19. júní - 01.05.1929, Blaðsíða 7

19. júní - 01.05.1929, Blaðsíða 7
77 19. J Ú N í 78 Jóna Hannesdóttir, Reykjavik. Magnea Þorkelsdóttir, Reykjavík. Sigfríður Helgadóttir, Reykjavík. Sigríður Gissurardóttir, Dranghlið, Rangárv.sýslu. í hússtjórnardeild skólans voru nemendur 24 á tveim námsskeiðum og verður hinu síðara lokið 30. júnf. Að munnlegu prófi afloknu var haldin sýning á handavinnu nemendanna. Sýningin var að áliti allra hin vandaðasta og sýndi að alt sem unnið er til handanna miðar að því að auðga fegurðartilfinn- ingu nemendanna og kenna þeim vandvirkni. Er vafasamt mjög að nokkru sinni hafi sést hér í alla staði prýðilegri skólasýning en þessi. Pann 23. jan. s. 1. andaöist að heimili sínu, Neðra-Hól í Staðarsveit, húsfrú Jófríður Jónsdótlir. 71 árs gömul, fædd 1857 í Hólkoti í sömu sveit. Ólst hún þar upp hjá foreldr- um sínum, Jóni Porgeirssyni og Steinunni Jónsdóttir, til 22 ára aldurs, er hún giftist fyrri manni sinum, Boga Bjarna- syni. Eígnaðist með honum 1 barn, Bjarna Jóhann, misti hann svo eftir tæpra tveggja ára sambúð. Tveim árum síð- ar piftist hún i annað sinn, eftirlifandi manni sínum, Kjart- ani Magnússyni. Pau lifðu saman i ástúðlegu hjónabandi í 46 ár, og eignuðust 4 dætur. Mistu eina þeirra í æsku, hin- ar eru allar á lífl, 2 þeirra búsettar hér í sveitinni og ein heima, og annaðist móður sina i banalegu hennar og að- stoðar nú föður sinn til að halda við heimilinu. Systurdóttur sína tók Jófríður sál. fárra daga gamla, er móðir hennar dó, og ól upp, auðsýndi henni ástfóstur ekki siður en sinum eigin börnum. Hún var mjög heilsutæp, og tímum saman rúmlæg. Var til þess tekið hvernig Jófríður sál. annaðist hana nótt og dag með sívakandi kærleika, sem aldrei þreyftist og einkis lét ófreistað, sem hún gat látið sér í hug koma, að fósturdóttur sinni gæti til bjargar orðið, og sá ekki i fé — sem hún hafði þó ekki gnógt af — til að leita henni læknishjálpar, kosta hana til Reykjavíkur, og þar, æðilangan tíma undir læknishöndum. Hún lifði það að fá að sjá árangur af þessu sínu óþreytandi kærleiksstarfl. Fósturdóttur hennar er búin að fá sæmilega heiisu. Gittist frá henni síðastl. ár, Braga Jónssvni í Hofgörðum og hafa þau reist þar bú. Um Jófriði sál. má segja, að hún var hjúkrunarkona »af guðs náð«, enda þurfti hún mikillega á því að halda mestan hluta æfi sinnar. Seinni maður hennar mestan hluta samverutíma þeirra mjög heisutæpur, teugaveiklaður, að- svifagjarn — niðurfallssýki — og annaðist hún hann með frábærri umhyggju og þolinmæði, allar þær mörgu og og erflðu stundir. Fór marga nóttina ekki úr fötum né festi blund, en aldrei lét hún hugfallast, og aldrei sást á henni þreyta. Aldrei hitti maður hana svo, að hún ekki heilsaði manni með þessu hlýja og hreina brosi. Tilfinn- inga-kona var hún í mesta máta, en um leið þrekkona, sem hélt sínum tilfinningum innan vissra vébanda. Heim- ili þeirra hjóna var fyrirmynd að hreinleik og snirtimensku allri, utan bæjar og innan, og þó minni etnum úr að moða, en sumstaðar sem minni snirtiblær er á. Pau höfðu bæði mikla fegurðartilflnningu og hagleikshæfileikum gædd, sem setti þokkasvip á heimilið. Rausnarkona var Jófríður sál. um efni fram. Að hennar garði bar margan mann, og móti öllum tók hún með alúð, rausn og myndarskap. Hún sté aldrei h á 1 f t spor til neinna sinna athafna, enda fyrirleit hún alla hálfvelgju og smá- sálarskap, hvar og í hverju sem var. Skoöanir sínar á mönnum og málefnum lét hún afdráttarlanst í ljósi við hvern sem var, og þólti sumum stanga hart hennar hrein- skilni. En hræsnisslefja fanst aldrei í sporum hennar, hvert sem þau lágu. Ljósmóðurstörfum gengdi hún hér í sveit um tíma og fór vel úr hendi. Einnig var hún mjög lagin við að hjálpa sjúkum skepnum og hlinna að þeim, þvi hún haföi bæði liknarlund og líknarhendur. Sjálf var hún ekki heilsusterk, bilaðist við fyrstu barns- fæðingu sína, og gekk aldrei »heil til skógar« eftir það, og mundu margar konur hafa bognað undir hennar byrði allri saman, en hún fór henni vel. Hún gekk hvert sitt spor óskeift og bar höfuðið hátt til hinstu stundar, með djarfleikans þrekmikla rausnarsvip. Hún treysti guði í öllu sínu starfi og fól honum ávöxt yðju sinnar, enda blessaðist benni vel öll sín fyrirtæki og þangað hefir hún eflaust sótt sinn mikla mátt, sem hún þurfti svo oft á að halda í lifinu. Nú er hún horfin inn á eilífðarlandið, og sárt saknað af vinum og vandamönnum, eðlilega sárast af henuar aldraða, óhrausta eiginmanni. Hún hafði miðlað bonurn í ríkum mæli af sinum mikla kærleiksforða. Hann lifði á sirennandi sælustraumum frá hennar sál, ekki sem fátæklingurinn á molum auðmanns- ins, heldur oft og'tíðum sem barn, á brjósti umhyggju- samrar móður. Nú varð hún að skilja við hann og taka of mikið með sér af sameign þeirra yfir á eilifðarlandið. Bráðum líður biðtími hans, og upprennur hinn skæri frelsisdagur, er hann fær að losna við lömuðu vængina og öðlast aðra máttkari til að fljúga með til hennar, sem hann þráir svo sárt, — inn á lífsins land. — Blessuö sé minning hinnar merku konu. Elías Kristfánsson. Herdí sars j óöur. Ingibjörg H. Bjarnason, alþingismaður, flutti i þinglokin tillögu til þingsályktunar um það, að leita skyldi samþykkis sýslunefnda í Vestfirðingafjórðungi um það, hvernig varið skuli Herdísarsjóði, áður en endanleg ákvörðun sé tekin, enda standa lög tii að svo sé gert. Lagði flutningsmaour áherslu á að rang- lega væri farið með fé sjóðsins er honum væri ætl- að halda uppi skóla með alt öðru fyrirkomulagi en þvi, sem gefandinn mælti fyrir, en taldi sjálfsagt að rikissjóður héldi áfram að styrkja húsmæðraskólann á Staðarfelli, eins og gert hefir verið undanfarin ár. Meiri hluti efri deildar — stjórnarflokkurinn — vísaði málinu frá með svokallaðri »rökstuddri« dagskrá, sem var á þá leið að deildin liti svo á, sem skóla- staður Herdisarskólans hafi verið ákveðinn, þegar landsstjórn og Aiþingi tóku við Staðarfellsgjöfinni. Pessi »rökstudda« dagskrá er harla léleg rök fyrir þvi, að réttilega sé farið með Herdísarsjóðinn, en þær eru oft hentugar þessar »rökstuddu« dagskrár, þegar fara á i kringum málin, og svara á út í hött. Þrátt fyrir þessa yfirlýsingu er enn ómótmælt þeirri skoðun, sem fram kom hjá flutningsmanni þingsá- lyktunartillögunnar, að hér er verið að fremja brot á síðasta vilja frú Herdisar Benedictson.

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/199

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.