Tíminn - 21.06.1988, Síða 8

Tíminn - 21.06.1988, Síða 8
.8 Tíminn Tíminn MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri Ritstjórar: Aöstoðarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriði G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason Oddur Ólafsson Birgir Guðmundsson Eggert Skúlason Steingrímur G íslason Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskriftog dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Auglýsingaverð kr. 465,- pr. dálksentimetri. Verð í lausasölu 60,- kr. og 70,- kr. um helgar. Áskrift 700.- Bækur og bókaútgáfa Stundum er sagt að íslendingar séu mesta bókaþjóð í heimi. í því felst þá einnig vísbending um að þeir séu lestrarhestar umfram aðrar þjóðir. Ekki skal tekin nein ófrávíkjanleg afstaða til þess, hvort svo sé í raun og veru að íslendingar séu meiri bókamenn en dæmi eru um með öðrum þjóðum eða að þeir verji fleiri stundum til lestrar en aðrir. Slíkur samanburður hlýtur að vera nokkuð vandasamur og torræður, enda fara sögur af því að ýmsar þjóðir aðrar en íslendingar geri kröfu til þess að lesa mikið í frístundum. Hvað íslendinga varðar er það gleðiefni að bóklestur ætlar að halda áfram að vera áhugamál og tómstundaiðja fjölda fólks. Sú tilgáta, sem oft hefur verið sett fram, að lágmenningarefni popp- heimsins og fjölmiðlanna eigi eftir að útrýma „bókinni“ fær vonandi ekki staðist. Sannleikurinn er sá að enn er það fjöldi manns, þ.á m. ungt fólk, sem kýs að flýja ágengni poppmenningarinnar og leita sér skjóls í friðarheimi bókarinnar. Ekki er annað að sjá en að bókaútgáfa sé með miklum blóma hér á landi. Það bendir ótvírætt til þess að almennur markaður sé fyrir góðar bækur og íslendingar haldi þeim sið, sem gjarnan hefur verið við þá kenndur, að hvert heimili eignist sitt bókasafn. Bókaútgefendur virðast hafa metnað til þess að gefa út gagnlegar bækur um leið og þær eru vandaðar að frágangi og vel unnar á allan hátt. Prentvinnu og bókagerðarlist yfirleitt hefur stórum fleygt fram á síðustu árum. Sem vitni um hversu bókaútgáfa er í raun fjölbreytt og kemur víða við er sú staðreynd að á þessum síðustu vikum er verið að gefa út Passíu- sálma Hallgríms Péturssonar í 78. sinn á u.þ.b. 300 árum og Ljóðaárbók 1988 er send á markaðinn með kvæðum eftir 75 samtíma skáld sem bera einkenni síns tíma í efni og formi. Pá hefur Sturlunga nýlega verið gefin út af miklum myndar- brag. Tilkynnt hefur verið að eitt af umsvifamestu forlögum landsins vinni að útgáfu íslenskrar al- fræðibókar, og má það heita tímamótaviðburður í íslenskri bókaútgáfu. Petta sama forlag hefur gefið út vandaða ensk-íslenska orðabók, sem minnir á nauðsyn þess að skipulega sé unnið að gerð góðra orðabóka á fleiri málum, svo að ávallt séu tiltækar orðabækur sem hæfa líðandi stund. M.a. er mikil þörf þess að semja að nýju íslensk-danska og íslensk-enska orðabók, því að orðaforði þeirra bóka, sem nú er að hafa á þessu sviði er orðinn mjög ófullkominn. Hvað sem líður nýrri fjölmiðlun og margvísleg- um möguleikum til afþreyingar, er vissulega von til þess að bókin haldi velli. Þriðjudagur 21. júní 1988 iltli!! GARRI !|I«ÍI1IÍ Evropubandalagið Steingrímur Hermannsson utan- ríkisráðherra kom með ýmsar at- hyglisverðar ábendingar varðandi samstarf okkar við þjóðir Evrópu- bandalagsins í viðtaii við Tímann á þjóðhátíðardaginn. Hann sagði þar um þetta mál: „Sérstaða okkar er auðvitað ótvírxð, t.d. á þessum stóra mark- aði og reyndar í þeirri fjölþættu samvinnu sem erað takastí Evrópu og menn kalla m.a. pólitískan sam- runa. Þar stöndum við æði mikið sér. Vegna fjarlægðarinnar einnar eigum við nokkuð erfitt með að taka virkan þátt í slíku samstarfi. Þá er og á það að líta að við erum miklu fámennari en flestar aðrar Evrópuþjóðir, en myndum þó þurfa að hafa fjölmenna sveit manna úti í Brussel til þess að taka þátt l slíku. Af þessum sökum höfum við greinilega sérstöðu sem að mínu mati ræður því mjög að fullkomin þátttaka í Evrópubanda- laginu hentar okkur aUs ekki. Mín skoðun er hins vegar sú að við getum náð mjög viðunandi samn- ingum án þess að ganga þar til fullrar þátttöku, því við erum mjög mikilvægir fyrir Evrópu í ýmsu tUliti, í fyrsta lagi sækjast Evrópu- þjóðir eftir fiskinum héðan, sem er úr hreinum sjó og aUt öðru um- hverfi en þeir hafa við strendur Evrópu, í öðru lagi er ekki hægt að neita því að því miður erum við ■ afar mikilvægur hlekkur í vörnum Evrópu. Þetta er viðurkennt og mikils metið af Evrópuþjóðum. Það verð ég var við. Og þó að ég vilji alls ekki selja varnir fyrir viðskipti, þá er þetta samt staðr- eynd sem tekið er tiUit til. “ Samruni á mörgum sviðum Um þátttöku í sameiginlegum vinnumarkaði og sameiginlegum fjármagnsmarkaði segir Steingrím- ur einnig þama: „Samruninn í Evrópu erá mörg- um sviðum, en ég held að við verðum að takmarka okkar þátt- töku við atriði sem okkur hentar og við ráðum við. Ég tel t.d. að sameiginlegur vinnumarkaður sé ekki hlutur sem henti okkur. Það sama ma segja um . fjármagnsmarkað. Hins vegar álít ég að við eigum að taka fuUan þátt í frjálsum viðskiptamarkaði. “ Ekki þarf að efa að hér er talað í takt við það sem eru skoðanir meginþorra íslendinga. Nú að ný- afstöðnum þjóðhátíðardegi er okk- ur kannski enn meira í huga en stundum endranær að við háðum á sínum tíma harða baráttu fyrir sjálfstæði okkar, og það er eðlilegt að þjóðinni sé það ofurlega í huga að afsala sér ekki neinum hluta af hinu pólitíska sjálfstæði. Sama máli gegnir líka um fiski- miðin umhverfis landið. Við háð- um hörð þorskastríð til að ná yfirráðum yflr þeim hér á árum áður, og þess er ekki að vænta að fólk sé reiðubúið til að afsala sér neinum réttindum að því er varðar yfirráðin yfir þeim. Við Evrópuþjóðir viljum við vitaskuld eiga gott og náið samstarf. Hins vegar fer það ekki á miUi mála að bæði í Evrópu- bandalaginu og í öðru samstarfi þeirra eru á ferðinni hugmyndir sem stefna að því að sameina þjóðirnar sem mest, m.a. á pólit- ískum vettvangi. Það er ekki síst af landfræðilegum og sögulegum ástæðum að þess er ekki að vænta að íslendingar séu reiðubúnir að taka þátt í slíkum samruna. Að öðru er lika að gæta í þessu sambandi. Hér innanlands hafa undanfaríð heyrst raddir sem halda því fram að við eigum að ganga ■ Evrópubandalagið. Þetta eru rót- tækar hugmyndir, en máski van- hugsaðar. Til þess að íslcnsk lyrir- tæki séu í stakk búin til að hella sér út í darraðardans samkeppninnar innan Evrópubandalagsins þurfa þau til dæmis að búa við sömu samkeppnisaðstæður og þar ríkja. Það innifelur meðal annars að þau búi við sama fjármagnskostnað og tíðkast í löndum Evrópubanda- lagsins. Eins og fram hefur komið nú í vetur og vor er vaxtahyrdm á fiskvinnslustöðvum landsmanna margföld á við það sem sambærileg fyrírtæki til dæmis í Bretlandi búa við. Áður en til greina getur komið að opna hér landamæri fyrir er- lendu fjármagni og þar með er- lendri samkeppni umfram það sem nú er, verður að teljast frumskil- yrði að við náum áður sambærileg- um tökum á efnahagsmálum okkar við það sem gerist í samkeppnis- löndunum. Það þýðir ekki að krefj- ast þess að fyrirtæki á landsbyggð- inni standi sig í samkeppni á sama tíma og á þau eru lagðar vaxtabyrð- ar langt umfram það sem gerist í nálægum löndum. Þess vegna þýð- ir tæpast að hugsa til nánari efna- hagslegra tengsla við þjóðir á meg- inlandi Evrópu nema okkur takist fyrst að koma hér á sambærilegu efnahagslegu jafnvægi og þar gerist. Garri. VÍTTOG BREITT llllllll llllllll Valköstur þjóðhátíðar „Nokkur ölvun var í Höllinni en allt fór vel fram,“ sagði í frétt frá 17. júní hátíðarhöldum í DV. Með fylgdi mynd af hóp unglinga og þar með eftirfarandi texti: „Lúnir tón- leikagestir í Laugardalshöll voru lagðir til hvílu í einum afkima Hallarinnar og látnir sofa úr sér mestu vímuna.“ Myndin er furðulík mörgum fréttamyndum sem berast erlendis frá þar sem styrjaldir geisa og líkum er safnað saman eftir átök og raðað á jörð þar til einhverjir aðilar ákveða hvað gera eigi við fórnarlömbin. Svona myndir eru gjarnan teknar þegar einhverjir ganga framhjá röðinni og líta yfir valinn. Ljósmyndari DV hefur það fréttanef að taka myndina af sínum „líkfundi“ á nákvæmlega þennan kunnuglega hátt. Það sem fór svona vel fram í Höllinni voru tónleikar á vegum Listahátíðar þar sem nokkrum vin- sælum hljómsveitum var smalað saman til að smala unglingum sam- an og þarna tókst að bæta 5 þúsund manns við allan þann grúa sem naut Listahátíðar. Tíðindalaust á poppvígstöðvunum Líklegast er það matsatriði hve- nær eitthvað fer vel fram og hvenær miður. Að minnsta kosti hlýtur að vera umdeilanlegt að listahátíðar- dagskrá sé með öllu hnökralaus þegar taka þarf marga unglinga, pilta og stúlkur, úr umferð með þeim ógeðfellda hætti að raða með- vitundarlausum líkömum þeirra upp á hráslagalegt gólf afsíðis í tónleikahöll og láta þá liggja þar vegfarendum og blaðaljósmynd- urum til sýnis. Ef tónleikahaldarar og ráða- menn hljómleikahallarinnar halda að svona lagað sé sæmileg meðferð á áheyrendum og gestum, þótt örmagna séu af vímuefnaneyslu, Hátíðin var haldin bæði undir og yfir regnhlífum. Tímamynd Gunnar. ■er auðvitað ekkert óeðlilegt þótt þeir haldi því fram að skemmtun þeirra hafi farið vel fram og láta fjölmiðla hafa það eftir sér þótt reyndin sé önnur. Vígvallarmyndin úr Laugardalshöllinni er dæmi um sljótt viðhorf til mannlegrar niður- lægi'ngar og að halda því fram að allt hafi farið vel fram á samkundu sem lætur svona vegsummerki eftir sig sýnir siðferðisstig sem ekki sæmir þeim sern ráða húsum þar sem menningarlíf ungmenna á að fara fram í. Innihátíð Annars var það kannski mikið happ að Listahátíð skyldi efna til dægurlagahljómleika á þjóðhátíð- ardaginn. Suðvestanlands var ekki hundi út sigandi vegna vatnsveðurs og í miðbæ Reykjavíkur mættu ekki aðrir til leiks en blöðru- og pylsusalar og mennirnir sem settu upp hljómsveitarpallinn og spila- menn sem ráðnir voru til að leika fyrir þjóðhátíðardansi. Þetta er langt frá því að vera í fyrsta sinn sem 17. júnf hátíðar- höldin fara í vaskinn vegna lemj- andi votveðurs, en hins vegar sýnist sem fólk sé nú fyrst farið að gefast upp á að sækja útihátíðarhöldin og fá sér pylsu með öllu og miklu vatni til viðbótar til að minnast sjálf- stæðisins. íþróttamótin á þjóðhátíðardag- inn eru fyrir löngu aflögð í höfuð- borginni og einhver ætlaði að safna fé með fótboltaleik á Laugardals- velli en uppskar ekki annað en rigningu og tap. Tilraun var gerð til að skemmta blessuðum börnun- um en á þá tilbreytingu rigndi eins og allt annað utandyra. En áfram verður haldið að gefa frí og halda upp á þjóðhátíð hvern- ig svo sem vindurinn blæs og jafn- vel þótt hann rigni en í framtíðinni mun dagskráin væntanlega taka stakkaskiptum eins og hún hefur reyndar gert frá því farið var að halda 17. júní þjóðhátíðlegan. En vonandi verður fréttaefni af þjóðhátíðum framtíðarinnar gæfu- legra en svo að það minni helst á mannfall í stórorustum úti í róstu- sömum heimi. Alla vega var það heppilegt að Listahátíð skyldi hald- in í Laugardalshöllinni því þar var hægt að forðast vætuna að ofan, sem samt er saklausari en sú brjóst- birta sem olli valköstunum í Laug- ardalshöllinni. OÓ

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.