Tíminn - 06.08.1988, Qupperneq 5
Laugardagur 6. ágúst 1988
l . i*. |V. f
HELGIN 1 £
Sporðdrekinn
- andvarpar vel og innilega
Sporðdrekar eru tryggir, ástríðufullir
og tortryggnir. Sporðdrekar eru sneisa-
fullir af öflugum geðshræringum svo að
fyrstu dagarnir í fríinu reynast þeim
yfirleitt erfiðastir. Koddinn í ókunnugu
svefnherbergi er aldrei eins og sporð-
drekinn vill hafa hann og það þarf
mikið átak til að venjast „lyktinni“ í
nýrri borg. En þá, skyndilega, eignast
sporðdrekinn vin eða finnur stað í
bænum sem honum líkar vel við. Þá
verður sporðdrekinn yfir sig ánægður,
en, rétt áður en leyfinu lýkur og heim
skal haldið, tekur hann eftir því að
honum finnst veðrið ómögulegt, verð-
lagið, skordýrin eða maturinn. Þá nær
yfirhöndinni á tilfinningaskalanum
brennandi löngun til að komast í burtu
- þangað til næsta ár! Sumarástarævin-
týri flytur sporðdrekann í sjöunda him-
in um 18. ágúst, með viðkvæmri pers-
ónu á stað þar sem mannkynssagan lifir
góðu lífi. Happadagur 1. september.
Munið að taka með í fríið: innanklæða-
peningaveski, lygamæli!
Bogmaðurinn
- hver dagur er ævin*
týri í augum hans
Bogmenn þrífast á því að takast á við
ný verkefni. Bogmanni finnst ekkert
sumarleyfi rísa undir nafni nema hon-
um takist a.m.k. einu sinni að snúa á
dauðann eða sigra í kapphlaupi við
tímann. Þó að bogmaðurinn fari í fríið
með það í huga að hvíla sig í rólegheit-
um fer alltaf svo að hann lendir í
ævintýri. Á gönguferðinni í sveitinni
styttir hann sér áreiðanlega leið þar
sem hættur liggja í leyni. Og dagurinn
á ströndinni er ágætur þangað til bog-
maðurinn tekur þátt í boltaleik og
sparkar boltanum óvart í höfuðið á
lögreglumanni. Ef ekkert þessu líkt
gerist má ganga út frá því sem vísu að
bogmaðurinn týni ómissandi lykli, krít-
arkorti eða skjali. Lán í óláni er að
hann getur hlegið að öllu saman. Sum-
arástarævintýri er óhjákvæmilegt, sér-
staklega kringum 10. ágúst. Það á
bogmaðurinn með einhverjum sem
hann getur talað frjálslega við á stað
þar sem þögnin er yfirþyrmandi.
Happadagur 27. ágúst. Munið að taka
með í fríið: símanúmer næsta ræðis-
manns!
Steingeitin
- fellur fyrir öllum útsölum
Steingeitur eru mjög hagsýnar. Þær
standast ekki að koma lagi á það sem
er í ólagi þegar þær koma auga á það.
Jafnvel þó að þær gisti glæsilegustu og
dýrustu hótel er ekkert líklegra en að á
herberginu þeirra standi glugginn fast-
ur og steingeitin okkar þurfi að eyða
bróðurpartinum af dvölinni fiktandi
með skrúfjárni í tilraun við að laga
gluggaskömmina. Steingeitur geta
heldur aldrei staðist möguleikann á því
að gera góð kaup og það getur stundum
komið þeim í koll. Á útimarkaðnum
fellur hún fyrir einhverju sem kostar
svo sem ekki neitt og gerir sig líklega
til að lauma 300 handunnum körfum
um borð í flugvélina á heimleiðinni,
dulbúnum sem handfarangri. Aðferðin
sem best gefst til að koma í veg fyrir
þau ósköp er að færa sér í nyt ást
steingeitarinnar á mannkynssögu, en
þá verður að varast að eyða öllum
tímanum með einhverjum fornminj-
um. Sumarástarævintýri: Kringum 2.
ágúst fær steingeitin tækifæri til að
skemmta sér með persónu sem kann að
njóta lífsins á rómantískum stað.
Happadagur 19. ágúst. Munið að taka
með í fríið: verkfærakassann!
Vatnsberinn
- vantar aðeins örlítið upp á
Vatnsberar eru alræmdir fyrir sér-
visku. Þeir eru algerlega andsnúnir því
að gera nákvæmlega það sem allir aðrir
gera og hafa viðbjóð á að láta sér
leiðast eða vera leiðinlegir. Sumarfrí
eins og „venjulegt“ fólk tekur er dæmt
til að mistakast. Vatnsberar ættu að
fara á einhvern fáránlegan stað, eða á
einhvern venjulegan stað á fáránlegan
hátt. Þeir ættu að fara í sólbað í
Reykjavík, skoða sig um í Suður-Ge-
orgíu, nágranna Suðurheimskauts-
landsins, eða fara menningarferð til
Costa del Sol. Þeir geta líka prófað að
fara í útilegu í Las Vegas eða fiskveiðar
í Sahara. Þessar uppástungur virðast
undarlegar, en þær verða grundvöllur
að skemmtilegum umræðum eftir á. Ef
vatnsberinn hrindir engri þessara hug-
mynda í framkvæmd gæti hann reynt
að leggjast í ferðalög með áhugaverðu
fólki. Sumarástarævintýrí: Auðvitað er
vatnsberinn ómótstæðilegur en kring-
um 3. ágúst ætti hann að vara sig á að
lenda í slagtogi með einhverjum sem
ekkert mark er takandi á á stað þar sem
glæsibragurinn nær ekki undir yfirborð-
ið. Happadagur 20. ágúst. Munið að
taka með í fríið: reiðhjól og handklæði!
Fiskar
- eiga aldrei leiðinlega stund
Fiskar njóta þess að láta sig dreyma.
Óskastaður fiska er Disneyland en þó
að þeir komist ekki þangað þurfa þeir
ekki að láta hugfallast. Jafnvel þó að
þeir velji kyrrlátt fiskiþorp ummyndar
hugmyndaflug fiska það í helli smygl-
ara. Ef fiskur fer til Torremolinos, ber
hann kennsl á glæpamann á kaffibar og
ef fiskur fer í skíðabrekkur í Sviss, er
áreiðanlegt að hann þykist hafa séð
einhverja kvikmyndastjörnu í braut-
inni. Það er gott og blessað að njóta
drauma, en ef fiskur vill virkilega
skemmta sér ætti hann að hafa í huga
að fiskar elska vatn. Það er þess vegna
upplagt fyrir þá að ferðast eftir skipa-
skurði, fara í siglingu eða velja sér
hótel þar sem baðkerin eru sérstaklega
stór. Sumarástarævintýri: mestar vonir
standa til þess um 15. ágúst þegar
fiskurinn er staddur með einbeittri
persónu á stað sem hann hefur aldrei
dreymt um að eiga eftir að heimsækja.
Happadagur 1. ágúst. Munið að taka
með í fríið: líkþornaplástur og róman-
tíska skáldsögu.
Hrúturinn
- alltaf á fleygiferð og bölvandi
Hrútar eru örir og fljóthuga. Sumar-
frí sem eytt væri í leti á ströndinni eða
langferðabíl uppfyllir ekki kröfur
hrútsins um skemmtilegt frí. Ef hrútur
er svo óheppinn að lenda á dauflegum
stað mætti hann reyna að hleypa dálitlu
fjöri í hann sjálfur-en árangurinn gæti
orðið stórslys. Hávaðasama og fyrir-
ferðarmikla partíið á rólega hótelinu er
oftast runnið undan rifjum hrúts, rétt
eins og ferðin á diskótekið í bænum,
þar sem enginn vandi er að missa af
síðasta strætisvagninum til baka. Hrút-
ar eru ekki beint þekktir fyrir þolin-
mæði svo að þeir ættu ekki að ferðast
með smámunasömu fólki sem þarf
hálfan daginn til að velja hvar það á að
fá sér að borða - nema því aðeins
treysta megi því að það fari að ráðum
hrútsins. Sumarástarævintýri er líkleg-
ast um 19. ágúst með einhverjum sem
er hreinskilinn og viljasterkur, á stað
þar sem tónlist er leikin. Happadagur
25. september. Munið að taka með í
fríið: heftiplástur og bók með blótsyrð-
um innfæddra!
Nautið
-vill láta sér líðavel
Nautin elska glæsibrag og munað.
Vikudvöl á flottu hóteli væri besta
lausnin, sérstaklega ef það væri niður-
komið í landi eins og Italíu. Þar sem
nautin taka fullt tillit til meltingarfær-
anna sinna gætu þau velt sér upp úr
menningu allan daginn og tekið góða
pitsurispu á kvöldin. En þeim er vissara
að stefna ekki til Rómar ef þau eru
akandi. Naut eru nefnilega eignaglöð
og það væri dapurlegt ef minjagripir
þeirra úr fríinu væru aðallega stöðu-
mælasektarmiðar. Spánn hentar naut-
unum ekki alls kostar heldur vegna
þess að það eru ekki nema þau djörf-
ustu meðal nauta sem líður vel innan
um alla nautaatsleikvangana. Reyndar,
að öllu gamni slepptu, eru naut ánægð
hvar sem er ef þau eru umkringd
fegurð. Sumarástarævintýri liggur á
lausu allan júlímánuð ef nautin sækjast
eftir því með ótrúlegum karakter á stað
þar sem hættur liggja hvarvetna í leyni.
Happadagur 9. ágúst. Munið að taka
með í fríið: krítarkort, leiðarvísi yfir
sælkerastaði á svæðinu og hitaeininga-
töflu!
Tvíburarnir
-því styttri dvöl þeim mun betri
Tvíburar njóta þess að skiptast á
upplýsingum. Afskekkt, rómantísk
eyja væri ekki staðurinn fyrir tvíbura til
sumarleyfisdvalar, nema því aðeins
þeir geti treyst póstsamgöngunum. í
sannleika sagt gæti hentað tvíburanum
betur að eyða sumarleyfinu í sæti
plötusnúðs á einhverri útvarpsstöðinni
heima en að dúsa í einhverju útlandinu
í sólstól. Ef tvíburinn neyðist til að
hegða sér eins og aðrir og leggja land
undir fót, líkar honum áreiðanlega
betur að taka þátt í hraðri yfirferð um
heilt land frekar en að halda kyrru fyrir
í einni borg, vegna þess að hann hefur
ákaflega gaman af stuttum ferðum og
er fljótur að verða leiðindum að bráð.
Enn betra væri fyrir tvíburann að fara
t.d. í leiðangur um slóðir leynilögreglu-
sagnahöfundar og leysa morðgáturnar
eða hendast til Himalaja-fjalla á mong-
úsveiðar. Sumarástarævintýri er óhjá-
kvæmilegt í ár, sérstaklega fyrri hluta
ágúst, með einhverjum sem eys úr sér
fagurgalanum, á stað þar sem allt er á
ferð og flugi. Munið að taka með í fríið:
bók með heimilisföngum og bréfsefni!