19. júní - 01.06.1927, Page 8

19. júní - 01.06.1927, Page 8
95 19. JÚNÍ 96 Uppbyggiiegt. »Að vísu vildi ég frámunalega ógjarn- an lifa það að sjá og heyra konu, sem páskaprédik- ara í minni dðnsku pjóðkirkju; en í páskatrúnni er hér hvorki karl né kona — og það skulum við karlmenn vita, að sá fyrsti, sem sá hinn upprisna, var kona, María Magdalena. Hún hafði heldur enga gleði af að sjá hann, hún hélt það væri einn af garðyrkjumönnunum; en sálin þekkir hann á röddinni, og ást hennar þarfnaðist leiöbeiningar, því hún ætlaði undir eins að faðma hné hans, en það mátti hún ekki, hún átti bara að breyta ást sinni í páska- vitnisburð, og til þess getur konan lika verið góð«. Petta er kafli úr stólræðu fluttri 2. páskadag 1927. Mein- ingin er ekki vel ljós, en líklega er ræðumaðurinn að mæla hér á móti þeirri skoðun, sem víða á sér nú djúpar rætur, að kona sé engu síður tii þess faliin en karlmaður, að vera prestur og sálusorgari. Ræðumaður er talinn vera andríkasti prestur dönsku þjóðkirkjunnar. Nafn hans er Olfert Richard. Pegar nú æðstu prestunum tekst svona hönduglega, hvað ætli sé þá um smærri spámennina. Nýju hervarnarlögin í Frakklaudi. Fátt vekur meiri eftir- tekt og ugg nú meðal kvenna i öðrum löndum en þessi lög, sem herða svo á, að hver einasta manneskja í ríkinu 21 árs gömul, kona sem karl, skuli vera skyldur að gegna her- þjónustu. Lög þessi voru lögð fram og útrædd á þrem dög- um og síðan samþykt með 500 atkvæðum móti 31. Var þeim flýtt svo mjög vegna þess, að einn helzti frumkvöðull þeirra þurfti að komast til Svisslands til þess að mæta þar sem fulltrúi Frakklands í nefnd þeirri sem undirbýr næstu af- vopnunarráðstefnu þjóðbandalagsins. Petta getur heitið að vera sjálfum sér samkvæmur! Irtáöining- á 20 nafnagátuum í aprílblaðinu er þessi: I. II. 1. Ingunn 1. Teitur 2. Asta 2. Vigfús 3. Guðrún 3. Guðmundur 4. Gróa 4. Erlendur 5. Anna 5. Eilífur 6. Rósa 6. Vífill 7. Hulda 7. Gestur 8. Lukka 8. Kári 9. Asa 9. Eldjárn 10. Fanney 10. Grettir 11. Nanna 11. Eyvindur 12. Sveinbjörg 12. Geir 13. Valborg 13. Friðrekur 14. Steinvör 14. Einarr 15. Sólveig 15. Bragi 16. Bára 16. Stígur 17. Hrefna 17. Úlfar 18. Vigdís 18. Pórarinn 19. Friður 19. Steinn 20. Ljót 20. Trausti í 4. línu seinni gátunnar féll úr eitt orð. Átti að vera. Fjórði er ei á fósturlandi. Þetta hefir auðvitað vilt þá, sem reyndu að ráða gáturnar. En þó sú ráðning sé ekki talin með, hefir engin sent alveg rétta ráðningu. Bestu ráðningu sendi frú Dýrfinna Gunnars- dóttir Vestmannaeyjum. Kvennaskólinn í Reykjavík. Væntanlegar námsmeyjar sendi forstöðukonu skól- ans, sem fyrst eiginhandarumsóknir í umboði foreldra eða forráðamanns. í umsókninni skal tekið fram fult nafn, aldur og heimilisfang umsækjanda og foreldra. Umsóknum nýrra námsmeyja fylgi bóluvottorð, ásamt kunnáttuvottorði frá kennara eða fræðslunefnd. Stúlkur þær, er ætla að sækja um heimavist í skólanum, tilkynni það um leið og þær sækja um skólann. Upptökuskilyrði í 1. bekk eru þessi: 1) að um- sækjandi sé fullra 14 ára og hafi góða kunnáttu í þeim greinum, sem heimtaðar eru samkvæmt lögum 22. nóv. 1907 um fræðslu barna til fullnaðarprófs, 2) að umsækjandi sé ekki haldinn af neinum næm- um kvilla og 3) að siðferði umsækjanda sé óspilt. Skólaárið byrjar 1. okt. n. k. Inntökupróf fyrir nýjar námsgreínar fer fram 3.—4. okt. Kenslan í húsmæðradeild skólans hefst 1. okt. Námsskeiðin verða tvö; hið fyrra frá 1. okt. til febrúar- loka 1928, en hið siðara frá 1. marz til júníloka. Umsóknir sendist sem fyrst. Stúlkur þær, sem voru í skólanum s. 1. vetur og ætla að halda áfram námi þar, þurfa nauðsynlega að gefa sig fram, sem fyrst, vegna hinna mörgu um- sókna sem skólanum hafa borist. Umsóknarfrestur er til júlíloka og verður öllum umsóknum svarað með pósti í ágúst eða fyr, sé þess sjerstaklega óskað. Reykjavík 31. maí 1927. Ingibjörg H. Bjarnason. Húsfreyjur, kaapid smjörlíUi frá Asgarði. l’á g-etiö þér valiö um tvær teg'undir: Hjartaás-smjörlíkiö — efnisbest 0g Laufás-smjörlikið — bragðmest. K.e,«peiidlwr, sem skifta um bústað eru vinsamlega beðnir að láta afgreiðslu hlaðsins vita af því, svo vanskil verði ekki á blaðinu. Næsta blaí> »19. Júní« kemur út í »September«. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/199

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.