Tíminn - 17.01.1988, Blaðsíða 5

Tíminn - 17.01.1988, Blaðsíða 5
Sunnudagur 17. janúar 1988 Tíminn 5 Coral Atkins lék Sheilu, konu Davids. Hún hætti siðan að leika og helgaði sig bágstöddum bömum sem hún stofnaði heimili fyrir. Leslie Nunnerley lék eldri dótturina á heimilinu, Margaret, sem var kennari fyrir stríðið. Rreda er yngri dóttirin, ærslabelgur, sem vildi ná að skemmta sér. Hana lék Barbara Flynn. Gamlir kunningjar L^inir allra vinsælustu framhalds- þættir af evrópskum toga frá upp- hafi, munu vera þættirnir um Ash- ton-fjölskylduna bresku og heimilis- hald hennar á stríðsárunum. Þessir þættir voru sýndir hér á landi fyrir 16-17 árum og fylgdust fjölmargir með. í mörgum löndum hafa þeir síðan verið endursýndir (og raunar fleiri þættir, til dæmis saga Forsyteættar- innar) og nú hafa Norðmenn sett Ashton-fjölskylduna á dagskrá hjá sér á þriðjudagskvöldum og í þetta sinn fá áhorfendur að sjá það í litum. í Noregi var það svo, 1971 og 1972, þegar Ashton-fólkið var þar í fyrri heimsókn, að göturnar tæmdust meðan þátturinn var. Fólk táraðist og lifði sig bókstaf- lega inn í fjölskylduna, sem átti í margskonar brösum og basli heima hjá sér í Liverpool, ekki síst ásta- basli. Ekki er þó ábyrgst að ný kynslóð Norðmanna verði jafn hrifin, en víst er að hún á eftir að heyra nokkrum sinnum á næstunni að svona lagað sé frá þeim tíma þegar hægt var að gera „almennilegt sjónvarpsefni" og fólk á miðjum aldri hittir vissulega gamla kunn- ingja, ef ekki vini. Sagan um Ash- ton-fjölskylduna hefur komið út á íslensku. Myndirnar hér með eru af helstu söguhetjunum sem sumar hverjar hafa lítið eða ekkert leikið síðan. Colin Campbell lék David Ashton sem gekk of ungur í hjónaband, bæði í þáttunum og raunveruleikanum. Lánið hefur ekki leikið við hann í lífinu, m.a. féll hann fram af svölum og stórslas- aðist, auk þess sem hann hefur drukk- ið ótæpilega. Yfirhöfuð Ashton-fjölskyldunnar, Edwin, sem Colin Douglas lék. Þessi mynd af honum er nýrri. Hann var ekki með yfirskegg í „gamla daga“. Jean, móðir Ashton-barnanna, átti margar daprar stundir. Hér huggar fyrirmynd- arsonurinn hana. Keith Drinkel lék hann. Já, ævintýrin gerast enn. Við byrjum árið 1988 með tilboði sem er svo ótrúlegt að líkja má við ævintýri. En eins og öll ævintýri tekur það enda, þannig að ef þú vilttaka þátt í þessu einstaka ævintýri skaltu vera með frá byrjun. Það er of seint þegar það er á enda. PANASONIC NV-H65 HI-FI STEREO NV-H65 er eitt besta og fullkomnasta myndbandstæki sem framleitt hefur verið. Mynd og hljómgæði eru í ótrúlega háum gæðaflokki, tækni- legir eiginleikar eru með ólíkindum og öll bygging tækisins ber augljósan vott um yfirburða tæknigetu Panasonic, mesta myndbandstækja- framleiðanda heims. HVERS VEGNA HI-FI STEREO? Nærri allar áteknar myndbansspólur í dag eru HI-FI, hvort sem þær eru fjölfaldaðar hér eða erlendis. Allar eigin upptökur tekur þú upp í HI-FI og losnar við allt suð og bjögun, þannig vinna hljóm- og myndgæði saman við að auka áhrifamátt myndarinnar. Með NV-H65 stígur þú skrefið til fulls inn í framtíðina. Alfullkomin fjarstýring. HQ myndgæði (High Quality). Hraðanákvæmni 99,999%. HI-FI STEREO hljómgæði. Tíðnisvið 20-20.000 Hz. „Simul", hægt að taka upp myndútsend- ingu á sama tíma og hljóð er tekið upp úr útvarpi í stereo (t.d. hefur Eurovision verið send út þannig hérlendis). Hrein og truflunarlaus kyrrmynd. Mynd fyrir mynd, truflunarlaus. Hraðastillanleg truflunarlaus hægmynd frá 1/5 til 1/30. Rafeindastýrðir snertitakkar. Tvöfaldur hraði. Mánaðar upptökuminni með 8 prógrömmum. 24 tíma skynditímataka. Stafrænn teljari sem sýnir klukkutíma, mínútur og sekúndur. Sjálfvirk bakspólun. Sjálfvirk gangsetning við innsetningu spólu. 99 rásir. 32 stöðva minni. Sjálfvirkur stöðvaleitari. Fínklipping, klippir saman gamla og nýja upptöku án truflana. Heyrnartólstengi með styrkstilli. Læsanlegur hraðleitari með mynd. Leitari með mynd áfram. Leitari með mynd afturábak. Myndskerpustilling. Fjölvísir sem leyfir þér að fylgjast með öllum gjörðum tækisins. Fjölþættir tengimöguleikar. Tækið byggt á steyptri álgrind. Og ótal margt fleira. Verðáður 73.900,- Verð nú 55.350,- Tilboð 49.850,-stgr. (Miðað við gengi 4.1.88 og aðeins eina sendingu) JAPISS BRAUTARHOLT2 • KRINGLAN • SlMI 27133

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.