Tíminn - 23.07.1988, Blaðsíða 12

Tíminn - 23.07.1988, Blaðsíða 12
12 HELGIN Laugardagur 23. júlí 1988 Atlavík: Stuðmenn og Bubbi á Atlavíkurhátíð Útihátíð Austfirðinga um verslunarmannahelgina verður í Atlavík. Ungmenna- og íþróttasamband Austur- lands hefur sem fyrr veg og vanda að hátíðinni. Þessar hátíðir hafa fyrir iöngu öðlast ákveðinn sess, ekki síst fyrir tilhlutan Stuðmanna, sem undanfarin ár hafa haldið þar uppi taumlausu fjöri á meðan menn hafa getað töfrað fram tvist og tjútt. Það kemur auðvitað einnig í hlut Stuðmanna að sjá um fjörið í Atla- vík að þessu sinni. Þá mun dótturfyr- irtæki þeirra, Strax, einnig spila af fingrum fram og njóta aðstoðar fjögurra erlendra hljóðfæraleikara. En fleiri stórstirni koma við sögu í Atlavík að þessu sinni. Bubbi Morthens kemur til með að plokka gítarinn og syngja nokkra kunna slagara. Grunur leikur á að honum til fulltingis vcrði Karl Sighvatsson og nokkrir kunnir þursar og stuðmenn. Annar kassagítaristi, Magnús Þór Jónsson, Mcgas, mun og taka lagið. Þá mun cnn einn þekktur söngvari, en nokkru yngri, stíga á stokk og þenja raddböndin. Sá heitir Bjarni látúnsbarki Arason og verður hann með hljómsveit sér til aðstoðar. Af öðrum stórstjörnum úr heimi íslcnskrar dægurtónlistar scm heiðra gesti á Atlavíkurhátíð í ár má nefna Bjartmar Guðlaugsson, austfirsku hljómsvcitina SúEllcn og hljóm- sveitina Nýdönsk, cn hún mun hafa borið sigur úr bítum í hljómsveita- keppninni í Húsafelli um vcrslun- armannahelgina í fyrra. Af öðrum uppákomum má nefna að kraftakarlarnir Hjalti Úrsus Árnason og Magnús Ver Magnússon munu sýna ýmsar kraftalistir. Síðast en ekki síst skal nefnd söngvara- Prúðbúnir Stuðmenn og Strax-arar verða í Atlavík um verslunarmannahelgina. ( keppni, einskonar 88-látúnsbarka- * keppni, sem hljómsveitin Strax sér um. Að sögn Magnúsar Ólafssonar, framkvæmdastjóra UÍA, er búist við að minnsta kosti um 4000gestum á Atlavíkurhátíð að þessu sinni. Til gamans má geta þess að talið er að á fjölmennustu Atlavíkurhátíð undanfarinna ára, árið 1985, hafi komið um 7000 manns. Magnús segir að aðstandendur hátíðarinnar lcggi mikla áherslu á öfluga löggæslu og eftirlit. „Um löggæslu að þessu sinni sjá þrjú aðildarfélög UÍA og kemur einn sólarhringur í hlut hvers. Síðan verð- ur björgunarsveit og hjálparsveit skáta til staðar ef t.d. veðurguðirnir reynast fólki erfiðir." Aðgöngumiðinn að Atlavíkurhá- tíð kostar 4.500 krónur og gildir liann fyrir alla dagskrárliði, þ.m.t. dansleiki föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld. Að sögn Magnúsar Ólafssonar má búast við að fyrstu tjaldgestir konri á hátíðarsvæðið seinnipart fimrntu- dags en langflestir koma þó síðla föstudags. Hátíðinni verður slitið með dansleik aðfaranótt sunnudags en mótshaldarar halda úti þjónustu til kl. 16.00 á mánudag, frídag verslunarmanna. óþh Galtalækjarskógur: Svæðisútvarp á bindindismóti í Galtalækjarskógi verður að venju bindindismót um verslunarmannahelgina. Umdæmisstúkan no. 1 og íslenskir ungtemplarar standa að mótinu sem er nú haldið í 10. skipti í Galtalækjarskógi, en áður höfðu sömu aðiiar staðið að bindindismóti að Húsafelli um nokkurra ára skeið. Boðið verður upp á ýmis skemmtiatriði á mótinu, jafnt fyrir unga sem aldna. Aðalhljómsvcit mótsins á palli verður hljómsveit Birgis Gunnlaugs- sonar auk þess sem Pálmi Gunnars- son mun skemmta gestum. í tjaldi verða unglingahljómsveit- irnar Kvass frá Stykkishólmi og Fjörkallar frá Reykjavík en auk þess mun hljómsveitin Oue frá Dan- mörku halda uppi stuðinu hjá ung- lingunum. Oue stóð sig vcl í músik- tilraunum og hefur slegið vel í gcgn að sögn Guðna Björnssonar upplýs- ingafulltrúa mótsins. Auk Oue frá Danmörku leikur vestur-íslenskt unglingatríó, Fine Country Kids á mótinu. „Þarna cr um stóran viðburð að ræða fyrir okkur því erlendar hljóm- sveitir hafa ekki leikið á bindindis-- mótinu áður,“ sagði Guðni. Á mótið mæta einnig grínistarnir Ómar Ragnarsson og Jóhannes Kristjánsson eftirherma auk sterk- asta manns heims, Jóns Páls Sig- marssonar. Fyrir ungu kynslóðina verður Brúðubíllinn á svæðinu auk þess sem haldin verður söngvarakeppni og hjólreiðakeppni BFÖ. Skipulagð- ir leikir og keppnir fyrir yngstu börnin verðajafnframt á morgnana. • Af öðrum dagskrárliðum á mótinu nrá nefna ökuleikni BFÖ, helgistund með Þorvaldi Helgasyni, fjöldasöng sem Valur Óskarsson stýrir, varðeld og flugeldasýningu. Leiktækin í ævintýralandi verða á sínum stað auk þess sem reist hcfur verið tívolí fyrir börnin. Sérstaklega hefur verið vandað til þessa í ár, að sögn Guðna. Jafnframt má nefna að búið er að koma upp svæðisútvarpi þar sem leikin verður tónlist fyrir mótsgesti og gefnar hagnýtar upplýsingar. Gæsla á mótinu verður í höndum mótshaldara en að sögn Guðna er frekar um að ræða þjónustu við gesti en eiginlega gæslu. „Áður fyrr var gerð ströng leit að áfengi á fólki. Nú gerist þess ekki þörf þar sem fólk kemur hreinlega ekki með áfengi. Það kemur mikið með börn og hefur séð að þetta fer ekki saman,“ sagði Guðni að lokum. Aðgöngumiðinn á bindindismótið kostar kr. 3.000. IDS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.