Tíminn - 04.05.1988, Blaðsíða 8

Tíminn - 04.05.1988, Blaðsíða 8
Miövikudagur 4. maí 1988 8 Tíminn Tímiim MÁLSVARIFRJALSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri Ritstjórar: Aöstoöarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriöi G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason OddurÓlafsson Birgir Guðmundsson Eggert Skúlason SteingrímurGíslason Skrifstofur: Síöumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 18300. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaöaprent h.f. Auglýsingaverð kr. 465,- pr. dálksentimetri. Verð í lausasölu 60,- kr. og 70,- kr. um helgar. Áskrift 700.- Heimilisbölið í lok aprílmánaðar urðu umræður á Alþingi út af fyrirspurn tveggja þingmanna Borgaraflokksins vegna fréttar í Tímanum um vinnubrögð á fréttastofu sjónvarps. Var þar sagt að fréttir sem snertu stjórnmál væru ekki vel séðar af yfirmönnum ef um væri að ræða jákvæðar fréttir af vinstri væng þjóðlífsins. í umræðunum á Alþingi kom fram að útvarpsstjóri „telur fréttaflutning Tímans um þetta efni ekkert annað en fyrirlitlegan rógburð sem er blaðinu til skammar... “ Þingmenn Borgaraflokksins töldu hins vegar að hér væru mjög alvarlegir hlutir á ferð og umhugsunarefni hvernig fréttir berast. Þeir kunna eflaust að búa að einhverri reynslu í því efni, einnig Hjörleifur Guttormsson, sem tók til máls við umræðuna og ræddi erfiða reynslu stjórnarandstöð- unnar af fjölmiðlum. Framangreind atriði snerta aðeins að litlu leyti aðalatriði málsins. Þau sýna mikinn ókunnugleika á skyldum blaðamanna við heimildarmenn sína og lesendur. Heimild að frétt getur verið þannig staðsett að hún óski ekki eftir að uppvíst verði að tiltekin frétt sé eftir henni höfð. í því tilfelli er það alþjóðleg venja, sem gildir einnig hér á landi, að blaðamanni eða blaði er með öllu óheimilt að veita upplýsingar um heimildina og verður að þola hvaða kárínur sem fylgja, jafnvel fangelsisdóm, eins og dæmi hafa sýnt t.d. í Bandaríkjunum. Hefði mátt halda að sæmilega upplýstir aðilar á borð við útvarpsstjóra gerðu sér þetta ljóst. Svo virðist ekki og verður við það að una. Þá hafa fréttamenn á fréttastofu sjónvarps andmælt við Tímann, einkum vegna þess að blaðið hefur ekki viljað gefa upp heimild sína. Þetta er raunar enn furðulegra, þar sem ætla má að fréttamönnum þar sé fyrrgreind regla kunn, nema þeir vilji líta á sig sem slíka nýliða að þeir þekki ekki til eins helsta grundvallaratriðis frjálsrar blaðamennsku. Ekki tók betra við þegar fyrrverandi fréttamaður á sjónvarpi, sem varð frægur fyrir að gera þátt um meinta misþyrmingu á hestum úti í Viðey vegna þorsta, hóf upp rödd sína á Alþingi og sagði að fyrirspurnin væri byggð á slúðri „sem enginn maður er borinn fyrir.“ Síðan kvaðst hann hafa unnið ellefu ár á fréttastofu sjónvarps. Skrítið má það telja, að á svo löngum tíma skuli aldrei hafa þurft að verjast upplýsingu um heimild. Á hitt ber að líta að opinberar fréttastofur í ríkiseigu þurfa yfirleitt ekki að styðjast við annað en opinberar heimildir, og kann skýringin að liggja í því, og eiga kannski að gera það. Hins vegar stendur óbreytt að einn af hornsteinum frjálsrar blaðamennsku er vernd heim- ilda. Út af fyrir sig getur Tíminn ekki lagt dóm á að hve miklu leyti heimild hans hafði rétt fyrir sér. Það breytir engu um rétt heimildar til nafnleyndar og við þann rétt verður staðið þótt það hafi kostað nokkra pústra frá þeim sem ættu starfs síns vegna að þekkja til hinnar kunnu meginreglu varðandi heimildir. GARRI Krafa um nýja f orystu Leiöari DV í fyrradag vakti at- hygli þeirra sem reyna að fylgjast með ástandi mála innanhúss í Sjálf- stæðisflokknum. Nánar til tekið var þar ekki annað að sjá en að fyrrverandi þingmaður flokksins og ritstjóri DV, Ellcrt B. Schram, væri að ráðleggja félagsmönnum í VR að steypa undan flokksbróður sínum, Magnúsi L. Sveinssyni. Megi marka þetta þá er komin hér npp viss sundrung innan flokksins að því er varöar þátttöku hans í verkalýösmálum. í leiðaranum segir m.a. að verk- fall verslunarmanna hafí leitt margt í ljós. í fyrsta lagi hvað verkfalls- rétturinn sé vandmcðfarinn, og í öðru lagi bendi sérsamningar tuga fyrirtækja til þess að deilan hafl ekki beinst að almennum kjörum stéttarinnar heldur verið afmörkuð og tilfallandi. í þriðja lagi komi í Ijós það hyldýpi sem sé á milli lægstu launa og annarra kjara og hversu litla samleið einstakar starfsstéttir eigi, jafnvel innan eigin samtaka. í fjórða lagi hljóti þessi deila að marka þáttaskil í verka- lýðshreyfingunni, vinnubrögðum hennar og vígstöðu. Ósigur Magnúsar í framhaldi af þessu er svo í leiðaranum rætt um ósigra forystu Verslunarmannafélags Reykjavík- ur í yfirstandandi kjaradcilu. Á það er bent að t vívegis hafi lorystu- menn félagsins verið búnir að skrifa undir og mæla meö kjara- samningum, en í bæði skiptin hafi þeir verið felldir. Þá hafi blaðinu verið snúið við og settar fram óaðgengilegar kröfur. Á þvi stigi mála er það svo rifjað upjfcaö sáttasemjari hafi sett fram sáttatflfðgíTTéifft forysta VR hafi talið lakari en samningana sem Ellert: Deilir á Magnús: Á Magnús. hann mótleik? hún hafði áður mælt með og félags- menn fellt. Enn hafi sú tillaga verið fclld, en í leiðaranum segir svo að vegna illskiljanlegra ákvæða í lög- um um stéttarfélög og vinnudeilur sitji VR nú uppi með þá niðurstöðu að tillagan teljist samþykkt vegna ónógrar þátttöku. Þarna segir líka að þegar upp sé staðið hafi VR tapað þessari or- ustu. Fyrst á heimavelli með því að fá vantraust á eigin samninga, og síðan á útivelli með þvi að sitja uppi með samning sem meirihlut- inn er á móti og er lakari en það sem upphaflega var samið um. Þá segir þarna að hinn mikli fjöldi þeirra, sem greiddu tillögunni at- kvæði, bendi til þess að alvarlegur klofningur sé uppi í félaginu, og að sá klofningur sé aflciðing af þeim mikla launamun sem ríki milli hópa innan félagsins. VR-menn skornir úr snörunni Áfellisdómurinn yfir flokks- bræðrum ritstjórans í stjórn VR kemur svo fram í lokaorðum leiðarans þar sem segir: „Það er mat þeirra, sem jafnvel eru innstu koppar í búrí, að tillaga sáttasemjara hafi skoríð VRforyst- una niður úr snörunni, losað hana úr sjálfheldunni. Ef þetta er rétt, og eins hitt að sáttatillagan hafi verið verrí en ekkert, þá vaknar sú spurning hvort það hafi veríð rétt ákvörðun að fara fram af slíkri hörku sem gert var. Var ekki hægt að sækja rétt og hagsmuni hinna lægst launuðu í félaginu með öðr- um hætti, þannig að hinir betur settu réðu ekki úrslitum með fjar- veru sinni þegar leitað var álits félagsmanna á sáttatillögunni? Hér verða engin ráð gefin til fétagsmanna í VR varðandi hverjir veljist þar til forystu. Það gera þeir upp við sjálfa sig. En það er Ijóst að átökin að undanförnu kalla á mikla uppstokkun í starfsemi og vinnuhrögðum VR ef félugið ætlar að standa undir nafni sem stærsta verkalýðsfélag landsins og gera sig gildandi í kjarabaráttu komandi ára. “ Hér má skilja fyrr en skellur í tönnunum. Sjaldan hafa pólitískir verkalýðsforingjar fengið annan eins skell í stuðningsblaði eigin flokks. Sjálfur forseti sjálfstæðis- manna í borgarstjórn Reykjavíkur fær hér þá umsögn að hann hafi tapað orustunni bæði á hcimavelli og á útivelli, og að það hafi verið sáttasemjari sem hafi skorið hann niður úr snörunni. Lokaorð leiðar- ans, þótt í miklum véfréttarstíl séu, er svo engin leið að skilja öðru vísi en sem spá um það að Magnús verði látinn víkja úr forystuliði VR. Spurningin er því hvað Ellert á við með þessu loðna orðalagi. Er hann að krefjast þess að Magnúsi verði vikið úr formennskunni? Og kannski úr sæti forseta borgar- stjórnar lika? Spyr sá sem ekki veit. En hér er þvi greinilega kominn upp ágreiningur í röðum sjálfstæð- ismanna. Nú verður forvitnilegt að fylgjast með mótleik Magnúsar. Garri VÍTT OG BREITT Það er þá hægt Lánaupphæðir, verðbætur og vextir er mikið mál í íbúðarhús- næðisþvælunni allri. Sífellt er unn- ið að því að upphugsa hvar á að bera niður til að fá enn meiri lán til íbúðabygginga og það þykir lýsa miklu fjármálaviti þegar tekst að lengja lánstíma, helst hátt á annan mannsaldur. Lánsloforð ganga kaupum og sölum með afföllum og alls kyns siðlausum viðskiptahátt- um, sem boðið er heim vegna þess að húsnæðislánakerfinu er um megn að starfa samkvæmt lögum og skuldasöfnun einstaklinganna eykst með hverju árinu, eins og skýrt var frá í Tímanum í gær. Fleiri og hærri lán í húsnæðis- kerfið er viðvarandi krafa og ævi- langur lánstími þykir víst eitthvað eftirsóknarverður. Svo eru byggð stærri og dýrari hús fyrir almenning en þekkist á öðrum stöðum á jarðarkringlunni og fólkið í fínu húsunum þjáist ávallt af skorti, fyrst af lánsfjárskorti og síðar af peningaskorti til að borga lánin. Erfðasynd Svona ganga íslensku húsnæðis- vandræðin fyrir sig og sér aldrei fyrir endann á hvernig í ósköpun- um á að koma einhverri fámenn- ustu og ríkustu þjóð í heimi undir þak. Húsnæðisömurleikinn hvílir eins og erfðasynd á hverri kynslóð- inni af annarri og eykst spennan eftir því sem meira og stærra er byggt og digurri sjóðum er varið í húsasmíð. Mikið er talað um vandann og miklu eytt af peningum, prent- svertu og kjaftæði. En eitt er það sem nær alltaf er utanveltu í umræðunni og það er byggingakostnaðurinn. Það er eins og aldrei megi minnast á að lækka kostnaðinn, og þar með lánin og fjölda vandamála samtímis. Og það er hægt að lækka bygginga- kostnað, aðeins ef þeir sem teikna og byggja hafa til að bera ögn af sómatilfinningu og samkennd með því fólki sem verið er að byggja yfir. Sunnuhlíðarsamtökin í Kópa- vogi hafa sýnt og sannað að með góðum vilja og frjórri hugsun er hægt að lækka byggingarkostnað verulega og standa að fjármögnun með öðrum og mannúðlegri hætti en stokkfreðið kerfi stirðbusanna hefur boðið upp á til þessa. Verður leyndar- dómurinn afhjúpaður? í Kópavogi hefur tekist að fjár- magna og reisa íbúðir fyrir aldraða með mun minni kostnaði en svip- aðar framkvæmdir í Reykjavík. Um helgina var fjallað um þessi mál í Tímanum og sagt frá þeirri athugun á kostnaði við húsnæði aldraðra, sem Alfreð Þorsteinsson hefur lagt til í borgarráði að fari fram. Það er mjög brýnt að þessari athugun verði hraðað sem kostur er og gerður samanburður á bygg- ingarkostnaði sambærilegs húsn- æðis, sem reist er sitt hvoru megin Fossvogslækjar. Ef rétt reynist, eins og líkur benda til, að fermetrinn í húsnæði fyrir aldraða sé 75% dýrari í Reykjavík en Kópavogi ereitthvað nieira en lítið að og er vert að gaumgæfa nánar. Talsmaður Sunnuhlíðarsamtak- anna sagði í viðtali við Tímann, að arkitekt og verkfræðingum hafi verið falið að hanna íbúðir innan þess ramma að venjulegt fólk gæti borgað án þess að stofna til skulda. Þetta er þá hægt. Það er hægt að tala við arkitekta, að minnsta kosti þann sem teiknaði fyrir Sunnuhlíð- arsamtökin, og verkfræðinga og biðja þá að halda kostnaði í skefj- um og miða íbúðaverð við fjár- hagslega getu þeirra sem ætlað er að kaupa húsnæðið og búa f því. Það er stórmerkilegt að engum skuli hafa dottið þetta í hug fyrr. Þegar flett verður ofan af þeim mikla leyndardómi hvers vegna það er 75% dýrara að byggja yfir aldraða í Reykjavík en í Kópavogi getur verið að hægt verði að kom- ast að því hvemig hægt verður að lækka byggingarkostnað yfirleitt. En leiði athugunin ekki til niður- stöðu væri vel athugandi að biðja Sunnuhlíðarsamtökin að vera svo væn að taka að sér skipulag og framkæmdir við að byggja yfir unga sem aldna hvar sem er á landinu. Gamla fólkið í Kópavogi hefur nefnilega til að bera meira vit og verklagni en öll bygginga- og fjármögnunarmenntunin saman- lögð sem er jafnlagin við að rýja einstaklinga inn að skinni og að skrifa viðbótarreikninga fyrir flug- stöð og þvíumlíku, sem ríkissjóður er látinn borga. .

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.