Tíminn - 24.09.1988, Qupperneq 3

Tíminn - 24.09.1988, Qupperneq 3
Laugardagur 24. september 1988 HELGIN I BETRI SÆTUM iimau XL Salem's Lot: Fyrst trúði ég ekki en nú er ég óviss Stjörnugjöf = ★★★ 1/2 Framleiðandi: Richard Kobritz og Stirling Silliphant Aðalhlutverk: David Soul, James Mason, Lance Kerwin, Bonnie Bedel- ia, Lew Ayres Myndband: Steinar hf. Undirritaður er einn þeirra sem að öllu jöfnu hafa ekki gaman af því að horfa á hrollvekjur, sérstak- lega ekki ef hrollvekjan í myndinni er af yfirnáttúrulegum toga, s.s. djöflar, draugar eða blóðsugur. Ástæðan er einföld, yfirgnæfandi meirihluti slíkra mynda verður ein- faldlega hjákátlegur og gjörsam- lega vonlaust að þær gagntaki mann. Þó eru til vel gerðar undan- tekningar á þessu og er Salem's Lot dæmi um hrollvekju sem nær að reyra mann fastan. Sagan, sem byggir á skáldsögu Stephen King, er vel gerð og farið með efnið á þann hátt að nútíma- manninum er gefinn kostur á að yfirvinna vantrú sína á jafn ótrú- íegu fyrirbæri eins og blóðsugum. Raunar ætti sú staðreynd ein sér, að byggt er á sögu Stephans King, strax að gefa vísbendingu um að spennumynd er á ferðinni og í myndinni tekst að koma spennunni til skila. Myndin er í flesta staði vel gerð og leikurinn það góður að þegar komið er að þeim atriðum myndar- innar sem eftir á að hyggja ættu að vera hvað ótrúlegust, finnst áhorf- andanum þau einfaldlega rökrétt framhald af því sem á undan er gengið. David Soul sem leikur hinn unga rithöfund tekst vel upp en sérstök ástæða er þó til að nefna leik James Mason sem tekst vel upp í hlutverki hins illa herra Straker. Þráður myndarinnar er í stórum dráttum sá að um svipað leyti og ungur rithöfundur, Ben Mears, kemur til Salem's Lot fer að bera á undarlegum viðburðum sem tengjast ákveðnu húsi í bænum og íbúa þess, aðfluttum forngripasala. Upphefst síðan mikil barátta milli góðs og ills. - BG „TOPP TUTTUGU“ 1.(7) Black Widow (Steinar) 2. ( 5) Dragnet (Laugarásbíó) 3. ( 2) Princess Bride (J.B.Heildsala) 4. ( 1) Hentumömmuaflestinni (Háskólabíó) 5. ( - ) No Man’s Land (Háskólabíó) 6. ( 9) SummerSchool (Háskólabíó) 7. ( 3) Kæri Sáli (Háskólabíó) 8. ( 6) No Way Out (Skífan) 9. ( 4) Nornirnarfrá Eastwick (Steinar) 10.(10) Eyeof TheTiger (Myndbox) 11.(12) Some Kind of Wonderful (Háskólabíó) 12.(11) TheBournelndentity (Steinar) 13. (18) QuietCool (Skífan) 14. ( - ) UnderCover (Myndbox) 15.(13) ThreeFortheRoad (Steinar) 16.(15) TheSqueeze (Steinar) 17. ( 8) Revenge of The Nerds #2 (Steinar) 18. (14) MadetoOrder (Steinar) 19. ( - ) Biggles (Steinar) 20. ( - ) Blue Lightning (Myndform) NO MANS‘S LAND Ein með öllu Stjörnugjöf = ★★★ 1/2 Aðalhlutverk: Charlie Sheen, D.B. Sweeney, Lara Harris og Bill Duke Leikstjóri: Peter Werner Þetta er ein með öllu. Hrað- skreiðir bílar, fagrar konur (og karlar), nóg af seðlum, byssur og ríflega útilátinn skammtur af spennu. Ég var mjög spenntur að horfa á Charlie Sheen, eftir að hafa séð hann í Platoon. Hann olli ekki vonbrigðum. Að vísu leikur hann mjög svo spilltan einstakling að þessu sinni, en það ferst honum vel úr hendi. Sama má í raun segja um aðra leikara myndarinnar þó svo Sheen standi upp úr að mínu mati. Söguþráður myndarinnar er hinn ágætasti. Ungur og óreyndur lögregluþjónn fær það hlutverk að koma sér inn í glæpahring bíla- þjófa, sem sérhæfa sig í Porsche bifreiðum. Lögregluþjónninn kemst inn og vinnur trúnað þeirra er stela Porsche bifreiðum. Inn í þetta allt saman fléttast stríð við samkeppnisaðila, sem gerir mynd- ina enn meira spennandi. Að því kemur að lögregluþjónninn (leik- inn af D.B. Sweeney) verður að gera upp við sig hvoru megin við lögin hann vill vera. Sú ákvörðun er erfið, eftir að hafa kynnst hinu ljúfa lífi. Rismikill endir sem þú mátt ekki missa af. Ég er mikill „þriller" aðdáandi og sem slíkur verð ég að mæla eindregið með þessari. Við erum búnir að vera nokkuð fúlir á þessari síðu, enda myndirnar slakar. En þessi er vel þess virði að sjá hana, jafnvel þó sendingar frá Seoul séu heillandi. - ES A RETURN TO SALEM’S LOT: Saga sveitarfélags skráð við óvenjulegar aðstæður Stjörnugjöf = ★ ★ Leikstjóri: Larry Cohen Aðalhlutverk: Michael Moriarty, Samuel Fuller, Andrew Duggan, Ricky Addison Reed, June Havoc, Evelyn Keyes Myndband: Steinar hf. Á sama hátt og vel heppnaðar hryllingsmyndir geta valdið manni andvöku fá lélegar hryllingsmyndir mann til að brosa framan af og síðan hálf leiðast. Kvikmyndin „Return to Salem's Lot“ á að vera sjálfstætt framhald af myndinni „Salem‘s Lot“ sem byggð er á sögu Stephen King. Sagt er að þessi seinni mynd byggi á persónum sem Stephen King hafi skapað, en þó gæti reynst erfitt fyrir þá sem annaðhvort hafa lesið bók Stephen King eða séð Salem's Lot að átta sig á skyldleikanum. Þessi saga greinir frá baráttu góðs og ills, rétt eins og fyrri myndin, og fulltrúi hins góða er í myndinni harðsvíraður mann- fræðingur sem vegna fjölskyldu- ástæðna er kallaður heim úr gagn- merkum rannsóknarleiðangri og fer ásamt syni sínum í Iítinn smábæ á Nýja Englandi. Þar hitta þeir fyrir fádæma viðskotailla íbúa strax við komuna í bæinn, en bærinn virðist að flestu leyti hálf lífvana. Hins vegar færist fjör í leikinn eftir að sólin er sest, enda megin þorri íbúanna Ijósfælinn í meira lagi og þola illa dagsbirtuna eins og blóð- suga er siður. Öll söguuppbyggingin er með slíkum hætti að ef menn eru ekki búnir að undirbúa sig fyrirfram og telja sér trú um að ekkert sé sjálfsagðara en að blóðsugur séu á næsta horni, er ótrúlegt annað en að menn lendi í hláturskasti fyrir framan sjónvarpið. Áhorfandinn er ekki með nokkrum hætti undir- búinn undir þau ósköp sem yfir munu ganga og blóðsugurnar streyma fram á skjáinn nær strax í upphafi myndarinnar og bærinn er í orðsins fyllstu merkingu blóðsug- ubær. Ekki er því að neita að húmorískur undirtónn er í mynd- inni því blóðsugurnar í myndinni hafa aðlagað sig bandarísku þjóð- lífi nokkuð vel og stunda blómlega nautgriparækt sér til lífsviðurværis og hafa vélað hinn kunna mann- fræðing til sín gagngert tii þess að fá mann með nauðsynlega kunn- áttu til þess að rita sögu þessa blóðsugusveitarfélags. Sem gam- anmynd má segja að „Return to Salem‘s Lot“ sé þokkalega vel heppnuð, þó að manni læðist sá grunur að hún hafi ekki verið hugsuð sem slík. Niðurstaðan hlýt- ur því að verða sú að „Return to Salem‘s Lot“ er í misheppnaða kantinum sem hryllingsmynd, en er ekki versta gamanmynd sem undirritaður hefur séð. Ekki hvað síst hefur undirritaður skemmt sér við tilhugsunina um hvort Ólafur Ásgeirsson, þjóðskjalavörður og félagar, sem fengnir voru til að rita sögu Fróðárhrepps hefðu staðið sig jafn vel og mannfræðingurinn knái sem skrá átti sögu Salem Lot, ef selshöfuðið í eldstæðinu á Fróðá hefði beðið þá um að skrifa sögu sína út frá sjónarhól selshöfuðsins í Fróðárundrum. - BG

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.