Tíminn - 18.09.1988, Blaðsíða 5

Tíminn - 18.09.1988, Blaðsíða 5
Laugardagur 17. september 1988 HELGIN 5 giftudrjúg: Ríkisráð Noregs, sem nú hefur engan konung yfir sér, felur biskupunum íslensku hirðstjórnina í biskupsdæmum sínum og erkibiskup veitir Ögmundi legátavald í þeim málum er ella lutu hans úrskurði í málefnum páfans. Hann er orðinn langvaldamesti maður á íslandi! Og biskup hefur hraðan á því ljótar blikur eru á lofti. Hann kemst heim á úthallandi vetri og ekki miklu síðar hefst borgarastyrjöldin. Deila þeir um völdin hinn útlægi Kristján II. og sonur hins sálaðaða konungs, Krist- ján hertogi. Heimkoma Gissurar En fleiri eru þeir sem komast heilu og höldnu heim til fósturjarð- arinnar áður en hinir þyngstu brot- sjóir valdabaráttunnar dynja yfir: Gissur á Hrauni stígur einnig á land eftir þriggja ára námsdvöl í útland- inu og heldur rakleitt til Skálholts. Ekki vitum við hvar þeir hafa hist, Ögmundur og skjólstæðingur hans. Ef til vill hafa þeir orðið samskipa til landsins veturinn 1534, ef til vill hafa þeir ekki sést fyrr en heima í Skál- holti. En líklega hafa orðið fagnað- arfundir - í fyrstu. Fögnuðurinn verður þó enda- sleppur. Eitri hefur verið lætt í bikarinn og það harðnar brúnin á Ögmundi, þegar hann kemst að raun um að óskabarnið hefur drukk- ið í sig villukenningar í utanförinni. Og nú verða snögg umskipti. Einmana ferðalangur ríður niður Skálholtstraðir og austur til ferju- staðar á Þjórsá - síðan austur sveitir. Gissur er brottrækur af biskupsstóln- um og veit sér nú ekki önnur úrræði en leita á náðir ættmenna sinna austur í Skaftafellssýslu. En þar hafa líka gerst tíðindi: Bóndinn á Hrauni, Einar Sigvalda- son, er dáinn og Gunnhildur, ekkja hans, berst í bökkum með mikla ómegð. Siglingamanninum útskúf- aða verður fyrst fyrir að leita at- hvarfs hjá föðursystur sinni, abba- dísinni í Kirkjubæ, sem nú er að ala upp systur hans til klausturlifnaðar. Hann á henni margt upp að unna og væntir þess að hún úthýsi sér ekki. En abbadísin er reið og opnar ekki klausturdyrnar fyrir villutrúar- manni, sem hrakinn hefur verið af biskupsstólnum. í nauðum sínum rekst Gissur loks heim að Hrauni til móður sinnar. Og hún fær sig ekki til að gera hann afturreka. En nú er stórum um skipt fyrir Gissuri er hann verður að fara að gefa á garða heima í gamla kotinu. Hann fer meira að segja í ver, klæðist skinnstakki og sest undir árar. Það er hætt við að mjúkir lófar latínumannsins sámi á árahlummun- um. Það kemur samt á daginn að ekki er hann öllum heillum horfinn. Ábótinn í Þykkvabæ í Veri, Sigvarð- ur Halldórsson, aumkar sig yfir hann og tekur hann til sín. Ef til vill gerir hann það í samráði við biskupinn í Skálholti, sem kann að vilja kanna til þrautar hvort harður skóli fiski- versins hafi ekki komið vitinu fyrir piltinn og að Þykkvabæjarábótinn geti leitt hann á réttan veg. Og viti menn: Hann er ljúfur og auðsveipur - hefur látið sér segjast. Og það er jafnan meiri gleði yfir einum iðrandi syndara en fjölda réttlátra, sem aldrei hafa vikið af vegi dyggðarinn- ar. Skap Skálholtsbiskups mýkist við þessi tíðindi og hann veitrr hinum glataða syni fyrirgefningu og leiðir hann á ný að borði sínu. Hættuleg sendiför Nokkuð samtímis því að ský dró frá sólu í lífi Gissurar Einarssonar fellur ský á augu Ögmundar biskups. Hann hefur lengi verið sjóndapur á öðru auga, en nú verður hann snögg- lega nálega sjónlaus á báðum aug- um. En hann hefur um sig margt manna og með þeirra aðstoð skipar hann málum líkt og áður var. Það er kannske upp úr þessu sem Gissur frá Hrauni tekur að temja sér orðtak sitt: „Oft má á dauðan ljúga og blindan bera.“ í þeim hópi sem biskup hefur næstan sér eru eigi fáir ungir menn, sem hann leggur rækt við. Auk Gissurar eru þar kirkjupresturinn séra Gísli Jónsson, Óddur bryti Eyjólfsson og Oddur Gottskálksson, sonur hins illræmda Hólabiskups, sem þó er hinn spakasti maður, ljúfur og bókhneigður. Og biskup er mildur þessum ungu mönnum og gerir þeim margt að vilja af engri smásmygli. En mál ráðast á óhagstæðan veg í útlandinu. Villutrúarmaðurinn Kristján hertogi, hefur borið hærri hlut í borgarastríðinu í Danmörku og útséð um hver örlög helgrar trúar muni verða. Aftur á móti eru örlög Noregs ekki enn útkljáð. Ólafur Engilbrektsson, erkibiskup, heldur enn velli norðan fjalls, en tvísýnt hversu lengi það verður - og nú afræður Ögmundur að senda menn ósi liggur við að trúnaðarmanni Skálholtsbiskups verði hált á óvar- legri meðferð þýskra bóka, því hann blótar sjálfan Martein Lúther á laun í sjálfum erkibiskupsgarðinum. Sér hann ekki annað ráð vænna en fá Gísla prest úr Skálholti, sem einnig er með í för, til þess að smíða kistil utan um bækurnar, svo þær liggi ekki á glámbekk. f Björgvin lenda þeir Gissur og Eyjólfur í höndum manna Kristjáns hertoga. En þar er þá staddur kaþólskur biskup, Geb- leníus Pétursson, sem snúist hefur til fylgis við hertogann og ber kápuna á báðum öxlum í trúarbragðadeilunni. hvíldinni er hann loks getur gengið i til náða. En á hinum fyrsta morgni er hann vaknar með biskupstign, bregður svo við að honum er kvilltur annar fóturinn. Að nítján nóttum liðnum liggur biskupinn nár á börum sínum í skini blaktandi kertaljósa, umkringdur syngjandi prestum erki- biskupsstólsins. Sigmundur Eyjólfsson, sem skemmsta stund hefur borið mítur og bagal íslenskra biskupa er í moldu lagður í Þrándheimi. Ekki löngu síðar flýr Ólafur erkibiskup Engilbrektsson land. En þótt Sigmundur vitji fóstur- Gripið til vopna. ögmundur féll í öngvit af harmi er kirkjan í Skálholti brann 1532. Litlu einu varð bjargað og var þar á meðal altarisbríkin, en úr henni hafa þessi líkneski varðveist. Hann gengur í milli og fær þá Skálholtsmenn leysta úr haldi eftir þrjár nætur. Honum er kannske ekki ókunnugt um að þeir menn kunna einnig að aka seglum eftir vindi. á hans fund með bréf og gjöld þau af landinu, sem hann skal standa skil á. Ögmundur kallar til sín skipstjóra biskupsstólsins og biður hann að ferðbúa staðarskútuna hið bráðasta. Þrjú hafskip hefur stóllinn misst í biskupstíð Ögmundar, en þó er enn til haffær fleyta. Og einhvern tíma hefði hann sjálfur staðið við stjórn- völinn í slíkri ferð. | Menn eru kvaddir til farar með Eyjólfi, þeir sem reka eiga erindi, biskups við Ólaf Engilbrektsson. Þar þarf til forystu mann sem lærður j er og kann vel þá siðu er bestir þykja með höfðingjum utanlands. Gissur Einarsson, glataði sonurinn, sem nú er aftur fundinn, virðist vel vaxinn því hlutverki. Eyjólfur Kollgrímsson er öruggur skipstjóri og honum famast vel, þótt háski sé á báðar hendur. Þó komast þeir félagar í hann krappan. í Niðar- Nýr boðskapur fer um byggðir Það er um sama leyti að Ögmund-1 ur biskup sér fram á að seinustu forvöð muni að velja heilagri Skál- holtskirkju verðugan eftirmann, því hæpið sé að hann geti síðar fengið þann vígðan sem hann vilji. Þennan vanda vill hann leggja á herðar systursyni sínum frá Hjalla í Ölfusi, séra Sigmundi Eyjólfssyni í Hítar- dal. Og honum er auðsótt samþykki presta sinna. Séra Sigmundur siglir á fund erki- biskups. Olafur Engilbrektsson, sem nú stendur uppi fáliðaður gegn miklu ofurefli, forsmáir ekki vilja vinar síns og sálufélaga í Skálholti. Það er undinn bráður bugur að biskups- vígslunni sem fer fram með virðuleg- um hætti í Niðarósi veturinn 1537. Þetta er löng og margbrotin athöfn og Hítardalsklerkur verður feginn jarðar sinnar ekki aftur, sigla þar aðrir að landi. Hinn nýi konungur Danmerkur- ríkja, Kristján III., hefur skipað landinu hirðstjóra í stað Ögmundar Pálssonar og Jóns Arasonar á Hólum. Þetta er tignarmaðurinn Kláus van der Marwitzen. Snekkja hans varpar akkerum á Seylunni vorið 1537 og hinn nýi valdsmaður ríður á Öxarárþing til þess að skipa málum. Hann hefur í för með sér fógeta sinn, Diðrik frá Mynden. Ekki skerst stórlega í odda að sinni. Þó eru óþægileg sum málin sem þeir flytja. Kristján konungur vill koma á nýrri kirkjuskipan í anda hinna nýju trúarkenninga sem hann aðhyllist og hefur sent í landið bréf um það. Sumt er gamalt og gott sem hann býður, en annað vekur skelf- ingu. ögmundur biskup og prestar hans velja og hafna og vísa lands- mönnum veginn, en bregða fyrir sig ýmissi kænsku, til þess að sniðganga konungboðskapinn. Hann skrifar bréf í ýmsar áttir til presta sinna og leggur þeim lífsregl- urnar og það kemur sér vel fyrir hann blindan að hafa góða aðstoð við allar þessar bréfagerðir. Því nú hefur hann Gissur Einarsson sér við hönd eftir sendiför hans til Noregs. Hann er orðinn gróinn í Skálholti. Allt hnígur að því að Ögmundur muni einna helst kjósa hann að eftirmanni, svo leiðitamur og auð- sveipur sem hann er hprra sínum. Og nú gerast þeir atburðir sem herða á Ögmundi að koma sínum manni á biskupsstól: Hinn nýi hirð- stjóri tekur klaustrið í Viðey her- skildi í maí 1539, hrekur þaðan ábótann og munkana, ber þá og svívirðir. Því er það þegar í júlí að Ögmund- ur gengst fyrir biskupskjöri Gissurar Einarssonar og mælir svo fyrir að hann skuli þegar sigla utan til vígslu. Hann hefur meðferðis meðmælabréf til Kristjáns konungs, þar sem Ög- mundur lýsir honum „sem sérlega unnandi hins guðlega orðs,“ en líka bréf, þar sem biskup ákærir þung- lega framferði Kláusar van der Mar- witzen í Viðey fyrir hátigninni. Enn siglir Gissur Þegar að kjöri loknu siglir Gissur utan með Hamborgurum. Hirðstjór- inn siglir líka, því hann þarf að ná fundi konungs sem fyrst, til þess að geta svarað ásökunum Ögmundar. Gissur hyggur gott til glóðarinnar að finna Kristján konung og býst við að sér muni létt veitast að fullvissa hann um hollustu sína og tryggð við hina nýju skipan. Hann tekur land í Hamborg, þar sem hann fyrir hálfu áttunda ári sat með fjöður í hönd og tjáði þakkir sínar þeim manni sem tekið hafði hann upp á arma sína og lagt honum fé til námsframa. Hann hyggst senn halda norður til Kaup- mannahafnar, en hefur ekki búið ferð sína þangað enn þegar honum berast yoleg tíðindi ofan frá íslandi: Tæpum mánuði eftir að hann sté á skipsfjöl hafa landar hans hafa tekið til sinna ráða og hefnt yfirgangs konungsmanna í Viðey. Þeir hafa drepið fógeta Kláusar van der Mar- witzen, Diðrik frá Mynden, í Skál- holti og það fylgir sögunni að vernd- ari Gissurar, Ögmundur biskup, hafi lágt á ráðin um þetta óhapp. Gissur fyllist skelfingu yfir að konungur muni hyggja á greiplegar hefndir og að reiði hans muni höggva nærri honum sjálfum. Hann fyllist ótta- fullri bræði í garð þess gamla og nú kennir ekki gömlu auðmýktarinnar er hann skrifar heim í Skálholt til blinda biskupsins: „Litlu seinna en ég kom til Ham- borgar komu og þau skip, sem fyrir norðan höfðu legið. Sögðu hingað þær fréttir að þér hefðuð í hel látið slá Diðrik van Mynden og hans stallbræður heima í Skálholti. Item að þér hefðuð og svo viljað láta slá vetrarlegumenn þýskra, sem eftir voru í landinu. Undrar mig stórlega ef svo er skeð og lítið hefur þeim í húfi þótt um mig og mína fylgjara er þessi ráð hafa út gefið. En guði sé lof að þeir hafa ekki sínum vilja fram komið sem gjarnan hefðu séð að bæði ég og aðrir hefðu þessa goldið." Þannig hefur ekki verið venja að ntenn höguðu orðum sínum við Ögntund biskup Pálsson. Og ekki hefði Gissur Einarsson kjörbréf í farteski sínu og meðmælabréf Ög- mundar, ef hann hefði tamið sér slíkt. En nú óttast Gissur einmitt að þessi bréf komi að litlu haldi. Þess vegna skrifar Gissur Kristjáni III. bréf og biður að hann ntegi koma á fund hans með bréf sín er votti að nú séu allir í Skálholtsbisk- upsdæmi fúsir að veita hinni nýju kirkjuskipan viðtöku. Það var rétt til getið hjá Gissuri að konungi þóttu búandkarlar á íslandi gerast digrir er þeir drápu niður fulltrúa hans. En hitt gekk líka eftir hjá Gissuri að konungi þótti gott að heyra að nú hefðu íslendingar snúist til fylgis við siðbótina svonefndu. Líklega flögraði það ekki að honum að þar var sannleikurinn allmjög sveigður til þjónustu við hagsmuni biskupsefnisins. Griðabréfð er þegar skrifað og áður en árið er liðið er Gissur kominn á fund konungs. Þegar til kemur fær hann þó ekki biskupsvígsluna. Konungur er varkár um vígslu biskupa á þá stóla sem fjarri eru veldissprota hans og ætlar það gefast betur að fresta vígslum uns þeir sem hreppa for- stöðu biskupsdæma hafa sýnt holl- ustu sína í verki. Því verður Gissur á láta sér nægja að konungur stað- festi kjörbréfið. En þetta nægir Gissuri og hann snýr léttari í bragði til Hamborgar og bíður farar til íslands. Hann nýtur dvalarinnar þar vel og gerir margvísleg innkaup. Meðal annars kaupir hann sér „lifrautt til hosna“ eða buxna, biblíur og postillur handa kennilýðnum, spora, leggbönd og klæði í reiðstakk, reiðsokka og beltistakk handa sér í yfirreiðar, blý og púðurhorn sem að notum kemur, ef ófrið bæri að höndum - og drykkjarföng til þess að gleðja sig við á meðan hann bíður fars. ógmundi bolað burtu úr Skálholti Með vorkomunni 1540 spyrst það að Gissur Einarsson er út kominn í Hafnarfjörð og litlu síðar ríður hann í hlað í Skálholti. Ögmundur telur sig geta nú unnað sér hvíldar og fær honum flest yfirráð á stólnum. Hinn nýi forráðamaður byrjar að kanna eignir hans niður í kjölinn. Hann rýnir í jarðabréf og reikninga, telur hnífa, katla og pansara, fer höndum um smjörkistur og kjötkrof. Það vantar magálinn á einn nauts-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.