Tíminn - 20.02.1988, Side 10

Tíminn - 20.02.1988, Side 10
10 Tíminn i Laugardagur 20. febrúar 1988 VETTVANGUR llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll llilllllllllillllllllllll!llllll! Jómfrúræða Elínar R. Líndal varaþingmanns Framsóknarflokksins í Norðurlandskjördæmi vestra INNFLUTNINGUR LOÐ DÝRA TIL KYNBÓTA Virðulegi forseti. Ég mæli fyrir tillögu til þingsályktunar um inn- flutning loðdýra til kynbóta. Tillag- an, sem ég er flutningsmaður að ásamt háttvirtum þingmanni Val- gerði Sverrisdóttur, er þess efnis að Alþingi álykti að fela landbún- aðarráðherra að hefja þegar undir- búning að árlegum innflutningi kynbótadýra til loðdýraræktar. í greinargerð segir: „Vöxtur loðdýraræktar hefur verið mikill hér á landi frá árinu 1980. í ársbyrjun 1987 voru um 220 ioðdýrabú starfrækt í landinu. Um síðustu áramót fjölgaði þeim um nálægt 60. Áætlað er að fjárfesting í loðdýrarækt sé orðin um 1,3-1,4 milljarðar kr. Framleiðslutekjur þessa árs eru áætlaðar 450-500 millj. kr. ánúver- andi verðlagi. Loðdýraræktin er mjöggjaldeyrisskapandi. Afgangs- hráefni frá fisk- og kjötframleiðslu Elín R. l.índal, varaþingmaður. er breytt í þarfan gjaldeyri. A þessu ári má ætla að notkun fisk- úrgangs verði 15.000-16.000 tonn og sláturúrgangs 1500-2000 tonn. Loðdýraræktin skapar mikla at- vinnu í hinum dreifðu byggðum og er ekki fjarri lagi að ætla að um 300 ársverk séu bundin í loðdýrarækt samanlagt (uppbygging meðtalin). Til að geta stundað samkeppnis- hæfa loðdýrarækt má tilkostnaður ekki vera hærri hér en gerist í helstu samkeppnislöndunum. Með aðgerðum hins opinbera undanfar- in ár hefur ýmsum kostnaðarþátt- um verið komið niður í viðunandi horf, t.d. með eftirgjöf eða niður- fellingu aðflutningsgjalda og sölu- skatts. Byggingar eru þó dýrari hér en víðast hvar annars staðar, en þær má afskrifa á eitthvað lengri tíma en tíðkast með þau skýli sem notuð eru erlendis. Að sama skapi þurfa tekjur af loðdýrarækt að geta verið sambærilegar við það sem þekkist í helstu loðdýra loðdýra- ræktarlöndum. Til að svo megi vera þarf að stunda loðdýrarækt af kunnáttu. Því er rannsóknar- og leiðbeiningarstarf greininni mikil- vægt. Þegar næg kunnátta í meðferð dýranna er fyrir hendi markast afkoma loðdýrabúa einkum af þremur þáttum: frjósemi bústofns- ins, fóðurverði og síðast en ekki síst af gæðum framleiðslunnar. Það er loðdýraræktinni því afar mikil- vægt að eiga kost á úrvalslífdýrum til að geta framleitt þá gæðavöru sem er samkeppnishæf og eftirsótt. í minkaræktinni er svarta litaraf- brigðið uppistaðan í framleiðslu íslendinga. Til samanburðar við framleiðslu Dana á sama litaraf- brigði er staðan þessi miðað við sl. ár: Meðaltal danskra skinna fær gæðastuðulinn 100. Hæsta danska búið fær 132 fyrir gæði sinna skinna. Á sama tíma var hæsta íslenska búið verulega fyrir neðan danskt meðalbú eða með gæða- stuðulinn 85, og íslenska meðaltal- ið var 76. Öflugt kynbótastarf er því mikilvægt og innflutningur loð- dýra nauðsynlegur, sérstaklega meðan vöxtur búgreinarinnar er svo mikill sem raun ber vitni Einkum er þörfin mikil fyrir inn- flutning minka á næstu árum en minni í refarækt vegna samdráttar í henni og þess að í refaræktinni nýtast kynbótadýrin betur með til- komu sæðinganna. Nauðsynlegt er að eiga kost á að flytja inn fleiri dýr á næstu árum. Til þess þarf að byggja upp aðstöðu á sérstökum sóttkvíarbúum. Einnig kemur til greina að koma upp sóttkví á völdum búum hjá bændum meðan þörfin er mest. Erfitt er að áætla þörfina en hún ermjög mikil. Brýnteraðflytjainn verulegan fjölda dýra á næstu tveimur til þremur árum. Þegar fram í sækir og stofninn er kominn í meira jafnvægi ætti að nægja að flytja inn 200-300 minkalæður ár- Iega. Til þess að svo megi verða þarf a.m.k. tvö sóttkvíarbú því að sóttkví tekur allt að tveimur árum.“ Virðulegi forseti. Við loðdýra- ræktina hafa ávallt verið bundnar miklar vonir og henni jafnframt ætlað stór hlutverk í þeim búhátt- arbreytingum sem íslenskur land- búnaður gengur nú í gegnum. Vissulega hefur fjármagni verið veitt til þessarar búgreinar og slíkt ber að meta. En sé hendinni sleppt af minkaræktinni í núverandi stöðu má líkja því við hálfklárað verk, að hætta við hálfklárað verk. Afar brýnt er að hið opinbera hafi forgöngu um að tryggja þessum atvinnuvegi þann rekstrargrund- völl sem dugir á erlendum sam- keppnismörkuðum. Fyrirhyggja í þeim efnum er nauðsynleg því markaður loðskinna er með þeim hætti að þegar dregur úr eftirspurn eru það fyrst og fremst bestu skinnin sem seljast á viðunandi verði. Verð á síðasta ári gefa ekki rétta mynd af gæðum framleiðslunnar. Á sl. ári voru íslendingar með næst hæsta verð á minkaskinnum í danska uppboðshúsinu. Ástæður fyrir þeim árangri eru aðallega tvær. í fyrsta lagi: Hlutfallslega fram- leiddu íslendingar mun meira í verðmætari litarafbrigðum en aðr- ar þjóðir. í meðalverði allrar fram- leiðslunnar kemur það okkar skinnum ofar. í öðru lagi voru íslendingar að selja framleiðslu 1986 á þeim uppboðum sem gáfu hæst verð. Þessi tvö atriði urðu til þess að verð gaf skekkta mynd af gæðum framleiðslunnar. Réttur mæli- kvarði á gæðin óháð verðbreyting- um á milli uppboða er sú stigagjöf sem fram kemur í greinargerð með tillögunni. Að lokinni þessari umræðu leyfi ég mér að fara fram á að tillögunni verði vísað til sfðari umræðu og atvinnumálanefndar. Hverju reiddust goðin? Sú ákvörðun Kópavogskaup- staðar að nýta forkaupsrétt sinn á Smárahvammslandinu, sniðganga samvinnuhreyfinguna alfarið og selja landið í hendur nokkurra helstu samkeppnisaðila hennar í verslunarrekstri á höfuðborgar- svæðinu, var eins og blaut tuska framan í allt félagslega þenkjandi fólk. Þessi ákvörðun bæjarstjórnar Kópavogs ber ekki vott um þá víðsýni sem ætlast verður til að lýðræðislega kjörnir fulltrúar eins stærsta bæjarfélags landsins hafi til að bera. Félagshyggjufólk, hvar í flokki sem það er, tapaði í barátt- unni við einkaframtakið. Undar- legast er að það skuli hafa gerst í hinum félagslega sinnaða bæ, Kópavogi. Afleiðing þessa er ófyrirsjáan- leg, en það er ljóst að þetta styrkir ekki félagslegan atvinnurekstur á höfuðborgarsvæðinu, heldur hleð- ur undir einkareksturinn. Það er auk heldur vandséð, að þetta þjóni hagsmunum Kópavogsbúa. Lögð hefur verið áhersla á að laða at- vinnufyrirtæki í bæinn og auka þar með tekjur bæjarfélagsins og vel- ferð íbúanna. Eitt af þeim fyrir- tækjum sem Kópavogskaupstaður skákaði inn í Smárahvammslandið var þegar með atvinnurekstur í Kópavogi og annað var búið að fá lóð annars staðar í bænum. Það hlýtur að verða umhugsun- arefni hvernig að þessari úthlutun var staðið. Um leið og samvinnu- nokkur orð um Smárahvamm hreyfingin sýndi áhuga á Smára- hvammslandi og hafði í raun keypt það, vaknaði einkaframtakið til lífsins. Fjöldi aðila setti sig í sam- band við bæjarstjórn Kópavogs, hvatti til þess að forkaupsrétturinn yrði nýttur og yfirboð hófust. Þegar bæjarstjórn var ljós þessi áhugi á landinu hefði verið eðlilegast, úr því að samvinnuhreyfingin var henni ekki þóknanleg sem þegn í bæjarfélaginu, að lóðimar væru auglýstar. Öðrum fyrirtækjum var ekki gefinn möguleiki á þessum eftirsóttu lóðum, heldur var unnið bak við tjöldin. Kópavogsbær hefði getað aug- lýst lóðirnar, eftir að ákveðið hafði verið að leysa landið til bæjarins, og hagnast verulega á endursölu þess. Fróðlegt er að bera aðferðir bæjarstjórnar Kópavogs saman við kaup og sölu Reykjavíkurborgar á Völundarlóðinni við Skúlagötu. Borgin keypti dýrt, en seldi ennþá dýrar. Kópavogsbær kaus að láta einkaframtakinu eftir að úthluta lóðum í Smárahvammslandi, sem græðir væntanlega vel á því. Bæjarfulltrúar í Kópavogi hafa kvartað sáran yfir því að Samband- ið hafi ekki getað sýnt skipulags- uppdrátt af Smárahvammslandi nægilega fljótt. Það nægði hins vegar fyrirtækjunum sem bærinn eftirlét landið, að koma með munnlegar yfirlýsingar um að þau hygðust reisa byggingavöruversl- un, vöruskemmu og skrifstofuhús og síðan kæmu fleiri aðilar inn í myndina. í þessu sambandi mætti varpa fram þeirri spumingu, hvað Kópa- vogsbær þarf langan tíma til að skipuleggja svæði sem hann á sjálfur. Tökum Fífuhvammslandið sem dæmi, en bærinn mun hafa keypt það fyrir 3-4 árum. Hvað hefur tekið langan tíma að skipu- leggja það? Svo geta sömu aðilar ætlast til þess af Sambandinu að það skipuleggi Smárahvammsland- ið á örfáum vikum eða mánuðum. Þetta eru fráleitar kröfur í bæ sem mun vera þekktur fyrir það, hversu langan tíma tekur þar að úthluta lóðum. T.d. munu samtök aldraðra í bænum hafa beðið mánuðum saman eftir einfaldri lóðaúthlutun. Árið 1986 var gerður samningur milli þáverandi eigenda Smára- hvammslands og Kópavogskaup- staðar um áformaðan byggingar- hraða á landinu. Gert var ráð fyrir að uppbyggingu yrði lokið fyrir árslok 1995. Þegar Sambandið keypti Smárahvammslandið yfir- tók það þennan samning og gekkst undir ákvæði hans um uppbygging- arhraða, í samræmi við óskir bæjarins frá 1986. í þessum samn- ingi var einnig ákvæði um hugsan- lega endurskoðun ef aðstæður breyttust. Hugsanlegar breytingar á byggingarhraða voru ræddar af hálfu Sambandsins við bæjaryfir- völd í Kópavogi, sem þau gátu ekki fallist á. Af þeim sökum giltu ákvæði samningsins frá 1986 óbreytt, um að uppbyggingu skyldi lokið fyrir árslok 1995. En til þess að reyna að koma til móts við óskir bæjarins bauðst Sambandið til að byggja upp landið fyrir árslok 1993 í samstarfi við verktakafyrirtækið Hagvirki, - eða að kaupstaðurinn samnýtti landið með Sambandinu, fengi t.d. helm- ing eða allt að tveimur þriðju hlutum á móti helming eða einum þriðja hluta sem Sambandið ann- aðist uppbyggingu á, ef það mætti verða til að flýta fyrir uppbyggingu svæðisins. En allt kom fyrirekki. Bæjarfull- trúamir voru ákveðnir í að taka landið af samvinnuhreyfingunni og afhenda einkaframtakinu, m.a. til að braska með. Hverju reiddust goðin? Það er í raun ekki hægt að finna neina rökrétta skýringu á við- brögðum bæjarstjómar Kópavoes. Hún hafnar atvinnuuppbyggingu á vegum stærsta fyrirtækis landsins, en semur í þess stað við fyrirtæki sem voru fyrir í bænum eða þegar ákveðin í að flytjast þangað, burt- séð frá Smárahvammslandinu. Bæjarstjórnin afsalar sér úthlutun- armöguleikum á Smárahvamms- landinu í samvinnu við Sambandið, en lætur þá í hendur einkafyrir- tæki. Eina skýringin á viðbrögðum bæjarfulltrúanna er sú að þeir hafi móðgast eða reiðst yfir því að Sambandið hyggst hafa aðalskrif- stofur sínar á Kirkjusandi. Þó er engan veginn sjálfgefið að þær verði þar um alla framtíð og Sam- bandið og samstarfsfyrirtæki þess eru sem betur fer meira en höfuð- stöðvar. Það er ekki vænleg leið til stjóm- unar bæjarfélags að láta tilfinn- ingahita og geðhrif ráða gerðum. Geðþóttaákvarðanir eiga ekki við þegar um framtíð heils bæjarfélags er að ræða. Þá þarf yfírsýn. Fyrir alla íbúa höfuðborgar- svæðisins getur þetta þýtt minni samkeppni í verslun, en heilbrigð samkeppni samvinnuverslunar og einkaverslunar leiðir gjarnan til lægra vöruverðs, neytendum til hagsbóta. Hermann Sveinbjörnsson kynningarstjóri Sambandsins.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.