19. júní - 01.12.1928, Qupperneq 5
153
19. JÚNÍ
154
»Ég er Nils Brumberg liðsforingi, og ég hefi þann
heiður að vera bróðursonur bæjarráðmannsins«.
»Ég hefi heyrt herra liðsforingjans getið«, sagði Agn-
es og reyndi að hugsa sig um, en hugsanirnar stað-
næmdust við það, sem hana var að dreyma.
Hún roðnaði. »Ég skal nú strax kalla á manninn
minn. Hann er niðri í sútaravinnustofunni«.
»Mín vegna liggur ekkert á þvi. Ef ég annars geri
ekki ónæði, langar mig mest til að vera hér kyr og
njóta ánægjunnar af því, að hafa fundið svona töfr-
andi — ja, föðursystir vill frúin líklega ekki láta
kalla sig. Ég má kannske segja Agnes?«
»Það verðum við að láta manninn minn ákveða»,
svaraði hún hálf hrædd.
»Þá er ég hræddur um að það verði »föðursystir«,
það er að segja ef ég ekki tek af ráðin. Ef ég man
rétt er bæjarráðmaðui inn mjög strangur. En nú er
hann auðvitað orðinn mildari, nú hefir hann um
fleira að hugsa en sútaraiðnina eina.
í*au töluðu saman um stund og hún sýndi hon-
um saumana sina og útskýiði, að hún væri að
sauma blóm og dúfur upp úr sér og eftir minni.
»það er hræðilega vandrsamt«, sagði hún, »því nú
er vetur og ekki hægt að ná í neitt blóm, ég er að
reyna að fara eftir pressaðri gleyin-mér-ei, sem ég hefi
geymt« og hún sýndi honum lítið hálf-eyðilagt blóm.
»Sem frú Agnes geymir til minja«, spurði hann.
»0, sei sei nei, ég hefi einskis að minnast«, sagði
hún hlæjandi. — í sama bili andvarpaði hún, því
hún mintist bæjarráðmannsins.
Liðsforinginn sagði henni þá, að hann væri á leið
til útlanda. 1 Þýskalandi átti hann efnaða ættingja —
það hafði ráðsmaðurinn sagt henni — og þeir höfðu
margboðið honum að koma. Og fyrst hann fór svo
nærri, þótti honum réttast að nota tækifærið til þess
að hitta ættingja sína hér i bænum. Hann gat ekki
sagt annað en að sú ættrækni borgaði sig.
»Nei, lítið á, þarna kemur maðurinn minn« sagði
Agnes og benti á bæjarráðmann og sútarameistara
Jansson, sem hægt og gætilega óð snjóskaflinn, sem
lá fyrir innan garðshliðið. Og hún gerði það, sem
henni aldrei fyr hafði dottið í hug, hún veifaði blíð-
lega til hans hendinni út við gluggann.
Athugid.
.1 ú vlð árgangaskifilii verður kaupeml-
um blaósins, Si'in eiga ógreiilda tvo eða
flelrl árganga, gert aðvart iiin hvað þelr
akulda.
Ulaðið treyntir því fasflega, ad allir
kaupeinlur þess vil|i sýna því skilvísi, og
að enginn látl tll þess koma að nafn hans
verði að stryka af kauiienclaskrá, sökum
vansktla.
skáldkonan norska, sem fékk bókraentaverðlaun Nobels
fyrir árið 1928.
Nýáiið var rétt afstaðið, en bærinn var ekki búin
með allan hátíðafagnaðinn. Það var nóg um heim-
boð og dansleika. Alstaðar var liðsforinginn fagri í
boði með ráðmanninum og frú hans.
Fyrri part dagsins voru Agnes og hann oft úti í
garðinum. Þau fóru í snjókast og stríddu hvort öðru.
Við og við hætti Agnes og hoifði á hann stórum
augum.
»Agnes, komdu, ég þarf að hvísla nokkru að þér«.
»Nei, stattu kyr. ég er bara að horfa á hvað fall-
egi blái einkennisbúningurinn þinn stingur af við
hvítan snjóinn«.
Það gekk hægt með saumaskapinn þessa dagana,
en nokkur gleyin-mér-ei bættust þó við í krausinn
utan um hvítu dúfuna.
Væru þau ekki í heimboði, sat hún ein heima á
kvöldin og saumaði. Maðurinn hennar sat hinu meg-
in við borðið og fletti spilum. Þa dieymdi hana um
ungan fríðau mann, sem sem leiddi hana um gólfið