Tíminn - 23.07.1988, Síða 6
6
HELGIN
Laugardagur 23. júlí 1988
Gömlu dagarnir. F.v.: Bette 1933,
síðan úr „Little Foxes“, 1941, „All
About Eve“ 1950 og „What Happ-
ened to Baby Jane“ 1962.
Bette Davis áttráeð:
Ellin er ekki fyrir
- Dauði minn á eftir að valda því
að margt fólk verður kallað til
ábyrgðar, segir hún mcð sinni sér-
kennilcgu, drafandi röddu. - Auð-
vitað er ég kölluð goðsögn, en ég
geng ekki um og geri það sem mér
sýnist og afsaka það með því að ég
sé goðsögn. Hún hlær við. - Það gæti
reyndar orðið ansi skemmtilegt. Hér
má geta nýlegrar sögu um að Bette
fór í skóvcrslun og einhver bar
kennsl á hana. Hún þverneitaði að
vera Bette Davis, en festi kaup á
nokkrum skópörum, greiddi í reiðu-
fé og bar sjálf hlassið út í leigubíl.
Um leið og hún fór út, kallaöi hún
um öxl: - Annars heiti ég Imelda
Marcos. Frú Marcos er einmitt fræg
fyrir skódellu sína, meðal annars.
Hún vill heldur ekki láta kalla sig
stórkostlega eða mikilfenglcga. -
Má vera að persónurnar sem ég leik
séu það, en þá er ekki viðeigandi að
lýsa mér þannig. Ég er alls ekki
mikilfengleg manneskja.
- Ég skil mætavel hvers vegna
fólk kvíðir því að hitta niig. Það
hefur ef til vill aldrei séð mig nema
á tjaldinu, í hlutvcrki einhverra
kvenvarga eða næstum yfirnáttúru-
lega sterkra persóna. Sjálf er ég viss
um að ef ég ætti að ganga inn í
herbergi þar sem Greta Garbo sæti,
yrði ég frávita af kvíða.
Fyrst hún vill ekki láta kalla sig
goðsögn eða stórkostlega, yröi hún
eflaust líka á móti því að vera kölluð
sú sem lifði af, eða sú sem stóð upp
úr allan tímann, en það er einmitt
það sem hún helur gert. I’ess má
geta að á dögunum var hcnni boðið
gestahlutverk í einni af stærstu sápu-
óperunum, sem þeir framlciða í
Hollywood og ganga vikulega í sjón-
varpi um allan heim. Hún hefurekki
gefið ákveðið svar enn.
Bette Davis hel'ur lifað og starfað
í Hollywood í nær 60 ár. Hún kom
þangað fyrst 22 ára gömul, árið 1930
frá smábænum Lowell í Massachus-
etts og varð að einni vinsælustu
kvikmyndastjörnu allra tíma. Einu
sinni hefur hún orðið ekkja og misst
aðra þrjá ciginmenn við skilnað.
Hún hefur alið upp þrjú börn og séð
frama sinn hníga og stíga á víxl.
Árið 1936 var hún hjá Warner
Brothers, en þegar henni fannst hún
ekki fá nein verðug verkefni, fór hún
í verkfall. Þegar sjónvarpið hélt
innreið sína, var hún ein af fyrstu
stórstjörnunum, sem féllust á að
koma fram í viðtalsþáttum.
Fyrir fjórum árum uppgötvaði hún
að hún var með krabbamein í
brjósti. Hún lét taka af sér brjóstið,
en fékk hjartaáfall níu dögum
seinna. - Ellin er ekki fyrir aukvisa,
segir hún. - Maður verður að sætta
sig við að eldast, líta út fyrir það og
taka því að alls kyns óþægindi verði
á vegi manns.
aukvisa
í eftirfarandi samantekt ræðir leikkonan um sitt
af hverju og að vanda má lesa milli línanna í
orðum hennar. Nýlega var tekið af henni annað
brjóstið vegna krabba og rétt á eftir fékk hún
hjartaáfall... en lék síðan í 100. kvikmynd sinni.
Hún er ekkert að draga sig í hlé.
Krabbamein og hjartaslag
Hún skrifaði um reynslu sína af
krabbameininu og hjartaáfallinu og
kallaði bókina „Hitt og þetta" í von
um að hún gæti hjálpað öðrum í
svipaðri aðstöðu. Hún lék nýlega í
sinni 100. kvikmynd og dvaldi í viku
á kvikmyndahátíðinni í Dcauville,
þar sem hún fékk æðstu orðu, sem
veitt er óbreyttum borgurum í
Frakklandi.
- Mér fannst það mikill heiður.
scgir luin. - Ég fékk tvö eins merki,
annað stórt, hitt lítið, til að bera við
ýmis tækifæri. Ég hef aldrei gengið
með þessa gripi, en kannski kemur
að því einhverntíma.
Eftir hjartaáfallið haltrar hún ei-
lítið, þó hún viðurkenni það ekki.
Húðin á höndum hennar er svo
gagnsæ, að allar æðar sjást, dökk-
fjólubláar. En handarbandið er jafn
þétt og traust og áður og Ijóst er af
pelargóníunum hennar í öllum regn-
bogans litum, að fingurnir eru jafn
grænir og þeir hafa alltaf vcriö.
Til heiðurs breskum blaðamánni,
sem átti við hana viðtal, sem þessi
grein er að mestu unnin úr, klæddi
hún sig eins og hún taldi að ætiast
væri til af stórstjörnu, en harðncitaði
að láta taka mynd af sér í „múndcr-
ingunni", eins og hún kallaði það.
Lýsing verður að duga. Svartir
blúndusokkar, svartur silkikjóll sér-
saumaður í virtu tískuhúsi og svartur
flauclshattur mcð fjöður. Andlitið
er fagmannlega málað og skartgrip-
irnir eiga einkar vel við allt sarnan.
- Mér líður vcl ef ég hef gert mér
ómak vegna útlitsins, segir hún og
kveikir í einni sígarettunni enn, en hún
hefur keðjureykt áratugum saman.
- Ég finn mjög til þess að sumar
ungar stjörnur nú á dögum hugsa
Barbara Davis Hyman, eina barn-
ið sem Bette fæddi. Þær hafa ekki
talað saman lengi, vegna bókar
Barböru um móður hennar.
ekkcrt um útlit sitt.
I’að er ekki oft sem Bette Davis
veitir blaðamönnum áheyrn, en þá
sjaldan það gerist, hefur hún ein-
stakt lag á að láta skína í svo mikiu
meira en hún segir, að lesa má milli
línanna og fá út mun meira en
prentað er.
Bctte fullyrðir að sér sé alveg
batnað eftir veikindin og þakkar
það mikið einkaritara sínum. Kat-
hryn Sermak, sem hún segir hafa
stappað í sig stálinu, þegar hún var
lengst niðri. - Það tekur á kroppinn
ekki síður en taugarnar að ná sér eftir
slag, því það hefur áhrif á hvern
einasta vöðva, segir lnin. - Þetta
virðist óendanlegt og maður veit
aldrei, nema það gerist aftur hvenær
sem er. Það er vel hægt að vinna bug
á þessu, þó læknar mínir héldu að ég
hefði það ekki af. Hingað er ég samt
komin og mér líður prýðilega.
Frekja er óþarfi
Eftir svona reynslu hefðu flestir
tekið lífinu með ró, cn ckki Bette
Davis. - Ég vinn af því mér finnst
það gaman, segir hún og sveiflar
löngum bráhárum. - Vinnan er líf
mitt. I hvert sinn sem ég tek að mér
hlutverk, langar mig að vita, hvort
ég get ekki gert betur en áður. Ef
maður heldur að maöur geti þetta
allt og kunni, er eins gott að hætta
strax.
Ég hef alltaf verið einstaklega
starfsglöð, það er mikilvægara en
hæfileikar, einkum þcgar maður er
að byrja. Það er óþarfi að vcra með
frckju til að komast áfram. Ég hef
aldrei stigið ofan á neinn til að
komast þrepi ofar. Slíkt er ekki í eðli
mínu.
Ég hef alltaf trúað á hreinskilni.
Bette nokkur Davis kærir sig ekki um að vera kölluð
goðsögn. Henni fínnst það orð einungis eiga við fólk sem
komið er í gröfína og þangað ætlar hún ekki strax. Hún varð
áttræð í apríl sl. og er sannfærð um að hún eigi talsvert eftir
að afreka ennþá.
þó að vísu komi fyrir að beinlínis sé
grimmd að vera hreinskilinn. Maður
verður einfaldlega að vera nógu
skynsamur til að greina þar á milli.
í húsi hennar í Hollywood er
herbergi sem hún kallar „blóð-,
svita- og tárasvæðið". Þar getur að
líta árangur 55 ára starfs. Óskars-
stytturnar hafa sinn heiðurssess og
Bette fullyrðir að hún fægi þær
reglulega af stakri natni.
Bókin hennar er ekki einungis
frásögn af veikindum og hvernig
komast má yfir þau, heldur má þar
líka lesa margar skemmtilegar sögur
af Bette og öðrum stjörnum gegn
um tíðina. Hún segir hiklaust hverj-
ar höfðu falskan barm og hverjar
voru svo skapvondar að enginn þoldi
þær, þegar slökkt var á tökuvélun-
um. Einnig er sagt frá því sem
sumir sögðu við ýmis tækifæri, en
hefði betur verið ósagt látið.
Dapurlegasti kaflinn fjallar um
dóttur hennar, Barböru Davis
Hyman, sem skrifaði bók um móður
sína fyrirþremurárum. Bette skrifar
sjálf, að það hafi verið mun auðveld-
ara að jafna sig eftir brjóstnám og
hjartaslag en þá bók, en meira segir
hún ekki.
Nýjasta kvikmynd hennar „Ágúst-
hvalirnir“ fjallar um tvær systur og
mótleikari Bette er enn eldri stjarna,
Lillian Gish úr þöglu myndunum. -
Það var óskaplega erfitt að gera
þessa mynd, segir Bette. - Hún er
svo sneydd öllum eðlilegum tilfinn-
ingum. Mér finnst líka slæmt að
vinna annars staðar en í upptöku-
veri, þar sem allt umhvcrfið er
falskt. Það er eins og að vera í
fangelsi að vinna í eðlilegu umhverfi
út um allar jarðir.
Allt of hvatvís
Bette Davis hefur alltaf verið illa
við andlitið á sér. - Núorðið, þegar
ég sé gamlar myndir af mér, skil ég
ekki af hverju ég var að kvarta. Mér
finnst ég hafa verið laglegasta hnáta.
Núorðið er mér verst við það í fari
mínu, hvað ég er snögg upp á lagið.
Ég er alltaf einu skrefi á undan,
þegar fólk er að tala saman og gríp
gjarnan fram í til að ljúka setningum
fyrir aðra. Það hlýtur að vera óþol-
andi.
Eitt lærði hún á löngum ferli og
vill ráðleggja ungum stjörnum að
koma ekki nálægt slíku. Ráðningar-
rúminu. - Það er betra að þurfa ekki
að treysta á leikstjóra eða framleið-
anda með því að fara í rúmið með
þeim. - Þegar fram líður verða allir
leiðir á slíku og unga leikkonan
verður hvort sem er að treysta á
sjálfa sig, sem hún hefði raunar átt
að byrja á strax, þó vandalaust sé
svo sem fyrir góða leikkonu að leika
í rúminu líka. Ég vissi að svona vildi