19. júní - 01.05.1929, Blaðsíða 3
69
19. JÚNÍ
70
fyrir þessu urðu kærðu þetta að vísu fyrir hirðstjór-
anum, sem þá var Loptur Guttormsson, en enginn
rekstur var að því máli gjör þá um sinn. En þessa
sök vöktu þeir mágar Guðmundar upp 19 árum
síðar, 1446, og dæmdu Guðmund útlægan og fé hans
alt npptækt. Flæmdu þeir hann af eignum sínum þá
um haustið. Enn þær er til skrá yfir og eru þar tald-
ar 177 jarðir með 694 kúg. auk stórbúa á höfuðbólun-
um sex, er hann hafði sjálfur undir. Allar þessar
eignir keypti svo Björn þorleifsson af konungi fyrir
400 nóbíla; sem var langar leiðir fyrir neðan sann-
virði. Guðmuudur sjálfur fór af landi brott og hverfur
þar með úr sögunni.
Solveig dóttir Guðmundar vas 15 ára þegar þetta
gerðist. Móðurbræður hennar tröðkuðu rétti hennar
stórlega með þessum aðförum. Peir dæmdu fyrst og
fremst allar eignir Guðmundar undir konung. En að
lögum áttu hálfar eignirnar að ganga til erfingja út-
lagans og Solveig var einka erfingi hans. í annan
stað átti að greiða skuldir af fénu áður en það rynni
til konungs, og móðurarfur Solveigar stóð inni hjá
föður hennar. t*ví var heldur eigi sint og hún þann-
ig rænd arfi bæði eftir föður sinn og móður. Og svo
voldugir voru þeir Björn og Einar að fáum mönn-
um hérlendum hefði þýtt að halda til kapps viö þá,
þó einhver hefði viljað taka málstað Solveigar. Sjálf
gat hún vitanlega ekkert gert, 15 ára unglingur. En
það er ekki að sjá að neinn hafi reynt að halda
fram rétti hennar.
Solveigar er svo hvergi getið í nærfelt 20 ár hin
næstu. Hvað af henni hefir orðið þegar heimili föð-
ur hennar leystist upp og hann sjálfur fór af landi
brott, vita menn ekki, en dálitlar líkur eru til þess
að Solveig móðursystir hennar og nafna, kona Orms
Loptssonar hafi tekið hana að sér. Eflaust hefir henni
sviðið rangsleitni frænda sinna við sig, og hugur
hennar staðið til þess að létta hluta sinn við þá.
Einar dó 1453 og úr því var Birni einum að mæta,
enda voru allar eignirnar undir hann komnar. En
hann var hvortveggja í senn auðugasti maður lands-
ins og æðstur að metorðum og ekki árennilegt að
hefja málsóknir á hendur honum. Hverjar sem óskir
Solveigar því hafa verið um leiðréttingu mála sinna,
þá hefir hún orðið að sætta sig við það, að bíða
fyrst í stað.
Það er fyrst árið 1465 að hennar getur í skjölum
og hún er þá orðin 34 ára. Hefir hún þá fengið
liðveislumenn, svo að eigi var vonlaust um að til-
kall hennar til eigna föður sfns kynni að bera árang-
ur. Liðveislumennirnir voru þeir Loptur Ormsson á
Staðarhóli, frændi hennar og Andrés hálfbróðir henn-
ar. Andrés sýnist hafa komist á vegu þeirra Björns
Þorleifssonar og Porleifs sonar hans, eftir að faðir
hans varð útlægur og alist app hjá þeim. Fengu þeir
feðgar honum gott kvonfang og nokkrar eignir. Bjó
hann á Felli I Kollafirði, einu af höfuðbólum föður
síns, varð sýslumaður og höfðingi og mjög kynsæll.
Var hann maður kappsamur og framgjarn og var
þá enn ungur, er hér var komið sögunni.
Solveig hefir eflaust bygt mest raust sitt á Lopti.
1465 gaf hún honum umboð í 3 ár yfir eignum
þeim, sem sér höfðu fallið til erfða eftir foreldra
sína. Lopti var því skylt að sækja eignirnar úr hönd-
nm þeirra manna er þær héldu. En eigi ætlaði hann
að gera þetta ókeypis. Átti hann að fá helming eign-
anna sjálfur. Loptur hóf líka bráðlega framkvæmdir
í þessu efni, og tók með valdi undir sig Núp 1
Dýrafirði og nokkrar jarðir aðrar, er Guðmundur
hafði átt.
En enn þá var við ofurefli að eiga. Að vísu var
Björn Þorleifsson veginn 1467, en synir hans komu
þá í hans stað, Þorleifur og Einar. Af viðskiftum
Lopts við þá feðga, eftir að hann hafði tekið jarðir
þessar undir sig, höfum vér engar sagnir, en svo
mikið er víst að 1468 eða 1469 fara þau öll af
landi brott og til Noregs Loptur, Solveig og Andrés.
Er sennilegast að þau hafi eigi haldist við hér á
landi, fyrir ríki þeirra Björnssona en um leið munu
þau hafa hugsað sér að fá einhverja uppreist síns
máls hjá konungsvaldinu. Loptur kom þó aftur heim
um vorið 1740 og sættist við Þorleif Björnsson, og
gaf á hans vald alt það tilkall er hann kynni að
eiga til eigna Guðmundar. Var þar með liðveislu
hans við Solveigu lokið. (Frh.).
Aíl hiig’sunariimar.
Hugur þinn og hugur minn eru hlutar af hinni
óendanlegu uppsprettu allra hluta. Við höfum alt af
verið hluti hennar, og munum alt af verða það á
einn eða annan hátt.
Sérhver hugsun, sérhvert orð og sérhver alhöfn,
mun hafa áhrif á það, hvert sæti þú næst skipar í
hinum mikla alheimi skaparans. Hvort þú verður
fallegur eða ljótur, hygginn eða fávís, sæll eða van-
sæll, það fer eftir þvi, hvernig þú, nú, á þessari
stundu, notar hæfileika þína.
Venjir þú þig á að hugsa óeigingjarnar hugsanir
og óska að eins þeirra gæða, sem óforgengileg eru,
og reynir þú að þroska hina íegurstu eiginleika og
tilfinningar, svo sem ástúð, hreinskilni, þakklátsemi,
trú, auðmýkt og velvild, þá býr þú þér með þessu
farsælt og nytsamt líf. að þessu lífi loknu, og um
leið öðlast þú sjálfsvirðingu og ánægju í þessu lífi.
Jafnvel þótt þú komist hjá beinum og skjótum
aíleiðingum af athöfnum þínum hér í lífi, munt þú
á ókominni æfi, komast til viðurkenningar á lögmál-
inu um orsök og afleiðing. Það er óhjákvæmilegt,
Guð, höfundur allra hluta, breytir ekki lögmáli sínu.
»Eins og maðurinn sáir, svo mun hann og uppskera«.
»Eins og hugsanir mannsins eru, þannig er hann