Tíminn - 20.09.1988, Síða 24

Tíminn - 20.09.1988, Síða 24
RÍKISSKIP NÚTÍMA FLUTNINGAR Hafnarhúsinu v/Tryggvagötu, S 28822 Canon Ljósritunarvélar FC-3, 43.600 stgr. FC-5, 46.300 stgr. Skrifvélin, sími 685277 8SIIIMI Háberg frá Grindavík fékk fullfermi, 600 tonn af loðnu út af Húnaflóa í fyrrinótt: Loðnan fundin Háberg frá Grindavík fékk full- fermi, 600 tonn af loðnu á miðun- um norður af Húnaflóa í fyrrinótt. Þá munu Skarðsvíkin frá Hellis- sandi og Jón Kjartansson frá Eski- firði vera á miðunum og voru þau komin með talsverðan afla þegar síðast fréttist. Fleiri loðnubátar voru að undir- búa veiðarnar og lögðu nokkrir þegar að stað á miðin í gær, það; voru Hólmaborgin frá Eskifirði, Börkur frá Norðfirði og búist var við að Örninn frá Keflavík færi einni á veiðar í gær. Búast má við að innan fárra daga fari loðnuskip- in eitt af öðru á miðin, enda segja menn að nú sé loðnan komin til að vera þar til veiðar séu búnar. Á þessari vertíð voru gefin út bráðabirgðaleyfi fyrir um 400.000 lestum, sem verður tekið til endur- skoðunar í októberlok. Þessi afli skiptist á milli 49 skipa og fer skiptingin eftir burðargetu og stærð skipanna, að sögn Jóns B. Jónas- sonar í sjávarútvegsráðuneytinu. Leyfin eru frá um 7000 lestum til 10500 lesta á hvert skip. Það sent af er hefur nær ekkert veiðst af loðnu, nema þegar Hólmaborgin fékk fullfermi fyrir rúmum mánuði. Loðnan hefur haldið sig mjög djúpt á miðunum, en þegar hún hefur lyft sér eitt- hvað, hefur hún dreifst svo mikið að ekki hefur verið hægt að veiða hana. Þorsteinn Kristjánsson skipstjóri sem stýrði Hólmaborginni fyrr í sumar sagði í samtali við Tímann að nú væri loðnan komin. Það er Hraðfrystihús Eskifjarðar sem ger- ir út Hólmaborgina, Jón Kjartans- son og Guðrúnu Þorkelsdóttur, sem nú er verið að undirbúa fyrir vciðarnar. Þorsteinn sagði, að Jón Kjartansson væri á miðunum, en þeir hefðu verið að gera Hólm- jIÉ Þetta verður algeng sjón á næstu dögum og mánuðum, ef svo fer sem horflr. aborgina klára og hefði hún farið út í gærdag. Aðspurður hvort vertíðin færi óvenju seint af stað sagði hann svo ekki vera, „þetta er nánast á sama tíma og í fyrra. Ég er alveg hundr- að prósent öruggur um að loðnan er komin, það er eins öruggt að loðnan er komin og stjórnin er fallin,“ sagði Þorsteinn. Hann sagði aðspurður að þeir yrðu fljótir að veiða það magn sem gefið hefur verið leyfi fyrir. „Það fer að vísu eftir því hvenær skipin byrja veiðarnar, en þetta verður búið fyrir árarnót," sagði Þor- steinn. Jón B. Jónasson hjá sjávarút- vegsráðuneytinu sagði að ekki hefði verið um neina loðnuleit að ræða af þeirra hálfu, og engin leit yrði fyrr en í rannsóknarleiðangri sem farinn verður í október. „Menn vissu alveg hvar loðnan var, en hún var ekki veiðanleg þar sem hún stóð svo djúpt. Leitarskip hefði engu breytt þar um,“ sagði Jón. -ABÓ „Léttklæddur" lögreglumaöur í sundlauginni í Laugardal: HUÓP UPPI STR0KUFANGA Lögreglumaður sem var að baða sig í sundlaugunum í Laugardal á fjórða tímanum í gær, bar kennsl á fangann sem strauk frá Litla-Hrauni þann 13. september sl., þar sem hann var að stela frá sundlaugargest- um. Lögreglumaðurinn sem ekki var á vakt þegar hann sá fangann, er samviskusamur og þrátt fyrir að vera ekki í einkennisbúningnum stökk hann til og gerði sér Iítið fyrir og hljóp fangann uppi á sundskýlunni einni fata. Eltingarleikurinn barst frá bún- ingsklefanum, þarsem lögreglumað- urinn varð var við strokufangann, í gegn um anddyrið og út fyrir sund- laugarbygginguna, þar sem hinn létt- klæddi lögreglumaður gómaði fangann. „Þetta bar svo skjótt að, að við áttuðum okkur ekki á því, fyrr en eftir á hvað hafði gerst. Þeir komu hlaupandi hérna í gegn um miða- söluna og svo náði lögreglumaðurinn honum hérna fyrir utan,“ sagði af- greiðslustúlkan í miðasölu sundlaug- arinnar í Laugardal í samtali við Tímann. Sjónarvottur sem Tíminn ræddi við sagðist fyrst hafa haldið að eitthvað í ætt við rassaglenninn á Laugardalsvelli hefði verið á ferð- inni en létt mikið þegar kom í ljós að um lögreglumann var að ræða. Ótti sjónarvottarins er skiljanleg- ur þar sem Laugardalslaugin er skammt frá athafnasvæði rassa- glennisins. -ABÓ Fjórir piltar létu lífið í umferðarslysi alvarlega slasaður á slysadeild Borgarspítalans og síðan á gjör- gæsluludeild. Samkvæmt upplýs- ingum Tímans var líðan hans í gær eftir atvikum góð. Hann er enn á gjörgæsludeild. Bílarnir, sem voru af gerðinni Toyota Corolla og VW Golf lentu hvor framan á öðrum og létust drengirnir fjórir samstunais. Ekki er enn vitað um tildrög slyssins þar sem engir sjónarvottar voru að því. -ABÓ urengirmr tjorir sem letust t umferðarslysi við bæinn Miðhús í Gnúpverjahreppi um kl. 11.00 á föstudagskvöld hétu, Guðmundur Árnason, 17 ára, til heimilis að Miðengi 20, Selfossi, Ragnar Hjálmtýsson, 18 ára, til heimilis að Vallholti 32, Selfossi, Benedikt R. Ásgeirsson, 17 ára, til heimilis að Engjavegi 63, Selfossi og Hlyn- ur Ingi Búason, 15 ára, til heimilis að Vesturbergi 9, Reykjavík. Fimmti drengurinn, ökumaður annarrar bifreiðarinnar, var fluttur Gæsaveiði gengur vel Svo virðist sem gæsaveiði hafi gengið vel það sem af er veiðitíman- um. Skyttur sem Tíminn ræddi við í gær létu vel af veiðitímanum, en tóku flestar fram að veiðiskapurinn hæfist ekki af alvöru fyrr en frysti og ber spilltust og úthagi sölnaði, svo gæsin færi að leita í tún þar sem hægt er að sitja fyrir henni. Helst virðist sem skyttur hafi verið að skjóta fyrir vestan og einnig tekið drjúgt af gæs í kvöldflugi víða um land. Gangnamenn er nýlega smöluðu afrétti upp af Suðurlandi sögðu afréttinn „löðrandi í gæs“ og að sjaldan hefðu þeir séð annað eins. Ástæðan fyrir því að gæsaveiði- menn vilja fá gæsina í túnin er fyrst og fremst sú að með því móti geta þeir stillt upp gervigæsum sínum og lokkað til sín marga hópa og gert þá um leið góða veiði. -ES

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.