02.1937, Side 2
34
T í M I N N
stæður, að í móðuharðindunum
hafi verið hagstæður viðskipta-
jöfnuður við ú'tlönd!
Vörubirgðirnar
í landinu
Þá hefir því og verið haldið
fram um skeið, að ráðstafanir
ríkisstjómarinnar til að ná
bættum viðskiptajöfnuði, hefðu
engu áorkað í þá átt, heldur
væru síldveiðamar eingöngu
orsök hinnar hagstæðu út-
komu. En eftir að sýnt hafði
verið fram á, að síldveiðarnar,
þótt vel gengju, hefðu ekki
nándar nærri vegið, upp hina
stórfelldu lækkun saltfiskút-
flutningsins, og að til þeirra
væri ekki með nokkru móti
unnt að rekja orsök þess
að innflutningurinn hefði
minnkað um 16 milljónir kr.
ii tveimur árum, var horfið frá
þeim málflutningi, en til þess
gripið í staðinn, að telja lækk-
un innflutningsins einungis
hafa orðið á kostnað vörubirgð-
anna í landinu. Þessu er haldið
fram í dag. Hvað næst kemur,
getur enginn gizkað á. Því er
haldið fram, að vegna starf-
semi innflutnings- og gjaldeyr-
isnefndar sé sérstaklega lítið
til af útgerðar- og kornvörum.
Því miður eru ekki. til neinar
glöggar skýrslur um vörubirgð-
ir um liver áramót, en það vill
til, að hægt er að sýna fram á
það með ljósum rökum, að
þetta hálmstrá andstæðinganna
verður þeim ekki að verulegu
haldi. Innflutnings- og gjald-
eyrisnefnd hefir nefnilega
aldrei neitað um innflutning á
útgerðarvörum. Hún hefir því
á engan hátt hamlað því, að út-
gerðarmenn höguðu innkaup-
um sínum á þessum varningi
eftir efnahagsástæðum sínum
og þörfum. Því má einnig bæta
hér við, að um síðustu áramót
munu hafa verið ónotuð gjald-
eyrisleyfi fyrir útgerðarvörum,
er námu um 4 millj. kr.
Um kornvörurnar er það að
segja, að innflutningur þeii’ra
1936 var 20% meiri en árið
1932, en þá þurfti ekki inn-
íiutningsleyfi til að flytja slík-
ar vörur til landsins, og liggur
því ekkert fyrir, er bendi til
þess, að minni birgðir hafi ver-
ið til í landinu af kornvörum
um síðustu áramót en venju-
lega.
Yiirfærsluvandræðin
Nú allra síðast hafa háttvirt-
ir andstæðingar þó nokkuð hop-
að frá þessum ásökunum, og í
stað þess að halda því fram,
að innflutningsleyfi hafi vant-
að, þá tala þeir um, að erfið-
lega gangi að fá yfirfærðan
gjaldeyri hjá bönkunum. Ég
þykist vita, að það hafi ekki
gengið erfiðlegar með yfir-
færslur nú en í fyrra t. d., en
auðvitað er langt frá því að á-
standið í þeim efnum sé enn
komið á æskilegan grundvöll.
Hver væri þá eðlileg ályktun af
því? Vitanlega sú, að innflutn-
ingshöftunum hefði ekki verið
beitt of mikíð, heldur full lítið.
En hvernig ætla háttvirtir
stjórnarandstæðingar að sam-
i-ýma slíka gagnrýni hinum
stöðugu ofsóknum, sem haldið
er uppi gegn gjaldeyris- og inn-
flutningsnefnd og mér fyrir
það, að höftunum sé of mikið
beitt? Halda háttvirtir stjórn-
arandstæðingar, að meira væri
nú til af gjaldeyri og greiðara
um yfirfærslur til kaupa á
nauðsynjavörum, ef innflutn-
ingshöftunum hefði verið beitt
rninna? Eða ef þau hefðu verið
afnumin og allt látið skeika að
sköpuðu, eins og virðist vera ó-
tvíræður vilji hv. stjórnarand-
stæðinga, ef marka má mál-
flutning þeirra.
Flestir viðurkenna nú
að innilutningshöltin
hafí verið nauðsynleg.
Sannleikurinn í þessu máli
er sá, að þrátt fyrir hina ýtr-
ustu viðleitni stjórnarandstæð-
inganna til þess að koma inn
hjá mönnum hinu gagnstæða,
þá finnst varla nokkur maður
á landinu, sem á annað borð
hefir óskerta ábyrgðartilfinn-
ingu, sem ekki viðurkennir að
það hefir verið alveg óumflýj-
anlegt að hafa innflutnings-
höftin eins og ástandið í gjald-
eyrismálum okkar hefir verið,
og það er varla til svo hat-
rammur andstæðingur stjómar-
innar, að hann ekki viðurkenni
það sem áunnizt hefir í því að
bæta viðskiptajöfnuðinn við út-
lönd. Ef um takmarkaðan
gjaldeyri er að ræða, er vitan-
lega ekki nema um tvær leiðir
að gei-a til þess að sjá um, að
ekki verði meira flutt inn en
gjaldeyririnn hrekkur til að
greiða.
önnur leiðin er sú, að beita
innflutningshöftum eins og
núverandi ríkisstjóm hefir
gert. Með því móti er hægt að
ná vissu marki, þ. e. a. s. með
innflutningshöftunum einum
saman er hægt að lækka inn-
flutninginn þangað til þarf að
færa niður innflutning al-
mennra neyzluvara. Komi til
slíks, duga innflutningshöftin
ekki ein út af fyrir sig. Hin
leiðin til þess að forðast of
mikinn innflutning, og það er
sú leið, sem háttvirtir stjórnar-
andstæðingar virðast vilja
fara, er, að draga úr kaupget-
unni innanlands, þannig, að
menn af þeim ástæðum geti
ekki keypt meira af erlendum
A örum en gjaldeyrir er til fyrir
í landinu. Þetta mundi þurfa
að framkvæmast með niður-
skurði verklegra framkvæmda,
samdrætti í útlánastarfsemi
bankanna og þar af leiðandi
minnkuðum framkvæmdum, og
loks almennri launalækkun, ef
verulega ætti um þessar ráð-
stafanir að muna. Þessa leið
hefir stjórnin alls ekki viljað
velja vegna þess, að hún myndi
stórauka atvinnuleysið, og
skemma ef ekki gereyðileggja
innlenda markaðinn fyrir fram-
leiðendum og iðnrekendum og
þrengja á allan hátt kosti al-
mennings í landinu frá því sem
verið hefir. En einmitt af því
að stjómin vildi ekki fara
þessa leið, þá verður að við-
halda gjaldeyrishömlunum með-
an yfirfærsluörðugleikamir
haldast, til þess að fyrirbyggja
að aukin kaupgeta innanlands
vegna ýmiskonar ráðstafana
Alþingis verði ekki til þess að
örfa kaup á allskonar varningi
frá útlöndum, sem unnt er að
vera án, eða hægt að fá í land-
inu sjálfu. Meðan við eigum
örðugt með að auka útflutn-
inginn, mynda innflutnings-
höftin að mínu áliti aðaj-
grundvöll þeirrar stjórnmála-
stefnu, sem núverandi ríkis-
stjórn hefir fylgt frá því að
hún tók við völdum.
Eins og ljóst er af þeirri
töflu, sem ég las hér áðan um
innflutninginn 1932 og 1936, þá
liefir á síðastliðnu ári verið
gengið svo nærri um niður-
skurð á innflutningnum, að
ekki verður lengra gengið
nema með einhverjum víðtæk-
ari ráðstöfunum en sjálf inn-
flutningshöftin eru. Er þess
fastlega að vænta, að ekki
þurfi til þess að grípa, og að
framkvæmd innflutningshaft-
anna á þessu ári þurfi ekki að
Rekstrar yiirlít 193 6.
TF.KJUR: Fjárlög Reikningur O JÖLDi Fjárlög Reikningur
2. gr. Fasteignaskattur 380.000.00 410.878.00 7. gr. Vextir 1.558.500.00 1.667.953.00
Tekju- og eignaskattur . . 1550.000.00 1.591.138.00 8. - Borðfé konungs .... 60.000.00 60.000.00
Hátekjuskattur 200.000.00 200.000.00 9. - Aiþingiskostnaður .... 250.920.00 253.005.00
Lestargjald af skipum . . 50.0('0.00 59.477 00 10. - I. Ráðuneytið og rikisféh. 270.746.00 316.375.00
Aukatekjur 620.000.00 596.337.00 10. - II. Hagstofan 58.000.00 63.686.00
Erfðafjárskattur 50.000.00 60.672.00 10. - III. Utanrikismái 145.000,00 142.138.00
Vitagjald 470.000.00 436.971.00 11. - 4. Dómgæzla og lögreglustj, . 1.277.280.00 1.372.402.00
Leyfisbréfagjald 25.000.00 19.605.00 11. - B. Sameiginl. embættiskostn. . 284.000.00 310.609.00
Stimpilgjald 500.000.00 544.023.00 12. - Heilbrigðismál . , . . . 688.942.00 895.123.00
StimpiL j. af áv. og kvittunum 100.000.00 65.260.00 13. - A. Vegamál 1.535.302.00 1.643.147.00
Bifreiðaskattur 37Ö.000.00 373.858.00 13. - B. Samgöngur á sjó . . . . 618.0o0.00 710.750.00
Benzinskattur 250.000.00 265.000.00 13. - C. Vitamál og hafnarg. . . . 621.750.00 614.649.00
Útflutningsgjald 700.000.00 660.892.00 14. - A. Kirkjumál 328.120.00 385.923.00
Áfengistollur 1.000.000.00 1.019.970.00 14. - B. Kennslumál 1.514.567.00 1.676.599.00
Tóbakstollur 1.200.000.00 1.373.789.00 15. - Til visinda. bókm. og lísta 196.160.00 198.690,00
Kaffi- og sykurtollur . . . 900.000.00 1.134.350.00 16. - Til verklegra fyrírtækja , 3.225.225.00 3.241.883.00
Annað aðflutningsgjald . . 80.000.00 88.920.00 17. - Alm. styrktarstarfsemi. 1.539.700.00 1.487.146.00
Vörutollur 1.250.000.00 1.382.899.00 18. - Eftirl&un og styrktarfé . . 321.421.00 313.542-00
Verðtollur 1.000,000.00 i.058.093.00 19. - Óviss útgjöld 100.000.00 211.547.00
Viðskiptagjald 750.000.00 652.949.00 14.593.633.00 15.565.162.00
Gjaid af inn). tollvöru . . 400.000.00 446.303.00 22. - Heimildarlög 2.150.00
Skemmtanaskattur .... 130.000.00 118.309.00 Þingsályktanir 114.448.00
Veitingaskattur 100.000.00 73.494.00 Væntanleg’ fjáraukalög . . 85.184.00
Samtals 12.065.000.00 12.632.687.00 Sérstök lög 143.861.00
4- Endurgr. tekjur 170.026.00 15910.805.00
Hækkun á eftirst. 124,180.00 294.206.00 12.838.481.00 Tekjuafgftngur 684.352.00 83.976.00
3. gr. A. Póstmár 53.860.00 54.200.00
Landsiminn 473.000.00 512.000.00
Áfengisverzluu 1.200.000.00 1.585.000.00
Tóbakseinkasala 600.000.00 631.000.00
Rikisútvarp og Vlðtækjav. 87.000.00 23.000.00
Rikisprentsmiðja 60.000.00 55.500.00
Ríkisvélsmiðjan 10.000 00 20.000.00
Bifreiðaeinkasalan .... 75.000.00 50.800.00
Raftækjaeinkasalan . . . 50,000.00 67.500.00
Rtkisbúin 14.000.00 21.000.00
8.020.000.00
3. gr. B. Tekjur af fasteignum . . 24.650.00 23.300.00
4. gr. Vextir 515.475.00 538.000.00
5. gr. Óvissar tekjur 50.000.00 80.000.00
Samtals kr. 15.277.985.00 15.994.781.00 Samtals kr. 15.277 985.00 15.994.781.00|
SJóðsylirlit
Inn: Fjárlög Reikningur Út: Fjárlög- Relkningur
Tekjur samkv. rekstrarreikn. 15.277.985 15.994.781 Gjöld samkv. rekstrarreikn. 14.593.633 15.910.805
1. Fyrningar 289.051 341.000 T. Afborgun lána:
2. Útdr. bankav.bréf og veðd.br. 50.000 82.600 1. Rikissjóður:
3. Endurgr. fyrirframgreiðslur 10.000 4.230 a. Innlend lán .... 287.400 317.000
4. E.gr. lán og andv. seldra eigna 155.000 105.904 b. Dönsk lán 325.000 325.700
Innb. af innst. á hlr. nr. 2471 i 365.800 c. Ensk lán 316.700 316.930
Lb. vegna fiskimálasjóðs. . . 2. Landsiminn ..... 210.000 210.000
Grelðslujöfnuður 150.697 864.820 II. Eignaaukning rikisstofnann
1. Landsíminn 95.000 124.200
2. Ríkisprentsmiðjan . . . 20.000 20.000
3. Ríkisvélsmiðjan .... 10.000 18.000
4. Rikisútvarpið 30.000
5. Vinnuh. á Litla-Hrauni 10.000
6. Búið á Reykjum i ölfusi 20.000
III. Til bygginga nýrra vita . 65.000 65.000
IV. Lögboðnar fyrirframgreiðsl. 10.000 25.700
Greiðslur til Fiskimálasjóðs . • 365.800
Samtals kr. 15,932.733 17 759.135 Samtals kr. 15.932.733 17.759.135
verða strangari en menn
neyddust til þess að hafa hana
á síðasta ári. Verðlag fer nú
hækkandi bæði á innfluttum og
útfluttum vörum, og verður
það ekki gert upp í skyndi,
hvaða áhrif þær verðbreytingar
hafa í heild sinni fyrir okkur,
en almenn verðhækkun og auk-
in eftirspurn ætti þó að vera
til hagsbóta fyrir okkur, þar
sem við undir venjulegum
kringumstæðum seljum meira
en við kaupum.
Enginn má ímynda sér að
einhverju lokatakmarki sé náð,
þótt tekist hafi að halda í horf-
inu á síðastliðnu ári. Gjald-
eyrir er til af skornum skamti.
Vöruskuldir frá árinu 1934 og
1935 hafa íþyngt gjaldeyris-
verzluninni, þannig að skuldir
bankanna eru síst Iægri en áð-
ur. Fyrst um sinn verður þó að
gera ráð fyrir að ekki þurfi að
beita innflutningstakmörkun- j
um meira en í fyrra.
Hrun Spánarmarkað-
arins
Ég mun nú ekki að sinni
orðlengja frekar um viðskipta-
jöfnuðinn við útlönd, en að
endingu vildi ég þó segja, að
ef menn hefðu veríð spurðir
að því árið 1934, þegar fyrst
frét'tist um niðurfærslu fisk-
innflutnings okkar til Spánar,
hvernig þeir héldu, að íslenzka
þjóðin þyldi algerða lokun
Spánannarkaðarins og hvernig
hér myndi verða útlits, ef að
því ræki, þá er ég ekki í nein-
um vafa um svarið. Því var al-
mennt trúað þá, og kom glöggt
í ljós í umræðum þeim, sem
urðu um óskir Spánverja um
nýja verzlunarsamninga, að
það væri í raun og veru óhugs-
andi, að þjóðin gæti staðizt
slíkt áfall. Ég er sannfærður
um, að háttvirtir stjórnarand-
stæðingar hefðu þá orðið í tölu
þeirra, er þannig litu á málið.
Nú á síðastliðnu ári fengum
við engan gjaldeyri frá Spáni
til þess að greiða vörur, um-
fram það sem við keyptum
þaðan og ekki einu sinni nóg
til þess. Spánarmarkaðurinn
var í raun og vera lokaður s. 1.
ár. Þrátt fyrir það hefir þó
viðskiptajöfnuðurinn orðið hag-
stæðari en hann hefir verið um
mörg undanfarin ár.
Nú skyldu menn ætla, að þeg-
sr talað væri og ritað um að-
gerðir stjórnarinnar i þessum
málum, þá væri tekið tillit til
þessarar staðreyndar, sem
fyrir tveim árum hefði áreið-
anlega ein út af fyrir sig verið
talin nægileg til ’þess að af-
saka erfiða fjárhagsafkomu
hjá þjóðinni í heild sinni, ríkis-
sjóði og einstaklingum. En
stjórnarandstæðingamir telja
sig ekki þurfa að taka tillit til
þessa, því að öll þeirra gagn-
rýni á fjármálunum hin síð-
ustu tvö ár hefir miðast við
það, að þjóðin hafi búið við
góðæri og að allt hefði átt að
leika í lyndi, ef ríkisstjómin
hefði ekki verið til þess að
spilla fyrir. Þessi gagnrýni
h áttvirtra stj órnarandstæðinga
dæmir sig sjálf, enda hefir hún
minnkandi áhrif með hverjum
deginum sem líður. Framleið-
endurnir við sjávarsíðuna hafa
orðið greinilega varir við það,
að Spánarmarkaðurinn er svo
að segja horfinn, þótt hv. and-
stæðingar stjórnarinnar neiti
að taka slíkar staðreyndir til
greina., Allir, sem nokkurt skyn
bera á atvinnulíf þjóðarinnar
eru í rauninni undrandi yfir
því, hvað tekizt hefir að vega
upp á móti þeim óskaplegu erf-
iðleikum, sem þjóðin hefir átt
við að búa síðustu ár. Það er
mjög langt frá því að stjórnin
og s'tjórnarflokkamir á þingi
liafi verið hér einir að verki.
Það hefir tekizt að fá almenna
þátttöku í því starfi, sem unn-
ið hefir verið til þess að efla
nýja framleiðslu. Það hefir tek-
izt að fá almenning til þess að
sjá nauðsyn þess að minnka
innflutninginn. Án þessa skiln-
ings og þát'ttöku frá almenn-
ingí í þessum störfum hefði
ekki verið hægt að ná tilætluð-
um árangri með ráðstöfunum
stjórnar og þings.
Óvænt íækkim tolltekn
anna vegna ínnflutn-
íngsbaltanna
Ég mun þá gefa yfirlit um
afkomu ríkissjóðs s. 1. ár. Er
það yfirlit gefið með sama fyr-
irvara og vant er, að tölumar
. ge'ta breytzt eitthvað við-endan
legan frágang landsreiknings-
ins, en væntanlega ekki svo
neinu nemi, og ekki þannig að
niðurstöður raskist til muna.
Eins og yfii’litið ber með sér,
hefir niðurstaðan orðið sú, að
afkoman á árinu hefir orðið
lalcari en gert var ráð fyrir í
fjárlögum. Þegar fjárlögin fyr-
ir árið 1936 voru samin, kom
það mjög greinilega í ljós í
þinginu, að menn töldu tekj-
umar vera varlega áætlaðar
miðað við útgjöldin, og líklegt
að afkoma ársins yrði ekki
verri en fjárlög gerðu ráð fyr-
ir. M. a. kcm það greinilega
fram hjá stjórnarandstæðing-
um í fjárveitinganefnd og utan
nefndarinnar, að þeir töldu
tekjurnar óeðlilega lágt reikn-
aðar. Ég var hinsvegar ekki
eins bjartsýnn um þetta atriði
eins og sumir aðrir þingmenn.
Ég bjós't við verulegi’i lækkun
tollteknanna vegna niðurskurð-
ar á innflutningi. Það hefir nú
og komið í Ijós, að þótt um-
framgreiðslur séu nú minni en
a. m. k. undanfarin 12 ár, þá
hafa tolltekjurnar ekki náð að
vega þær upp og útkoman því
orðið lakari en fyrirfram var
ætlazt til. Áætlunin um toll-
tekjurnar var að miklu leyti
miðuð við tolltekjumar árið
1932 og gerðu menn yfirleitt
ekki ráð fyrir, að innflutningur
tollvara gæti orðið lægri en
hann var þá. En eins og yfir-
litið um innflutninginn 1932
og 1936, sem ég liefi nú gefið
hér á undan, ber með sér, þá
hefir svo farið, að innflutning-
ur tollvara hefir orðið ennþá
lægri s. 1. ár en árið 1932. Af
þessum ástæðum hafa tolltekj-
urnar orðið lægri en menn
bjuggust almennt við, og meira
að segja lægri en ég bjóst við,
sem þó leit á þe'tta mál nokkuð
dekkri augum en aðrir. Þetta
er aðalorsök þess, að rekstrar-
afgangurinn hefir orðið mun
minni en fjáriög ráðgerðu. Mun
ég nú víkja nokkuð að einstök-
um liðum uppgjörsins.
Rekstrarreíkningurism
Samkvæmt rekstrarreikningi
hefir tekjuafgangui’inn orðið
um 83 þús. kr., og er þá búið
að færa til útgjalda fyrningar
á eignum ríkissjóðs. Til gjalda
á rekstrarreikningi eru færðar
85 þús. kr., sem er skuld „yf-
irtekin" frá Mjólkurfélagi