Tíminn - 20.09.1988, Page 19

Tíminn - 20.09.1988, Page 19
T O ► Þriðjudagur 20. sep'tember 1988 íllllllllill AÐ UTAN ílilliilili Aftur hækkar í Níl Úrhellið, sem flóðunum hefur valdið í Súdan. hefur borgið vatns- flæði Nflar. Óttast var, að borð Nasser-vatns, uppistöðulónsins mikla að baki Aswan-stíflunnar, félli niöur í 147 m yfir sjávarmáli. Við þau mörk fellur niður vinnsla raf- magns við hverfla stíflunnar, en frá þeim fær Egyptaland fjórðung raf- magns síns. Fyrrihluta sumars unnu þeir 70% fullrar vinnslu. Rigningarnar í Súdan hófust 21. júlí eða venju fyrr. í ágúst hækkaði borð Nasser-vatns um 20 sm á dag (en á miðlungsárum um 10-15 sm). Að vatnsskiptasamningi Súdans og Egyptalands, skulu árlega 55,5 millj- arðar m1 vatns renna í Nasser-vatn en flest undanfarin 11 ár hefur uppistöðulónið tckið við nokkru minna vatni. Frá I. ágúst 1987 ti! 31. júlí 1988 voru úr Nasser-vatni veittir 52,5 milljarðar m' vatns. Sakir vatns- skorts voru hrísakrar í ár minnkaðir um 8% í Egyptalandi og í áveitu- skurði bænda veitt 5-10% minna vatni cn venja hefur verið. Kína semur við General Motors I janúar í vetur söntdu Kínverjar við General Motors um, að þaö fyrirtæki setti upp (notaða) verk- smiðju til framleiðslu á 2 lítra bílvél- um. Og greiða Kínverjum $ 20 milljónir fyrir þessa „notuðu" verk- smiöju. Fyrir nokkrum árum sömdu Kínverjar við Volkswagen og AMC um smíði og samsetningu bíla í Kína, en þeim þykir þessi tvö fyrir- tæki vera sein til að láta smíða bílhluta í Kína. í Kína eru enn ekki smíðaðir nema 12.6% hluta í bíla þá, sem Volkswagen setur saman, og 18,7% hluta í hina, sem AMC setur sarnan. - í Kína voru smíðaðir 445.000 bílar 1987, 27% fleiri en 1986. Ný útvarpslög á Bretlandi? Á Bretlandi veröur á þingi nú í haust lagt fram frumvarp að nýjum útvarpslögum. Fram til þessa hefur ríkisútvarpiö breska. BBC. haft einkarétt til útvarps til Brctlands alls. en á síöustu 15 árum hafa verið settar upp 49 staðar-stöðvar með heimild frá Independent Broadcast- ing Authority. Eins og BBC hefur þeim verið skylt að uppfræða hlust- endur sína og að flytja þeim lréttir ekki síður en skemmtiefni (aðallega létta tónlist). Stærstar þeirra eru Capital og FBC (en ástralskt út- varpsfélag, Chalford Communica- tions, á 49% hlutafjár hennar). Þess- ar „óháðu" stöðvar hafa einvörð- ungu tekjur af auglvsingum. í fyrra Á þessum áratug hefur Kína tekið upp samvinnu við útlend fyrirtæki og hefur leyft sumura þeirra að reisa verksmiðjur á afmörkuðum svæðum, athafnasvæðum (á ensku economic zones, SEZs). Kína opnaði útlendum fyrirtækj- um 4 athafnasvæði 1980: Shenzhen, Zhuhai, Shantou og Xiamen, en þau eru í fylkjunum Guangdong og Fuji- an, þ.e. í grennd við Hong Kong. Þremur árum síðar, 1983, var eyjan stóra, Hainan, gerð að athafna- svæði. Og ári síðar urðu fjórtán hafnarbæir athafnasvæði: Dalian, Quinghuangdao, Tianjin, Yantai, Qingdao, Lian’yuangang, Nantong, Shanghai, Ningpo, Wenzhou, Fu- zhou, Guangzhou, Zhangjiang og Beihai. Útlendar verksmiðjur voru reistar í útjöðrum þessara bæja nema Wenzhou og Beihai. í þessum efnum gekk Kína enn lengra 1985, er helstu óshólmarnir þrír, hin svonefndu „lönd fisks og £ 99 milljónir. að talið er. en alls munu greiðslur fyrir auglýsingar á Bretlandi þá hafa verið £ 5,6 millj- arðtir. Til sín taka ltins vegar „óháð- ar" útvarpsstöðvar í ýmsum löndum allmikinn liluta heildargreiðslna fyr- ir auglýsingar. í Ástralíu 9%. í Kanada 13% og í Bandankjunum 10% (en þarlendis cru útvarpsstöðv- ar 10.230. í flestum stórborgum 20-30). - 1 hinum væntanlegu nýju útvarpslögum verður nokkrum „óháðum" aðilum hcimilað að út- varpa til alis Bretlands og vcrða leyfi veitt hæstbjóðendum til 8 ára. Stígandi ríss“, voru opnaðir fyrir útlendum verksmiðjum. { maí 1987 höfðu verið sett á fót 8.332 fyrirtæki, sem voru sameign Kína og hinna útlendu fyrirtækja, er höfðu í þeim fest um $ 8 milljarða. Flest þeirra hafa reynst arðsöm. Frá 1981 til 1985 voru í Kína upp teknar um 11.000 nýjar framleiðsluaðferðir og kostaði það landið um $ 9,2 milljarða. Dæmigerður fyrir þessi athafna- svæði er sagður vera Shenzhen, grannbær Hongkong, sem var smá- bær í upphafi áratugarins, en hefur nú um 300.000 íbúa. í bænum eru um 1.000 fyrirtæki og nam fram- leiðsla þeirra í fyrra um $ 1 milljarð (þ.e. 3,5 milljörðum juan) eða 42 sinnum hærri fjárhæð en 1979. Fyrir skömmu var færð í lög heimild til að veita útlendum fyrirtækjum í Kína starfsleyfi til allt að 50 ára, ef ástæða þætti til, en þau voru áður bundin við 30 ára hámark. Stígandi Utlendu athafna- svæðin í Kína VEIÐIMÁL llllllllllllllllllllllll Má þakka Laugalaxi h.f. laxveiði- metið í Kjósinni í sumar? Við gerðum í vor hér í blaðinu að umtalsefni horfur á því að óboðnir gestir kæmu í laxveiðiárnar í sumar. En þar var átt við kvíalax og annan fisk, sem slyppi úr eldisbúrum í sjó og ekki siður var átt við hafbeitarlax en slepping slíkra seiða jókst mjög á s.I. ári. Minnt var á að vorið 1978 missti Laugalax h.f. milli 70 og 80 þús. gönguseiði úr netkví fyrir óhapp úti fyrir Saurbæ á Hvalfjarðarströnd. Var getum að því leitt, að endurheimtur á þessum seiðum myndu verða í sumar í laxveiðiár í nágrenninu. Metlaxveiði var í Laxá í Kjós og Bugðu í sumar, en um 3.900 laxar veiddust þar. Var með þessu einnig slegið landsmet um leið, ef miðað er við fjölda laxa úr einstökum veiði- ám. Er þetta ótrúleg veiði, þar sem árleg meðalveiði áranna 1976-1986 í Kjósinni voru um 1600 laxar. Annars má í þessu sambandi geta þess, þó á engan hátt sé verið að gera lítið úr hinni glæsilegu útkomu í Laxá í Kjós, að á vatnasvæði Laxár í Aðaldal, sem tekur til árinnar sjálfrar og Mýrarkvíslar og Reykja- dalsár og Eyvindarlækjar hefur feng- ist á einu sumri mest um 4.400 laxar á stöng. En þar sem venja er að tíunda veiðina á þessu svæði í þrennu lagi, verður útkoman öðru vísi, en að framangreindu. Þó er þetta allt sama fiskihverfið, eins og í Kjósinni, en þá er ógetið um veiðina í Meðalfellsvatni, sem gæti numið 100-200 löxum í sumar og má bæta þeirri veiði við metveiðitöluna. 1 viðtali við Árna Baldursson leigutaka Laxár í Kjós í útvarpi kom fram, að hann taldi að hafbeitarlax ætti hér hlut að máli. Líklegt má telja, að gönguseiðin sem þágu frelsi í Hvalfirði úti fyrir Saurbæ í fyrra, hafi í verulegum mæli, sem fullvaxn- ir laxar úr hafi, Iagt leið sína í Laxá í Kjós og átt sinn þátt í að laxveiði- metið var slegið þar með glæsibrag. Þá er vitað að laxveiðilagnir utar í Hvalfirði gáfu mjög góða veiði í sumar. Ljóst liggur fyrir, að nokkuð af eldislaxi hefur lagt leið sína í árnar sem falla í Faxaflóa. Nefndar hafa verið tölur, eins og 10% af veiddum laxi í sumum ánum, svo vitnað sé til ummæla ráðamanna við Elliðaár. í Hvítá í Borgarfirði gerði kvíalaxinn sig heimakominn í nokkrum mæli og áttu menn þar sem annars staðar ekki í nokkrum erfiðleikum með að þekkja hann frá villtum laxi. Um hafbeitarlaxinn er aðra sögu að segja, því hann er ekki frábrugðinn villtum laxi úr ánum, þó að athugulir og margreyndir netaveiðimenn á Hvítársvæðinu geti auðveldlega flokkað aflann eftir því hvaðan lax- inn er upprunninn. Þeir þekkja vel í sundur árstofnana á vatnasvæðinu, sem hver og einn hefur sín sérkenni f vaxtarlagi. eh. Tíminn 19 reykjavík Félagsfundur í Iðju, félagi verksmiðjufólks verður haldinn í Sóknarsalnum, Skipholti 50A, miðvikudaginn 21, september, kl. 5 síðdegis. Fundarefni: 1. Efnahagsaðgerðir og staðan í kjaramálum. 2. Félagsmálin. Iðjufélagar fjölmennið. Stjórn Iðju. UTBOÐ Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar fyrir hönd Hitaveitu Reykjavíkur óskar eftir tilboðum í stjórn- loka fyrir fyrir gufuveitu Nesjavallavirkjunar. Út- boðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri að Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík. Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 19. október kl. 11. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 - Simi 25800 V Útboð Snjómokstur og hálkuvörn Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í snjómokstur og hálkuvörn veturinn 1988-1989: 1. í Gullbringusýslu 2. í Kjósarsýslu. Útboðsgögn verða afhent hjá Vega- gerð ríkisins, aðalgjaldkera, Borgar- túni 5, Reykjavík, frá og með 19. þ.m. Skila skal tilboðum á sama stað fyrir kl. 14:00 þann 3. október 1988. Vegamálastjóri Umsóknir úr Framkvæmdasjóði fatlaðra Þeir aðilar sem hyggjst sækja um framlög úr Framkvæmdasjóði fatlaðra á árinu 1989 til upp- byggingar á þjónustu við fatlaða, eru beðnir að senda umsóknir til Svæðisstjórnar Bræðratungu 400 ísafirði fyrir 1. október n.k. Nánari upplýsingar veitir framkvæmdastjóri Svæðisstjórnar í síma 94-3224. Svæðisstjórn fatlaðra. Meinatæknir Tilraunastöð háskólans í meinafræði óskar eftirað ráða líffræðing eða meinatækni, frá og með 1. október n.k. Upplýsingar gefur Eggert Gunnarsson, dýralæknir í síma 82811. Tilraunastöðin Keldum Kjördæmisþing Kjördæmisþing Framsóknarmanna á Vestfjörðum verður haldið á Súðavík dagana 30. sept. til 1. okt. 1988. Nánar auglýst síðar. Stjórnin

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.