19. júní - 01.12.1928, Side 4
151
19. JÚNÍ
152
Selma Lagerlöf,
skáldkonan sænska, sem varð 70 ára 20. nóvember síðastl.
K rosswnumsdál an.
Helena hafði tekið mjög mikilvæga ákvörðun. Hún
tók hana eilt kvöld, þegar hún óvenju snemma hafði
boðið foreldrum sfnum góða nótt, og var komin upp
á herbergið sitt. Ákvörðunin var tekin með þrjósku
og mótþróahneigð æskunnar. Helena ætlaði að kveðja
heiminn, ganga út af leiksviði lifsins, eins og hún
gengi út úr danssal, þar sem enginn hafði viljað
dansa við hana, snúa baki við húsráðendum og
dansendum og ungu mönnunum, sem sýndu henni
afskiftaleysi. Og það var nú einmitt einn ungur mað-
ur, sem ákvörðun hennar átti að bitna á. Hún von-
aði að fá að sjá það, þótt hún væri dáin, hve ótta-
sleginn hann yrði, hversu hann mundi gráta og
andvarpa, þegar honum yrði Ijóst, hvers hann var
orðinn valdandi.
Pví það átti hann sannarlega að fá að vita. Hún
var búin að skrifa honum — vanhugsað bréf, fult
ásakana. þess háttar bréf skrifar unga fólkið stund-
um, helst á kvöldin, þegar dómgreindin á eigin gjörð-
ir er sofnuð.
Hún lagðí bréfið niður í tösku sina og fór að hátta.
En hún gat ekki sofnað. Hún var svo gröm og ang-
urvær, það særði hana svo mjög að geta ekki vakið
kærleik hjá eina manninum, sem hún unni. Henni
leiddist að liggja vakandi og fór því fram úr rúm-
inu, til þess að ná sér i svefnskamt, sem hún átti í
einu skrifborðhólfinu sínu. Skrifborðið var gamall
og fallegur erfðagripur. Föðuramma hennar hafði átt
það, en hún bjó nú á gamalmennaheimili og lét sér
nægja með iúmið sitt, borðið, stólinn og prjónana.
Helena leitaði í smáhólfunum, sem voru mjög mörg,
en fann ekkert. Þá hrökk alt í einu upp fjöður og
l tið leynihólf opnaðist. í því lá gömul bók.
Það var létt bók og þunn, bundin í skinn. »Dag-
bók« stóð með giltum stöfum á spjaldinu. Helena
opnaði bókina, blaðsiðurnar voru útskrifaðar með
smárri, nettri rithönd. Hún fór að blaða í bókinni
og komst að raun um, að þetta var dagbók ömmu
hennar frá æskuárunum, saga æskuástar hennar. Hún
ákvað að lesa bókina. Sjálf var hún f flokki þeirra,
sem þjáðist af sömu sorginni og amma hennar gerði
á sínum líma, þeirri sorg, sem þjáir svo margar, en
sem hver og ein heldur, að engin nema hún hafi
að bera.
Meðan hún las sá hún greinilega fyrir augum sér
mynd gömlu sögunnar, sem amma hennar sagði með
sinum eigin orðum. Og þelta var það sem Helena sá:
Agnes var að sauma sessuborð með krosssaumi.
Pað var hvít dúfa og umhverfis hana vöfðust rósir
og gleym-mér-ei. Uppdráttinn bjó hún sjálf til, jafn-
óðum og hún saumaði. Meðan hún sat róleg við
sauma sína reikaði hugurinn víða. Hana dreymdi
að ungur og glæsilegur maður dansaði við hana.
Það var engin synda að láta sig dreyma slíkan draum.
Fví sá, sem hana dreymdi um var ekki til annar-
staðar en í fmyndunarafli hennar. Hana dreymdi að
hún ferðaðist með unga manninum til suðlægra
landa, til sólar og rósa.
Agnes andvarpaði. Hún vissi sem var, að það fór
ekki rétt vel á þvi, að hún, kona Janssons sútara-
meistara og bæjarráðmanns væri að hugsa um þessa
hluti. Hún bar mikla lotningu fyrir stöðu og nafn-
bótum manns sfns, en mesta lotninguna bar hún þó
fyrir bæjarráðmanninum sjálfum. Hann var fimmtug-
ur, en hún bara seytján ára. Agnes hnyklaði biýrn-
ar. Hún var að brjóta heilann um, hvernig hún ætti
að haga sporunum, til þess að annar vængur dúf-
unnar lyftist, eins og til flugs. Þá bar alt í einu
skugga á saumana, sem hún hélt á.
Agnes andvarpaði aftur. Hún mintist þess að mað-
ur hennar átli ríka og tigna ættingja í Pýskalandi —
kann ske einhver kæmi þaðan og sækti hana. Hún
heyrði fólatak á gólfábreiðunni og leit upp. Andspæn-
is henni stóð ungur maður, forkunnarfriður, klæddur
ljósbláum riddaraliðsbúningi. Augnablik störðu þau
hvort á annað. Svo hló hann þýðlega, en Agnes
stundi við. Hún stakk nálinni i sessuverið, þar sem
vængurinn átti að byrja, rétt eins og menn leggja
miða innan í bók, við málsgrein, sem þeir ætla sér
að muna.
»Er það ekki bæjarráðmannsfrú Jansson, sem
mér veitist sá heiður að tala við?« spurði gesturinn.