Tíminn - 04.05.1988, Qupperneq 16
16 Tíminn
Miðvikudagur 4. maí 1988
DAGBÓK
III
III
llll
Mynd maímánaðar er „Hinir stefnulausu“eftirHelgaÞorgilsFriðjónsson
Vortónleikar Tónlistarskólans
Hinir árlegu vortónleikar Tónlistar-
skólans í Reykjavík verða í Norræna
húsinu í dag, miðvikudaginn 4. maí kl.
20:30.
Nemendur skólans leika þar á hin ýmsu
hljóðfæri og efnisskráin er fjölbreytt.
Flutt verða verk eftir Chopin, J.S. Bach,
Leopold Mozart, Frank Martin, Cesar
Franck, Szymanowski o.fl.
Aðgangur að tónleikunum er ókeypis
og öllum heimill.
Fundur í
Kvenfélagi Kópavogs
Kvenfélag Kópavogs heldur félagsfund
í Félagsheimilinu fimmtudaginn 5. maí
kl. 20:30.
Gestir fundarins verða konur úr Kvenfé-
lagi Seljahverfis. Fjölbreytt skemmtidag-
skrá.
MYND MÁNADARINS
í Listasafni íslands er vikulega kynnt
mynd mánaðarins. Mynd maímánaðar er
„Hinir stefnulausu“ , eftir Helga Þorgils
Friðjónsson, olíumálverk frá árinu 1987
og var myndin keypt til safnsins sama ár.
Leiðsögnin „mynd mánaðarins" fer
fram í fylgd sérfræðings, alla fimmtudaga
kl. 13:30-13:45. Listasafn íslands er opið
alla daga nema mánudaga kl. 11:00-17:00
og er kaffistofa hússins opin á sama tíma.
PENNAVINIR:
Tveir 18 ára í Nígeríu með áhuga á Islandi
Bréf hefur borist frá tveim 18 ára
piltum í Nígeríu, sem segjast hafa mikinn
áhuga á að skrifast á við unga íslendinga
af báðum kynjum, og segjast hafa mikinn
áhuga á aðfræðast um ísland. Þeir heita:
J.K. ABUDU
P.O. BOX 179
EJIGBO, OYO-STATE
NIGERIA
W-AFRICA
Abudu er 18 ára. Hann hefur áhuga á
lestri, myndatökum, heimsfréttum,
tónlist, landbúnaði og að skiptast á pen-
ingum milli landanna
ABUDU K.
C0 P.O. BOX 616,
ONIREKE, IBADAN
NIGERIA
W-AFRICA
Þessi piltur segist hafa áhuga á klass-
ískri músík, landbúnaðarstörfum, sjón-
varpi, lestri tímarita, og hlusta á fréttir
utan úr heimi og að skiptast á myntum
landanna.
DAFILOr88
22.-24
APRIL
DAFILO ’88
- Frímerkjasýning í Odense
Dagana 22.-24. apríl héldu danskir
frímerkjasafnarar landssýningu sína
DAFILO ’88. Sýninguna héldu þeir í
Oðinsvéum í tengslum við 1000 ára
afmæli borgarinnar. Til hennar var boðið
sýnendum frá öllum Norðurlöndunum,
þ.m.t. frá íslandi. Eftirtaldir íslendingar
áttu söfn sín þar:
Páll H. Ásgeirsson, og hlaut hann gyllt
silfur fyrir safn sitt Flugpóstssaga Islands
1928-’45. Jón Egilsson, og hlaut hann
brons fyrir safn sitt Hafnarfjörður 1894-
1950.
Auk þessa sýndu nokkrir Danir söfn
sfn um ísland.
Illlll
MINNING
Valdimar Stefánsson
Fæddur 1. ágúst 1896
Dáinn 25. apríl 1988
Valdimar Stefánsson, múrari, var
einn þeirra manna, sem virðast sí-
ungir, þó að árin færist yfir þá. Þess
vegna kom andlátsfregn hans á
óvart, þegar hún barst 25. apríl s.l.
Hann var þá á 92. aldursári.
Við höfðum þekkst lengi. Upphaf-
lega leitaði ég til hans vegna
múrverks, sem ég þurfti að fá unnið.
Vakti það athygli mína, hvílíka alúð
hann lagði í vinnu sína. Uppmæling
og afköst voru ekki að hans skapi.
Vandvirknin gekk fyrir öllu. Létt
lund þessa manns og gamansemi,
svo og eldlegur áhugi hans á félags-
málum, varð þess valdandi, að góður
kunningsskapur tókst með okkur,
síðar varanleg vinátta.
Valdimar var merkur maður og
ævi hans viðburðarík. Hann fæddist
1. ágúst 1896 að Páfastöðum í Skaga-
firði, sonur hjónanna Stefáns Guð-
mundssonar og Sesselju Guðmunds-
dóttur, en ólst upp hjá Jósafati
Jónatanssyni, alþm., á Holtastöðum
í Langadal, A-Húnavatnssýslu.
Taldi Valdimar það eitt sitt mesta
happ, því að Holtastaðir var kirkju-
jörð og menningarsetur. Þar nyrðra
lærði hann iðn sína hjá Jóhanni
Kristjánssyni, byggingameistara, en
fékk öll tilskilin réttindi síðar.
Hann fluttist til Reykjavíkur 1918.
Stóð hugur hans til viðskiptalífsins
og lét hann innritast í Verslunarskól-
ann. Þeim skóla var hins vegar lokað
sama veturinn af völdum spönsku
veikinnar, svo að ekki varð úr frek-
ara námi. Gerðist Valdimar nú
hjúkrunarmaður í hinum mann-
skæða faraldri. Annaðist hann fár-
sjúka og dauðvona á heimilum
þeirra. Reynsla hans í þessu líknar-
starfi mun hafa haft djúpstæð áhrif á
hann, enda var honum oft tíðrætt
um hana. Mestan hluta ævinnar var
hann múrari eða verktaki, eins og
hann hafði lært til.
Valdimar kvæntist árið 1923
Guðrúnu Vilhjálmsdóttur frá Meiri-
Tungu í Holtahreppi, Rangárvalla-
sýslu. Þeim hjónum varð tíu barna
auðið í 12 ára hjúskap. Tvíburar
voru tvennir. Sjö barnanna eru enn
á lífi. Hann missti konu sína ásamt
tvíburum árið 1935, er hann var
vitavörður á Hornbjargi. Atvinnu-
leysi kreppuáranna var þá í hámarki.
Missirinn var sársaukafullur fyrir
tilfinninganæman manp, ekki síst
fyrir þá sök, að hann neyddist til að
koma sumum barnanna í fóstur. Af
þeim, sem enn lifa, eru fjórir synir:
Þráinn framkvæmdastjóri, Hörður
aðstoðarforstjóri, Vilhjálmur gjald-
keri olífufélags og Stefán eftirlits-
maður hjá lögreglu, en þrjár dætur:
Erla, Hrafnhildur og Ásdís, allar
húsfreyjur, er síðar tóku upp störf
utan heimilis. Segja má með sanni,
að Valdimar hafi haft barnalán, en
það er mesta lán, sem foreldrum
getur hlotnast. Hann hafði slíkt lán
reyndar í tvennum skilningi: Börnin
öll eru gjörvuleg og góðum gáfum
gædd, en einnig var samband þeirra
við föðurinn ævinlega eins og best
varð á kosið. Valdimar var ástríkur
faðir, sem skildi börnin sín, var
góður félagi þeirra og þekkti hinn
gullna meðalveg í umgengninni við
þau.
Eg hefi kynnst tveim sonum Valdi-
mars persónulega, þeim Þráni og
Herði. Báða tel ég afburðamenn.
Þráinn var framkvæmdastjóri Fram-
sóknarflokksins í samfellt 36 ár og
rækti það erilsama starf af óþreyt-
andi elju og lagni. Hann varð síðar
formaður Húsnæðisstjórnar. Hörð-
ur var lengi lögreglumaður, einkum
við umferðareftirlit, þar sem hann
sýndi skyldurækni samfara einstakri
ljúfmennsku, öðrum í hans stétt til
fyrirmyndar. Síðari ár hcfir hann
gegnt stjórnunarstörfum í Gunnars-
holti.
Valdimar Stefánsson var maður
fremur lágvaxinn, grannur og skarp-
Ieitur, en góðleiki skein úr augum
hans. Gjarnan brá fyrir kímni. Hann
hafði unun af tónlist og var sjálfur
frábær söngmaður, enda þótt hann
hafi ekki lagt söng fyrir sig. Hann
unni líka bókmenntum og las mikið.
Ég sakna hans og svo mun um alla,
sem kynntust honum. Niðjar hans
eru nú orðnir sjötíu og sex talsins.
Börnum hans, öðrum afkomendum
og aðstandendum votta ég samúð
mína.
Magni Guðmundsson
Þá hefur hann afi loks fengið
langþráða hvíld. Ævi hans var löng
og oft á tíðum erfið og er ekki
nokkur vafi á að hann er hvíldinni
feginn. Þrátt fyrir að ævi hans hafi
ekki alltaf verið dans á rósum mun-
um við samt aðeins eftir honum sem
léttum og hressum, hlátur og
skemmtileg kímni var hans aðalein-
kenni. Það var hátíð hjá okkur
krökkunum þegar afi kom að heim-
sækja okkur austur að Kornbrekk-
um þar sem við bjuggum þá. Hann
var þátttakandi í öllum okkar leikj-
um, sýndi okkur klettaborgir huldu-
fólksins, kenndi okkur að meta visku
og speki krumma, kenndi okkur að
þekkja og skilja náttúruna og leynd-
ardóma hennar. f góðum veðrum
fórum við göngutúr niður með
bæjarlæknum eða upp á hæðina fyrir
ofan bæinn, ef ekki viðraði til slíkra
leiðangra létum við okkur nægja
kapphlaup í kring um húsið. Það eru
einnig ofarlega í minningunni frá-
sagnir hans af sínum æskuárum á
Holtastöðum. Það var því ekki að
ástæðulausu að við hlökkuðum alltaf
mikið til næstu heimsóknar afa.
Hann leikur stórt hlutverk í bernsku-
minningum okkar og fyrir það erum
við honum þakklát.
Það er mikilvægt þegar ævikvöldi
lýkur og hinsta stundin rennur upp,
að geta kvatt þennan heim með reisn
og virðingu. Við sem yngri erum og
njótum ávaxta ævistarfs þeirra kyn-
slóða sem eru að hverfa höfum þá
skyldu á herðum að gera þeim
síðustu æviárin sem léttbærust og
kveðjuna sem besta.
Hansý, Hebba og Skúli Haukur.
Utivist: Þjóðleiðin til Þingvalla
Þjóöleiðin til Þingvalla 1. ferö kl. 20:00
í kvöld - Árbær - Langavatn. 1 Árbæ
segir safnvörður frá Árbæ sem áninga-
stað, en síðan er gengið inn á Reyn-
isvatnsheiði að Langavatni. Létt ganga.
„Þrjár verur aftan úr öldum“ mæta í
gönguna. Brottför frá BSl, bensínsölu.
Farmiðar (350 kr.) við bíl. Frítt er fyrir
börn með fullorðnum.
Einnig er hægt að mæta við Árbæjar-
safn. Alls verður leiðin til Þingvalla farin
í fjórum ferðum.
Hallgrímskirkja—Starf aldraðra
Á uppstigningardag, fimmtudaginn 12.
maí, veröur farið að Odda á Rangárvöll-
um og verið þar við messu. Kirkjukaffi
verður drukkið á eftir.
Skráning á þátttöku er þegar hafin.
Nánari upplýsingar gefur Dómhildur
Jónsdóttir í síma 39965.
Geðhjálp:
Hjónabandsfræðsla
Geðhjálp heldur sinn síðasta fyrirlestur
í vetur fimmtudaginn 5. maí. Birgir
Ásgeirsson, sóknarprestur flytur erindi:
“Hjónabandsfræðsia“. Fyrirlesturinn
hefst kl. 20:30 á Geðdeild Landspítalans,
í kennslustofu á 3. hæð. Fyrirspurnir,
umræður og kaffi verða eftir fyrirlestur-
inn. Allir eru velkomnir. Aðgangur er
ókeypis.
Fræðslustjóri
ÚTVARP/SJÓNVARP lllUllllllllllllllllllllllllllll
Rás I
FM 92,4/93,5
Miðvikudagur
4. maí
6.45 Veðurfregmr. Bæn, séra Kristinn Ágúst Frið-
finnsson flytur.
7.00 Fréttir.
7.03 ( morgunsárið með Ingveldi Ólafsdóttur.
Fréttayfirlit kl. 7.30 og 8.30, fréttir kl. 8.00 og
veðurfregnir kl. 8.15. Lesið úr forustugreinum
dagblaðanna að loknu fréttayfirfiti kl. 8.30.
Tilkynningar laust fyrir kl. 7.30, 8.00, 8.30 og
9.00.
8.45 íslenskt mál. Guðrún Kvaran flytur þáttinn.
(Endurtekinn frá laugardegi).
9.00 Fréttir.
9.03 Morgunstund bamanna: „Sagan af þver-
lynda Kalla" eftir Ingrid Sjöstrand. Guðrún
Guðlaugsdóttir les þýðingu sína (3).
9.30 Dagmál. Umsjón: Sigrún Bjömsdóttir.
10.00 Fréttir. Tilkynningar.
10.10 Veðurfregnir.
10.30 Óskastundin. Helga Þ. Stephensen kynnir
efni sem hlustendur hafa óskað eftir að heyra.
Tekið er við óskum hlustenda á miðvikudögum
milli kl. 17 og 18 í síma 693000.
11.00 Fréttir. Tilkynningar.
11.05 Samhljómur. Umsjón: Edward J. Frederiks-
en. (Einnig útvarpað að loknum fréttum á
miðnætti).
12.00 Fréttayfirlit. Tilkynningar. Tónlist.
12.20 Hádegisfréttir
12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar. Tónlist.
13.05 I dagsins önn - Fangar. Umsjón: Sverrir
Guðjónsson. (Einnig útvarpað nk. mánudags-
kvöld kl. 20.40).
13.35 Miðdegissagan: „Sagan af Wlnnie Mand-
ela“ eftir Nancy Harrison. Gylfi Pálsson les
þýðingu sína (7).
14.00 Fréttir. Tilkynningar.
14.05 Harmoníkuþáttur. Umsjón: Bjami Marteins-
son.
14.35 Tónlist.
15.00 Fréttir.
15.03 Þingfréttlr.
15.20 Landpósturlnn - Frá Vestfjörðum.
Umsjón: Finnbogi Hermannsson.
16.00 Fréttir.
16.03 Dagbókin.
Dagskrá.
16.15 Veðurfregnir.
16.20 Barnaútvarpið.
17.00 Fréttir.
17.03 Tónlist á síðdegi - Mendelssohn, Brahms
og Schumann. a. Inngangur og Rondó capricc-
ioso eftir Felix Mendelssohn. Albert Semprini
leikur á píanó. b. Tilbrigði op. 23 eftir Johannes
Brahms um stef eftir Schumann. Ilja Humik og
Pavel Stephan leika á tvö píanó. c. Fiðlusónata
nr. 2 í d-moll op. 121 eftir Robert Schumann.
Christian Ferras og Pierre Barbizet leika.
18.00 Fréttir.
18.03 Torglð - Neytendamál. Umsjón: Steinunn
Harðardóttir.
Tónlist. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir.
19.00 Kvöldfréttir
19.30 Tilkynningar.
19.35 Glugginn - Menning í útlöndum. Umsjón:
Anna Margrét Sigurðardóttir.
20.00 Nútímatónlist. Þorkell Sigurbjörnsson kynn-
ir hljóðritanir frá Tónskáldaþinginu í Paris.
20.40 Dægurlög milli stríða.
21.30 Sorgin gleymir engum. Umsjón: Bernharð-
ur Guðmundsson.
22.00 Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð
kvöldsins.
22.15 Veðurfregnir.
22.20 Sjónaukinn. Af þjóðmálaumræðu hérlendis
og erlendis. Umsjón: Bjarni Sigtryggsson.
23.10 Djassþáttur. Umsjón: Jón Múli Árnason.
(Einnig útvarpaö nk. þriðjudag kl. 14.05).
24.00 Fréttir.
24.10 Samhljómur. Umsjón: Edward J Frederik-
sen. (Endurtekinn þáttur frá morgni).
01.00 Veðurfregnir.
Næturútvarp á samtengdum rásum til
morguns.
01.00 Vökulögin. Tónlist af ýmsu tagi í næturút-
varpi. Fréttir kl. 2.00 og 4.00 og sagðar fróttir af
veðri, færð og flugsamgöngum kl. 5.00 og 6.00.
Veðurfregnir frá Veðurstofu kl. 4.30.
7.03 Morgunútvarpið. Dægurmálaútvarp með
fróttayfirtiti kl. 7.30 og 8.30 og fréttum kl. 8.00.
Veðurfregnir kl. 8.15. Leiðarar dagblaðanna að
loknu fróttayfiriiti kl. 8.30. Tíðindamenn Morgun-
útvarpsins úti á landi, í útlöndum og í bænum
ganga til morgunverka með landsmönnum.
Miðvikudagsgetraunin lögð fyrir hlustendur.
10.05 Miðmorgunssyrpa. Umsjón: Kristín Björg
Þorsteinsdóttir.
12.00 Fréttayfiriit. Auglýsingar.
12.12 Á hádegi. Dagskrá Dægurmáladeildar og
hlustendaþjónusta kynnt. Sími hlustendaþjón-
ustunnar er 693661.
12.20 Hádegisfréttir
12.45 Á milli mála. Umsjón: RósaGuðný Þórsdótt-
ir.
16.03 Tekið á rás. Lýst leik Islendingaog Ungverja
í undankeppni Ólympíuleikanna í knattspyrnu
sem háður er í Búdapest.
17.45 Dagskrá. Hugað að mannlífinu í landinu:
ekki ólíklegt að svarað verði spurningum frá
hlustendum, kallaðir til óljúgfróðir og spakvitrir
menn um ólík málefni. Sólveig K. Jónsdóttir
gagnrýnir kvikmyndir. Sigríður Halldórsdóttir
flytur pistil dagsins.
19.00 Kvöldfréttir
19.30 íþróttarásin.
22.07 Af fingrum fram. - Eva Albertsdóttir.
23.00 Staldrað víð. Að þessu sinni verður staldrað
við á Ðlönduósi, rakin saga staðarins og leikin
óskalög bæjarbúa.
24.10 Vökudraumar.
01.00 Vökulögin. Tónlist af ýmsu tagi í næturút-
varpi til morguns. Fréttir kl. 2.00 og 4.00 og
sagðar fréttir af veðri, færð og flugsamgöngum
kl. 5.00 og 6.00. Veðurfregnir frá Veðurstofu kl.
4.30.
Fréttlr kl. 2.00, 4.00, 7.00, 7.30, 8.00, 8.30, 9.00,
10.00, 11.00, 12.00, 12.20, 14.00, 15.00, 16.00,
17.00,18.00,19.00, 22.00 og 24.00.
SVÆÐISÚTVARP Á RÁS 2
8.07- 8.30 Svæðisútvarp Norðurlands
18.03-19.00 Svæðisútvarp Norðurlands
SJÓNVARPIÐ
Miðvikudagur
4. maí
18.50 Fréttaágrip og táknmálsfréttir
19.00 Töfraglugginn - Endursýning. Edda Björg-
vinsdóttir kynnir myndasögur fyrir böm. Umsjón:
Árný Jóhannsdóttir.
19.50 Dagskrárkynning
20.00 Fréttir og veður.
20.30 Nýjasta tækni og vísindi Umsjónarmaður
Sigurður H. Richter.
20.50 Kúrekar í Suðurálfu (Robbery Under Arms)
- Fyrsti þáttur - Nýr, ástralskur framhalds-
myndaflokkur í 6 þáttum, gerður eftir sögu eftir
Rolf Boldrewood. Leikstjórar Ken Hannam og
Donald Crombie. Ævintýri eöalborins útlaga og
félaga hans í Ástralíu á síðustu öld. Þýðandi
Jón O. Edwald.
21.40 Sverrir Kristjánsson sagnfræðingur Pétur
Pétursson ræðir við hann. Þátturinn var áður á
dagskrá þann 29. júní 1975.
22.55 Útvarpsfréttir í dagskrárlok.
Miðvikudagur
4. maí
16.40 Stríðið milli kynjanna The War Between
Men and Women. Gallharður piparsveinn snýr
við blaðinu og fer að búa með fráskilinni konu
með þrjú börn, hvolpafulla tík og fyrrverandi
eiginmann í eftirdragi. Aðalhlutverk: Jack
Lemmon, Barbara Harris og Jason Robards.
Leikstjóri’: Melville Shavelson. Framleiöandi:
Danny Arnold. Þýðandi: ÖmólfurÁmason. CBS
1972. Sýningartími 100 mín.
18.20 Kóalabjörninn Snari. Teiknimynd. Þýðandi:
Sigrún Þorvarðardóttir.
18.45 Af bæ í borg. Perfect Strangers. Gaman-
myndaflokkur um seinheppnu frænduma Larry
og Balki sem deila íbúð í Chicago. Þýðandi.
Tryggvi Þórhallsson. Lorimar._____________
19.1919:19. Fréttir, veður, íþróttir, menning og
listir, fréttaskýringar og umfjöllun. Allt í einum
pakka.
20.30 Undirheimar Miami Miami Vice. Spennu
þáttur með Don Johnson og Philip Michael
Thomas í hlutverkum leynilögreglumannanna
Crockett og Tubbs. Þýðandi: Björn Baldursson.
MCA._________________________________________
21.20 Baka fólkið People of the Rain Forest. Ný
fréeðslumynd í 4 hlutum um Baka þjóðflokkinn
sem býr í regnskógum Afríku. 1. hluti. Fram-
leiösla og stjóm upptöku: Phil Agland. Channel
4 1988.
21.45 Hótel Höll Palace of Dreams. Ástralskur
framhaldsmyndaflokkur. 8. hluti af 10. Þýðandi:
Guðmundur Þorsteinsson. ABC Australia.
22.45 Jazz Jazzvisions. Þeir sem fram koma: Etta
James, Joe Walsh, Albert Collins og George
Wendt. Þýðandi: Ágústa Axelsdóttir. Lorimar
1987.
23.45 Capo Blanco. Cliff Hoyt ákveður að snúa
baki við skarkala heimsins og flytur til Capo
Blanco, lítils fiskiþorps við strendur Perú. En við
komu bresks rannsóknarskips er kyrrð þorpsins
rofin. Aðalhlutverk: Charles Bronson, Jason
Robards ogóominique Sanda. Leikstjóri: J. Lee
Tompson. Framleiðandi: Martin V. Smith. Lori-
mar 1981. Sýningartími 90 mín. Ekki við hæfi
barna.
01.20 Dagskrárlok.