19. júní - 01.06.1927, Page 7
93
19. J Ú N í
94
því, að leiðbeina hinni ungu kynslóð í heilsu-
varðveizlu«.
Framsögu hefir ríkisþingkona og form. í Svensk
Sjúksköterskeforening av 1910, Bertha Wellin.
»Næturhjúki un og ábyrgð sú er henni fylgir«.
Framsögu hefir formaður í Sjuksköterskeför-
ening i Finland, Emma Aström.
Væntum vér oss hins bezta af fundum þessum og
teljum heimsókn hjúkrunarkvennanna, sem eitt af
stærstu framþróunarsporum, er stigin hafa verið á
sviði íslenzkrar hjúkrunar.
Sigriður Eiríksdóttir,
formaður Fél. ísl. hjúkrunarkvenna.
Afreki-iverk.
Vér sögðum frá því í seinasta blaði, hver urðu
afdrif tillögunnar til þingsályktunar um, að fram-
vegis skyldi eigi algjörlega gengið fram hjá konum
við skipun opinberra nefnda. Tillagan var samþykt
nær einróma í efri deild og send til neðri deildar.
Sú för var hin mesta forsending, því þar var hún
drepin eins og áður hefir sagt verið.
Viðureign neðri deildar við tillöguna var á þá
leið, sem nú skal greina: Tillagan lögð fram. Enginn
tók til máls. Atkvæði síðan greidd með nafnakalli.
Já sögðu: Jón Sigurðsson, Magnús Guðmundsson,
Pétur Ottesen, Porleifur Jónsson, Héðinn Valdimars-
son, Jón Ólafsson.
Nei sögðu: Pétur Pórðarson, Sveinn Ólafsson,
Tryggvi Pórhallsson, Árni Jónsson, Ásgeir Ásgeirsson,
Bernhard Stefánsson, Ing. Bjarnason, Jón Guðnason,
Ben. Sveinsson.
Tveir þingmenn: Halld. Stefánsson og Hákon
Kristófersson, greiddu ekki atkvæði.
Fjarverandi voru 11 þingmenn: Jörundur Brynj-
ólfsson, Klemens Jónsson, Magnús Jónsson, Magnús
Torfason, Ólafur Thors, Sigurjón Jónsson, Pórarinn
Jónsson, Björn Lindal, Jakob Möller, Jón A. Jónsson
og Jón Kjartansson.
»Smátt markar stórt«. Afdrif þessarar lítilfjörlegu
tillögu og staðfesting deildarinnar á því, að konur
skuli útiloka frá störfum í opinberrum nefndum,
sýnir Ijóslega hvert álit allur þorri þeirra manna,
sem sæti áttu í neðri deild Alþingis árið 1927, hafa
á því, að konur geti eða eigi, að leggja nokkuð til
þeirra mála, sem alþjóð varðar.
Einir 6 þingmenn af 28 eru með tillögunni og tjá
sig með því fylgjandi jafnrétti. 9 þingmenn greiða
atkvæði á móti, en tveir sitja hjá, og verða að teljast
með mótstöðumönnum. 11 þingmenn eða því nær
*/í hlutar deildarinnar ganga af hólmi, hugsandi sem
svo, að enginn sé kendur þar, sem hann kemur ekki.
Pótt konum geti eigi annað en gramist sú lítils-
virðing á sanngjarnri kröfu þeirra, sem hér er sýnd,
er ekki hægt að komast hjá því, að sjá hlægilega
hlið á þessu máli. Eða hver getur dáðst að hug-
rekki þeirra þingskörunga, sem þora ekki að greiða
atkvæði með svona meinlausri tillögu. Hvernig reyn-
ast þeir í stórræðunum?
Hvaða ástæður færa þessir sömu menn fyrir neit-
uninni, þegar þeir, nú við kosningar, koma, hver í
sínu kjördæmi, og biðja konurnar, sem þeir eru ný-
búnir að gefa þessa vantraustsyfirlýsingu, um atkvæði
þeirra. Petta ættu konur að athuga.
Afdrif þessarar tillögu hefðu eflaust orðið önnur,
ef neðri deild hefði átt, þó ekki væri nema einni,
konu á að skipa. Hún hefði talað fyrir tillögunni.
En hér virðir enginn þingmanna tillöguna þess að
fara um hana nokkrum orðum, ineð eða móti. Og
eru þeir þó jafnaðarlega ekki ósparir á að tala.
Nei, tillagan er steindrepin, þegjandi og hljóðalaust.
Andstæðingar jafnréttis kvenna ganga sigvi hrósandi
af hólmi, hreyknir af þrekvirkinu, sem þeir hafa
unnið, og er ekki að tvíla, að þeir hafa þóttst hafa
unnið vel fyrir kaupi sínu þann daginn.
£5itt at hverju.
Heimilislíf Mnssolinis. Mussolini er enginn vinur kven-
frelsis. Kona hans tekur engan pátt í opinberri starf-
semi hans. Pegar Mussolini kemur fram sem fulltrúi lands-
ins, og hann er mikið gefinn fyrir að láta á sér bera, sést
kona hans aldrei við hlið honum, frekar en hún væri engin
til. Hún er heima að gæta bús og barna. Hún hegðar sér
algerlega eftir fyrirskipunum manns hennar, sem mæla svo
fyrir: að staður facista-konunnar sé par sem börn hennar
eru, segir nákominn vinur fjölskyldunnar.
Kona Mussolini var áður skóla-forstöðukona. Hún tók>
án pess að kvarta, pátt í hinni breytilegu æfi hans á dög-
um fátæktar og flækings og var fljót að laga sig eftir á-
stæðunum, pegar hin nýja aðstaða hans lyfti honum til
vegs og valda.
Hún sá að »11 Ðuce« hertoginn gæti ekki haft eins mik-
inn tíma afgangs til að sinna fjölskyldu sinni og aðrir
heimilisfeður, og hún tók pví algerlega að sér uppeldi
barna peirra, sem eru prjú: Edda 16 ára, Vittorio 10 ára
og Bruno 7 ára. Hún heflr haldið peim fjarri opinberu lífi,
pótt pað hafi kostað hana margar áhyggjur að verða að
dvelja fjarri manni sínum, er hún veit að oft er í lífshættu,
pvi margir hafa gerst til að vilja ráða Mussolini af dögum.
Hún hefir alið börnin upp til að verða hraust, mentuð og
ósnortin valdafýkn föðursins.
Oft líður langur tími án pess Mussolini sjái konu sína
og börn, en hann bætir pað upp með pví að tala við pau
í sima, og er venja hans að gera pað á hverju kvöldi að
dagsverki loknu.
HAr aldnr. Prjár systur eru á lífi i Bergen og hafa pær
allar náð óvenjuháum aldri. Elsta systiriu er 95 ára, sú í
miðið 90, og sú yngsta 85 ára gömul. Samanlagður aldur
peirra er pví 270 ár.