19. júní - 01.05.1929, Blaðsíða 8

19. júní - 01.05.1929, Blaðsíða 8
79 19. JÖNÍ 80 r EllistyrktarsjóOðlaga-breytingin. Eins og áður er sagt frá í 19. Júní« bar Ingibj. H. Bjarnason fram frumvaip til laga um breytingar á ellislyrktarsjóðslögunum, og voru þær i þá átt að efla sjóðina mjög, svo að styrkur sá er þeir veita gæti aukist, enda var slíkrar breytingar hin mesta þörf. Frumvarpið fór gegnum báðar deildir og voru gerðar á þvi nokkrar breytingar og þær fæstar til bóta. Kom að síðustu til kasta sameinaðs þings að leggja úrskurð á frumvarpið. En þar urðu jafnaðarmenn þess valdir, að það var felt. Virðist það koma úr hörðustu átt, að sá þingflokkur, sem einkum þykist bera mannúðarmálin i skildi sínum, skyldi gerast banamaður þessa frumvarps, sem miðaði að því, að auka þann eina styrk, sem fálæk gamalmenni geta orðið aðnjótandi annan en fátækrastyrk. Því þess mun enn verða nokkur bið, að almennar tryggingar komist hér á, og meðan eftir þeim er beðið, er þó belra að hafa ellistyrkinn, en engan styrk, sérstaklega með þeirri aukningu, sem á honum hefði orðið við breytinguna. Samþykt frumvarpsins gat á engan hált tafið fyrir róttækari framkvæmdum, og er það harla óskiljanleg meinbægni, að geta ekki unt þessu máli framgangs. Tróðábreiðurnar. »19. Júní« sagði í fyrra frá því hvernig búa má til ábreið- ur úr islenskri ull, og án þess að hafa reynslu fyrir ágæti þeirra, taldi blaðið að þessar ábjeiður mundu full- komlega eins góðar — og betri — en útlendu tróðábreiðurn- ar, sem hingað flytjast. Blaðinu var ekki kunnugt um að svona ábreiður þektust hér á landi. Síðan hefir góður vinur blaðsins, frú Unnur B. Bjarklind — Hulda — skrifað blaðinu skemtilega frásögu um að í hennar héraði — Pingeyjarsýslum — eru þessar ábreiður mikið notaðar. Fylgir bréfkaflinn hér á eftir og af honum geta þær, sem ekki þekkja gæði ísleosku ullarábreiðanna séð, að þær eru mesta búmannsþing. Handhægar, hlýjar og ódýrar. Hér er skýrt frá reynslu, sem verður hin bestu meðmæli með því að þessar ábreiður verði framvegis til á hverjum bæ. Frú Unnur skrifar: »Eg varð mjög forviða þegar ég las litlu greinina um tróðábreiður i »19. Júni«. Hér í sýstu (Pingeyjarsýslu) hafa íslenskar tróðábreiður tíðkast um meira en mannsaldur. Var og er haft í þær tog og kembt í svokölluðum stólkömb- um, áður en kembivélarnar komu í Halldórsst. Laxárdal; eftir að þær komu var togið kemt i þeim og lagt innan i þunt og lipurt ver — oft gamalt sængurver — eða innan í vænan tvistdúk heimaofinn, alt eftir því til hvers ábreið- an átti að notast. Voru þær í léttu verunum notaðar sem yfirsængur og haft ytra ver á þeim, sem dúnsængum, þær i þykkri verunum voru oft hafðar til að leggja þær ofan á gamlar, lélegar fiðurundirsængur eða jafnvel ofan á hey- dýnur þar sem fátt var af fiðurundirsængum. 2 kiló af togi var venjulega haft í hverja ábreiðu og voru þær stungnar i nærverið með bandi og stagnál, ekki þétt. Ennþá eru slikar ábreiður á hverjum bæ hér um slóðir. Pegar ungi pilturinn fer í vegavinnu á vorin þykir jafn- sjálfsagt að hann hann hafi togábreiðu, sem vasahnífinn sinn. Eru þær einkar hentugar til þess að hvila við í tjöldunum. Og ekki fer sá mótorbátur út á Skjálfanda, að eigi sé ein eða fleiri vænar togábreiður á litlu hvílunum þar. í bilum eg á sleðum hafa þær löngum þótt notalegar. Já, komi margir gestir á einhvern bæinn er ekki ómögu- legt að þeir sjái tvo — þrjá krakka hlaupa hlæjandi út í hlöðu með væna togábreiðu, sem á að skýla þeim þar næturlangt. Mig rak í rogastans, er ég las þessa litlu grein um ábreið- ur } »19. Júni«. F'anst það undarlegt að það væri að eins í einni eða tveim sýslum á landinu, sem fólkið þekti og notaði hinar góðu og ódýru íslensku togábreiður, er ég mundi frá því ég fyrst fór að taka eftir, í grasatjaldinu á vorin, sleðunum á vetrum og i rúmunum allan ársins hring. Eg man líka eftir því, að dýna í setubekk í húsi foreldra minna var stönguð úr kemdu togi — mætti ef til vill benda á það, þegar farið verður að gera nýislensk húsgögn, að tog er einkargott í smákodda og dýnur í trébekki og slóla. Vitanlega má nota allskonar ull í þessar heimaunnu ábreiður. Úr góðu þeli verða þær ennþá léttari og roýkri, en hættir íremur við að fara í hnykla við notkun. Úrgangsull er hér um slóðir stundum kembd i ábreiður, ef aö konan ætlar að nota ábreiöuna undir i rúm í stað hálm eða heydýnu við botninn, tekur hún máske 3 til 4 lipra strigapoka, þvær þá og sléttar — eykur saman — og stangar hina kerabdu úrgangsull innan i. Er slík dýna bæði endingarbetri og þokkalegri en hálm- eða heysæng, við rúmbotninn undir fiðursænginni. Og efnið i hana ekki annaö en hausaull og annað lélegasta ruslið úr ullinni á bænum. Pegar þessar islensku ullarábreiður fara að slitna og trosna roá stundum stanga tvær saman og gera eina úr, eða þá taka slitrið af ullinni innan úr verinu, senda með ullartuskum eða öðrum úrgangi i ullarverksmiðjurnar og fá úr því grófan fatadúk eða flóka, sem svo má uota í tróðábreiðu á ný. Notum blessaða ultina okkar i sem flest. Pað er svo ótal margt, bæði nytsamt og fallegt, sem úr henni má vinna og best er hjá sjálfum sér að taka«. — Orösendiiig'. Með þessu tölublaði er hálfnaður þessi árg. »19. júni«, fer því að draga að gjalddaga blaðsins, og eru þær sem vanar eru að greiða blaðiö árlega beðnar að athuga það. En svo er annar flokkur kaupenda, þar sem ekki er alt i jafn góðu lagi, það eru þeir sem árum saman vanrækja að greiða andvirði blaðsins. 1 vetur var öllum sem skuld- uðu þá tvo eða fleiri árganga, sendur reikningur yfir við- skiftin, og hafa nokkrar þeirra siðan sent borgun. En samt eru alt of margar eftir, sem enn skulda andvirði fieiri ára, og eru pœr sérslaklega áminlar um að gera sem fyrst skil. Pað sem blaðið á ógoldiö hjá kaupendum er orðið stór upphæð, en hún skiftist á svo margar hendur, að engan getur munað um að borga, sé viljinn með, en því trúum vér ekki, fyr en i síðustu lög, að nokkur af kaupendum »19. Júni« vilji af ásettu ráði refjast um að borga blaðið. Ritsljóri y>i9. Júnk. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/199

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.