19. júní - 01.05.1929, Blaðsíða 1
Ritstjóri:
Inga L. Lárusdóttir.
19. JÚNÍ
Afgreiðsla:
Sólvallarg. 15. - Sími 1095.
XII. árg.
Reykjavík, maí. 1929.
tölubl.
Vimia kvenna.
í Skutli 19. april er grein með þessari fyrirsögn,
sem bregður einkennilegu ljósi yfir afstöðu karl-
manna, þó jafnaðarmenn séu, tit samkepni kvenna
á atvinnumarkaðinum:
jjSúf' óbæfa hefir talsvert tíðkast hér í bænum að
kvenjólk er látið ganga að þeirri vinnu, sem karl-
menn eiga fullerfitt með að inna af hendi, má þar
t. d. nefna vinnu við að taka fisk úr togurum og
línuveiðurum, kolavinnu o. fl. Fyrir þessa vinnu
hefir kvenfólki verið goldið mikið tægra kaup en
körlum, enda þótt það hafi afkastað eins miklu. Eru
dæmi til þess hér að karlmenn hafi setið heima en
konur fengið vinnu, vegna þess að þær tóku minna
kaup. Slik óhæfa nær auðvitað ekki neinni átt. í
fyrsta lagi lýsir það atgerðri villumensku að láta
kvenfólk vinna karlmannaverk og í öðru lagi getur
slíkt orðið til þess að kaup karlmanna lækki.
Til þess, ef unt væri, að bæta ofurlitið úr þessu,
var ákveðið i siðasta kaupgjaldssamningi, að kven-
fólki skyldi goldið sama kaup og karlmönnum þeg-
ar það inni i sömu vinnu.
En það er aðeins lítilfjörleg tilraun til að bæta
þessar misfellur. Eina ráðið, sem líkindi eru til að
dugi er, að slík þrælameðferð á kvenfólki og hér
hefir tíðkast sé bönnuð með lögum«.
Auðvitað er það virðingar- og góðra gjalda vert
að verkamenn á Isafirði hafi orðið fyrstir til þess að
stuðla að þvi, að reglan um sömu laun fyrir sömu
vinnu sé viðurkend þó konur eigi i hlut. En bros-
legt er, að umhyggja þeirra skuli ekki stafa af öðru
en ótta fyrir því að konur fái vinnu, sem karlmenn
hefðu annars getað leyst af hendi.
t*ær eiga með öðrum orðum að sitja heima svo
karlmennirnir komist að. Annað kalla þeir óhœfu og
villimensku og vilja láta banna slíkt með lögum, enda
þótt þeir viðurkenni i sömu greininni að kvenfólk
hafl afkastað eins miklu i slíkri vinnu. En er fram
undir helmingsmunur á verkakaupi kvenna og karla,
þó þau haldi sitt undir hvorn endann á fiskbörum
allan daginn. 1 kaupavinnu standa fjöldi kvenna við
slátt, í hvaða veðri sem er, fyrir helmingi minna
kaup en karlmenn, eða því sem næst. Lengra er jafn-
réttisbarátta kvenna i kaupgjaldsmálum ekki komin.
Hér á íslandi höfum við átt marga þrekkonuna,
sem unnið hefir verk utan heimilis og irtncm, sem
karlmenn hefðu átt »fullerfitt með að leysa af hendi«,
almenningur hefir ekki haft ástæður tii að finnast
það ókvenlegt að þær neyttu krafta sinna til að
bjarga sér. Er það nú nýtt spor jafnaðarmenskunn-
ar aö banna þeim það með lögum.
L. V.
Baugabrot.
Svo er sagt í fornsögum vorum, að Þórólfur
Mostrarskegg, sá er nam land um Pórnesþing, hafði
svo mikla helgi á felli því er hann nefndi Helgafell,
að þangað mátti engi maður óþveginn lita og engu
skyldi þar kviku granda.
Eflaust er það mjög mikilsvert fyrir hvern ein-
stakling, að eiga sér hugsjón, sem sé honum svo
heilög og kær, að hún ætið skipi öndvegið i hjarta
hans. Hann ætti þar vfgðan reit, sem hann teldi sér
skylt að verja fyrir öllu þvi, er spillir fegurð og
samræmi.
En eins og þetta er einstaklingum mikils virði,
eins hlýtur það að vera þjóðinni mjög mikils vert,
að eiga sameiginlega eign, sem enginn getur frá öðr-
um tekið; en allir, jafnt rfkir og fátækir njóta frá
vöggu til grafar. Eign, sem dægurþras og hagsmuna-
pólitik hafa engin umráð yfir. Slíka eign eigum vér
Islendingar, og það er móðurmálið okkar.
»Ástkæra ylhýra málið«.
Það er víst líka orð og að sönnu að flestir ís-
lendingar elski móðurmálið sitt i raun og veru. En
þó er rækt sú, sem lögð er við fegrun þess i dag-
legu tali, oft furðu lítil. Það er býsna algengt að
heyra útlend orð og afbakanir notaðar um ýmislegt
það, sem málið á góð og gild orð yfir. Þetta mun
oftast spretta af vanþekkingu hjá alþýðunni, og með
aukinni mentun hennar ætti það að lagast.
En þá verða leiðtogarnir — mentamennirnir — að
ganga á undan með góðu eftirdæmi. Þeir verða að
nota fslensk orð yfir hugmyndir sínar, þar sem þau
eru til. En á það virðist oft talsvert skorta, af hverju
sem það stafar.
En svo er það margt sem segja má með misjatn-
lega fögrum og viðeigandi orðum, þó ekki sé farið
út fyrir veldi islenskunnar. Þetta stafar eflaust af