Tíminn - 04.05.1988, Blaðsíða 7
Miövikudagur 4. maí 1988
Tíminn 7
Djúpstæður ágreiningur í sambandi námsmanna erlendis:
Hægri og vinstri
vegast á í SÍNE
Djúpstæður ágreiningur hefur búið um sig í SÍNE,
sambandi íslenskra námsmanna erlendis, og á hann öðrum
þræði rætur að rekja til kosninganna og sameiginlegs
framboðs fimm frambjóðenda á vegum S.U.S. til stjórnar
SINE, en einnig til óskaplegrar gremju í garð formannsins og
framkvæmdastjórans, sem talinn er finna sér um of vettvang
fyrir vinstri sinnaðar skoðanir sínar í stöðu sinni innan SÍNE.
Meirihluti stjórnar SINE átaldi
framboð þeirra fimm mjögharðlega,
því að samráðið var haft án vitundar
stjórnarinnar. í ályktun stjórnarinn-
ar kemur fram, að meirihlutinn telji
að „fimmmenningarnir" hafi hvatt
útvalinn hóp SÍNE-félaga til að
kjósa sig sem einn lista með sameig-
inlega stefnuskrá og reynt þannig að
tryggja sér kosningu með leynilegri
kosningabaráttu, án þess að gefa
mótframbjóðendum sínum tækifæri
til að skýra sjónarmið sín.
Framboð til stjórnar SÍNE hafi
ætíð verið gerð á „einstaklings-
grundvelli án flokkspólítískra af-
skipta". Stjórn SÍNE hefur aftur á
móti rakið þræði frambjóðendanna
fimm til forystu Sambands ungra
sjálfstæðismanna.
Átölur stjórnar SÍNE beinast þó
ekki gegn pólítískum stefnum ein-
stakra frambjóðenda, heidur starfs-
háttum þeim sem „fimmmennn-
ingarnir“ viðhöfðu svo og utanað-
komandi afskiptum SUS.
Minnihluti stjórnar SÍNE, - Svan-
hildur Bogadóttir, varaformaður -,
lét bóka athugasemdir við ályktun-
ina, þar sem talið er eðlilegt, að
nokkrir frambjóðendur taki sig sam-
an og sendi sameiginlega út bréf til
kynningar á skoðunum sínum.
Rúmri viku síðar var einróma
samþykkt ályktun á vorfundi SÍNE í
New Vork. að Svanhildur Bogadótt-
ir, fulltrúi SÍNE í stjórn LÍN, nyti
fyllsta stuðnings. Hún hafi sýnt það,
með starfi sínu í New York, að hún
láti ekki pólítíska flokkadrætti hafa
áhrif á afstöðu sína í hagsmúnamái-
um námsmanna erlendis.
En formaður og framkvæmda-
stjóri SÍNE, Kristján Ari Arason,
fær harðar ákúrur og hér er komið
að öðrum þætti ágreiningsins. Lýst
er furðu á hunsun hans og meirihluta
stjórnar SÍNE á vilja sumarráð-
stefnu SÍNE um að efnt yrði til
aukakosninga um laus sæti í stjórn-
inni. „Rökin voru þau að það yrði of
kostnaðarsamt. Samt sem áður hefur
formaðurinn séð sér fært að leggja
fjármuni félagsmanna í stofnun pólí-
tískrar útvarpsstöðvar [hér ntun átt
við RÓT], án þcss að bera það undir
félagsmenn."
Pá er Kristjáni Ara Arasyni borið
á brýn, að vinna ekki fyrir launum
sínum, nærri 100.000 krónum á mán-
uði, því að hann sé ckki við á
skrifstofu sinni á auglýstum viðtals-
tímum og hafi þegið laun meðan
hann dvaldi nokkra daga erlcndis í
öðrunt erindagjörðum, en á vegurn
sambandsins. Þá hafi fé runnið úr
sjóðurn SÍNE til annars, en félagar í
New York deildinni telja eðlilegt, að
SÍNE greiði.
„Við krefjumst þess að stjórn
SÍNE fái tafarlaust óháða löggilta
endurskoðendur til að yfirfara fjár-
reiður og bókhald SÍNE vegna yfir-
standandi starfsárs." segir í bréfinu
frá New York. Að auki er talið
„ógeðfellt" hvernig framkvæmda-
stjórinn hefur notað málgagn sam-
bandsins til „persónulegra svívirð-
inga" um fólk á öndverðum meiði í
stjórnmálum. Gæta beri þess, áð
flokkapólítík sé ekki rckin í nafni
SÍNE.
„Kristján Ari Arason nýtur ekki
trausts okkar ... Það er afdráttarlaus
krafa okkar að hann láti tafarlaust af
störfum sem framkvæmdastjóri
SÍNE og segi af sér formennsku."
Svo lýkur bréfi New York deildar
SfNE. |»j
Sjávarútvegssýningin í Glasgow:
íslenska deildin
sú langviðamesta
Sjávarútvegssýningunni í Glasgow lauk nú nýlega og vakti íslenska sýningar-
deildin verulega athygli, enda sú langvidamesta og tók hún yfir 600 fermetra af
samtals 3.600 fermetra sýningarsvæði.
Um 7.000 gestir sóttu sýninguna og var áberandi mikið af erlendum gestum
víða að úr heiminum.
26 íslenskir framleiðendur tóku
þátt í sýningunni, þar af 20 á sameig-
inlegu svæði, sem skipulagt var af
Útflutningsráði íslands, sem kynnti
einnig ísland og íslenskar vörur í
sérstökum upplýsingabás. Þetta er
viðamesta sýning sem skipulögð hef-
ur verið af Útflutningsráði og aldrei
fyrr hafa jafn mörg íslensk fyrirtæki
verið með sameiginlega sýningar-
heild.
íslensku fyrirtækin lýstu flest yfir
ánægju sinni mcð árangurinn af
sýningunni og mörg þeirra fengu
pantanir á sýningunni, en venjan er
að markaðsstörfin hefjist ekki fyrr
en eftir að sýningu lýkur. Fyrirtækin
eru nú að fylgja eftir samböndum
sem öfluðust á sýningardögunum.
Finnur Fróðason arkitekt, hann-
aði íslensku sýningardeildina, en
íslenskt fyrirtæki, Sýningarkerfi hf.,
annaðist uppsetningu sýningarkerf-
isins og er það nýjung að íslenskt
fyrirtæki annist slíkt verkefni erlend-
is.
Heildarkostnaður við sýninguna
nam um 6 milljónum króna og veitti
Iðnlánasjóður styrk sem nemur um
helming þess kostnaðar. -SÓL
Fjölgun nemenda í Iðnskólanum
í Rcykjavík frá 1080 hefur verið á
milli 70 til 80%, úr um 800 nemend-
unt í tæpa 1400 og hefur vöxtur
einkum verið í rafcindavirkjun og
bókagerðargreinum, auk þess scm
nýjar brautir hafa komið til sög-
unnar.
í samtali við Ingvar Ásmundsson
skólastjóra Iðnskólans kom fram
að þó svo að þessi fjölgun hefði
orðið í rafcindavirkjun og bóka-
gerðargreinum, þá væri hún í raun
allt of lítil. Eftirspurnin hefur auk-
ist mun meira en fjölgun nemcnda
á þessum brautum, þannig að skól-
inn annar engan veginn eftirspurn-
inni, enda eru tæknibrcytingarnar
örar og þær kalla á fleira fólk til
þessara starfa. Hvað aðrar ástæður
varðar, sagöi Ingvar að tölvubraut-
in sem komið var á fót fyrir þrem
árum og öldungadeildir í rafeinda-
virkjun og bókageröargrcinum
sem ckki voru áður, ættu mikinn
þátt í þeirri fjölgun nemenda scm
orðið hefur. Þó nokkur fjölgun
hefur einnig orðið í bakara- og
málaraiðn, sem einkum má rekja
til þess að Iðnskólinn í Reykjavík
ereini skólinn scnt er ineð verknám
í þeim greinum.
Ekki taldi Ingvar að ástæðuna
fyrirfjölgun nemenda í iðngrcinum
mætti rekja til þess að fólk væri
oröið almennt leitt á bóknámi,
heldur væri það aukin sókn í nám
almennt, sem hefði átt sér stað, og
hefði fjöldi þeirra sem taka
stúdentspróf einnig aukist.
Á vcguni menntamálaráðuncyt-
isins er verið aö kanna möguleika
á því að taka upp kennslu í hönnun
fyrir bókagerðarfólk, sem er Itugs-
uð sem framhaldsdeild fyrir þá
dcild og cinnig hcfur verið rætt um
að koma á aðfaranámi að flug-
virkjanámi og hefur nefnd sem
hafði það mál til umfjöllunar ný-
lcga skilað áliti til ráðherra, en
ólíklegt er að þessar greinar vcröi
kenndar á næsta skólaári. - ABÓ
Ingvar Ásmundsson skólastjóri Iðnskólans í Reykjavík.
lönskólinn í Reykjavík:
80% fjölgun
á átta árum
Afmælispartý hjá
þingmönnumvorum
l*að stendur mikið til hjá þing-
mönnum vorum í sumar og fram á
haust. Samkvæmt akademískri töl-
fræðiúttekt hefur dropateljari
komist að því að. hvorki fleirl né
færri en 7 þingmenn halda upp á
stórafmæli á þessu ári. F.ins og
gefur að skilja er ríkisstjórnin þar
í öruggum meirihluta.
Steingrímur utanríkisráðherra
Hermannsson brýtur ísinn þann
22. júní, þegar hann fagnar 60 ára
afmæli. Ragnar allaballi Arnalds
dregur síðan tappa úr flösku á
fimmtugsafmæli, þann 8. júlí.
Suðurnesjamaðurinn Jóhann Ein-
varðsson fagnar fimm tugum 10.
ágúst. Ljóðskáldið Ilalldór Blön-
dal kncifar og fimmtugsskál 24.
ágúst, cn rcykvíski borgarinn Guð-
mundur Ágústsson fagnar 30 árum
þann 30. ágúst. Á haustdögum
byrjar ballið síðan á nýjan leik.
Guðmundur H. Garðarsson,
„óvinur SÍS nr. 1“, hcldur upp á
sextugsafmæli 17. október og
aldursforseti þingsins, Stefán Val-
geirsson, fagnar 70 árunum þann
20. nóvember.
Svo er það bara stóra spurningin.
Skyldi Höskuldur í ÁTVR vita af
öllum þessum mannfögnuðum?
Blaðafulltrúinn
fagnar40 árum
Talandi um veisluhöld stór-
menna á landi hér. Ingólfur nokkur
Margeirsson, ritstjóri samvisku
þjóðarinnar, Alþýðublaðsins, og
þarmeð sérlegur blaðafulltrúi Jóns
Baldvins, hefur sent eitt veglegasta
boðskort, sem dropateljari hefur
séð, út til fjöldans. Boðskortið
atarna er ávísun á 40 ára afmæli
Ingólfs laugardaginn 7. maí. At-
hygli vekur að liinar svokölluðu
„léttu veitingar" eru frain bornar
frá og með kl. 16 og til 21.
Veislustjórarnir eru ekki af lak-
ari endanum, sjálfur Jón Baldvin
ráðherra virðisauka og matarskatts
og sjentilmaðurinn Flosi Ólafsson,
mágur afmælisbarnsins.
Að sjálfsögðu sendir dropatelj-
ari góðar óskir í tilefni dagsins.
Að krækja sér í
nógu þægileg sæti
Flugfélag Norðurlands flýgur
milli Akureyrar og Reykjavíkur.
Þegar svo verkfallið lcystist I
Reykjavík fréttist að Flugleiðir
myndu senda tvær flugvélar í verk-
fallsbælið á Akureyri, þrátt fyrir
mótmæli norðanmanna. Með fyrri
flugvélinni norður fóru örfáir far-
þegar, tveir cða þrír, en þeirri
seinni aðeins einn.
Þessi eini farþegi hafði keypt sér
farmiða ineð Flugfélagi Norður-
lands, en veigraði sér við að fljúga
með lítilli Twin Otter vél félagsins,
þegar í boði voru þægilcg sæti í
Fokker vél Flugleiða. Hann skipti
því flugmiðanum og hljóp um borð
í Fokkerinn inót norðri og reiðuin
verkfallsvörðuin.
Þessi cini farþegi er vcrkalýðs-
hctjan mikla, Svavar Gestsson.
Liggur þér á, góði?
Lögreglan í Kópavogi tók á
dögunum hart á ökumönnuin, scm
óku yfir leyfilegum hraðamörkum.
Fjöldi bifreiða var stöðvaður á
vegarkafla, þar scm heimilt er að
aka á 50 km hruða, en voru á yfir
60 km hraða. Lögrcglumennirnir
tveir höfðu ekki undan að sekta og
báðu menn að In'ða rnlega í ein-
faldri röð.
Þegar maður einn kom hlaup-
andi úr bíl sínum aftast í röðinni og
bað um undanþágu, - honuni lægi
á -, var honum svarað, að einmitt
af þéim sökuin hefði hann verið
stöðvaður.
„Já, cn - konan niín er að fæða
í aftursætinu."
Lögreglan sá aumur á mannin-
um, en ekki fer sögum af, hvort
honum hafi verið sleppt eða aðcins
hleypt frcmst í röðina.
Áfengiö kom
að notum
Ingimar Fydal drekkur ekki
áfcngi, cn þáði samt stóra vodka
flösku, þcgar honum var gcfin hún.
Nokkru síðar vantaði kunuingja
hans dreitil og man þá eftir flösk-
unni hjá Ingimar. Hann nær sam-
bandi við Ingimar og spyr hann
hvort hann geti fcngið lánaða
vodka flöskuna.
- Nei, segir Ingimar.
- Hvað? Ertu búinn að lána
öðrum hana, spyr kunninginn?
- Nei, svarar Ingimar.
- Af hverju viltu þá ekki lána
mér hana?
- Af því að ég er búinn að nota
þetta sem terpentínu.