19. júní - 01.06.1927, Síða 1

19. júní - 01.06.1927, Síða 1
Rifstjóri: Inga L. Lárusdóttir. 19. JÚNÍ Afgreiðsla: Sólvellir. — Sími 1095. X. árg. Reykjavík, Júní 1927 6. tölubl. Askorun til íslenskra kvenkjósenda. Undirritaðar stjórnir félags íslenskra hjúkrnnarkvenna og Landsspítalasjóðs íslands leyfa sér hér- með að skora á yður, að þér, við kosningar þær til Alþingis sem fram eiga að fara 9. júlí næstkomandi, beitið áhrifum yðar á fundum þeim, sem frambjóðendur í kjördæmi yðar halda á undan kosningum, til þess að fá þingmannaefnin til að láta ákveðið í Ijós, hver sé afstaða þeirra til Landsspitalamálsins. Leyf- um vér oss jafnframt að skora eindregið á yður að kjósa þá eina til þingsetu, sem lofa því staðfastlega, að styðja að fljótum framkvæmdum þessa nauðsynjamáls. Þá viljum vér einnig vekja athygli yðar á nauðsyn þess að konur standi saman um þetta mál, og biðjum vér yður þessvegna, að gera alt, sem í yðar valdi stendur til þess að vekja athygli og áhuga kven- kjósenda í nágrenni yðar á því hve mikilvægt Landsspítalamálið er, og brýna fyrir þeim, að þessu máli geta þær nú veitt þá liðveitslu, sem er því nauðsynleg og nægileg til sigurs, ef þær, allar sem ein, kjósa öðrum fremur, þá menn sem tjá sig einlæglega fylgjandi framgangi Landsspítalamálsins og gefa skýlaus ioforð um að styðja það með ráðum ráðum og dáð, er á þing kemur. Landsspítalaroálið er hið fyrsta og stærsta mál, er konur alls landsins hafa bundist samtökum um. Saga þessara samtaka er svo kunn orðin að engin þörf er á að rekja hana hér. Hún hefst árið 1915 með almennri fjársöfnun, en síðan hefir verið haldið áfram með svo góðum árangri að í Landsspítasjóð hafa safnast um kr. 320.000.00 auk minningagjafasjóðs, sem verður styrktarsjóður sjúklinga, er leita beilsubótar á Landsspítalanum, og sem nú er orðinn um kr. 125.000.00. Samhliða fjársöfnuninni lét stjórn Landsspít- alasjóðsins sér ant um að vekja athygli þings og stjórnar á þeirri skyldu er þeim ber til að sjá sjúklingum hvaðanæfa af landinu fyrir góðu, fullkomnu sjúkrahúsi. Stærsta sporið í málinu var stigið vorið 1925, er stjórn Landsspítalasjóðs Islands, og ríkisstjórn gerðu samning með sér um byggingu Landsspítalans. Átti Landssítalasjóður að leggja einn fram fé til þess verks sem unnið yrði á árinu 1925, en síðan í hlutfalli við ríkisjóð, meðan Landsspítalasjóður entist. Skuldbatt ríkisstjórn sig til þess að verkinu skyldi lokið og Landsspítalinn fullgjör árið 1930. Hingað til hefir verið unnið að byggingu spítalans fyrir fé Landsspítalasjóðs og rikisjóðs í samein- ingu. En vegna þess að síðasta framlag Lanþsspítalasjóðs greiðist nú í ár verður það ríkissjóður eingöngu, sem leggja verður fram þáð fé sem verður til að Ijúka verkinu. Þetta getur hann gert með tvennu móti: með framlagi úr rikissjóði, sé fé fyrir hendi, eða með því að taka lán í þessu skyni, Heimildarlög fyrir lántöku til opinberra bygginga eru til frá árinu 1919 og var á siðasta Alþingi samþykt þingsályktunartillaga um að nota þau, ef þörf gerðist. Landsspítalamálið er stærsta og víðtækasta málefnið, sem konur enn hafa beitt sér fyrir. Það er eitt hið stærsta velferðarmál þjóðarinnar, því án Landsspítalans eru endurbætur á heilbrigðismálum hennar óframkvæmanlegar. Verkefni það, sem Landsspítalinn á að vinna er rnargþætt. Má því til sönnunar telja; I. Landsspítalanum er ætlað að bæta úr hinni gífurlegu þörf góðs sjúkrahúss, er veitt geti mót- töku öllum, sem sjúkdómi eru haldnir, hvaðanæfa af landinu. Nú er ástandið svo, að sjúklingar verða að híða, þótt líf þeirra liggi við að komast sem fyrst undir læknishendi, eftir því að rúm losni handa þeim, og verðá svo, þeir sem á sjúkrahús komast, að hverfa þaðan aftur, áður en þeir hafa fengið nægilegan bata, til þess að aðrir geti komist að. II. Læknafélag íslands og Háskólaráð hafa lýst yfir því, að læknamentun í landinu sá beinlinis hætta búin, vegna þess, hve litinn kost læknanemar eigi á því, að njóta »praktiskrar« kenslu á þeim fáu og ófullkomnu sjúkrahúsum, sem þeir nú eiga aðgang að. Landsspítalinn verður fullkomin kenslustofnun fyrir þá menn, sem taka ætla að sér það ábyrgðarmikla starf, að gerast læknar úti um sveitir landsins. III. Hingað til hefir þess eigi verið neinn kostur að íslenskar hjúkrunarkonur gætu numið hjúkr- unarstörf til hlýtar hér á landi. Þær hafa að mestu leyti orðið að sækja mentun sina til útlanda. Það nám er svo dýrt, að á meðan ástandið er eins og það er nú, verður hér jafnan skortur á vel mentuðum hjúkr-

x

19. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/199

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.