Tíminn - 20.09.1988, Qupperneq 15

Tíminn - 20.09.1988, Qupperneq 15
Tíminn 15 Þriðjudagur 20. september 1988 llllllllll ÍÞRÓTTIR - : : : ' 'i1:- ": aveiðum Vals. Leikurinn einkenndist mjög af rokinu og erfitt var að hemja knöttinn. Þó var töluvert um tækifæri á báða bóga, en Valsmenn voru ívið sterkari aðilinn og úrslitin því sanngjörn. KR-ingar urðu fyrir því áfalli að missa báða miðverði sína, þá Ágúst Má Jóns- son og Jóstein Einarsson meidda út af í síðari hálfleik. Síðustu mín. léku KR- ingar einum færri, þar sem búið var að skipta báðum varamönnunum inná þeg- ar Jósteinn meiddist. Hafði það sín áhrif á gang mála og vörn KR veiktist mjög af þeim sökum. BL fna, áhorfendur og varamenn standa á öndinni Tímamynd Gunnar. tum leik Skagamanna. Þeim tókst ekki að hreinsa frá markinu og átti blautur völlurinn sinn þátt í því að Ólafur Gottskálksson missti boltann fyrir fætur Antony Karl Gregory sem þurfti ekki annað en að pota boltanum í netið. Skagamenn voru öllu atkvæðameiri í síðari hálfleik og áttu þá hættulegri færi en Ægir Dagsson, hinn 16 ára gamli markvörður KA, stóð sig þá mjög vel. Seinni hálfleikur var í heild ekki skemmtilegur á að horfa. Völlurinn var mjög blautur og erfiður yfirferðar. Guð- björn Tryggvason var bestur í liði heima- ; manna. ! Toppliðin farin að slaka á enn t\;n mörl l.A.A Tindastóll sigraði ÍR1-0 á Sauðár- króki á laugardaginn. Þetta var mik- ill baráttuleikur tveggja jafnra liða. Tindastóll fékk fleiri marktækifæri en færi ÍR-inga voru þó hættulegri. M.a. fékk Björn Björnsson tvívegis gullin marktækifæri en mistókst t bæði skiptin. Sigurmarkið kom fimm mínútum fyrir leikslok og hafði þá legið í loftinu nokkurn tíma. Markið skoraði Eysteinn Kristinsson. Þróttur vann KS 3-1 á Valbjarnar- velli á laugardaginn og tóku þar með Siglfirðinga með sér niður í 3. deild, með sigri Blika á Fylki. Þegar staðan var 1-1 fékk KS fjölda tækifæra til að komast yfir en Guðmundur Erlings- son, markvörður Þróttara, sá hvað eftir annað við þeim. Sigurður Hali- varðsson skoraði tvö glæsileg skalla- mörk fyrir Þrótt en Tómas Kárason gerði eina mark KS. ÍBV vann Víði 2-1 í Eyjum og tryggði sér þar með áframhaldandi sæti í 2. deildinni. Sigurmarkið kom aðeins 5 mínútum fyrir leikslok þeg- ar Ingi Sigurðsson sótti að Gísla Heiðarssyni, markverði Víðis, og Vilhjálmi Einarssyni, sem voru að slæpast með knöttinn. Úr þvögunni fór boltinn í markið. Hlynur Elíasson skoraði fyrra mark ÍBV en Björgvin Björgvinsson skoraði mark Víðis. Breiðablik sigraði Fylki 3-2 í Ár- bænum á sunnudaginn með mikilli baráttugleði. Var þetta fyrsti ósigur Fylkis á heimavelli í tvö ár cn liðið leikur í 1. deild á næsta keppnistíma- bili. Blikar kontust í 3-0 með víta- spyrnu Jóns Þóris Jónssonar og tveimur mörkum Grétars Steindórs- sonar. Fylkismenn voru grimmir undir lok leiksins og skoruðu þá Baldur Bjarnason og Gústaf Vífils- son tvö mörk fyrir liðið. Bæði topplið 2. deildar töpuðu leikjum sínum um helgina, því Sel- foss burstaði topplið FH 5-1 í Hafn- arfirði á laugardag. FH er fyrir nokkru búið að tryggja sér sigur í deildinni og mátti svo sem við því að slappa af og það gerði liðið svo sannarlega. Það var Kristján Hilm- arsson sem skoraði þó fyrsta mark leiksins fyrir FH en Selfyssingar rúlluðu síðan yfir þá með mörkum Jóns Birgis Kristjánssonar, sem skoraði tvö mörk, Vilhelms Freder- iksen, Þórarins IngólfssonarogGuð- mundar Magnússonar. Ný trygging frá Samvinnutryggingum F-trygging íyrir fjölskyldur. Hver er ávimiinguriiin? Hér er stærsti ávinninguriim. Sameinuð kaup þín á tryggingum í KJARNA veita þér magnafslátt á iðgjöldum. Við kaup á tryggingum til viðbótar KJARNA færðu 15% afslátt. Hafir þú bifreið heimilisins tryggða hjá Samvinnutryggingum færðu 10% afslátt af öllum tiyggingum í KJARNA, en 15% ef bifreiðamarerutvær. Annargóðurkostur: Heildaryfiisýn þín yfir tiyggingamál fjölskyldunnar. Ekkert er oftryggt, ekkeit er vantryggt. Einfalt Ogaðlokum. í krafti samsafnaðra tryggingaviðskipta gerir þú, ef þú óskar greiðslusamning við Samvinnutryggingar. Bifreiðatryggingar má einnig auðveldlega flétta inn í slíkt greiðslufyrirkomulag. SA.MV5NNU TRVGGINGAR ÁRMÚLA 3 SÍMI681411 -Fyrirfjölskyldur

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.