Tíminn - 02.03.1988, Síða 6
6 Tíminn
Miðvikudagur 2. mars 1988
Ingólfur Davíösson:
Verður þú kallaður
á hvalbeinið?
í skrifstofu gamla gagnfræða-
skólans á Akureyri stóðu, á þriðja
tug þessarar aldar, þeir nafnkunnu
stólar: Alráður, Makráður og
Sjálfráður. Sigurður skólameistari
kaus sér sæti í Alráð, svipmikill og
stjórnsamur í besta lagi. Brynleifur
Tobiasson lét fara vel um sig í
Makráð, tók virðulega í nefið og
reif af sér brandara. Guðmundur
G. BárðarsonsathelstíSjálfráðog
hélt fast fram skoðunum sínum.
Gat stundum hvesst með honum
og meistara, en þeir mátu hvor
annan mikils, og þegar Sigurður
gerðist skólameistari setti hann
það skilyrði að Guðmundur, sem
þá bjó búi sínu góðu á Bæ í
Hrútafirði, yrði náttúrufræðikenn-
ari við skólann. Sigurður gekk oft
til eftirlits um skólann árla morg-
uns og raunar öðru hvoru. Virtist
stundum hálfviðutan, steig stórum
og raulaði fyrir munni scr alltaf
sama lagstúflnn, brot úr gamalli
stemmu, sem ég kann enn.
„Klæddur sloppnum kveðandi
sitt kennilagið,
á stórri kippu læt ur löngum lykla
hringla á skólagöngum -
- Enginn karli snúning stóðst í
stjórnarráði -
Honum fylgdi fjör og kraftur,
fáum viðslíkan buðlung aftur?"
Brynleifur var fyrirferðarmikill
maður á Akureyri. B.B.B. var
hann kallaður í gamanmálum, það
er bróðir Brynleifur bæjaríulltrúi.
„/ pontu steig með tignarbrag í
templaraskrúða.
Vigur vcl á sögusviði sækir hart
að bakkusliði. “
Með Guðmundi var gott að
skoða grös og steina.
Forna gátu reyna að ráða,
rúnum jarðlaganna skráða.
Allir þeir voru mikilhæfir menn
og á ég góðar minningar um
kennslu þeirra.
Dvölin í hinni stóru, fjölmennu
heimavist skólans var mjög
ánægjuleg. Ég ætla að bregða upp
myndum:
Sella Eldjárn skörunglega
skammtar matinn.
Henni veitist hrós og lotning,
heimavistar ókrýnd drottning.
Bjallan kallar komið á sal,
komið og takið morgunlag.
Augu Ijóma, hún Elsa syngur,
Áskell leikur við hvern sinn
fingur.
Horfir léttbrýnn á hópinn sinn
úr hásæti skólamcistarinn.
Klukkan ymur að kvöldi dags,
- komin snurða á þráðinn.
kallar hann mig á hvalbein sitt,
komdu að skripta tötrið mitt,
ég ræð fram úr flóknari rúnum.
Hleypir stórum, höfðinglegum
brúnum!
Hvaða þátt átti hvalbein í skóla-
lífinu? Stóiarnir þrír fyrrnefndu
stóðu fyrir sínu, en langfrægast var
þó hvalbeinið í hugarheimi manna.
Þetta var stór og ellilegur hryggjar-
liður úr hval inni á skrifstofu meist-
ara. Ef mönnum gramdist við ein-
hvern óskuðu þeir honum á hval-
beinið! En hvers vegna? Ef nem-
andi gerðist brotlegur við reglur
skólans, kallaði meistari hann fyrir
sig inn á skrifstofuna og vísaði
honum stundum, að sögn, til sætis
á hvalbeinið, og lét hann dúsa þar
uns málið var leyst með sáttum og
e.t.v. áminningu. Þegar síðan
„sökudólgurinn'* kom fram á
skólaganginn langa, undirleitur
eða stoltur á svip eftir atvikum,
söfnuðust stundum forvitnir gár-
ungar að honum og spurðu í þaula:
„Varstu tekinn á hvalbeinið
karlinn, hvernig var að sitja þar?
Sigurður skólameistari er fyrir
löngu gcnginn á vit feðra sinna, en
hvalbeinið er sennilega enn á sín-
um stað og hugartengsl við það lifa
í góðu gengi.
Mér er sem ég sjái í anda Sigurð
skólameistara, taka t.d. Davíð
borgarstjóra á hvalbeinið vegna
Tjarnarráðhússmálsins! Tjörnin,
iðandi af lífi, er einhver fegursti og
vinsælasti staður í Reykjavík. Ætti
alls ekki að þrengja að henni með
ráðhúsbyggingu eða öðrum mann-
virkjum. Ráðhúsi er ætlað að taka
sneið af Tjörninni nú, en böggull
fylgir því skantmrifi. Umferð mun
óhjákvæmilega aukast stórum og
þar með mengunarsvæla. Líklegt
má telja að síðar þyki bera nauðsyn
til að breikka Tjarnargötu út í
Tjörnina og sennilega Fríkirkjuveg
einnig. Væri þá illa farið. Ennþá er
Tjörnin unaðsreitur, jafnt fyrir
unga og gamla. Fjöldafundur við
Tjörnina sýndi ljóslega vilja fjölda
Reykvíkinga. Ráðhúsið þarf alls
ekki endilega að vera í gamla
miðbænum. Fjarri fer því. Deilt er
líka um teikningu af fyrirhuguðu
ráðhúsi, Hriflu-teikninguna, segja
gárungarnir og segja fyrirmyndina
sótta til Hriflu-Jónasar, eins og
hún var fyrir aldamótin! Annar
gárungi sagði að þingmenn yrðu að
geta horft á báta á Tjörninni til að
missa ekki snertingu við sjósókn!
Það mætti hafa þar fótknúna báta,
sem að vísu róta upp botnleðjunni
og trufla fuglalífið, en hverju er
ekki fórnandi fyrir andlega heilsu
þingmanna!
Víkjum aftur að gamla gagn-
fræðaskólanum á Akureyri. Vorið
1927 fóru 6 nemendur, sem kenn-
arar skólans höfðu undirbúið, suð-
ur og luku stúdentsprófi við
Menntaskólann í Reykjavík. Einn
þeirra var Þórarinn Björnsson, síð-
ar skólameistari á Akureyri.
Vorið 1928 tóku síðan 5 nem-
endur stúdentspróf í skóianum á
Akureyri, samkvæmt sérstöku
leyfi, og vorið 1929 sjö stúdentar,
þar af ein stúlka Guðríður Aðal-
steinsdóttir, fyrsti kvenstúdent
nyrðra. Gamall draumur Norð-
lendinga hafði ræst, það var kom-
inn menntaskóli á Akureyri (með
fullum réttindum 1930). Nú bætist
stór hópur stúdenta við árlega, og
deildir skólans eru orðnar margar.
Á mínum námsárum varþaraðeins
máladeild.
Margs er að minnast frá þeim
árum:
Halldóra Ólafs, hefðarkona
harla fögur.
Sigurði var hún sól og blíða,
sveinar frúna virða og hlýða.
Stærðfræði var ekki mín kjör-
grein, en samt!
Stórmannlega ístofu vora stígur
Lárus.
Krít og sirkil kunni að nota,
sem konungursinn veldissprota.
(Örlygur gerði „snarlifandi"
mynd af honum).
Vorið 1929 bauð Hriflu-Jónas
ráðherra stúdentum frá Akureyri
og Reykjavík í fræðsluferð til
Hornafjarðar. Farkostur varðskip-
ið Óðinn, kennarar Pálmi Hannes-
son og Guðmundur G. Bárðarson.
Farið var víða um hið svipmikla
hérað og m.a. gengið á jökul:
Fríðu liði Pálmi hélt til
Hornafjarðar.
Las á jökul, ár og engi,
augum skyggnum gæddi drengi.
Eftir þessa för var kveðið um
skólann:
Hingað fór ég fróðleiksþyrstur,
fimm ár drakk úr
menntabrunnum.
Útskrifast þyrstarí en þegar ég
kom.
- það er aðalsmark skóla -
Blessun sýndist mér bikar hver
borinn af kennurum snjöUum.
Örvandi veigar í öllum.
Ég sigli í haust og sýp úr nýjum
lindum.
Forvitinn fletti framandi
mannlífsmyndum. -
- Óráðin gáta, ég það veit,
að eiga fegursta drauminn,
og sigla óreyndur utan úr sveit,
í útlenda stórborgarglauminn.
Ég ætla að enda þetta spjall með
því að minnast Árna, sem kenndi
ensku við gagnfræðaskólann á Ak-
ureyri um langan aldur og síðan
við menntaskólann.
„Árni Þorvalds leið scm Ijós um
lífsins brautir.
Enskumaður afbragðsgóður,
oft af feimni karfarjóður."
Honum gekk seint að þekkja
nemendur og leit oft í nafnaskrá í-
tímum. Nemendum var vel við
hann, en höfðu gaman af að glett-
ast dálítið. Einu sinni sem oftar
kallaði hann nemanda til yfir-
heyrslu upp að kennaraborðinu.
Sá var ólesinn í þetta skipti og gekk
ég upp og svaraði í hans stað, án
þess að Árna virtist gruna að ekki
væri allt með felldu. Þegar ég gekk
til sætis, fór hann þó að rýna í
nafnalistann og við heyrðum að
hann tautaði „Ég fór í allt aðra
röð.“
Stundum gat Árni þó strokið af
sér feimnina og varð allur sem
annar maður, fyndinn og fjörugur.
Ég man t.d, eftir að á kaffikvöldi í
heimavist skólans, stóð Árni upp
og hélt ræðu svo bráðskemmtilega
að allir veltust um af hlátri.
Einu sinni losnaði tala í buxna-
klauf Árna og treystist hann hvorki
til að festa hana í sjálfur, né biðja
um þann smágreiða. Loks sá hús-
freyjan þar sem hann bjó, hvað að
var og bjargaði málunum. Loks
kvæntist Árni, þá orðinn roskinn
maður, og varð hjónabandið
farsælt.