Tíminn - 20.09.1988, Page 3

Tíminn - 20.09.1988, Page 3
Þriðjudagur 20. september 1988 Tíminn. 3 Vika liðin frá sögulegum fundi Fríkirkjunnar, en stjórnin situr þrátt fyrir vantraustið: Svar við vantrausti að prestarnir verði tveir? Stuðningsmenn sr. Gunnars Björnssonar, fríkirkjuprests, telja eðlilegt að Gunnar geti þegar næsta sunnudag boðað Guðs orð í barna- messu og almennri messu í Fríkirkj- unni við Tjörnina. Vilja þeir nú vekja athygli á því að heil vika er síðan safnaðarfundur lýsti uppsögn prestsins ógilda og samþykkti enn- fremur vantraust á stjórn safnaðar- ins. Tíminn hefur fyrir því heimildir að stjórn safnaðarins íhugi að ráða ekki sr. Gunnar til starfa að nýju, fyrr en gengið hefur verið frá því að sr. Cecil Haraldsson fái einnig að vera prestur í Fríkirkjunni í Reykja- vík. Miðað við höfðatölu er söfnuð- urinn í meðallagi stór í samanburði við þjóðkirkjusöfnuði í Reykjavík þar sem einn prestur þjónar. Vegna þess hve söfnuðurinn er dreifður er mikið leitað til annarra presta með ýmis aukaverk þannig að tala ferm- ingarbarna er t.d. ekki nema á fimmta tug. Verði þessi skipan samþykkt, er Ijóst að fáir söfnuðir á landinu verða betur skipaðir guðs- mönnum til þjónustu. Þrátt fyrir niðurstöður síðasta safnaðarfundar hefur hinn kjörni klerkur ekki enn fengið lykla að kirkju safnaðarins og varð því ekki af messu með sr. Gunnari sl. sunnu- dag eins og ráð var fyrir gert. Það vakti athygli að daginrt eftir safnað- arfundinn gaf símsvari kirkjunnar upp heimasíma bæði hjá sr. Gunnari ogsr. Cesil Haraldssyni, sem fenginn var af stjórninni til að þjóna þar til uppsagnarmálið væri í höfn. Eftir að stjórnin hafði fundað og ákveðið að sitja áfram þrátt fyrir niðurstöður fundarins, var símsvaranum aftur breytt til fyrra horfs og þá var eingöngu gefinn upp sími sr. Cecils. Jóhann tapaði Jóhann Hjartarson átti erfitt upp- dráttar í skák sinni við Timman í níundu umferð á skákmótinu í Til- burg í gær og skákskýrendur sögðu að hann hefði teflt víðsfjarri sínu besta. Jóhann hafði verri stöðu mest alla skákina og endaði með því að hann gaf hana í 45. leik. Skákir gærdagsins fóru að öðru leyti þannig að Karpov vann Van der Wiel og Nikolic vann Hubner. Eftir níundu umferð er staðan þannig að efstur er Karpov með sex og hálfan vinning. Annar er Short með fimm og hálfan vinning. Þriðji er Nikolic með fimm vinninga. í fjórða til fimmta sæti eru Timman og Portisch með fjóra og hálfan. Hu- bner er í sjötta sæti með fjóra vinninga og í sjöunda og áttunda sæti eru Jóhann Hjartarson og Van der Wiel með þrjá vinninga. -sá Ekið á barn 10 ára gamall strákur varð fyrir bifreið á Urðarbraut í Kópavogi skömmu fyrir klukkan 15 í gær. Hann var fluttur á slysadeild, en meiðsli hans voru ekki talin alvar- leg. Strákurinn var ekki á gang- braut þegar hann varð fyrir bifreið- inni. -ABÓ 1 dag er búist við að stjórnin sendi frá sér einhverja ályktun um hvað hún hyggst fyrir og hvernig hún ætlar að bregðast við niðurstöðum fundar- ins. Tíminn greindi frá því í síðustu viku að stjórnarformaðurinn, Þor- stcinn Eggertsson lögfræðingur, vildi segja af sér og var það rétt eítir honum haft. Hins vegar mun hafa verið lagt hart að honum innan stjórnar að gera það ekki og gegnir hann því enn formennsku. KB

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.