Tíminn - 24.09.1988, Qupperneq 2
2 fp HELGIN
SETTI
JÁRNSKÓ
Sú er ein sögn um hrekki hans að
þegar hann byrjaði skólanám sendi
Þorgrímur hann eitt sinn upp yfir
Mosfellsheiði. Var það að vetrarlagi,
á jólaföstu að mig minnir. Páll lauk
erindum sínum og var kominn á
heimleið, þegar hríð gerði á hann.
Kom hann um dagsetursbil að bæ
undir heiðinni. Var þá kafaldshríð
með köflum en rofaði til á milli og
allmikið frost. Páll var lítt harðnaður
og vanbúinn að klæðum til að mæta
vondu veðri, enda ókunnugur leið-
inni. Beiddist hann því gistingar, en
eigi lét hann nafns síns getið né
hvaðan hann var. Mundi honum að
vísu hafa verið heimul gistingin, ef
hann hefði látið það uppi, því bóndi
þessi var vinur mikill Þorgríms
gullsmiðs. - Bóndi sá til veðurs og
var þá rofbjart og tungl að koma
upp. Kvað bóndi ungum manni og
fullfrískum vel fært að halda áfram
ferð, því færi var gott, og kvað enn
langt til háttatíma. Páll hélt því
áfram, en hafði farið skammt, þegar
bylur brast á fyrir alvöru, svo hann
treystist með engu móti að halda
áfram; sneri hann því við og heim til
bæjarins aptur, og tókst að finna
hann, en eigi hafði hann skaplyndi
til að beiðast gistingar þar, öðru
sinni. Gekk hann um gólf alllanga
hríð í skjóli við bæjarhúsin, en tók
að kólna og hugði sér nú helst það
ráð, að komast í eitthvert fénaðar-
hús. Sá hann hús kippkorn frá bæn-
um og komst þangað. Var það fjósið
og var þar margt nautgripa og hiti
nægur. Fór Páll þar inn og lét þar
fyrirberast. Mjólkaði hann eina
kúna í húfu sína og drakk, og leið nú
vel í ylnum. Þegar leið á vökuna
heyrði Páll, að fjósafólk kom. Var
hann við því búinn og vildi ekki láta
það verða sín vart. Tvennar hurðir
voru fyrir fjósinu og gangur á milli.
Var það nú ráð Páls, að hann klifraði
upp í rjáfur ranghalans, stóð með
sinn fótinn út í hvorn vegg, en lét
búkinn liggja með röptum í rjáfrinu,
lét hann þau ganga undir krof sitt.
Urðu þau hans ekki vör, enda tendr-
uðu þau ekki ljós, fyr en þau komu
inn í sjálft fjósið, enda hálfblinduð
af hríðinni, því úti var blindbylur.
Páll heyrði það, að önnur mjaltakon-
an hafði orð á því, að leiðinlegt væri,
að honum hefði verið úthýst piltin-
um í rökkrinu í kveld; líklega yrði
hann nú úti á heiðinni, en fjósamað-
ur hélt það hefði þá farið fé betra;
nóg væri til af þessum, sem hann
kvað að, flækingum. - Páli gramdist
og hugsaði honum þegjandi þörfina
fyrir undirtektir hans. - Páll var kyr
á sínum stað, meðan fólkið lauk
fjósverkum. Hafði önnurmjaltakon-
an orð á því, að lítil væri mjólkin,
venju fremur, í einni kúnni, en ekki
var þó meira um það rætt. - Páll bjó
nú um sig eptir föngum í fjósinu, og
svaf þar rótt fram eptir nóttinni. Að
áliðinni nóttu vaknaði hann og gáði
út. Var þá upp birt hríðinni, skarpa
frost og glaða tunglsljós. Leysti þá
Páll út allar kýrnar, gekk örna sinna
á fjósþröskuldinn, er hann fór, og
rak kýrnar með sér upp á heiði.
Gerði hann hið fyrtalda til hefnda og
í blóra við fjósamann. Páll skildi við
kýrnar á heiðinni og hélt leiðar
sinnar heim, og farnaðist vel, en
fjósafólk á bænum þóttist sakna
vinar í stað, er það kom í fjósið um
morguninn, og fjósið var opið og
allar kýrnar burtu. Var þeirra leitað
lengi dags og fundust loks illa til
reika og drapst eitt ungviði af kuld-
anum. Var piltinum, sem úthýst var,
að vísu kennt um þetta, sökum
kveðjunnar, sem Páll skildi eptir á
þröskuldinum, en enginn vissi deili
á honum, svo slóðin varð ekki rakin
til Páls. __
Páli sóttist námið seint. Útskrifuð-
ust skólabræður hans hver eptir
annan, en hann sat eptir. Mun
kunnátta hans hafa verið léleg og
meðal annars var rithönd hans svo
bágborin, að slíks voru ekki dæmi
um „lærða“ menn þess tíma. Var
hún varla lesandi honum sjálfum.
Vorið sem Páll útskrifaðist (1827),
var honum sem öðrum fengið verk-
efni til að gera úr latneskan stíl. Sitja
þeir nú allir við og skrifa. Páll skrifar
einnig af kappi. Loks eru allir piltar
búnir að ljúka við stíla sína nema
Laugardagur 24. september 1988
Við hát íðaguðsþjónustuna á dögunum voru þeir viðstaddir sr. Sigurður
Guðmundsson, vígslubiskup á Hólum og sr. Hjálmar Jónsson,
prófastur. Sóknarpresturinn, séra Gísli Gunnarsson, er lengst til hægri.
(Tímamynd Orn).
Páll; gengur svo lengi og gerast
piltar og kennarar óþoiinmóðir og
reka eptir Páli. - Þá var notaður
þerrisandur til að þurka með skript-
ina, en ekki þerriblöð, eins og nú.
Loks segist Páll vera búinn, stendur
upp og seilist eptir þerrisandinum til
að þurka skriptina, en tekur í hans
stað blekbyttuna og hvolfir öllu úr>
henni yfir blaðið. „Þetta hafði eg
fyrir bölv.... eptirreksturinn í
ykkur," sagði hann, og fumaði með
blaðið, svo blekið breiddist enn meir
um það og enginn stafur varð þar
lesandi. Bar Páll sig nú hið versta og
kenndi þeim um, að nú mætti hann
sitja eptir. Sáu kennarar og piltar
aumur á honum og varð það úr, að
færustu piltarnir hjálpuðust að og
gerðu stílinn og flaut Páll á honum
gegnum prófið. Var það í almæli, að
Páll hefði ekki tekið blekbyttuna í
misgripum og mun hann jafnvel hafa
sleppt því sjálfur síðar.
Páll fékk að prófi loknu veitingu
fyrir Grímseyjarprestakalli og vígð-
ist þangað 1828. Það fengust varla
prestar þangað, nema þeir, sem ekki
áttu annars úrkosta. Þjónaði hann 7
ár Grímseyjarprestakalli og bjó að
Miðgörðum. - Afskekkt lega Gríms-
eyjar og samgönguleysi mun hafa átt
sinn þátt í því, að Grímseyingar
voru öðrum landsmönnum flestum
fremur menningarlitlir á þeim tíma,
og sat hjátrú, hindurvitni og forn-
eskja þar enn við völd á dögum Páls
prests, og ekki mun hann hafa verið
hinn rétti leiðtogi til að fræða þá og
leiða til menningar. Þó kom hann
þeim af einum ósið, sem hér skal
greint.
Grímseyjarklerkur
Þegar Páll prestur kom til Gríms-
eyjar, var það siður þar við jarðar-
farir, er lík voru borin út úr kirkj-
unni, að snúa sér þrjá hringi með
kistuna sólarsinnis fyrir kirkjudyr-
um. Ekki er þess getið í hvaða
tilgangi þessi athöfn var viðhöfð, en
ekki er ósennilegt, að hún hafi átt að
varna þess, að sá dauði færi á kreik.
- Það var þá eitt sinn við jarðarför,
að líkmenn greindi á um það, hvort
búið væri að snúa líkinu tvo snúninga
eða þrjá. Skarþápresturúrþrætunni
með þessum orðum: „Og snúið þið
honum einn til piltar, aldrei verður
honum ofsnúið." - Þetta hafði þau
áhrif, að menn sneyptust, og lagðist
siðvenja þessi niður.
Slysasamt hafði verið venju frem-
ur í Grímsey um það leyti sem séra
Páll kom þangað. Höfðu menn hver
eptir annan hrapað þar við eggjasig
í bjarginu og beðið bana. Er senni-
legt, að það hafi stafað af ófullkomn-
um útbúnaði, en Grímseyingar
kenndu það illvættum þeim, sem í
bjarginu byggju, og töldu sig nú illa
vanta Guðmund biskup. Séra Páll
bauð þeim að vígja bjargið, ef þeir
vildu gjalda til prests ákveðna tölu
fugla og eggja frá hverjum búanda,
og gengu eyjarskeggjar óðfúsir að
því, enda skyldi prestur ábyrgjast
þeim árangur vígslunnar. Prestur
fékk nú trausta festi, sem hann
þaulvígði. Safnaði hann svo saman
flestu fólki eyjarinnar ákveðinn dag,
og gekk hempuskrýddur í broddi
fylkingar út á bjargið. Lét hann
binda sig í festina og búa vel um.
Tók latneska málfræði úr barmi sér
og las í henni lítið eitt í hálfum
hljóðum. Skipaði hann svo að láta
sig síga, en fólkið skyldi syngja
sífellt, meðan hann væri í bjarginu
og svo hátt sem það hefði róm til, en
þá allra hæst, ef það heyrði högg og
hávaða í bjarginu, því nú mundi alls
við þurfa. - Prestur seig nú í bjargið,
og á meðan söng fólkið af öllum lífs
og sálar kröptum. Prestur söng einn-
ig, en strax þegar hann var úr augsýn
fólksins, dró hann hamar upp úr
hempuvasa sínum, og braut með
honum hvassar brúnir, sem áður
höfðu skorið lélegar festar siga-
manna, jafnframt og hann ruddi
niður lausu grjóti. Varð af þessu
hinn mesti glumrugangur. Héldu
Grímseyingar hávaðann stafa af
harðri viðureign prests við illvættina.
Studdi það og þá skoðun þeirra, að
prestur, sem var í hempunni utanyfir
fötum sínum, var sveittur mjög. Fór
prestur þannig um mestan hluta
bjargsins og ítrekaði allajafnan við
fólkið að syngja, og syngja hátt. Lét
hann það um mælt, að siginu og
vígslunni lokinni, að ekki mundi nú
slysast við sigið, þar sem hann hefði
náð til að vígja og meðan hin vígða
festi væri notuð. Varð og svo, að slys
urðu ekki við bjargsig í eynni eptir
það, um alllangt skeið, og lögðu
Grímseyingar talsverðan átrúnað á
mátt og kunnáttu hans og andríki.
En fugls- og eggja-skattinn hafði
prestur lagt á þá til þess að ná upp
festarverðinu.
„Vaxa fíflar fróni á“
Það var á þeim árum, sem séra
Páll þjónaði Miðdal í Laugardal
(1835-43), að hann henti sú skyssa,
að taka fram hjá konu sinni og missti
hann af þeim sökum hempuna um
skeið. Síðar fékk hann svo uppreisn,
og fékk þá veitingu fyrir Knapps-
stöðum í Stíflu (1843). Kona Páls
prests hét María Jóakimsdóttir. Var
hún talin kona vel gefin og merk um
margt, og var talið af sumum, að hún
semdi ræður prests, eða leiðbeindi
honum a.m.k. í þeim efnum, þegar
svo hagaði, en það hygg eg, að varla
hafi hún samið ræður handa honum,
því hann prédikaði ætíð blaðalaust.
María var stjórnsöm kona og mjög
vel látin af sóknarfólki. Ekki mun
framhjátekt prests hafa orðið þeim
hjónum að sundurþykkju, enda má
vel vera, að um það hafi verið gróið,
þá er þau fluttu að Knappsstöðum.
Þau Páll og María áttu nokkur
börn, þar á meðal var Páll, fyrri
maður Guðrúnar Jónatansdóttur,
skálds, sem lést 1925 í Stíflu. Var
Páll annálaður gleðimaður, kær að
hestum og hagyrðingur ágætur. Ept-
ir hann er vísan:
Vaxa fíflar fróni á,
finnst því ríflegt heyið,
ó, hve líflegt er að sjá
ofan í Stíflu greyið.
Þegar séra Páll flutti norður að
Knappsstöðum lét hann flytja kýr
sínar landveg að sunnan. Gerði það
Guðrún sú, sem hafði verið vinnu-
kona hjá séra Páli þar syðra, og síðar
á Knappsstöðum. Dvaldi hún með
presti til dauðadags. Hún gekk
manna á meðal undir nafninu „Ein-
eygða-Gunna“ og þótti presti þörf
og trú á marga lund. - Áður hún
legði á stað að sunnan með kýmar,
lét prestur gera henni skó með
járnsólum, svo þeir entust henni
ferðina.
Kona sú, er séra Páll tók framhjá
með, hét Þórey Guðmundsdóttir.
Barn þeirra var sveinn og hét Guð-
mundur. Páli presti þótti kostnaðar-
samt að gefa með barninu suður,
eptir að hann var kominn norður að
Knappsstöðum, og brá sér því árið
eptir suður og sótti drenginn, sem þá
var tveggja eða þriggja ára. Flutti
hann drenginn ofan í milli á trússa-
hesti, en prestur var þá stundum við
öl, og snaraðist eitt sinn af hjá
honum á klárnum og var klifberinn
með sveininum bundnum við kom-
inn undir kvið hestinum, þegar mað-
ur mætti presti og tók eptir því, en
ekki sakaði sveininn.
Vaktir upp draugar
Runólfur Jónsson hét bóndi á
Húnsstöðum, næsta bæ við Knapps-
staði. Áttu þeir prestur í ýmsum
brösum, því báðir voru drykkju-
menn, en á milli voru þeir bestu
vinir. Eitt sinn lét prestur svo um-
mælt í stólræðu, að „til eru þeir
menn hér í þessum heilaga söfnuði,
sem ekki mundu hika við að kasta
steini í prestinn sinn, ef þeir sæju sér
færi á því, ekki síður en gyðingarnir
í Stefán," - og sneri hann sér þá
alveg að Runólfi.
Eitt sinn sem optar komu þeir
Runólfur og prestur úr kaupstaðar-
ferð úr Siglufirði. Nótt var að vori
til, og báðir fullir. Kom þeim þá
saman um, að vekja upp draug og
skyldi prestur vekja upp, en Runólf-
ur glíma við drauginn. Þegar heim
að Knappsstöðum kom, var allt fólk
í svefni. Þeir settust þegar í kirkju-
garðinn, en hvað þar hefir gerst vita
menn ekki, en þegar fólk kom á
fætur á Knappsstöðum morguninn
eptir, lágu þeir þar báðir steinsof-
andi, sinn hvors vegar við eitt leiðið
í garðinum. - Eitt sinn kom séra Páll
í haustmyrkri neðan úr Fljótum, og
er hann fór yfir Stífluhóla, þá heyrir
hann, að fólk er þar skammt frá
veginum og spyr hver þar sé. Sá
svarar og biður prest „eta andsk....
upp úr skinni". Prestur svarar um
hæl: „Hver á þá að hafa bjórinn,
rýjan mín?“ Prestur taldi, að þarna
hefði Runólfur verið á ferð.
„Komdu hingað,
ekkjan mín“
Þess er áður getið, að séra Páll var
hagorður. Kenndi þessa allopt í
stólræðum hans, þegar sá gállinn var
á honum. Orðréttan kafla lærði eg af
föður mínum úr einni jólaræðu séra
Páls. Hann er svona: „Jesús kallar á
börnin sín. Hann kallar á mig og
hann kallar á þig, - si svona: Komdu
hingað ekkjan mín með börnin þín.
Sýndu þeim ljósin. Segðu þeim það
séu jólin og því sé kveikt. - Komið
hingað volaðir og hrjáðir. Komdu
hingað gamla kona, sem gekkst á
járnskóm sunnan af landi, þú ert
mædd og hrjáð; þú, með þitt eina
auga.“ - Fyrst hafði prestur snúið
sér að ekkju, sem sat þar með börn
sín, síðar að Gunnu gömlu ein-
eygðu, en þegar hér var komið, fór
ung stúlka, Sigurlaug að nafni, að
hlæja í barm sinn. Prestur heyrði
það, sneri sér hvasslega við að
henni, brýndi róminn og bætti við:
„Að því þarftu ei spauga, þú, lýgna
Lauga."
Fremur þóttu ræður Páls prests
léttvægar. Það var eitt sinn, að Jón
Mýrdal skáld var við messu hjá
honum. Eptir messuna spurði prest-
ur hann, hversu honum hefði líkað
ræðan. Mýrdal svaraði:
Engin hafði eg af því not,
er það sálar voði:
það var eins og flyti flot
fram á köldu soði.
Þess hefir áður verið getið, að séra
Páll var nokkuð ölkær. Hann var
vanur optast að hressa sig á brenni-
vínstári, áður en hann fór upp í
stólinn. Var eineygða Gunna vön,
svo sem fyr er getið, að stinga bláu
bóluglasi, sem tók hálfpela, f
hempuvasa prests, áður en hann fór
í kirkjuna og hann svo vanur að
skreppa út, rétt áður en hann skyldi
stíga í stólinn, og gera sér gott af
dropanum. Prestur fór svo með
þetta, að þótt menn grunaði það, þá
var hann aldrei að því staðinn. Svo
var það eitt sinn, að prófastur kom í
eptirlitsferð og var við embættisgerð
hjá Páli presti. Próf. hafði heyrt
ávæning af þessu, og þegar prestur
gekk út, rétt áður en hann skyldi í
stól stíga, þá fylgdi prófastur þegar
. á hæla honum og fékk prestur ekkert
ráðrúm til að gæða sér úr glasinu.
Hann sté svo í stólinn og byrjaði
prédikun, en í öndverðri ræðunni
segir hann: „Jesús sagði við læri-
sveinana: „Innan skamms munuð
þér ekki sjá mig,““ og í sama bili lét
hann sig hverfa niður í „pontuna“ og
saup vel á glasinu, sem hann hafði
áður tekið úr vasanum; spratt síðan
upp og hélt áfram: „en innan
skamms munuð þér sjá mig aptur.“
- Ekki er þess getið, að prófastur
gæfi sig neitt að þessu.
„Úr hverju dó Heródes?“
Barnauppfræðing séra Páls þótti
fremur léleg og nokkuð með ein-
kennilegu móti. Hann gekk mjög
ríkt eptir því, að börn kæmu til
spurninga á „kirkjugólf" á hverjum
messudegi frá nýári og fram á sumar,
og að söfnuðurinn hlýddi á barnayf-
irheyrsluna, en opt voru spurningar
hans fremur hjákátlegar. Kona, sem
gekk til spurninga hjá séra Páli,
þegar hún var barn (9 ára) og sem
enn er á lífi sagði mér svo frá: Það
var á fyrsta sunnudag í janúar, að
hann spurði hana: Geturðu sagt
mér, rýjan mín, úr hverju hann dó
hann Heródes? Henni varð ógreitt
um svarið. Þá segir prestur: „Það er
varla von, að þú vitir það, en eg get
sagt þér það: Hann drap sig á
kálfskjötsáti.“
Ekki lagði séra Páll af gáska sinn
og meinlega hrekki, þótt aldur færð-
ist yfir hann. Móðir mín, sem þá var
ung kona og nýgift, í Haganesi í
Fljótum, sagði mér þessa sögu: Það
var haust eitt, að haldin var þar
hreppssamkoma. Þar var séra Páll
og einnig séra Jón Norðmann prest-
ur á Barði, báðir lítið eitt við öl. -
Séra Jón var maður feitlaginn og
sérkennilegur í ýmsum háttum, þótt
stórgáfaður væri. Hann var allra
manna fljótastur í svefn. Þau for-
eldrar mínir bjuggu í húsi sérstöku,
suður af baðstofunni. Var móðir
mín þar ein, að þessu sinni, með
ungbarn. Þangað koma þeir báðir
prestarnir og leggst séra Jón þar
aptur á bak upp í rúm, en séra Páll
gengur um gólfið, og tala þeir saman
um stund, en er minnst varir er séra
Jón farinn að hrjóta hátt. Hann svaf
upp í loft og bar lágt höfuðið. Séra
Páll hélt á pontunni í hendinni og er
hann heyrir séra Jón hrjóta, gengur
hann að rúminu og sáldrar tóbakinu
í hvarma prests, hnippir í hann, svo
hann vakni, og segir: „Æ, það fer
svo illa um höfuðið á blessuðum
prestinum. “ Að því búnu þýtur hann
á dyr, en séra Jón vaknar, og við það
er hann opnar augun hrynur tóbakið
inn á sjáaldrið, og hann verður
friðlaus af sviða og kvölum í augun-
um og æðir þannig um gólfið. Spyr
hann eptir, hver hafi skaðað sig
þannig, og varð móður minni ógreitt
um svar, en illa sagði hún sér hefði
liðið, því af því hún var þarna ein
hjá presti, hefði hann helst mátt
ætla, að hún væri völd að þessu, en
rétt í sömu svifum vendir séra Páll
inn aptur og lætur þá, sem þetta
komi alveg flatt upp á sig, og spyr,
hvað gangi að blessuðum prestinum,
og aumkvar hann mjög.
Pétur biskup kom á síðustu prest-
skaparárum séra Páls í visitasíuferð
norður og yfirheyrði börn hjá
honum. Með honum var þar séra
Jón Norðmann. Ef eitthvert barn-
anna stóð sig lélega, þá var alltaf
viðkvæðið hjá séra Páli: „Það kom í
vor neðan úr Fljótum, úr sóknum
séra Jóns.“ Það vissi Páll, að var séra
Jóni hin mesta raun, en varla mun
biskup hafa lagt mikið upp úr því,
því honum mun hafa verið kunnugt,
að barnauppfræðsla séra Jóns var í
besta lagi.
Þegar Grímur Thomsen skáld
kom heim eptir hina löngu dvöl sína
erlendis, heimsótti hann séra Pál
frænda sinn. Spurði Grímur allýtar-
lega um Pál, hvernig kennimaður
hann væri og um háttu hans, og með
kýmni nokkurri.
Knappsstaðaprestakall var lagt til
Barðs 17. febr. 1880. Um líkt leyti
mun Páll prestur hafa fengið lausn
frá prestskap. Var hann þá orðinn
gamall maður. Hann mun hafa flutt
um sama leyti (vorið 1881) að Saur-
bæ í Austurfljótum til Tómasar son-
ar síns, og þar dó hann, 10. nóv.
1881,84 ára gamall. Er hann grafinn
í Stórholtsgarði og mun leiði hans
hafa verið framundan kirkjudyrum
gömlu Holtskirkju, sem stóð í miðj-
um kirkjugarðinum. Er á leiðinu
steinn úr ísl. blágrýti, mjór og
langur, með þremur nokkurnveginn
jöfnum flötum eptir endilöngu og
letrað þvers á þá nafn Páls prests,
fæðingar- og dánarár. Steinninn er
gerður af Jakob Jónssyni í Minni-
brekku í Fljótum (Myllu-Kobba);
letrið er ófagurt en skýrt og steinninn
allur klúr. Hann er nú langt að því
sokkinn í jörð.