Tíminn - 20.09.1988, Síða 17

Tíminn - 20.09.1988, Síða 17
Þriðjudagur 20. september 1988 Tíminn 17 i!!!!li!lli útlönd w Enn ríkir ólga í Nagorno-Karabakh: Atján Armenar særðir í skotárás Azerbaija Enn ríkir ólga milli Azerbaija og Armena í Nagorno-Kara bakh en upp úr sauð á sunnudag þegar nokkrir Azerbaijar hófu skothríð á langferðabfl sem var fullur af armenskum stúdentum. Átján Armenar særðust í skotárásinni, fjórir þeirra alvarlega. Skotárásin var gerð við bæinn Khodzhalu rétt utan við Stephane- kert höfuðstað Nagorno-Karabakh. Azerbaijar eru í miklum meirihluta í Khodzalu þó þrír fjórðu hlutar fbúa Nagorno-Karabakh séu Ar- menar. Læknar voru sendir með flugi frá Jerevan, höfuðborg Armen- íu til að gera að sárum Armenanna sem særðust í skotárás Azerbaijana. Stúdentarnir voru á leið frá Jerev- an til Stephanakert en þar hugðust þeir taka þátt í uppbyggingarstarfi. Hópur Azerbaija umkringdi lang- ferðabílinn, brutu rúður í honum og hófu síðan skothríð með fyrrgreind- um afleiðingum. Nú er vika síðan Armenar hófu allsherjarverkfall að nýju í Step- hanakert, höfuðstað Nagorno-Kar- abakh héraðs, en Armenar sem eru í miklum meirihluta í héraðinu vilja það sameinað Armeníu. Yfirvöld í Azerbaijan og æðsta ráð Sovétríkj- anna taka slíkt ekki í mál þó héraðs- stjórnin í Nagorno-Karabakh hafi ítrekað þessa kröfu. Hermenn voru sendir til Stephan- akert í síðustu viku til að koma í veg fyrir átök, en talsmaður héraðs- stjórnarinnar í Nagorno-Karabakh segir að spenna sé mikil í borginni. Hermennirnir náðu þó ekki að koma í veg fyrir að hópur Azerbaija gæti hafið skothríð á Armena í sjálfri Stephanakert á sunnudagskvöld. Einhverjir særðust lítillega í þeirri skotárás, en enginn alvarlega. Talsmaður héraðsstjórnarinnar sagði að hermenn væru nú að rann- saka báðar þessar skotárásir. Þökkum innilega hlýhug og vinsemd í okkar garð á sextíu ára brúðkaupsafmælinu þann 15. september s.l. Heillaskeytin, blómin og aðrar gjafir. Guð blessi ykkur öli. Anna S. Sigurðardóttir og Helgi Skúlason frá Guðlaugsvík t Eiginmaður minn Jónas Pálsson Staðarfelli, Stykkishólmi oui 11 ai iuquioi Stykkishólmskirkju laugardaginn 24. septennber kl. 14 Dagbjört Níelsdóttir Astriður Helga Jónasdóttir Jón Einarsson Unnur Lára Jónasdóttir Eggert Björnsson Jóhanna Jónasdóttir Hrafnkell Alexandersson Ásdís Jónasdóttir Friðþjófur Max Karlsson barnabörn og barnabarnabörn Græningjar ótvíræðir sigurvegarar í sænsku þingkosningunum: Vinstri flokkarnir héldu meirihlutanum Þrátt fyrir hrakspár síðustu daga náði ríkisstjórn Jafnaðarmanna að halda velli í þingkosningunum sem fram fóru í Svíþjóð á sunnudag. Jafnaðarmenn töpuðu aðeins einu þingsæti, en á móti unnu kommún- istar tvö þingsæti svo stjórnin heldur velli. Petta hlýtur að teljast sigur fyrir Ingvar Carlsson formann Jafn- aðarmanna, en hann tók við for- sætisráðherraembættinu þegar Olof Palme var myrtur 1986. Ótvíræðir sigurvegarar kosning- anna voru hins vegar Græningjar sem hlutu 20 þingsæti og eru þeir fyrsti nýi stjórnmálaflokkurinn á sænska þinginu í 70 ár, en flokkur þarf að hljóta 5% atkvæða til að fá mann kjörinn á þing. íhaldsflokkurinn og Sænski þjóð- arflokkurinn biðu afhroð í þessum kosningum. íhaldsflokkurinn tapaði 12 þingsætum og Sænski þjóðar- flokkurinn 8 þingsætum. Miðflokk- urinn hélt sínu striki þrátt fyrir hrakspár, missti aðeins eitt þingsæti. Pví hafði verið spáð að Miðflokkur- inn myndi missa mikið fylgi til Græningja, þar sem flokkurinn hef- ur hingað til verið helsti málsvari umhverfismála á sænska þinginu. Urslit kosnmganna urðu þessi: Jafnaðarmenn Kommúnistar íhaldsflokkur Sænski þjóðfl. Miðflokkurinn Græningjar 1988 1985 158sæti 159sæti 21 19 64 76 43 51 43 44 20 0 í>ó afhroð Sænska þjóðarflokksins virðist vera mikið, þá ber þess að gæta að í kosningunum 1985 bætti flokkurinn óvænt við sig 30 þingsæt- um undir stjórn Bengt Vesterberg sem þá var nýkjörinn formaður flokksins. Því má segja að íhalds- flokkurinn hafi goldið mest afhroð í þessum kosningum og hefur vegur flokksins farið stöðugt minnkandi, en flokkurinn hafði 86 þingsæti eftir kosningarnar 1982. Er þetta mikið áfall fyrir hinn unga formann flokks- ins Carl Bildt, en íhaldsmenn höfðu bundið miklar vonir við hann þegar hann tók við formannsembættinu á síðasta ári. Ríkisstjórn Póllands býðst til að segja af sér Zbigniew Messner forsætisráð- herra Póllands bauðst til að biðjast lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt eftir að þingnefnd birti skýrslu um árangur, eða réttara sagt árangurs- leysi ríkisstjórnarinnar í umbótum í efnahagsmálum síðastliðið ár. Efnahagsmál hafa verið í megn- asta ólestri í Póllandi þrátt fyrir að ríkisstjórnin hafi ætlað sér að koma á róttækum umbótum í þeim málum. Tvívegis hafa stórir hópar verka- manna hafið víðtæk verkföll til að mótmæla verðbólgu og vöruskorti. Hafa þessi verkföll gert stjórnvöld- um mjög erfitt fyrir og aukið á efnahagsvandann sem nægur var fyrir. Boð ríkisstjórnarinnar um að hún segði af sér kemur aðeins þremur dögum eftir að leiðtogar pólska kommúnistaflokksins breyttu opin- berlega um stefnu og ákváðu að ræða við hin útlægu verkalýðssam- tök SamStöðu um framtíð Póllands. { þeim viðræðum hafa stjórnvöld boðist til róttækra breytinga á stjórn- skipuninni og í efnahagslífi landsins. I skýrslu þingnefndar sagði að eina leiðin til að stjórnvöld fái tiltrú almennings í landinu til að leysa hin erfiðu efnahagsmál væri að ríkis- stjórnin segði af sér. Bendir þing- nefndin á að lausnin sé að veita stjórnmálamönnum sem ekki eru félagar í kommúnistaflokknum og sérfræðingum í hinum ýmsu mála- flokkum aðild að ríkisstjórn. Eina skilyrðið sem þingnefndin vill setja fyrir aðild hæfra manna í ríkisstjórn er sú að þeir viðurkenni fyrirkomu- lag það sem stjórnarskrá landsins setur um stjórnarfyrirkomulag. Þar er gert ráð fyrir forystuhlutverki kommúnistaflokksins. Pó ríkisstjórnin segi af sér þá rýrir það ekki vald Stjórnarnefndar pólska kommúnistaflokksins, sem er valdamesta stofnun landsins. Gilbert drap þrjú hundruð Um það bil þrjúhundruð manns létu lífið af völdum hvirfilbylsins Gilbert sem grasserað hefur í Kara- bíska hafinu og yfir Mexíkó undan- farna daga. Tæplega hundrað manns létu lífið í eyjum Karabíska hafsins og rúmlega tvöhundruð í Mexíkó, en Gilbert hélt á nýjan leik inn yfir Mexíkó um helgina og olli gífurlegu tjóni. / f Monterey fórust að minnsta kosti hundrað og fimmtíu manns, flestir þegar flóðbylgja er fylgdi Gilbert sópaði með sér almennings- vagni. Talið er að tvö hundruð þúsund manns séu nú heimilislausir í Mexíkó eftir fárviðrið, en Gilbert er öflugasti hvirfilbylur sem gengið hefur yfir þetta svæði á þessari öld. Dagar Gilbert eru nú taldir því hann fjarar smátt og smátt út eftir að hann hélt inn yfir fjalllendi Mexíkó, en hvirfilbyljir sem þessir magnast yfir sjó, en missa kraft yfir landi. t Við þökkum samúð og vináttu við andlát og jarðarför Daníelu Jónsdóttur frá Króktúni Dvalarheimilinu Lundi, Hellu sem jarðsungin var 10. september frá Stórólfshvolskirkju. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki og íbúum dvalarheimilisins Lundi ásamt hjúkrunarfólki og læknum Landakotsspítala. Óskar Karelsson Guðrún Halldórsdóttir Jón Halldórsson Björgvin Halldórsson Daníel Gunnarsson og fjölskyldur þeirra. t Þökkum innilega samúð og vinarhug við fráfall og útför bróður okkar, mágs og frænda Eiríks Guðjónssonar i Ási. Guðrún Hlíf Guðjónsdóttir Ingveldur Guðjónsdóttir Magnús Jónasson Hermann Guðjónsson Jón Haukur Guðjónsson og systkinabörn. Laufey Helgadóttir t Eiginmaður minn Sigurður Guðjónsson Skipasundi 39 verður jarðsunginn frá Langholtskirkju fimmtudaginn 22. september kl. 15.00. Blóm vinsamlegast afþökkuð en þeim sem vildu minnast hins látna er bent á líknarstofnanir. F.h. annarra vandamanna Olga Sophusdóttir t Þökkum innilega veitta samúð og vináttu við andlát og útför systur okkar Hönnu Rafnar Sérstakar þakkir viljum við færa hjúkrunarfræðingum og öðru starfsfólki deilda 7 A og 6 A Borgarspítalans fyrir frábæra umönnun. Ásdís Mogensen Karólína Pétursdóttir

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.