Tíminn - 24.09.1988, Page 1

Tíminn - 24.09.1988, Page 1
24.-25. SEPT. 1988 t- ... sSSm. HHIw&m H ;• | - g§||g ( Ekki verða tölum taldar þær sögur sem íslendingar hafa skrifað af skrýtnum prestum og vitanlega er orsökin sú eins og vitur maður hefur sagt að „íslendingar gleyma engu, heldur skrifa allt“ og svo hitt að í klerkastétt liðinna alda var mikið um kynjaf ugla. T rúlega var orsökin sú að þessir menn voru gjarna þeir einu sem einhverja nasasjón höfðu af bókmennt í víðlendum sveitum og áttu sér því fáa til sálufélags. Fyrir vikið náði því oft hvers konar sérviska og útúrboruháttur að skjóta rótum með þessum mönnum, sem varð að aðhlátursefni og vinsælu umræðuefni meðal sóknarbarnanna í fásinni íslenskrar sveitar. - Hér hefur Jón Jóhannesson, fiskmatsmaður á Siglufirði, skráð sögur af einum þessara kynlegu guðs- manna, Páli Tómassyni á Knappsstöðum, en hann var föðurbróðir Gríms Thomsens, skálds. Bróðir hans, Þorgrímur gullsmiður, ól hann upp hjá sér á Bessastöð- um og þegar þá byrjuðu að myndast um hann sögur, einkum eftir að hann hóf skólanám, eins og hér verður séð, en námsferill hans var skrykkjóttur, líkt og raunar ferill bróðursonar hans, Gríms, síðar. Virðist hann hafa verið Ugluspegill hinn mesti í skóla og sannar það sagan sú er fyrst verður rakin hér í frásögninni. i . Fyrir skömmu var hin aldna Knappsstaðakirkja, þar sem Páll Tómasson stóð fyrir altarl allt tll 1880, tekin í notkun á ný eftir miklar endurbætur. Þetta er elsta timburkirkjan á landinu og er myndin frá hátíðarguðsþjónustu af þessu tilefni. (Tfmamynd öm). Setti járn- skó á kerl- inguna og sendi hana kúarekstur yfir ■i mu -------w-- oræfin Grímseyingar óttuðust óvætt þá í fuglabjörgunum er risti á sigvaði þeirra og bjó mönnum grand. En klerkur lét sig ekki muna um að vígja bjargið í anda Guðmundar góða - og tókst ekkert síður en honum. - sagt frá Páli presti Tómassyni á Knappsstöðum I

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.