19. júní - 01.06.1927, Blaðsíða 2

19. júní - 01.06.1927, Blaðsíða 2
83 19. JÚNl 84 unarkonum. Á Landsspítalanum geta íslenskar hjúkrunarkonur fengið þann undirbúning undir starf sitt, sem hliðstæður er því besta í þeirri grein í öðrum löndum. IV. Meðan hér er engin fæðingardeild, er útilokað, að ljóstnæður fái þann undirbúning undir starf sitt, sem þeim er nauðsynlegur. Úr þessu verður bætt með Landsspítalanum. Á fæðingardeild hans geta væntanlegar Ijósmæður fengið þá æfingu og reynslu sem þeim er ómissandi til þess að geta gengt þeirri ábyrgðarmiklu stöðu, sem hver Ijósmóðir á okkar strjálbygða landi verður að gegna, þar sem svo oft er eigi um aðra hjálp að ræða er þá, sem ljósmóðirin er fær um að veita. Úað sem hér er sagt er nægilegt til að sýna að Lansspítalamálið er ekkert smámál, eða þannig vaxið að það þoli bið Það var með ráðnum huga að konur völdu þetta mál, til að marka þau tímamót^ er þær fengu kosningarrétt og kjörgengi til Alþingis. Það er framtaki kvenna að þakka að málið er nú vel á veg komið. En um endalok þess veltur á því að þeir menn veljist á þing fyrir næsta kjörtímabil, er með áhuga og skilningi á nauðsyn endurbóta heilbrigðismálanna, ljái Landsspítalamálinu óskipt fylgi sitt. Vér kvenkjósendur, verðum að gera alt það, sem í voru valdi stendur til þess að svo verði. Vér verðum að fá skýlausa yfirlýsingu þingmannaefna um, að þeir muni stuðla að því, að Landsspítalinn taki til starfa árið 1930, með því að nota atkvæði sín, er á þing kemur, til þess að á næstu fjárhagstímabilum verði veitt nægilegt fé til lúkningar byggingunni, og útbúnings spítalans, annaðhvort baint úr ríkissjóði eða með þvi að nota lánsheimild þá, sem fyrir hendi er. Verum samtaka í því að kjósa þá eina, er gefa skýlaus loforð um þetta. Reykjavík 31. maí 1927. í stjórn Landspítalasjóðs íslands: Ingibjörg H. Bjarnason, formaður, Ágústa Sigfúsdóttir, gjaldkeri, Inga Lárusdóttir, ritari, Elín Jónatansdóltir, Hólmfríður Rósenkranz, Jónína Jóntansdóttir, Laufey Vilhjálmsdóttir, Lilja Kristjánsdóttir. Síjórnarskrármálið á Alþingi 1927. Á síðari árum, síðan farið var að heyja þing ár- lega, hafa oft heyrst raddir, og það all-háværar um, að sjálfsagt mætti spara eitthvað, ef reglulegt Alþingi væri aðeins háð annaðhvert ár. Það er því sízt óeðlilegt, að gerðar hafa verið til- raunir í þessa átt, bæði af einstökum þingmönnum og ríkisstjórninni. Á þingunum 1923 og 1924 voru borin fram af þingmanna hálfu alls 3 frv. til stjórn- arskipunarlaga um breytingar á stjórnarskránni. Fyrst bar 1. þm. Skagfirðinga (Magnús Guðmundsson, núver- andi atvinnumálaráðherra) fram frv. í Nd. á þing- inu 1923, sem fór fram á þær tvær höfuðbreytingar á núverandi skipulagi, að ráðherra skyldi vera ein- ungis einn, og að reglulegt Alþingi (tjárlagaþing) skyldi halda annaðhvert ár. 1 sambandi við hina síðarnefndu breytingu var stungið upp á, að kjörtímabil kjördæmakosinni þing- manna skyldi vera 6 ár, en landskjörinna 12 ár. í frv. var þó ákveðið að fjölga mætti ráðherrum með einföldum lögum, og nefnd sú í Nd. er fjallaði um í stjórn fél. ísl. hjúkrunarkv.: Sigríður Eiríksdóttir, formaður, Sólborg Bogadóttir, varaformaður, Kristjana Guðmundsdóttir, ritari, Bjarney Samúelsdóttir, gjaldkeri, Jórunn Bjarnadóttir, meðstj. málið var sammála um að leggja til, að einnig mætti ákveða með einföldum lögum, að reglulegt þing skyldi háð árlega. Á þinginu 1924 bar 4. landskjörinn þm. (Jón Magnússon) fram frv. sama efnis í Ed., og fór það frv. þó einnig fram á nokkrar aðrar smávægilegri breytingar. Framsóknarflokksmenn í Ed. báru hins- vegar fram annað frv., þar sem ákveðið var, að ráð- herrar skyldu vera 2, fjárlagaþing annaðhvert ár, en kjörtímabil óbreytt 4 og 8 ár. Frv. Jóns Magnússonar gekk til 3. umræðu, með litlum breytingum, en við 3. umr. báru tveir þing- menn (Guðm. Ólafsson og Einar Árnason) fram til- lögu um afnám landkjörsins. Náði sú tillaga sam- þykki, en frv. svo breylt féll síðan með jöfnum at- kvæðum. Kom þá fram, að báðir stærstu flokkarnir vildu þinghald annaðhvert ár, en till. um 1 ráð- herra mætti sem fyr andspyrnu frá Framsóknar- flokknum. 4 Þannig er þá rakin í stórum dráttum meðferð stjórnarskrármálsins á þingunum 1923 og 1924. En með því að almennar kosningar til Alþingis eiga að fara fram eftir þingið 1927, taldi ríkisstjórn- in hentugt að koma fram með breytingar á stjórnar- skránni á nýafstöðnu þingi og reyna þannig að ná samkomulagi um eina veigamikla breytingu að minsta

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/199

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.