Tíminn - 10.04.1988, Page 4
4 Tíminn,
Sunnudagur 10. apríl 1988
Sunnudags-
LEIÐARI
JÓN BALDVIN GRÍPUR
TÖNG 0G LÓDBOLTA
Fjármálaráðherra hefur brotið upp á athygl-
isverðri nýjung. Hann hefur fyrir skemmstu
látið auglýsingu í blöð þar sem hann hvetur
menn til að láta frá sér heyra, viti þeir af bruðli
eða einhvers konar óráðsíu í hverslags opinber-
um rekstri. Nú í vikunni vildu þeir á Stöð 2
heyra ofan í ráðherrann um viðbrögð við hinni
óvenjulegu auglýsingu og var áhorfendum
stöðvarinnar boðið að hringja til hans og leggja
orð í belg um sitthvað þar sem pottur mundi
vera brotinn. Víst biðu menn spenntir eftir
hvort nú kynni að verða flett ofan af einhverjum
ósómanum og kannske hefur farið um einstöku
umboðsmenn ríkisins sem um almannafjármuni
hafa velt. En menn biðu til einskis að þessu
sinni, þar sem svo margir virtust hafa hringt að
símakaplar sjónvarpsstöðvarinnar „brunnu
yfir“ - og lá við að eldglæringunum rigndi yfir
ráðherrann og þotufólkið við hlið hans á
skerminum. Það verður því ekki fyrr en nk.
mánudagskvöld sem Jón fær að heyra af létta af
brotlegum meðal undirsáta sinna, eftir endur-
bætur á símkerfinu hjá Jóni Óttari.
Sannarlega má búast við spennandi stund við
sjónvarpstækið, virki kerfið hjá Stöð tvö í nýrri
tilraun á mánudagskvöldið. Og satt að segja er
lítil hætta á öðru en að það virki. Tæknifræðing-
ar Pósts og síma kalla nú ekki allt ömmu sína
eftir leiðtogafundinn og eru efalaust þegar búnir
að skrúfa saman nýtt og stærra kerfi handa
stöðinni. Meiri efasemdir eru tengdar því kerfi
sem Jón Baldvin langar nú til að rífa úr
brunaþræðina og betrumbæta, þannig að það
skili sér heim til hans í ríkiskassann, sem þangað
á að fara. Enginn efast um að Jón vill ganga
rösklega til verks og hann mun albúinn til að
sneiða og klippa, lóða og raspa hvað af tekur.
En kerfið sem hann ber ábyrgð á er talsvert
flóknara en símadræsurnar er liggja inn til
þeirra á Stöð 2, þótt þær séu svosem marg-
slungnar. Tæknifræðingar Jóns Baldvins eiga
erfiðara uppdráttar en þeir hjá Pósti og síma.
Sennilega munu þeir eiga bágt með að koma sér
saman um hvar skuli klippa og hvar tvílóða og
hverju á þá ráðherrann að trúa? Um gamla og
morkna kolaþræði munu berast raddir sem
segja að nákvæmlega þessi þráður sé sá lífstreng-
ur og stofnrás, sem líf og heill þjóðarinnar sé
komið undir. Útslegnar „sikkeringar“ munu fá
vottorð úr öllum áttum að þær séu öryggispóll
fjölda byggðalaga.
Auðvitað er skömm að því að viðra svona
hrakspár um viðgerðaáætlun Jóns Baldvins
fyrirfram. En gangi ofansagt eigi að síður eftir
getur ráðherrann þó huggað sig við að ekki er
hann sá fyrsti sem reyndi, þótt það kæmi fyrir
lítið. Það hefur komið fyrir bestu lækna að
sauma saman aftur í flýti er þeim varð ljóst hvað
fyrir innan bjó.
Umsjón Helgarbjaðs:
'___B---- Atli Magnússon
~~ Agnar Birgir Óskarsson
Iímiiin
IJós.
Ljósmyndari Tímans
Pjetur Sigurðsson
Sólarlag í skammdeginu á Álftanesi.
Horft til Straumsvíkur.