19. júní - 01.06.1927, Qupperneq 6

19. júní - 01.06.1927, Qupperneq 6
91 19. J Ú NÍ 92 Samvinna hjúkrunarkvenna á NorðurJöndum í þessum mánuði á íslenzka hjúkrunarkvenna- stéttin von á góðum gestum. Eru það fulltrúar hinna norrænu hjúkrunarkvennafélaga, sem ætla að sækja oss heim og halda með oss fundi um sameiginleg áhugamál vor. Fulltrúarnir verða 12 að tölu, 3 frá hverju landi, Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi. Konur þessar koma þ. 12. júní og hafa í hyggju að dvelja hér til 22. júní. Félag íslenskra hjúkrunarkvenna hefir nú um þriggja ára skeið staðið í náinni samvinnu við Hjúkrunarkvennafélög Norðurlanda, sem með Ijúfu geði hafa stutt oss í vanefnum vorum og hjálpað hjúkrunarkonum vorum til aukinnar þekkingar á ýmsum sviðum. íslenzka hjúkrunarkvennastéttin hefir átt erfitt uppdráttar; en um það skal ekki fjölyrt hér, þareð talsvert hefir áður verið skrifað um það mál, enda liggja nú vonandi bjartari tímar fram- undan. Aðalhjálp hinna norrænu systra vorra hefir legið í því, að þær hafa veitt oss stuðning við hjúkrunarnámið, sem ekki er hægt að fullkomna hér á landi eins og nú er ástatt. Hafa hjúkrunarnem- arnir að loknu 2ja ára hjúkrunarnámi á hérlendum sjúkrahúsum verið sendir á norræn sjúkrahús og tekið síðasta áfangann af náminu þar, aðallega í skurð- lækningadeild og fæðingastofum. Pessi ráðstöfun hefir til þessa verið óumflýjanleg; en oss sem höfum fylgt hjúkrunarnemunum frá því þær byrja og til námsloka, dylst þó eigi hve mikla erfiðleika þetta margskifta og kostnaðarsama nám hefir í för með sér. Dettur mér þá oft í hug foreldralaust barn, sem nýtur uppeldis sfns á fleiri mismunandi heimilum, þar til það er talið fleygt og sjálfbjarga. Margan góðan hlut má gera úr brotasilfri og víst er um það, að margur nýtur maður hefir farið varhluta af heild- arkendinni í uppeldi sínu; en jafnframt er það engum vafa bundið, að fleiri munu þeir vera, er á slíkri Ieið glata einhverju, og þá oft því bezta og göfugasta í fari sínu. Má því telja aðstöðu þess barns, er í uppvextinum nýtur samfeldra góðra áhrifa ólíkt betri. Unga stúlkan, sem með brennandi áhuga óskar að gera sjúkrahjúkrun að lífsstarfi sínu, er í byrjun ekki annað en barn í starfa sínum. Það þarf að leiða hana með gætni í gegnum námið, sýna henni skilning og veita henni nýtt uppeldi, svo hið bezta í fari hennar glatist eigi einmitt á námsárun- um, á meðan hún er að fella sig við hið nýja líf, sem er svo gjörólikt því, sem hún áður hefir átt að venjast. Það er því eigi furða, þótt núverandi náms- skilyrði bjúkrunarkvenna vorra sé oss talsvert um- hugsunarefni. Beinast vonirnar í þessa átt að Lands- spítalanum, þar sem alt útlit verður fyrir að upp- eldi framtíðarhjúkrunarkonunnar íslenzku muni fara fram, undir góðri handleiðslu og stjórn. Mál þetta er oss svo skylt, að Fél. ísl. hjúkrunarkvenna hefir að eðlilegum ástæðum sett á dagskrá sina í sumar umræður um aðstöðu íslenzkra hjúkrunarkvenna- stéttarinnar til hjúkrunarnáms og skilyrða í hinum komandi Landsspítala. Oss er ennfremur fullljóst, að i þessu efni hvílir mikil ábyrgð á stétt vorri, þareð væntanlega munu íslenzkar hjúkrunarkonur starfa í spítalanum og er því eigi of fljótt hafist handa, að gera alt til þess að auka ment þeirra stéttar, er á fyrir höndum að verða leiðtogar hinna ungu hjúkrunarkvenna. 1 fám orðum mun íslenzka hjúkrunarkvennasléttin þá eiga alt undir hjúkrunarfyrirkomulagi og kensluaðferðum Landsspitalans. Fél. ísl. hjúkrunarkvenna gefst nú ágætis tækifæri til að ræða þessi nauðsynjamál í viðurvist hjúkrun- arkvenna þeirra, er lengst og bezt hafa starfað að endurbótum á hjúkrun í löndum sínum og teljum vér það víst, að konur þessar muni leggja oss góð ráð og liðsinni nú sem fyr, er vér höfum þurft á því að halda. Framsögu í máli þessu mun formaður félagsins hafa. Auk þess hefir prófessorfrú C. Bjarnhjeðinsson framsögu í máli því, er á dagskrá nefnist: »Hjúkr- unarnám«. Er ætlast til að fyrra málið verði rætt á opinberum fundi og væntum vér þá, að læknar og ýmsir menn og konur, er að því standa, verði viðstaddir og mun þeim einoig verða gefinn kostur á, að ræða málið með oss. Hið seinna mál vort verður rætt innan Sambandsins, þareð það mun verða í sambandi við núverandi hjúkrunarment vora. Norrænu fulltrúarnir hafa mörg mál á dagskrá, er rædd verða innan Sambandsins, og eru þær auð- vitað komnar mun lengra á braut sinni en við. Meðal helztu mála er rædd verða má nefna: »Er hjúkrunarment nægileg undirstaða, til þess að geta tekist á hendur stjórn á barna- heimilum«. Framsögu hefir forstöðukona We- lander-barnaheimilisins í Kaupmannahöfn, Hed- vig Post, »hvernig skal beita áhrifum sínum, svo að ungar konur, er óska að gerast hjúkrunarkonur, afli sér betri almennrar mentunar« og »hvernig ber að kynna aðstöðu á hinum mis- munandi sjúkrahúsum, svo hinar ungu stúlkur hafi meiri skilning á því starfi, er þær ganga að«. Framsögu hefir forstöðukona Bispebjerg spítala í Kaupmannahöfn og formaður í Dansk Syge- plejeraad, Charlotte Munck. »Er ekki nauðsynlegt, að beina athygli sinni að ýmsum nýjum hreyfingum, sem líta út fyrir að muni hafa áhrif á hjúkrunarnám vort«. Fratnsögu hefir systir Bergljót Larsson, forstöðu- kona Norsk Sykepleierskeforfund, »hafa hjúkrunarkonur nægilegan áhuga fyrir

x

19. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/199

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.