Tíminn - 24.09.1988, Side 8

Tíminn - 24.09.1988, Side 8
8 ® HEj-GlN Laugardagur 24. september 1988 SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL Greiðslukortið var lykill að morðmáli Gullfalleg stúlka hvarf á bíl sínum á leið til vinnu um hábjartan dag. Fyrst fannst greiðslukort sem vísaði á morðingjann. Hann vísaði á líkið, en bíllinn fannst aldrei. Aleta Carol Bunch var 16 ára, lagleg, rauðhærð og græneyg, með líkama sem hæfði í baðfataauglýs- ingar. Hún var nemi við gagnfræða- skóla Baptista í Beech Island í Suður-Karólínu og gekk einkar vel að læra. Með skólanum vann hún hluta- störf á tveimur stöðum, ók blásans- eruðum Mustang 1984, átti eigið greiðslukort og klæddist samkvæmt nýjustu tísku. Skólafélagar hennar töldu hana hafa allt sem hugurinn girntist. Aleta fór úr skólanum þriðjudag- inn 4. mars 1986 á sama tíma og venjulega og ók áleiðis að verslunar- miðstöð í Augusta í Georgíu, þar sem hún starfaði við að sýna föt í tískuverslun. Þegar því verki væri lokið, færi hún síðan á hinn vinnustað sinn, skrifstofu sem sá um bílatryggingar. Aleta hafði þegar vakið athygli fólks sem gjarnan leitaði að nýju stjörnun- um og átti von á tilboðum um að sýna föt hjá virtum stofnunum og verða ef til vill atvinnufyrirsæta, þegar tímar liðu fram. Sjálf hafði Aleta ekki tekið neinar ákvarðanir um framtíðina. Hún ætl- aði að ljúka skólanum, fara síðan í menntaskóla og þá fyrst fara að hugsa málin. Þó Aleta kæmi ekki heim til sín í kvöldmat á réttum tíma, var fjöl- skyldan hin rólegasta í fyrstu. Ekki var óalgengt að Aleta ynni eftirvinnu kvöld og kvöld, eða væri sein fyrir. En þegar klukkustund var liðin án þess að hún kæmi eða léti vita af sér, hringdi faðir hennar á skrifstofuna. Foreldrarnir fylltust áhyggjum, þeg- ar þeim var sagt að Aleta hefði alls ekkert komið til vinnu í dag og heldur ekki tilkynnt forföll. Það var mjög ólíkt henni að gera slíkt. Þau hringdu þá í tískuverslunina og fengu að vita að Aleta hefði komið til vinnu og farið aftur um fjögurleytið. Ekki var annað vitað en hún hefði svo ætlað á trygginga- skrifstofuna. Næst hringdu foreldrarnir til lög- reglunnar í Georgíu, ef vera kynni að Aleta hefði lent í umferðar- óhappi, en svo reyndist ekki vera. Þá óku faðir Aletu og systir til Augusta og svipuðust um eftir bíln- um á bílastæðum þar, en sáu hann hvergi. Þau hittu heldur engan sem séð hafði Aletu eftir að hún fór frá versluninni. Horfin sporlaust Seinna um kvöldið var hvarf henn- ar formlega tilkynnt lögreglunni. Ættingjar Aletu sögðu alveg útilok- að að hún hefði látið sig hverfa viljandi. Hún var yngst systkinanna og það eina sem enn bjó alveg heima og var eftirlæti allra. Aleta hefði alls enga ástæðu til að stinga af, allt gengi henni í haginn. Það eina sem lögreglan gat gert strax, var að lýsa eftir Aletu á lögreglustöðvum í grenndinni. Lýs- ingin hljóðaði þannig að hin týnda væri 165 sm há, 62 kíló, klædd silkipilsi, ljósri peysu og með vín- rautt rúskinnsveski. Um hálsinn var hún með gullkeðju með fimm litlum demöntum og skólahring með des- embersteini í. Númerið á bílnum var JTZ 860. Þegar ekkert hafði spurst til Aletu um morguninn, töluðu yfirmenn lög- reglunnar í Augusta og Beech Island saman og ræddu málið. Þeir voru vissir um að eitthvað örlagaríkt hlyti að hafa gerst frá því að Aleta yfirgaf verslunina á leið til skrifstofunnar. Lögreglustjórinn í Richmond-sýslu fól reyndasta manni sínum, Ronald Strength að rannsaka málið. Hann sendi fulltrúa að ræða við starfsfólk í tískuversluninni, ef það kynni að hafa séð eitthvað óvenjulegt um það leyti sem Aleta fór daginn áður. Strength ræddi sjálfur við fjöl- skyldu Aletu. Ef henni hafði verið rænt, var ólíklegt að krafist yrði lausnargjalds, því þó fjölskyldan væri langt frá fátæk, var hún heldur ekki auðug. Hann spurði hvort Aleta hefði hugsanlega tekið farþega upp í á leiðinni á milli vinnustaða. Það var talið ólíklegt, því hún hafði oftsinnis verið vöruð við því og hafði jafnan bíldyrnar læstar og rúðurnar uppi' I skólanum kvað við sama tón. Enginn þar hafði séð Aletu eftir að skóla lauk. Þær upplýsingar fengust, að vissulega væri Aleta mjög vinsæl stúlka, en væri ekki með sérstökum strák. Skólasystkini hennar töldu útilokað að afbrýði gæti átt þátt í hvarfi hennar. Veður hamlaði leit Um miðjan daginn settist Strength niður og fór yfir þær upplýsingar sem menn hans höfðu safnað. Ljóst þótti að Aleta hefði farið frá versl- anamiðstöðinni á bílnum. En þar sem ómögulegt var að vita hvar hún hafði lagt bflnum, þótti ólíklegt að henni hefði verið rænt á stæðinu, án þess að það vekti athygli nærstaddra. Lögreglumenn höfðu farið sömu leið að tryggingaskrifstofunni og Aleta var vön að fara, en ekki fundið neinn sem minntist þess að sjá laglega, rauðhærða stúlku á bláum bíl á umræddum tíma. Alls engin vísbending fannst um hvað hefði getað gerst. Þegar enginn virtist hafa séð bílinn undanfarinn sólarhring, gerði Strength ráð fyrir að honum hefði verið lagt einhvers staðar fljótlega eftir hvarf Aletu. Hann fór fram á að ríkislögreglan leitaði á svæðinu. Hins vegar leyfði veður það ekki, því í fimm daga geisaði aftakaveður með roki og rigningu. Fjölmiðlar birtu myndir af Aletu og lýsingu á bílnum og báðu alla sem kynnu að hafa séð hana að hafa samband við lögregluna. Á þriðja degi var óskað eftir samvinnu við alríkislögregluna FBI á þeim fors- endum að sennilega hefði fórnar- lambið verið flutt milli fylkja. Lítið var samt hægt að gera, því þrátt fyrir þá staðreynd að Aleta var mjög svo eftirtektarverð stúlka, virt- ist enginn hafa séð hana neinsstaðar. - Það besta sem við getum vonað, sagði talsmaður lögreglunnar, - er að sá sem rændi bílnum og getur hafa ekið honum nær hvert á land sem er á þessum dögum, hafi ekki yfirgefið hann og eigi eftir að brjóta umferðarlög og verða stöðvaður af árvökulum lögregluþjóni. Þegar regninu slotaði, var leit að bílnum haldið áfram. Lögreglubílar þræddu lítt troðna afleggjara hér og þar og úr flugvélum var litið yfir skóglendi og akra og raunar alla staði þar sem hægt væri að fela bíl án þess að hann sæist auðveldlega af jafnsléttu. Greiðslukortið Þá gerðist það á fimmta degi eftir hvarf Aletu, að tilkynnt var frá stórverslun í Richmond, að greiðslu- kort Aletu hefði verið notað þar til kaupa á ýmsum vörum. Það var afgreiðslumaður sem sá nótu, sem mundi nafnið úr auglýsingum lög- reglunnar. Stúlkan sem afgreiddi vörurnar mundi óljóst eftir stúlkunni sem verslað hafði, en mundi vel að hún hafði keypt tvennt af öllu. Tvenna skó, tvo kjóla og tvenn undirföt, allt eins. Afgreiðslustúlkan spurði af forvitni hverju þetta sætti og fékk það svar að hin hætti tvíburasystur og þær gengju alltaf eins klæddar. Þó útlit stúlkunnar væri óljóst í huga þeirrar við kassann, sagðist hún viss um að hún hefði ekki verið rauðhærð og áreiðanlega eldri en 16 ára. Hins vegar var engin ástæða til að rengja hana þá, því sem skilríki hafði hún sýnt ökuskírteini með nafni Aletu Carol Bunch. Af- greiðslustúlkan viðurkenndi að-það hefði verið vanræksla sín að bera Aleta Carol Bunch, gullfalleg 16 ára stúlka sást seinast á bíl sínum á leiö til vinnu. ekki saman 'myndina á skírteininu og stúlkuna, en hún hafði aðeins skrifað niður nauðsynlegar tölur. - Þetta líkist engu mannráni sem ég hef fengist við, sagði fulltrúi FBI. - Mörg hafa þau verið einkennileg, en þetta er í sérflokki. Ekki virtist líklegt að neinn hefði rænt stúlkunni til þess eins að komast yfir greiðslu- kort hennar. Heldur var ekki líklegt að ef einhver hafði rænt henni til að nauðga, að hann hefði afhent ein- hverjum öðrum kortið. - Það er eitt gott við þetta, sagði Strength fréttamönnum. - Þar sem greiðslukortið var notað hér, má gera ráð fyrir að um fólk af svæðinu sé að ræða og að það hafi ekki farið neitt burtu. Nú var lagt mjög að verslunarfólki að hafa augun hjá sér, ef einhver hygðist nota kortið í annað sinn. Lögreglan herti leitina að bílnum, því næsta víst þótti nú að hann gæti ekki verið langt undan. Sveitir sjálf- boðaliða tóku þátt í leitinni í þrjá daga en allt kom fyrir ekki. Bíllinn fannst aldrei - Annaðhvort hefur náunginn sett hann inn í bílskúr eða ekið honum í vatn, það er búið að leita á öllum hugsanlegum stöðum öðrum. Lögreglan var andvíg því að geja opinbert að greiðslukortið hafði ver- ið notað. Þá gæti sú sem hafði það,

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.