Tíminn - 20.02.1988, Blaðsíða 18

Tíminn - 20.02.1988, Blaðsíða 18
18 Tíminn Laugardagur 20. febrúar 1988 IÐNSKÓUNN í REYKJAVÍK Hársnyrtifólk Endurmenntunar- og starfsþjálfunarnámskeið fyrir hársnyrtifólk verður haldið í Iðnskólanum í Reykja- vík dagana 12. og 13. mars nk. Kennt verður frá kl. 9.30-18.00 báða dagana. Farið verður í eftir- talda verkþætti: Permanent - hárlitun - klippingar - blástur- rúlluísetningu og bylgjur. Við kennsluna eru notuð æfingahöfuð. Skráning er hafin í skrif- stofu skólans gegn 2.000,- kr námskeiðsgjaldi. Nánari upplýsingar eru veittar í síma 26240 innanhússnr. 28. Umsóknarfresturertil 6. mars nk. Borgarafundi frestað íbúar í Hvassaleiti, Háaleiti, Foss- vogi, Bústaðahverfi og Blesugróf! Kynningarfundi um hverfaskipulag borgarhluta 5, þ.e. Háaleiti, Hvassaleiti, Fossvogi, Bústaðahverfi og Blesugróf, sem fyrirhugaður var 24. febrúar 1988 í samkomusal Réttarholtsskóla er hér með frestað ra ^ Skráningarfulltrúi Starf skráningarfulltrúa í Kópavogi er laust til umsóknar. I starfinu felst m.a. umsjón með lóðar- skrá, álagning fasteignagjalda, stærðarútreikningar húsa o.fl. Umsóknarfrestur er til 7. mars n.k. Nánari upplýs- ingar um starfið veitir byggingafulltrúi. Byggingafulltrúinn í Kópavogi HH REYKJNJIKURBORG »§« W Jcu^StUn ’i' Trésmiðja Reykjavíkurborgar óskar að ráða trésmiði. Þurfa að vera vanir viðhaldi og vélavinnu. Mikil vinna framundan. Umsóknum skal skila til starfsmannastjóra borgarverk- fræðings, Skúlatúni 2, sími 18000. m Borgarspítalinn Hl Grensásdeild Breytt símanúmer Frá og með 21. febrúartekur gildi nýtt símanúmer á Grensásdeild. Nýja símanúmerið er 69710. Taktu eftir Irsksetter-klúbburinn heldur kynningarfund þriðju- daginn 23. febrúar n.k. kl. 20.30 að Súðarvogi 7. Myndband um veiðar og fyrirlestur. Allt áhugafólk um irskasetterinn velkomið. Stjórnin lllllllllllllllllllllll! AÐ UTAN Þegar heimurinn er forystulaus - afleiðingin getur orðið ringulreið í gjaldmiðlum, viðskiptadeilur og samdráttur Japan er smám saman að koma í stað Bandaríkj- anna sem forysturíki í fjármálaheimi þeirra ríkja sem ekki aðhyllast kommúnisma, sökum vaxandi styrks í efnahagsmálum. En þó að Japanar hafi unnið sigra í efnahagsmálum eru þeir ófúsir - og jafnvel ófærir um að axla mikinn hluta af þeirri ábyrgð sem fylgt hefur forystuhlutverkinu, að áliti margra hagfræðinga og sagnfræðinga. Þannig hefst grein í New York Times fyrir skemmstu en um þessar mundir er eitt algengasta umræðu- efni vestanhafs spurningin um hvort dagar óumdeildra yfirburða Bandaríkjanna sem leiðtoga hins vestræna heims séu taldir, Það var bók Pauls Kennedy sagnfræðipróf- essors við Yale, „The Rise and Fall of the Great Powers", sem hratt i umræðunum af stað, en þar ræðir hann um uppgang og hnignun stór- velda fyrr og síðar og sér þess ýmis merki að senn líði að því að Bandaríkjunum verði velt úr for- ystusætinu. Hins vegar svarar hann ekki þeirri spurningu í bókinni hvaða þjóð muni taka sér þar sæti í staðinn. Japanar hafa forystu í efnahagsmálum - en fleira þarf til Þó að öllum beri saman um að Japanar séu á góðri leið með að taka forystuna í efnahagsmálum eru menn líka sammála um að það sé ýmislegt sem mæli gegn því að þeir séu reiðubúnir að axla alla þá ábyrgð sem slíkri stöðu fylgir. Japanar vilja umfram allt halda áfram að vinna í félagsskap við Bandaríkin - í hlutverki félagans sem býr yfir minni reynslu og ber þar af leiðandi minni ábyrgð. Þeir halda því statt og stöðugt fram að „undirstöður blómlegs efnahagslífs Japans“ byggist á samvinnunni við Bandaríkin. Þetta tvennt, tregða Japana til að taka að sér forystuhlutverkið og hnignun efnahagslífs Bandaríkj- anna, hefur það í för með sér að nú er að renna upp eitt af hinum sjaldgæfu tímabilum þegar hinn iðnvæddi vestræni heimur getur ekki litið til eins óumdeilanlegs leiðtoga. Enginn skipar nú forystu- sæti hins vestræna heims sem Bret- land fyllti á 19. öld og síðar Banda- ríkin og afleiðingarnar gætu orðið skelfilegar. Sem dæmi má nefna: ★ Verðmæti dollars og annarra sterkra gjaldmiðla héldi áfram að sveiflast gífurlega, jafnvel allt fram á næstu öld, vegna þess að iðn- væddu þjóðirnar geta ekki komið sér saman um sanngjörn hlutföll þeirra á milli og Bandaríkin hafa ekki sama óskoraða valdið til að fylgja fram ákvörðunum um slíka gengisskráningu og áður. ★ Milliríkjaviðskiptadeilur héldust áfram þar sem hvorki Bandaríkin né Japan gætu skákað hvort öðru né aðrir viðskiptafélag- ar þeirra. Afleiðingin gæti orðið að fríverslunin sem Bandaríkin komu á eftir síðari heimsstyrjöldina gæti riðað á brauðfótum þar sem lönd heimsins skipuðu sér í viðskipta- blakkir sem ættu í samkeppni sín á milli. ★ Framieiðslugetan, sem nú er orðin of mikil og hefur þegar valdið vanda, gæti enn aukist þegar hver vel iðnvædd þjóð reyndi að fullnægja sérhverjum iðnaðarþörf- um, án þess að alþjóðlegt aðhald kæmi til. Alls yrði framleiðslan miklu meiri en neytendur um allan heim hefðu nokkur tök á að kaupa. í kjölfarið gæti komið samdráttur og atvinnuleysi. * Meðminnkandiefnahagslegu valdi kynnu líka að minnka hern- aðarleg og pólitísk áhrif Banda- ríkjanna á ýmsum mikilvægum hernaðarlegum svæðum, s.s. íMið- austurlöndum og Rómönsku Am- eríku. Það gerðist með öðrum stórveldum segir sagnfræðingurinn Paul Kennedy í áðurnefndri bók, þar sem hann veltir vöngum yfir örlögum Bandaríkjanna. Sundurlyndi og efna- hagsleg eymd I forystutóminu í stuttu máli myndu Vesturlönd verða fórnarlömb sundurlyndis og langvarandi efnahagslegrar eymd- ar eins og þeirrar sem hrjáði þessar þjóðir á þriðja og fjórða áratugi þessarar aldar, en þá var heimurinn síðast án forystu sameinaðs valds. Á þeim árum var Bretland að missa úr höndunum heimsyfirráð sín og Bandaríkin höfðu ekki enn tekið við þeim. Valdaminni ríki hafa oft gagn- rýnt hvernig Bretland og Banda- ríkin hafa farið með völd sín. Samt sem áður hefur forysturíkið komið i framkvæmd fjöldanum öllum af nauðsynlegum aðgerðum í efna- hagsmálum heimsins segir hag- fræðisagnfræðingurinn Charles Kindleberger. Meðal þeirra má nefna að opnuð hafa verið landa- mæri fyrir þjóðum sem ekki áttu aðra markaði vísa, og þessar að- gerðir hafa stuðlað að stöðugleika og efnahagslegri örvun. Ástandið eftir 1930 má ekki endurtaka sig Þetta var t.d. það sem Bandarík- in gerðu fyrir Evrópu og Japan þegar þau ríki voru í rúst eftir síðari heimsstyrjöld. Bandaríkja- menn héldu síðan áfram að kaupa varning frá þeim þegar þau voru aftur komin á græna grein, á árun- um milli 1970 og 1980 og fyrstu árum þessa áratugar. En nú á dögum opnar engin þjóð landa- mæri sín upp á gátt fyrir takmarka- lausum innflutningi, þó að kapital- ísku löndin búi nú við of mikla framleiðslu og of fáa kaupendur. Það sama gerðist á árunum eftir 1930 þegar viðskipti voru í þann veginn að leggjast af. Þá var engin þjóð í þeirri stöðu að skapa „mark- að í neyð“ fyrir aðrar þjóðir. „Neyðarlán“ geta komið í veg fyrir að sagan endurtæki sig Hagfræðisagnfræðingurinn Kindleberger heldur því fram í ofanálag að efnahagsleiðtogar heimsins ættu að vera reiðubúnir að veita „neyðarlán". Þar hefur hann í huga að engin þjóð var reiðubúin til þess að koma Þýska- landi til hjálpar á árunum upp úr fyrri heimsstyrjöldinni þegar þar geisaði óðaverðbólga, auk annarr- ar óáranar. Það kann að líða að því fyrr en varir að einhver efnuð þjóð verði að taka þetta verkefni að sér gagnvart þjóðum þriðja heimsins sem ekki hafa nokkur tök á að greiða skuldir sínar. „Það verður að vera fyrir hendi forystuafl," segir Kindleberger og segist hafa komist að þeirri niðurstöðu sér þvert um geð. En margir standa í þeirri trú að hvorki Japanar né nokkur önnur þjóð væri fær um að gegna því forystuhlutverki sem Bretar höfðu með höndum á dögum Viktoríu drottningar og Játvarðs VII og sem Bandaríkjamenn tóku að sér á dögum Trumans og Eisenhowers. Þar kemur t.d. til það atriði að þó að Japanar séu á góðri leið með að koma höndum yfir stærri hluta fjármagns í heiminum en Banda- ríkjamenn er efnahagur Banda- ríkjanna, mældur f öllu verðmæti varnings og þjónustu sem Banda- ríkjamenn framleiða, enn sá sterk- asti í heiminum - þrisvar sinnum meiri að verðmæti en sá japanski, sem er næstur í röðinni. Risaveldi byggist á köllun - Japanar hafa enga slíka Þar við bætist að Bandaríkin búa yfir hernaðarlegum og pólitískum mætti - en það eru tveir aðrir þættir í heimsforystuhlutverkinu - í miklu meiri mæli en nokkur önnur þjóð utan kommúnistaríkja, og Japanar hafa ekki sýnt minnstu tilhneigingu til að taka á sig meiri ábyrgð, hvorki hernaðarlega né jafnvel pólitíska. Staða risaveldis hefur alltaf byggst á nokkurs konar köllun eða trúboði og að sögn Edwins O. Reischauers, sérfræðings í málefn- um Japans við Harvard og sendi- herra Bandaríkjanna í Japan á sjöunda áratugnum er slíka tilfinn- ingu ekki að finna í japanskri þjóðarsál. „Við Bandaríkjamenn tölum um að gera öll ríki j arðarinn- ar að lýðræðisríkjum og við metum allar aðrar þjóðir samkvæmt okkar hugmyndum. Japanar hafa engar slíkar heimsríkishugmyndir. Þeir eiga jafnvel erfitt með að taka þátt í friðarsveitum Sameinuðu þjóð- anna,“ segir hann. Tveir möguleikar fyrir hendi Hagfræðingar segja að ef engin ein þjóð geti haft algera yfirburði sé líklegt að annað af tvennu gerist. Annar möguleikinn er sá að Bandaríkin og Japan sameinist um forystuna og Japanar leggi þar til fjárhagslega stjórn og Bandaríkja- menn pólitískan og hernaðarlegan mátt. Forsætisráðherra Japans, Noboru Takeshita, hefur sýnt áhuga á þeirri lausn. Reischauer segir Japana farna að afneita kenn- ingunni um að þeim beri að taka forystuna og leiti nú lausnar í kerfi þar sem Bandaríkin og Japan séu háð hvort öðru. Verði hinn kosturinn ofan á, myndu viðskiptablakkir myndast,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.