Tíminn - 20.03.1988, Qupperneq 5

Tíminn - 20.03.1988, Qupperneq 5
Sunnudagur 20. mars 1988 Tíminn 5 Am.atherine Hepburn veitir ekki blaðamönnum áheyrn á hverjum degi og sá sem fékk þetta, kom hálftíma of snemma heim til stór- stjörnunnar, sem býr í fjögurra hæða húsi í New York. - Ég geri þetta iðulega, sagði Katherine. - Það var kennisetning pabba að koma aldrei of seint og þess vegna komum við alltaT af snemma. - Nú hef ég fataskipti, laga kaffi og kem aftur eftir nokkrar mínútur. Ef síminn hringir, segðu þá að ég sé dauð. Síðan hljóp hún upp stigann, létt- fætt eins og unglingsstúlka, þrátt fyrir 78 ára aldur, gervimjaðmarlið og stöðugar kvalir, síðan annar fótur hennar brotnaði nánast í flísar í umferðarslysi fyrir þremur árum. Æðruleysi var henni innrætt á barnsaldri. Faðir hennar var læknir og hann sagði börnum sínum, að ef þau fyndu einhvers staðar til, skyldu þau fara upp í herbergi sín og halda þar kyrru fyrir, þangað til þeim liði betur. Blaðamaðurinn kveðst hafa eytt klukkustundum í að bíða eftir að stjörnur yrðu tilbúnar til viðtals, en Katherine Hepburn stóð við orð sín og kom aftur innan margra mínútna. Freknótt andlit hennar var nýþvegið og glansandi og hárið sett upp með kömbum. Hún var klædd hvítum síðbuxum og svartri peysu og kom inn tneð kaffið á bakka. Hún hefur matsvein, einkaritara og bílstjóra, en segist njóta þess albest að vera ein í húsinu, sem hún hefur átt heima í síðan 1931. Býr aö ströngu uppeldi Á dagstofunni eru stórir gluggar út að garði, fullum af gríðarstórum trjám. Inni eru glæsilegolíumálverk, tveir heljarstórir, hvítir sófar og ótal vasar með villtum blómum í. Katherine kemur með þau úr garði sínum við sumarbústaðinn í Conn- ecticut. Þar hefur hún dvalið á sumrin, allt frá barnæsku og leitar þangað sér til hvíldar og hressingar. - Húsið er fast við sjóinn, segir húin. - Einhvern daginn hverfur það í hafið. Við bróðir minn sátum eitt sinn á svölun- um og horfðum út á hafið og ég sagði: - Er þetta ekki skrýtið? Hér sitjum við og horfum á sjávarguðinn koma og fara með flóði og fjöru, en bráðlega situr hér annað fólk og sér það sama. Við erum öll gestir hér um tíma, en mér er farið að finnast ég hafa verið um kyrrt ansi lengi. Katherine er alin upp í samrýmdri fjölskyldu, en þar ríkti agi og reglu- semi á öllum sviðum. Móðir hennar var einn af brautryðjendum í baráttu við takmörkun barneigna og ókunn- ugum þóttu skoðanir heimafólks á stjórn- og dægurmálum oft sérkenni- legar. - Pabbi var skemmtilegur og stór- gáfaður og þau raunar bæði, segir Katherine. - Varégekki heppin? Ég átti stranga foreldra, en aldrei leiðin- lega. Gengur aldrei í pilsi Þegar við vorum börn, leyfðist okkur aldrei að vera í fýlu eða sóða út í kringum okkur, en við máttum vera frjáls. Til að við lærðum að synda, var okkur einfaldlega fleygt í sjóinn. Ég hef alltaf elskað kalt vatn og syndi í sjónum allan ársins hring ennþá. Ég leik líka tennis og hef fbúð Katherine í New York er jafnan full af villtum blómum. Maður á aldrei að láta fortíðina hafa áhrifá sig, heldur stíga skref áfram. Spencer var frábær leikari. Margir eru vissulega mjög góðir, en hann var stórkostlegur. Ég held að hann hafi ekki vitað, hvernig hann fór að því, eða hvers vegna hann var það. Þaö er eins og mcð listmálara. Margir hafa mikla hæfileika, en sumir beinlínis töfra mann. Katherine og Spencer Tracy voru góðir vinir Humphreys Bogart og hún minnist hans með virðingu. - Bogcy var ekta, fullyrðir hún. - Hann gerði sér aldrei neitt upp. Flest gerum við það ómeðvitað, en ég veit ekki, hvernig uppgcrð rnín er. Kannski ágengni, ég segi scm svo: „Ég er alveg eins merkileg og þú“, við alla. Bogey var svo opinskár, alveg til hins síðasta, er hann sagði viö okkur: - Ég er að deyja, fáist sem minnst um það. Ég gleymi aldrei, þegar Spencer lagði höndina á öxl hans og Bogey sagði: - Vertu sæll, Spence. Við vissum hvað það þýddi, en Bogey var raunsær. Hann var alls óhræddur. Hræöist fátt, síst dauðann Dauðinn hefur sínar góðu hliðar, þá þarf maður ekki að taka neina ábyrgð, Allir á mínum aldri, sem eitthvert vit hafa í kollinum, vita að hann getur ekki verið langt undan. Ég hef það takmark eitt, að allt verði í lagi af minni hálfu, þegar ég fer. Hræðsla við dauðann er ekki til í mér, enda hræðist ég ekki svo glatt. Ég þekki svo marga sem eru hræddir við eitt og annað, flughræddir, hræddir við hunda, fugla, jarð- skjálfta og hvað eina. Spence var mun flóknari persóna en Bogey og fannst lífið erfiðara. Ég get ekki sagt að hann hafi verið fyllilega hamingjusamur maður. Bogey var laus við allar flækjur, það var hressandi að umgangast hann. Lífið verður erfiðara, eftir því sem reynslan eykst og maður veit meira. Nú orðið er vélinni í mér farið að hnigna, en hvað er eðli- legra? Lífið er erfiður vegur að ferðast eftir. Hafi maður verið heppinn eins og ég, á maður ekki að kvarta. Ekki ætla ég að segja, að gaman sé að eldast og ganga úr sér, en ég bjóst heldur aldrei við að það yrði gaman. Katherine slakar á í húsi sínu í New York, sem hún hefur búið í síðan 1931. Með Humphrey Bogart í „Afríkudrottningunni“. gaman af öllu, sem gerist hratt. Bensíngjöfin í bílnum mínum er oft ansi neðarlega og venjulega geng ég ekki, heldur hleyp, það er mér eðlilegur gönguhraði. f gær til dæmis, nennti ég ekki að bíða eftir lyftu, svo ég gekk niður stigana af 17. hæð. Það liggur við að ég froðu- felli, ef ég þarf að bíða eftir ein- hverju. Pabbi kom fram við mig alveg eins og strákana. Ég var kölluð Jimmy og gekk alltaf í síðbuxum. Pils eru skclfing óþægilegar flíkur, af því þá verður maður að vera í sokkum eða slíku. Mér væri sama um skósítt pils, því mér finnst fótleggir yfirleitt skelf- ing fráhrindandi. Uppeldi mitt var traust og ég kýs að hafa grundvöllinn undir lífi mínu traustan í gegn. Þess vegna á ég alltaf sama, trausta húsið, sem ég gjörþekki hvert hljóð í. Ég hcf séð margt fólk í mínu starfi hverfa frá uppruna sínum og týnast einhvern veginn. Nútímakonan á erfitt Sem manneskja eins og ég er, fæddist ég á nákvæmlega réttum tíma. Ég var þó alin upp í að karlar og konur byggju yfir sömu hæfileik- um til að gera hlutina. Slíkt var sjaldgæft þá, því aðrar stúlkur voru aldar upp til þess eins að verða eiginkonur og húsmæður. Ég held að nútímakonur séu í óskaplega erfiðri aðstöðu. Innra með þeim er stöðug togstreita milli þess að gera eitthvað úr hæfileikum sínum og hins, að fæða af sér nýja kynslóð og koma henni á legg. MSS u Speni þetta væri allur tilgangurinn. Hún þarfnaðist þess að vinna úti. Spence og Bogey Katherine giftist sem snöggvast um tvítugt, en í meira en 20 ár elskaði hún Spencer Tracy, þó hann yfirgæfi aldrei konu sína opinber- lega. 1967 léku þau saman í mynd- inni „Gettu, hver kemur í uin sa"'ba„dþei>ra kvöldmat?" og þremur vikum síðar var Tracy allur. Það er dæmigert fyrir hugsunar- hátt Katherine, að henni finnst indælt, aö hæfileikar hans fengu að njóta sín til hins síðasta. - Ég hef aldrei séð myndina, viðurkennir hún þó. - Ég hef engan áhuga á að koma sjálfri mér í dapurlegt hugarástand. Konur bera rniklu meiri ábyrgð en karlar, því undir þeim er velferð mannkynsins bókstaflega komin. Ég á ekkert barn og harma það ckki, segir Katherine. - Annars er ég ekki af þeirri tegundinni, sem allt lífið er að sjá eftir og iðrast einhvers, sem hún gerði ekki. Annað hvort velur maður þessa leiðina eða hina. Mig langaði aldrei að eignast barn. Ég vissi hversu mikil vinna tengdist þeim, þar sem ég átti fjögur yngri systkini og í þá daga voru rneira að segja barnfóstrur á heimilum. Mamma var menntuð, en samt var hún alltaf heima að hugsa um börn. Ég hræðist fátt, síst dauðann Katherine Hepburn er nú 78 ára. Hér segir hún frá sjálfri sér og lífsskoðunum sínum, svo og ævivinunum Spencer Tracy og Humphrey Bogart.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.