19. júní - 01.12.1928, Side 3

19. júní - 01.12.1928, Side 3
149 19. JÚNÍ 150 unum fékk bóudi einn í Pensylvaniu. Pað var á nýrri aðferð til kornhreinsunar, sem kona Zianshafði fundið upp. Rannsókn á þessu sviði, sem nær yfir 100 ára tímabil, sýnir, að konur hafa fengist við uppfundningar á öllum sviðum alt frá hárnálum og hártengum til endurbóta á fiugvélum eða ýmsu, sem snertir landbúnað, verslun, námagröft, byggingaro.fi. I listum, sem söngvarar, leikendur, hljóðfæraleik- endur, rithöfundur, hafa konur staðið karlmönnum fyllilega á sporði. í læknislistinni og hjúkrun sjúkra skipa konur sæti sitt með sóma. Holtensk kona, Elísabeth Kuyper, sem enn er á unga aldri, er nú talinn með snjöllustu hljómsveitarstjórnendum beggja megin Atlantshafsins. Hún hefir og áunnið sér frægð sem tónskáld. Fremsti augnlæknir Egyptalands er dönsk kona, frú Thomsen að nafni. Mörg fleiri dæmi mætti nefna, en hér skal nú stað- ar numið. Þeir, sem halda því fram, að eina starfs- sviðið, sem hæfleikar kvenna geta notið sin, sé heim- ilið og barnauppeldið, loka augunum fyrir marg- ítrekuðum staðreyndum, sem sýna, að konur hafa með alvörugefni og samviskusemi skipað sess við hlið karlmanna á óendanlega mörgum starfssviðum, og að öll líkindi eru til, að þeim konum fari fjölg- andi, eftir því sem stundir líða fram og konurnar finna betur og betur kraftinn í sjálfum sér. Middagsstundin. Sérhver kona, sem komin er yfir þrítugt, verður að kosta kapps um að halda hug og hjarta hlýju og lifandi og leggja stund á að halda við samúðar- og mannúðartilfinningum sínum. Hún verður að láta sér ant um velfarnað annara og vera æskulýðnum kær og mikilsmetinn vinur. Hún verður að halda líkama sínum fjörlegum og hreyfanlegum og hafa gát á að yndisþokki æskunn- ar hverfi ekki úr hreyfingum og línum líkamans. Hún á að velja sér eitthvert málefni til rannsóknar eða starfa, áhugaefni, sem hún getur gefið tómstundir sínar, og sem gæti orðið henni til afþreyingar á kom- andi árum. Sérhver kona, sem komin er á hið kyr- látara tímabil æfinnar, verður að fá sér slíkt áhuga- efni eða námsgreio. Mentuð, kurteis, ljúfmannleg kona, sem gædd er gjöf yndisþokkans, getur ávalt komist hjá því, að eiginmaður hennar sýni henni tómlæti, nema því að eins að hún sé gift hreinasta heimskingja. Tilfinningar konunnar gagnvart mann- inum, vekja því nær alt af sömu tilfinningar gagn- vart konunni af hans hendi. Haltu kærleikanum lifandi í hjarta sjálfrar þín og eiginmanns þíns. Sjái hann, að aðrir menn dáðst að þér, þá verður honum enn ljósara, hve nauðsynlegt honum er að halda áfram að vera elskhugi þinn. Látir þú þér ant um að gera líf þitt bjart og glatt, þá ber þér að velja hið gullna og örugga meðalhóf, milli dapurrar og gáskafullrar háttsemi. Hugsaðu, leslu og ræddu um þau efni, sem fræðandi eru og skemtandi. Forðastu alla dagdóma, og vertu ekki of kröfuhörð í garð annara. Pað kemur fryrir, að menn neyðist til að kveða upp dóma um framferði annara, en þegar svo ber undir, er réttara að hafa tal af þeim, sem í hlut á sjálfum, og reyna þannig að leið- rétta það, sem honum er áfátt, í stað þess að tala við aðra um ávirðingar hans. Pegar æfisól þín heflr náð miðdegishæðinni, er þér holt að fylla hug þinn skínandi sólskini, gera líf þilt auðngt góðrar uppskeru. og fjörga það með ljómandi litum. Haltu huga þínum, hjarta þínu og likama þín- um lifandi, vertu ástrík án þess að vera bjánaleg og aðlaðandi án þess að vera ástleitin, hafðu augun opin fyrir þörfum annara, án þess að gerast fröm og á- leitin, og fræddu aðra, án þess að sýna af þér þekk- ingarhroka. Vertu göfug, Ijúfmannleg og ástúðleg. Pað er aldrei of seint að byrja upp á nýtt. Hversu skamt sem á veg verður komið, þá er þó lagt af stað, og þótt aðkoma dauðans sjálfs rjúfi starfið, getur það, sem hér er framkvæmt, komið að notum í næsta lífi. Pótt ég væri hundrað ára gömul, en hefði enn fulla sálarkrafta og líkamsþrótt, mundi ég ekki hugsa mig um eitt augnablik, heldur leggja hönd á nýtt starf, sem gæfi mér von um betri lífskjör. Hugsunin hefir ævarandi áhrif, og hver vonglöð hugsun, sem i huganum fæðist, veldur sveiflum, sem orðið geta til hjálpar öðrum, þótt þeir séu þúsund- um mílna fjarri, já, jafnvel þeim, sem enn hafa ekki séð ljós þessarar jaiðar. Pað er heimskulegt að hafa áhyggjur af því að menn geti ekki látið börnum sfnum auð og allsnægt- ir í té. Ef vér athugum það mál, þá sjáum vér, hve litla og skammvinna farsæld auðæfin veita, og hversu sjaldan þau eiga nokkra hlutdeild í því, að leggja undirstöður að styrkri skapgerð. Meiri hluti allra sannra mikilmenna í heiminum, á hvaða starfsviði sem er, er alinn upp í fátækt. — Ekki við örbirgð, en á heimilum, þar sem ekki var hægt að veita sér neitt fram yfir það nauðsynlegasta, og þar sem börn- in komust snemma að raun um, að þeim var nauð- synlegt að ryðja sér braut afeigin ramleik. Sjálfstæði, sjálfstraust, orka og metnaður eru þannig til orðin. Fátækt, að börn og konur þræli fyrir litlum laun- um, er böl, sem uppræta verður. En næst þessu böli, hygg ég gangi þaö, að vera borinn til of mikils auðs. Hann er farartalmi á leiðinni að stóru marki, og fæstum er hann til blessunar, þeirra, er hann hljóta. Úr »New Thoughts«. Ella Wheelor Wilcox.

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/199

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.