Tíminn - 18.09.1988, Blaðsíða 6
6 % HELGIN_________________
Kokkáluð
guðshetja
skrokkinn í skemmunni og hann
skrifar það sér til minnis.
Þessu næst ríða Skálhyltingar til
Þingvalla á Öxarárþing. Þar stýrir
Ögmundur prestastefnu í hinsta
sinni og tuttugu og fjórir prestar sem
í dóm eru kvaddir lýsa Gissur Ein-
arsson réttan biskup.
En þegar heim í Skálholt kemur
tekur Gissur að ganga all hart eftir
fullum reikningsskilum af gamla
biskupinum. Og áður en júlímánuð-
ur er úti ríður fáliðaður öldungur
heiman frá Skálholti sem leið liggur
upp í Haukadal. Þetta er Ögmundur
biskup að flytjast búferlum af
stólnum. Gissur ríður aftur á móti
austur í æskubyggð sína og í heim-
leiðinni kemur hann við í Lambey í
Fljótshlíð, þar sem hann lætur níu
presta dæma þann dóm að Ögmundi
beri að skila honum jafnmiklum
eignum og hann hafði tekið við af
Stefáni biskupi Jónssyni, auk þess
sem honum er heimilað að brigða
allar jarðir sem seldar höfðu verið
undan stólnum í tíð Ögmundar, ef
hann kysi heldur en þær jarðir er
komið höfðu í staðinn.
Já, nú er kominn uppskerutími
þeirra manna sem fyrrum réðu ráð-
um sínum í skúmaskotum í Skál-
holti. Að áliðnu hausti lætur Ög-
mundur þau bréf ganga að hann vilji
gera stólnum full reikningsskil að
Torfastöðum í Biskupstungum
snemma maímánaðar hið næsta ár.
En þá bregður svo við að Gissur vill
ekki þýðast þetta og ber við önnum.
En öldungnum sýnist samt að nokk-
urt efni geti verið til mannfundar á
Torfastöðum, því hann skrifar Jóni
biskupi Arasyni á Hólum og heitir á i
hann að koma suður yfir fjöll um |
vordaga. Gamla biskupinum þykir |
flest ganga í sukki hjá Gissuri og
ekki vanþörf á að taka í taumana:
„Vitið kæri bróðir að hér fer mjög
hryggilega fram sem allsmektugur
guð vinni bót á. Hvergi eigum vér
þess kost inn í hús að koma, heldur
förum vér sem einn fátækur
maður... Kirkjunnar silfur og háfur
er burt tekið úr dómkirkjunni, látið
í eina kistu og læst í því húsi sem
hann sjálfur sefur. Megið þér sjálfur
sjá meininguna þar til. Bagaldúkur
og annað það klenódíum sem vér
höfum kirkjunni lagt er borið hingað
og þangað... “
Honum sárnar meðferðin á vígð-
um kirkjugripum sem saumaðir hafa
verið og smíðaðir af mikilli alúð og
gefnir af ræktarsemi og lotningu og
hann órar fyrir því hver verða muni
áhrif þess gulls og siifurs, sem dóm-
kirkjan hefur eignast á mörgum
öldum.
En öldungnum blinda lærist seint:
að sjá við vélráðum. Bréfið til Jóns !
Arasonar lendir í höndum Gissurar
Einarssonar, sem stefnir liði í j
Skálholt, svo hann ekki muni standa
uppi liðvana, ef til tíðinda dregur.
Þegar hann þykist hafa dregið saman
nægan liðsafla, stefnir hann biskupi,
fyrir prestadóm á Öxarárþingi hinu
næsta og ber Ögmund þungum
sökum: Svikráð við Gissur biskup og
Kristjáii konung III.
Gissur launar fóstrið
En Jón biskup kom aldrei á fund
að Torfastöðum og prestar fella ekki
neinn dóm um gerðir Ögmundar
Pálssonar. Nokkrum dögum fyrir
þing koma til landsins tvö herskip og
eru þar á Kláus van der Marwitzen
og Kristófer Hvítfeldur, lénsmaður
konungs í Þrándheimi. Gissur ríður
þegar vestur yfir heiðar til fundar við
valdsmennina.
Fregnin um komu skipanna flýgur
um allar sveitir og vinir Ögmundar
leggja honum það ráð að forða sér
austur í Skaftafellssýslu, þar sem
útlendum hermönnum yrði eftirreið-
in torveld. Ögmundur vill þekkjast
þau ráð, en þykist þó fyrst verða að
ríða vestur að Hjalla í Ölvusi til
fundar við Ásdísi systur sína er þar
býr.
Nú förum vér fljótt yfir sögu, þar
sem þessi þáttur mun flestum les-
enda vel kunnur: Með ráði Gissurar
Laugardagur 17. september 1988
senda þeir hæstráðendur skipanna
þrettán eða fjórtán danska menn
austur að Hjaíla undir forystu Eyj-
ólfs nokkurs Halldórssonar, er fyrr
meir hafði flúið vegna vígsmáls á
Norðurlandi á náðir Ögmundar
biskups. Þessi lýður dregur gamla
manninn fram úr rúmi sínu og flytur
hann nauðugan suður og um borð í
herskipið Brima Samson. Ásdís syst-
ir hans er blekkt til að láta af hendi
allt það fé sem bróðir hennar hafði
átt hjá henni fólgið gegn loforði um
að hann verði laus látinn. Það er
svikið og fastast gegn lausn hans
leggst fóstri hans Gissur Einarsson.
Það eitt er nú eftir að Ögmundur
gefi upp lén sín og umboð í hendur
þeim siðbótarmönnum, sem til valda
hafa hafist í Skálholtsbiskupsdæmi.
Og þetta er allt komið í kring hinn
fimmta dag júlímánaðar. Þá eru segl
undin upp á Brima Samson og
Kristofer Hvítfeldur lætur í haf með
fanga sinn.
Sú var tíðin að Ögmundur Pálsson
þoldi sjóvolk. Nú er um skipt. Hann
hefur ekki verið nema átta daga á
sjónum þegar hann geispar golunni.
Hjalli í ölfusi á vorum dögum.
Gissur biskup er þá riðinn á Aust-
firði.
Að þessu sinni sjá Austfirðingar
mjög hermannlegan biskup á yfir-
reið. Honum fylgja vopnaðirsveinar
og altygjaðir, fimmtán að tölu, og
þeir fara ekki einu sinni úr herklæð-
um um nætur. Þeir prestar sem
miklir þykja fyrir sér verða að sverja
honum hollustueiða. Og allir beygja
sig fyrir þessum höfðingja, sem hefur
haft svo mikinn og skjótan
framgang. Enn vantar nokkuð á
tíunda árið frá þeim degi er hann sat
umkomulítill úti í Hamborg og hét
Ögmundi Pálssyni því að hann skyldi
vera góður drengur og duglegur að
læra, svo hann þyrfti ekki að sjá eftir
peningunum, sem fóru í námskostn-
aðinn.
Vígsla Gissurar
Biskupunum á íslandi hafa nú
borist þau boð frá Kristjáni konungi
að þeir skuli sigla á hans fund
sumarið 1542, eða ári eftir að Ög-
mundur sté fanginn á skipsfjöl. Giss-
ur Einarsson bregst fúslega við þess-
ari kvaðningu, enda á hann erindi til
Danmerkur, þar sem hann hefur
enn ekki tekið vígslu. Jón Arason á
Hólum ætlar ekki að fara utan -
hann sendir í umboði sínu þrjá
menn af Norðurlandi.
Eitt er það þó sem Gissur ætlar
ekki að láta hjá líða áður en hann fer
af landinu: Nú er kennimönnum
öllum heimill hjúskapur og forráða-
maður Skálholtsstóls ætlar sér ekki
að lifa einlífi. Hann hefur beðið sér
konu af norsku fremdarkyni, Guð-
rúnar, dóttur Gottskálks Hólabisk-
ups Nikulássonar og systur Odds á
Reykjum og fengið jáyrði. Og áður
en hann stígur á skipsfjöl er festaröl-
ið drukkið. Festarkonan er þegar
komin í Skálholt og þar skal hún
bíða heimkomu unnustans.
Nýi kirkjupresturinn í Skálholti,
síra Eysteinn Þórðarson, nýtur mik-
ils trausts húsbónda síns og Gissur
felur honum á hendur að annast
Guðrúnu, svo að henni verði ekki
langsamt. Slíks hins sama biður
hann móður sína, Gunnhildi, er
hann hefur tekið heim á biskupsstól-
inn, ásamt þremur bræðrum sínum,
séra Jóni, Þorláki og Halldóri.
Síðan gengur Gissur á skip í
Drottins nafni. Hann hefur tekið sér
fari með Stakknum, sem legið hefur
í Straumsfirði -í kauptíðinni og þeir
verða vel reiðfara. Gissuri er tekið
með kostum og kynjum í Höfn.
Aðfarir hans við Ögmund biskup
eru metnar mikið manndómspróf og
háfur Skálholtskirkju hefur verið
meðtekinn þakksamlega. Þessi há-
vaxni súperintendant frá Skálholti
hefur gengið undir jarðarmen hins
nýja siðar á lofsamlegan hátt. Kon-
ungur eftirlætur honum biskups-
vígslu og Pétur Palladíus, hinn frægi
Sjálandsbiskup, vígir hann snemma
hausts. Gissuri Einarssyni gefst tæki-
færi til að gista Hamborg enn einu
sinni í nokkra mánuði og áður en
hann kveður Kaupmannahöfn lætur
konungur honum í té kvittun fyrir
sex hundruð níutíu og fimm lóðum
silfurs, auk peninga og gullkaleiks
þess hins mikla, sem kenndur er við
Klæng biskup Þorsteinsson og fylgt
hefur dómkirkjunni í Skálholti í
nálega fjórar aldir. Barma hans hafa
varir hinna göfugustu íslendinga
snortið, er þeir gengu til ábergingar
á hinum mestu viðhafnarstundum.
Nú skal hann bræddur upp í
stríðsgjald.
Kokkáluð guðshetja
Veturinn er fljótur að líða í glaumi
og gestaboðum Hamborgar og um
það bil sem brumið fer að þrútna á
trjánum er tekið að ferma íslands-
förin og reiðbúa þau. Skúta sú sem
Gissur fer með vindur upp segl
snemma í aprílmánuði.
Það líður líka að vori á íslandi og
þá tekur fólk í Skálholti að halda
uppi spurnum um hvort Hamborg-
ara hafi ekki orðið vart við landið.
Það má ætla að festarkonunni leiki
ekki hvað sísthuguráslíku. Ólíklegt
er að aðrir bíði heimkomu biskups
með meiri óþreyju. Samterþaðeinn
dag, þegar mjög er að vori liðið, að
hún stendur ferðbúin á hlaði í Skál-
holti. Hún ætlar að ríða austur yfir
Tungufljót að Bræðratungu. Og hún
tekur með sér undarlega margt af
því sem hún á í Skálholti. Próventu-
kerlingar Ögmundar biskups hnipp-
ast á og stinga saman nefjum af
áfergju, þegar þær horfa á eftir
henni austur úr tröðunum og vinnu-
konur staðarins standa á gægjum við
húshornin.
Viku fyrir krossmessu spyrst það
til Skálholts að Gissur Einarsson er
út kominn í Hafnarfjörð. Litlu síðar
kemur hann heim í Skálholt. Bræður
hans þrír fagna honum af blíðu,
móðir hans faðmar hann að sér. Þó
er líkt og ekki sé allt með felldu.
Guðrún Gottskálksdóttir kemur
ekki í leitirnar og loks leiðir Jón
Einarsson bróður sinn afsíðis og
segir honum ill tíðindi. Festarkonan
er í brott farin, þunguð af völdum
kirkjuprestsins, séra Eysteins Þórð-
arsonar. Gissur setur hljóðan. Sjálf-
sagt veit hann þó ekki að því er
hvíslað um göng og hlöð á biskups-
stólnum að móðir hans, fimmtug
kona eða eldri, sem átti að gæta
Guðrúnar með presti, hafi einnig
gerst honum vikaliprari en góðu hófi
gegnir.
Gissur Einarsson gengur hljóður
til sængur og hin fyrsta nótt hans á
stólnum líður af. Hinn næsta dag er
séra Eysteinn er kominn í matstofu
og sestur að borði, snarast bræður
Gissurar, séra Jón, Þorlákur og
Halldór, inn með alvæpni. Það verð-
ur fátt um kveðjur. Séra Eysteinn
hleypur upp og vefur kápu sinni að
höndum sér, en þeir bræður sækja
að honum allir þrír. Leikurinn berst
fram og aftur, og kirkjupresturinn
reynir að bera af sér höggin með
kápunni. En það berast brátt á hann
sár. Þá stekkur hann yfir borðið og
fær dregið fram sleddu er hann bar
á sér. Eftir nokkur vopnaviðskipti
hleypur hann á Þorlák og keyrir
hann undir sig. Rekur hann þá
sledduna fyrir brjóst andstæðingi
sínum og hleypur á hann ofan. En
með því að Þorlákur er í pansara
bognar vopnið, en gengur ekki í
gegn. í þessum svifum kemur séra
Jón höggi á kirkjuprestinn, svo að af
verður mikið sár og tekur nú blóðrás
að mæða hann. Þegar menn koma til
og fá skilið þá er séra Eysteinn
óvígur orðinn og eru á honum talin
þrettán sár. Þó þöktir öndin í vitun-
um á honum.
Það er nýr fógeti konungs á Bessa-
stöðum, sem tekur þennan brotlega
mann að sér og græðir hann - í
óþökk biskups þó.
Sætleiki valdsins
Andrúmsloftið kring um Gissur er
dálítið óþægilegt. Hann hefur unnið
lokasigur á undraskömmum tíma og
hlotið fulla biskupsvígslu. Valdið
liggur honum í höndum, þó að það
hafi orðið honum dýrkeypt. Ekki er
teljandi fyrirstaða á að menn snúist
til fylgis við hann, enda vita mektar-
menn í landinu að betra muni að
snara frá sér heilagri Maríu mey, en
missa lén sín og hreppa ónáð
konungs.
Gissur á líka við örðugleika að
etja á Skálholtsstað, sem rúinn hefur
verið öllu fémætu - allt silfur, bæði
skraut helgimuna og peningar hefur
verið sent utan í botnlausa hít stríðs-
rekstrar Kristjáns konungs. Þegar
ungur maður leitar á náðir hans til
þess að biðja um fjárstyrk til náms
verður hann að gera hann afturreka
með orðunum: „Auðurinn fór til
Danmerkur-hvíli hann þar í friði.“
Ástamál hans eru og áfram milli
tannanna á fólki. Hin hverflynda
unnusta hans lætur sig hafa það að
fæða þríbura, þegar konur í sóma-
samlegu ektastandi láta sér nægja
eitt eða í hæsta lagi tvö börn. Börnin
deyja þó öll við fæðingu. Það þykir
og saga til næsta bæjar þegar það
spyrst að biskupinn vill taka hana í
sátt og leiða hana að altarinu, eins
og ekki hafi í skorist. En viti menn!
Guðrún Gottskálksdóttir hafnar
góðu boði og stráir með því salti í
sár þessa manns, sem nú hefur
vissulega prófað á sjálfum sér hvað
það er að vera svikinn. Hann verður
því að leita á önnur mið og fyrir
valinu verður Katrín Hannesdóttir á
Núpi í Dýrafirði. Hún fæðir honum
tvö börn, en bæði deyja þau nýfædd.
Ef til vill eru getur hafðar uppi um
hvað þessu muni valda. Getur verið
að blessun Guðs fylgi ekki biskupn-
um?
Árin líða og Marteinn Lúther
spyrst andaður suður á Þýskalandi.
Fátt gerist að vísu stóratburða á við
það sem var er viðureignin við
Ögmund stóð sem hæst. Stóratburð-
ir eru geymdir biskupnum á Hólum,
Jóni Arasyni. Gissur er þó athafna-
samur við að má út leifar pápiskunn-
ar og gera upptæka ýmsa helga gripi.
í kirkjunni í Kaldaðarnesi er til
dæmis róðukross, sem mikil helgi er
á. Hann er silfurbúinn og hin mesta
gersemi og menn flykkjast að honum
til að snerta hann og þykjast við það
fá bót hinna ýmislegustu meina.
Einn daginn gerir Gissur biskup
ferð sína úr Skálholti niður í Flóa.
Nú skal látið til skarar skríða gegn
róðunni í Kaldaðarnesi. Krossinn er
tekinn og allur hinn dýri búnaður
rifinn af honum, því biskupinn ætlar
að hafa eðalmálminn með sér heim.
Þegar þessu er lokið er krossinn
borinn út og litla kirkjan á bökkum
Ölfusár svipt þeim helgidómi sem
hún er vígð.
Litlu síðar berast fréttir frá Skál-
holti, sem ekki koma þó öllum á
óvart, eftir slíkt framferði: Gissur
biskup er sjúkur. Og biskupi elnar
sjúkleikinn, svo að hann fær ekki
riðið á Öxarárþing. Á langaföstu
veturinn 1548 gefur hann upp önd-
ina, maður á miðjum aldri.
Það ber kannske að nokkuð um
svipað leyti að Gissur biskup Einars-
son er grafinn í kór Skálholtskirkju
og heilagur kross er aftur kominn á
sinn stað í kór litlu kirkjunnar í
Kaldaðarnesi.
Þannig lýkur sögu fyrsta lútherska
biskupsins á íslandi.
Sjálfsagt hefur Gissur trúað því að
sá siður væri betri er hann ruddi
braut í landinu en hinn fyrri. Samt
v£rð hin fyrsta uppskera Islendinga
af siðaskiptunum megn hjátrú og
átakanlegt uppburðarleysi, örbirgð
og kröm. Og hversu trúaður sem
hann hefur orðið á siðbótina, þá
verður aldrei af honum þvegið að
hann beitti undirferli og svikum til
þess að koma sínu fram, sigldi undir
fölsku flaggi og níddist þar á ofan á
þeim manni, sem hann átti allt að
launa, blindum og örvasa.
BÁSAMOTTUR
FRÁ ALFA-LAVAL
Sterkar og einangra mjög vel.
Stærð: 1400x1100 mm.