Tíminn - 20.03.1988, Qupperneq 10
10 Tíminn
Sunnudagur 20. mars 1988
I
SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁLl SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SA
Tvær ástkonur var meira
en eiginkonan þoldi
Eileen Oates vur aö útbúa matinn,
þegar síminn liringdi. Karlmaður
spurði eftir Trcvor, eiginmanni
hennar.
- Hann er því miður ekki kominn
heim úr vinnunni ennþá, svaraði
hún. - Get ég tekið skilaboð?
- Já, það cr varðandi minnisbók,
sagði ókunni maðurinn. - Ég fann
hana á götu í dag og sé nafnið hans
á henni.
- Ég skal segja honum, að hann
geti sótt hana til þín, sagði Eileen. -
Hvar býröu annars?
- Hcimilisfangið er Royston
Road númer 18 og ég heiti Pierce
Thornton, svaraði hann.
Eileen hrökk illa við. Hún þekkti
þetta götunafn alltof vel. - Segðu
mér, spurði hún. - Fannstu bókina í
götunni heima hjá þér? Hjarta henn-
ar barðist ákaft, meðan hún beið
svars.
- Já, hún var á gangstéttinni,
þegar ég var á leið út í búð.
- Það vill svo til, að ég þarf að
fara þcssa leiö eftir stutta stund,
sagði Eileen. - Ég tek bara bókina
með mér um leiö.
Lofaði bót og betrun
Enn var klukkustund þar til Tre-
Eileen Oates hugðist binda enda á hliðarstökk manns síns. Henni vor kæmi heim, svo Eileen gæti
tókst það að vissu marki... hæglega ekið til Royston Road og
heim aftur. Hún skaust og kom heim
meö minnisbókina von bráðar. Hún
stakk henni í náttborðsskúffuna
sína, til að geta lesið hana í næði.
Seinna, þcgar Trevor lagði sig
eftir matinn, tók Eileen bókina og
fór með hana inn á baðherbergið til
að fletta upp í henni.
Flcst minnisatriðin voru lítt
nierkileg, en það voru ekki eingöngu
viðskiptaatriði, sem Trevor þurfti að
muna. Mikið var um skammstafanir
og rósamál og upphafsstafirnir RD
og CP voru víða. Éileen vissi mæta-
vel hvað RD þýddi. Pá stafi átti
fyrrum ástkona Trevors, Ruth
Dormedy. Hún vissi líka, hvar Ruth
þessi bjó einmitt á Royston Road, í
götunni þar sem bókin fannst...
Níu mánuðum áður hafði Eileen
komist að sambandi Trevors og
Ruth. Kona, sent vann með honum,
hafði hringt til hennar og tjáð henni,
að Trevor hefði haft með sér ástkonu
á helgarnámskeið hjá fyrirtækinu.
sem haldið var á hótcli úti á landi.
Eileen bar þetta upp á Trevor og
setti honum síðan kosti: Annaðhvort
hætti hann að hitta Rutli Dormedy,
eða hún sækti unt skilnað.
Hann lofaði bót og betrun og
sagðist ekki myndu hafa samband
við Ruth framar. Minnisbókin kom
hins vegar upp um, að hann hafði illa
staðið við loforðið.
Verslunin er flutt að Suðurlandsbraut 32
HÚSGÖGN OG ®
INNRÉTTINGAR co CQ
SUOURLANDSBRAUT \J\J \J<J
Vandaðar ódýrar veggskápasamstæður
frá Finnlandi
,,TIMANTTI 10 LUX“ skáparnir eftirspurðu eru komnir aftur
í hefndarhug
Hver skyldi þá CP vera? Eileen
fletti upp á heimilisfangalistanum
fremst í bókinni og fann þar C.
Potts, sem bjó í Hilltop Gardens.
Þar var líka símanúmerið.
Daginn eftir fann hún númerið í
símaskránni. Eigandi þess var Des
Potts, svo C. Potts hlaut þá að vera
kona hans. Eileen hringdi og kona
svaraði.
- Sæl, Marge, sagði hún glaðlega.
- Sally hérna.
- Fyrirgefðu, svaraði hin. - Þetta
hlýtur að vera rangt númcr.
- Er þctta ekki 37582?
- Jú, en þú ert að tala við Carmel
Potts. Þú hlýtur að hafa fengið
rangar upplýsingar.
Eileen baðst afsökunar og lagði á.
Grunur hennar var staðfestur. C.
Potts var kona og hún var gift.
Aftur leit hún í bókina góðu.
Trevor ætlaði að hitta C. Potts eftir
viku og þá hefði Eileen tíma til að
gera hernðaráætlun.
Hún eyddi helginni í að leggja á
ráðin um hvernig hún gæti best hefnt
sín á öllum þremur, Trevor, Ruth
Dormedy og Carmel Potts. Daginn
fyrir stefnumótið við Carmel,
hringdi Eileen til Rutli, kynnti sigog
sagðist ekki ætla að gera nein læti,
Ruth Dormedy féllst á að hitta
Eileen Oates. Það var henni ör-
lagaríkt.
en gæti á hinn bóginn sagt henni
dálítið, sem ef til vill breytti áliti
hennar. Væri í lagi að hún liti inn til
hennar um tvöleytið daginn eftir?
Það var á sama tíma og Trevor
ætlaði að hitta Carmel, samkvæmt
bókinni.
Ruth virtist á báðum áttum um
hverju hún ætti að trúa, en loks
sigraði forvitnin. - Já, komdu bara,
sagði hún loks treglega.
Áætlunin hafin
Daginn eftir birtist Eileen hjá
Ruth Dormedy og sagði henni alla
söguna. Nafnið Carmel Potts varð til
að Ruth náfölnaði. - En hún er
vinkona mín. sagði hún æst. -
Hvernig gat hún gert mér þetta?
Hvers vegna crtu annars að segja
mér þetta? næstum hrópaði hún á
Eileen. - hvaða hagur gæti þér verið
af því?
Eileen stóð upp og gekk að
stólnum. sem Ruth sat í. Húnseiidist
niður í tösku sína og dró upp