Tíminn - 17.01.1988, Blaðsíða 8
8 Tíminn
Sunnudagur 17. janúar1988
fssg3$,
Um aldamótin veröur tölva á hverju
heimili ef eitthvað er aö marka spár
þeirra manna sem leggja sig niður við
að segja til um hvernig framtíðarþjóð-
félagið komi til með að verða.
| (Tímamynd pétur)
FRAMTÍÐARÞJÓÐFÉLAGIÐ?
u
I VERNIG framtíðarþjóðfélagið kemur til með að
verða er okkur hulin ráðgáta enn sem komið er. Það er
þó ekki laust við að gerðar hafi verið tilraunir til að segja
til um hvaða breytingar muni eiga sér stað og hvernig
þjóðfélagið komi til með að vera.
Hefur þú ekki oft velt því fyrir þér hvernig það kemur
til með að vera. Verður vélvæðingin orðin allsráðandi
með aðstoð tölvutækninnar á ötlum sviðum atvinnulífs-
íns, verður ástandið óbreytt eins og það er í dag eða
verðum við komin aftur á frumstig landbúnaðarþjóðfé-
lagsins áður en langt um líður.
HRAÐIBREYTINGANNA
HEFUR AUKIST STIG
AF STIGI
Til aðgreiningar frá landbúnaðar-
og iðnaðarþjóðfélaginu hefur þriðja
stigið oft verið nefnt upplýsinga-
þjóðfélag. En hvaða teikn eru á lofti
um að einhverra breytinga sé að
vænta. Oft er talað um að iðnaðar-
þjóðfélagið sé að ganga sér til húðar
vegna þess að það er hætt að sinna
þeim verkefnum sem því er ætlað.
Gífurlegir möguleikar hafa komið
upp á yfirborðið með nýrri tækni svo
sem tölvunni. Örtölvan gerir hug-
myndir þeirra sem hve mest fást við
að fjalla um þjóðfélag framtíðarinn-
ar ekki svo óraunverulegar ef vel er
að gáð.
Hraði breytinganna hefur sífellt
verið að aukast. Til marks um það
má benda á að þó landbúnaðarbylgj-
an hafi tekið mörg þúsund ár þá
hefur iðnaðarbylgjan aðeins staðið
yfir í um 300 ár. Ný tækni gefur
endalausa möguleika. Súþekkingar-
öflun sem hefur farið fram á um 30
ára skeiði, fór áður fram á mörgum
öldum og búast má við að breytingar
verði ansi afgerandi um aldamótin.
TALIÐ LÍKLEGT AÐ
VINNUTÍMISTYTTIST
f>að er mikil bjartsýni sem ein-
kennir umræðuna um upplýsing-
aþjóðfélagið. Þeir sem á annað borð
hugsa eitthvað um þessa hluti skipt-
ast mjög í tvö hom um hvort þær
breytingar sem þörf er á, muni koma
fram. Annar hópurinn ermjögbjart-
sýnn á að upplýsingaþjóðfélagið
verði orðið að veruleika upp úr
aldamótunum, en hinn hópurinn er
aftur á móti á því að breytingamar
geti orðið mjög erfiðar og taki lengri
tíma, m.a. vegna yfirstandandi efna-
hagskreppu sem muni án efa fresta
því að breytingamar geti átt sér stað
ef þær þá verða á einhvem hátt í
líkingu við það sem talað er um.
Hver svo sem niðurstaðan verður
þá eru menn í stómm dráttum
sammála um hvernig framtíðarþjóð-
félagið muni líta út. Hér á eftir
skulum við skoða nokkra þætti sem
einkum er bent á og líklegt er talið
að taka muni hve mestum breyting-
um.
Hvað fjölskylduna varðar þá hefur
þróun iðnaðarþjóðfélagsins leitt til
þess að hlutverk fjölskyldunnar hef-
ur orðið æ viðaminna. En með
breyttri þjóðfélagsgerð er talið að
vinnutími muni styttast enn meir en
hann er í dag og margt af því sem
fjölskyldan sinnti hér áður fyrr í
sameiningu, komi aftur til með að
verða hlutverk heimilisins, s.s. um-
BÍLA-HAPPDRÆTTI HANDKNATTLEIKSSAMBANDS ÍSLANDS
10 SUZUKI FOX JEPPAR - með drifi á öllum, eins og landsliðið okkar
25 SUZUKI SWIFT - tískubíllinn í ár
35 BILAR
m
m,
Dregið mánudagskvöld
’fV/ííý'
FLUGLEIDIR
Sunnudagur17. janúar1988
Tíminn 9
Verða vísindamenn,
sérfræðingar og
stjórnmálamenn leiðandi
þjóðfélagshópar í stað
athafna- og
fjármálamanna?
(Timamynd Brein)
önnun bama, sjúkra og gamla
fólksins.
TÖLVA Á HVERJU HEIMILI
Þó svo að tölvutæknin ætti að geta
leitt til þess að vinnan færi í ein-
hverju mæli fram á heimilunum
sjálfum þá er ekki víst að fólk sé
tilbúið til að fórna félagsskapnum
sem það hefur af vinnufélögunum
fyrir einveru á skrifstofu innan
veggja heimilisins. í hugmyndum
manna um framtíðarþjóðfélagið er
gert ráð fyrir því að á hverju heimili
verði tölva, en litið er svo á að hún
komi til með að verða eins nauðsyn-
legt tæki á hverju heimili eins og
stóllinn sem þú situr á.
í iðnaðarþjóðfélaginu hefur þró-
unin orðið sú að fyrirtækin eru alltaf
að verða stærri, benda þeir á sem
einkum eru hugfangnir af hinu nýja
þjóðskipulagi. Telja þeir að með því
að nota tölvunetið væri hægt að
brjóta fyrirtækin upp í smærri ein-
ingar og hafa fleiri og smærri vinnu-
staði inn í hverfunum og þannig
glæða íbúahverfi lífi sem áður voru
aðeins svefnstaðir.
Ekki er víst að þróunin verði sú
sama í öllum löndum. Til dæmis er
óvíst að reyndin yrði á þennan veg
hér á landi, þar sem vegalengdirnar
eru ekki svo ýkja miklar. En þegar
ferðir til og frá vinnu eru farnar að
taka allt að einum til tveim tímum á
dag, þá er spuming hvort ekki borgi
sig að brjóta vinnustaðina upp í
smærri einingar sem staðsettar væru
nær íbúðahverfunum.
KALLAR Á AUKNA
SÉRHÆFINGU
Talið er víst að vinnan muni
breytast allverulega sem einkum er
talið að felist í því að flest störf muni
verða þjónustustörf, þá bæði við
vélar og persónulega þjónustu.
Einnig eru viðskipta- og upplýsinga-
störf talin verða megin atvinnugrein-
amar. Þetta gefur tilefni til að ætla
að þörf sé á aukinni sérhæfingu
starfsfólks. en slíkt telja sumir að
muni leiða til þess að fólk hafi mun
minni þekkingu á öðmm sviðum
heldur en það hefur til að mynda í
dag. Aðrir benda hins vegar á, að
með styttri vinnutíma geti fólk einn-
ig aflað sér þekkingar á öðruni
sviðum, helduren það hefursérhæft
sig á, þannig að þekking þess geti
orðið mun víðtækari heldur en hún
er almennt í dag.
Leiðandi þjóðfélagshópar yrðu
vísindamenn, sérfræðingar og
stjórnmálamenn í stað athafna- og
fjármálamanna eins og er í dag.
Einnig er talið líklegt að átök í
þjóðfélaginu muni minnka og þekk-
ingin muni gmndvallast á samstöðu
um bestu lausnir sem hægt er að
finna á þeim málum sem upp kynnu
að koma. í stað stjómmálaflokk-
anna muni koma fram á sjónarsviðið
frjáls félög sem mynduð yrðu um
tiltekin málefni, búsetusamtök og
laustengdir flokkar, þetta mundi að
lokum leiða til þess að ákvarðana-
taka í stjómmálum yrði að öllum
líkindum dreifðari.
AUKIÐ ATVINNULEYSI
Ekki eru allir sammála þessum
hugmyndum eins og gefur að skilja
enda er hér um mjög viðamiklar
breytingar að ræða á núverandi
þjóðskipulagi. Breytingarsem marg-
ir telja að leiði til aukins atvinnuleys-
is. Enda hefur það sýnt sig að með
aukinni tæknivæðingu hefur aukið
atvinnuleysi oft fylgt í kjölfarið. Það
verður ekki um það deilt að tölvu-
tæknin sé vinnuaflssparandi í mörg-
um tilvikum. Það getur því oft verið
hagkvæmt fyrir fyrirtæki að láta
tæknina leysa starfsmenn af hólmi á
mörgum sviðum. Hitt er annað mál
hvort þau nýju störf sem tæknin
skapar í staðinn verði nægjanlega
mörg. Þróun undanfarinna ára bend-
ir til þess að fyrst um sinn að minnsta
kosti, geti atvinnuleysis gætt í ein-
hverju mæli, en þegar tímar líða þá
virðist sem atvinnumarkaðurinn lagi
sig að breyttum aðstæðum.
Töfvutæknin hefur farið inn á
sífellt fleiri svið í atvinnulífinu á
undanförnum árum þar sem áður
voru ekki taldir miklir möguleikar á
vélvæðingu. Þetta á við um skrif-
stofustörf ýmis konar, viðskipti og
þjónustu, en í þessum starfsgreinum
hafa flest ný störf komið fram á
undanförnum árum.
Það verður vart deilt um það að
við höfum tekið fyrsta skrefið inn í
hið svokallaða upplýsingaþjóðfélag,
en hvort skrefið verður tekið til fulls
áður en langt um líður er ekki ljóst
að svo komnu máli.
ABÓ
'jöíppBrsbusrt)
^EEH601 SW
Blástursofn til
innbyggingar.
Rolaboró tyrir
hellur.
H X B x D
59.5 X 56 X 55cm
V-þýsk geeði.
gufugleypib I
Fáanlegut I 5 li'um-
Bláslur beint út eða
I gegnum kolslu.
ára ábyrgð.
H x B X D
B x 60 x 45cm
ABYRGO
ZANUSSI
Z-918/8
kælir/frystir
Keelir 180 Itr.Frystlr
80 Itr. Frystlgeta B
kg á sólarhring-
Má snúa huróum.
H B*m
ttuppe'sbusth)
ÖRBVLGJUOFN
Stœrð 22 Itr-
Tlmárotl 060 mln.
H X B X D:
32,5 X 52 x 38.8 cm.
EK 62 WZB
Keramik holluborð
með !|ðrum hellum;
steersta hellan
24 cm fif
H X B X 0:
6,5 x 58 x 49 cm.
V-þýsk gæði.
abyrgð
abyrgð
ZF-821X
pVOTTAVÉL
hvottamagn 4.5 k
16 þvottaxerlt. X
s n ú n I n 0 a
vinduhraöl.
H x B x 0
85 X 60 X 55cm
Z-9210 I
frystiskApur
Frystl! 200 Hr.
Frystlgeta 15 Xg á
sólarhring.
Má snúa huró.
H x B x D
128,5 X 52,5 x60cm
C 23/2H og
Z-9230
kælir/frystir
Kaelir 190 Itr. Frystir
40 Itr. Frystigeta
3,5kg ó sólarhring.
SjálfvirK afhrlming
á kaeli- snúa
huróum.
H X B x D
14t.5 x 52.6 x 55cm
ABYRGÐ
ZG-122-VS
gppþVOTTAVÉL
7 þvottakertl, tekur
mn heiit •«»
vatn. M|ðg WMIH
(aðeins *8db).
SparnaöarteXXl.
H x B x D
82 X 59.5 X 57cm
ZF-1000 JX
HRAÐÞVOTTAVÉLi
Þvottamagn 4,5 Xg
18 þvoUakerft.
Vinduhraöi 1000
snúnlngar pr. mln.
H x B x D
85 X 60 X 60cm
ABYRGÐ
þftt
MMfitflSS
Kr. 52.945.-_____
---------ji, . Brot af vöruvali)
Meöf. myndir.. Broi«
ATH.s
Ýmsar vörur lækka, aörar á óbreyttu
veröi meöan birgöir endast.
LÆKKUN ÓBREYTT
Vlftur isnkápar
2 FrystÍBskápar Þvottaválar
> . 5: Þurrkarar Örbylgjuofnar
Útborgun aöeins 25°/o. Eftirstöövar
á allf að 12 mánuöum.
5°/o staögreiösiu afsláttur.
ÍIÖRC
KKEPIT
■am
tjrcwwvrw F PMf
LÆKJARGÖTU 22 HAFNARFIRÐI SÍMI 50022