Tíminn - 24.09.1988, Page 11

Tíminn - 24.09.1988, Page 11
r Laugardagur 24. september 1988 HELGIN -X"- -|-| Á FJÓRUM HJÓLUM - REYNSLUAKSTUR: Peugeot 309 GL fimm dyra, fimm gíra Hvergi sveik hann lit Peugeot 309 er betri bfll en ég þorði að vona þegar ég tók hann til aksturs. Hann má líka vera það miðað við verðið og verð ég að segja að þetta tvennt helst vel í hendur. Eðlilega er þetta eftirsóttur bfll sem allt að því er slegist um þegar hann er þá til. Fór ég um allar trissur til að sannfæra mig um að hann væri góður og gegn á íslenskum vegum og fann ég hvergi veikleika sem ég get hér verið að setja út á. Það var sama hvemig ég ók honum á vegum úti, og fór ég reyndar um nær allt Suðurland, hvergi sveik hann lit eða reyndi að brydda upp á neinum óvæntum brellum. Hann bara rótlá á öllum vegum. Lágþýskir puttalingar Þegar ég hafði sloppið bæði framhjá Selfosslöggu og sýslu- manninum á Hellu, þótti mér óhætt að fara að prófa hann á ferð. En þar sem við hjónin vomm bara tvö í bílnum nam ég staðar til að taka upp í bílinn puttalinga og farangur þeirra, sem vom stórir bakpokar með öllum tilheyrandi aukapinkl- um. Pokarnir flugu í skottið hlið við hlið án þessa að neinn þyrfti að hoppa uppí og troða eins og gert var í gamla daga í súrheysgryfjun- um. Þá rann Peugeotinn af stað og varð honum ekki skotaskuld úr því smáverki að þeytast upp fyrir lög- legan umferðarhraða á fáeinum sekúndum, þrátt fyrir lágþýskar klyfjar. Innan tíðar var malarveg- urinn hjá Markarfljótsaumm á enda og var það í raun bara miður. Það var mjög gaman að fá tækifæri til að reyna jafn góðan bíl á jafn leiðinlegum vegi. Alveg var 309 sama þótt runnið var eftir holuför- unum eða sléttuförunum. Hann þrællá á jöfnum og ólöglegum hraða, sem nálægir bændur gátu sjálfsagt hrist hausinn yfir þar sem þeir unnu hörðum höndum við frágang að loknum töðugjöldum. Sluppu út við Seljalandsfoss Þegar komið var fram undir Seljalandsfoss, vissi ég að brátt væri malarvegurinn á enda. Það er annars einkennilegt að vegamála- yfírvöld hafa ekki komið því enn í verk að brúa Markarfljótið neðar á þeim stað sem búið er að hanna, til að hægt verði að stytta hringveg- inn og losna við þennan sérkenni- lega kafla. En þegar kaflinn var búinn tókst mér að sannfæra Þjóð- verjana um að þeir bara yrðu að skoða Seljalandsfoss og ganga á bak við hann, jafnvel þótt rigning væri úti. Þökkum við Þjóðverjum þá fyrir sinn þátt í sannri íslenskri prófun á sönnum frönskum bfl. Niðurstaða þessa þáttar var sú að þetta er bíllinn sem ég vildi eiga til ferðalaga innanlands í byggð. Kraftur nógur Krafturinn er nógur og hæfni farartækisins er slík að ég gat vel hugsað mér að nota hann meira. Vélin í þeim bíl sem Tíminn reynsluók var sú minnsta sem Jöfur býður viðskiptavinum sínum upp á, eða tæpir 1,3 lítrar að rúmtaki. Þessi netta vél skilaði skráðum 65 DIN hestöflum. Þessi 65 voru þó þannig að helst var ég á því að undir húddinu leyndist mun meiri . kraftur eða í það minnsta mun meiri seigla en gengur og gerist í svona fjölskyldubíl. Raunar er það svo að varla er hægt að kalla þetta venjulegan fjölskyldubíl þar sem hann er æði sportlegur og jafnvel er hægt að tala um að hann sé nútímalega rennilegur. Dýrari gerðir af honum eru með 1,5 lítra vél og sú stærsta er með 1,9 lítra vél með beinni innspýtingu eldsneytis. Er þá verið að tala um 309 GTi, sem er ekki nema 8 sek. í hundraðið og nær með góðu móti 209 km hraða á klst. Venjulegur með litla eyðslu Venjulegasti bíllinn varð þó fyrir valinu í reynsluakstrinum en það er 309 GL. Vél hans og gírbúnaður nær honum úr kyrrstöðu í 100 km hraða á klst. á réttum 14,8 sek. sem er bara nokkuð gott af bíl í þessum flokki að vera. Hámarkshraði með góðu móti reynist vera 165 km/klst. Þægilegur ferðahraði er þó milli 100 og 120 km/klst. og er þá tekið mið af hávaða og möguleikum farþega til að sitja ekki alveg uppskrúfaðir í sætum sínum. A þessum hraða eyðir bíllinn ekki mikið minna eldsneyti en miðað við akstur innanbæjar. Til að vera nákvæmur tek ég þá við- miðun sem Danir nota í sínum svona bíl nýjan, enda eru ekki nema tvö ár síðan hann koma fram, eigi auðvelt með að endur- nýja í fyllingu tímans. Bæði er það að trúlega verður endursöluverðið gott miðað við markaðinn og einn- ig hitt að líkur eru á að ekki fari' allt sparifé í borgun bensínreikn- inga. Svona er nú málið einfalt. Þar við bætist að bíllinn er mikið varinn með ótal lögum af undir- málningu og lakki. Hann ætti því að endast von úr viti, ef eitthvað er að marka auglýsingamyndir peu- geotmanna. En það er eitt enn sem lokkar mig að þessum bíl. Það er þægindi sætanna og góð hljóðeinangrun, sem gerist vart betri í bíl sem byggður er á sjálfberandi grind. Þá er makalaust smekklegt hvemig tekist hefur að hanna allt mæla- borðið og allan þann ramma sem ökumaður og farþegar hafa fyrir framan sig. Allt er þetta hreint og áferðargott og einnit er óhætt að hæla svolítið sérstaklega snúnings- tökkum miðstöðvarinnar. Hér get ég ekki komist hjá því að leiðrétta villu í DV dómi, þess efnis að ekki sé um að ræða alsamhæfðan blástur á hliðarrúður og framrúðu. Þetta er með réttu lagi í Peugeotinum sem ég prófaði. I I Að setja út á eitthvað j I I Þið verðið að fyrirgefa hvað hann varð óhreinn hjá mér, en það var bara svo þægilegt að aka og aka að ég gleymdi að stoppa á þvottaplani. Tímamyndir Ámi Bjama Aksturshæfni, stýri á ferö, frágangur, hönnun, sæti, vélarvinnsla, eyösla, veghæö, hljóð- einangrun. Stýri í kyrrstöðu, hnakkapúðar, hurðarhólf, fáarstillingará sætum. bókum. Þar er gefið upp að 309 GL komist allt að 20,8 km á einum lítra, sem er innan við 5 lítrar á hundraðið (ótrúlegt!). Við akstur á stöðugum 120 km hraða á klst. kemst 309 GL ekki nema 15,9 km og í innanbæjarakstri er ferða- möguleiki á einum lítra kominn niður í 13 km, sem samt verður að teljast mjög góð eldsneytisnýting. Hljóðeinangrun Hann er því góður í rekstri og líklegt er að sá sem fer vel með En auðvitað verð ég að setja út á eitthvað. Stýrið var afar stöðugt á vegum úti og reyndar í öllum akstri. Hins vegar fýlgir slíku stýri jafna sá annmarki að það er ekkert of Iétt að snúa því meðan bfllinn er f kyrrstöðu. Það er ekki í flokki þungra stýra, en samt er það ekki nógu létt fyrir alla. Kannski er þetta bara tilbúningur í mér og ég er orðinn vökvastýrisaumingi af. verstu tegund. Þetta er fyrirgefið með tilliti til þess hversu mjög stýrið hvíldi mig í öllum akstri. Annað fannst mér óþarfi eins og t.d. plasthilla í aftara horni fram- hurðanna. Tek ég undir með þekktu evrópsku bílablaði sem kallaði þetta horn einfaldlega til- gangslausa sóun á plasti. Að lokum er hér ein árétting sem varðar reyndar öryggi fram- sætisfólksins. Hnakkapúðamir eru að líkindum of lágir og þá eru þeir trúlega ólöglegir. Þetta þarf að kanna betur og leysa ef með þarf. í heild er þetta einn besti bíll sem ég hef reynsluekið í þessum algenga flokki. Ég verð því líklega að prófa jeppa næst, vörubíl eða bara traktor. Sjáumst. Kristján Björnsson

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.