Tíminn - 20.03.1988, Side 8

Tíminn - 20.03.1988, Side 8
8 Tíminn ' Sunnudagur 20. mars 1988 Ég er ennþá stelpa með í augum Jackie Collins heldur sig við efnið og fjórtánda bók hennar á að fjalla um börnin í Hollywood. Vera kann að Joan systir hennar leiki aðalhlutverk í næstu sjón- varpsþáttum eftir bók Jackie... það er að segja, fáist Liz Taylor ekki til þess. ar sem hún lætur fara vel um sig í alhvítri hótelíbúð á Ritz í London, lítur Jackie Collins út eins og hún hafi stigið beint af síðum einhverrar metsölubókar sinnar. Hún er í níðþröngum buxum, satín- jakka og hlaðin glitrandi, stórgerð- um skartgripum. Ástæðulaust er að láta blekkjast, því undir hinu gljándi yfirborði Hollywood-rithöfundarins leynist stóreyg, bresk stúlka með einfaldan smekk. Þegar rætt er við hana, dylst ekki, eð hún er ennþá 15 ára ungl- ingsstúlkan, sem fór til Hollywood að heimsækja systur sína, leikkonu þar og finnst hlutirnir í kvikmynda- borginni alltaf jafn æsilegir. - Mér hefur aldrei þótt hversdags- legt að búa í hjarta kvikmyndaút- vegsins, segir hún og bítur í rjóma- köku af sannri nautn. - Ég á við, það er stórkostlegt að hitta allt það fólk, sem maður dáði sem barn og ungl- ingur og eiga sumt þess meira að segja að vinum. Jackie og maður hennar, nætur- klúbbaeigandinn Oscar Lerman, seldu hús sitt í Norður-London og fluttu til Los Angeles 1982, ásamt dætrunum Tiffany og Rory, sem nú eru 20 og 18 ára. Nú orðið fér Jackie í allar merkilegustu veislurnar Hollywood og borðar með frægum stjörnum. Samt forðast hún að flækj- ast of mikið í þetta líf. - Ef eitthvað gerist, sem bragð er að, reyni ég að blanda mér ekki í það, heldur tileinka mér hlutleysi. Hver veit nema ég geti notað eitt- hvað þessu líkt í bókum mínum seinna, hugsa ég. Ég hef alltaf tekið mjög vel eftir. Stundum fer ég út með myndavél og mynda alla, sem ég hitti. Það er ein leiðin til að skapa vissa fjarlægð milli mín og þeirra. Hjá Ferðaskrifstofu FÍB sérhæfum við okkur í fiugi og bíl, einfaldlega vegna þess að þar getum við boðið þér vel. Vegna traustra tengsla okkar við ýmis systursamtök í Evrópu getum við boðið £þérhagstæðbílaleigukjöreðaflutningáeiginbíLséþessóskað; vandaða gistingu og skemmtilegar ökuleiðir. Viljirðu njóta frísins í flugi og bíl, hafðu þá fyrst samband við okkur. Við finnum með þér vænlegustu kostina, - í ánægjulegt frí, nákvæmlega að þínum óskum. Þjónusta okkar er öllum opin. 1 ■j FERÐASKRIFSTOFA FIB BORGARTÚNI 33 SlMAR 29997 & 622970 FERÐASKQIFSTOFAFIB UmMRMDA, IFlUtílOtíBD!

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.